Formáli

Þetta kennsluefni er haft til hliðsjónar í fyrirlestrum í áfanganum Stærðfræðigreining III við Háskóla Íslands. Það er bæði aðgengilegt sem vefsíða, http://notendur.hi.is/sigurdur/stae302, og sem pdf-skjal sem hentar til útprentunar. Efnið er unnið úr glærupakka sem Rögnvaldur Möller útbjó og byggja þær glærur að miklu leyti á bókinni Tvinnfallagreining, afleiðujöfnur, Fourier-greining og hlutafleiðujöfnur eftir Ragnar Sigurðsson. Bók Ragnars er einnig kennslubók námskeiðsins.

Ágúst 2019, Sigurður Örn Stefánsson