10. Kafli - Stál

Stál er nafnið á efni þar sem frumefnið járn (Fe) er uppistaðan. Stál er unnið með bræðslu járnríkra bergefna, og kolinnihald stáls er almennt lægra en 1,8 % þyngdar (samkvæmt skilgreiningu aldrei hærra en 2%) en alltaf hærra heldur en 0,008 %. Hugtakið járn á við um frumefnið Fe, en einnig efni þar sem frumefnið er uppistaðan; yfirleitt sambönd með háu kolefnisinnihaldi, venjulega 2-4 % þyngdar, t.d. pottjárn. Orðið járn verður hér notað um sambönd þar sem frumefnið Fe er uppistaðan, nema þegar hugtakið stál á sérstaklega við. Stál er langmikilvægasti málmurinn í byggingariðnaði og við flytjum inn stál frá nokkrum mismunandi löndum.

10.1. Framleiðsla stáls

Járn er um 4,5% jarðskorpunnar, en finnst aðeins í mjög litlum mæli sem hreint efni (einungis í loftseinum sem náð hafa til jarðar). Efnasambönd sem innihalda málm eru margvísleg, en t.d. í Svíþjóð er stál nú eingöngu unnið úr samböndunum Fe2O3 og Fe3O4. Málmgrýtið er malað og sett í háofna (s: masugn), um 30 m á hæð, ásamt slaggmyndandi efni, oftast kalksteini, og koksi (kol sem hafa verið hituð þannig að rokgjörn efni eru fjarlægð og eftir stendur létt efni með mjög hátt brunagildi, umbreyting kola í koks, og annarra hliðstæðra ferla, er á ensku nefnd pyrolysis). Ofninn er mataður ofanfrá en heitu lofti blásið inn í hann neðanfrá undir miklum þrýstingi, súrefni binst kalki og rýkur upp sem gas, slaggið sem myndast er nauðsynlegt sem efnahvati og flýtur ofan á járnbráðinni og ver hana. Slaggi er tappað reglulega af ofninum, efnið er notað í sementsframleiðslu (slaggsement) og spunnið í þræði fyrir einangrun. Járni er einnig tappað af reglulega, en vinnslan í heild er í stöðugum gangi.

Teikningin sýnir háofn, hæð um 30 metrar og hitastig á mismunandi stöðum í ofninum.

../_images/haofn.png

Ofnarnir eru fóðraðir og fóðringin bindur eitthvað af óæskilegum efnum, en járnbráðin sem kemur úr ofninum er mjög rík á kolefni, mangan og kísil og hentar því ekki í byggingarvörur (t.d. framleiðslu á bitum eða plötum). Blandan er því hreinsuð (megnið af kolefninu, mangan og kísilsamböndunum ásamt fosfór og brennisteinssamböndum er fjarlægt, brennt burtu) í sérstökum ofnum þar sem lofti (í Kaldo-aðferðinni súrefni) er blásið í gegnum bráðina. Ofnarnir geta tekið 5 – 25 tonn í hvern blástur, sem stendur yfir í um 30 mínútur. Ofnarnir eru fóðraðir, áður einungis með súrri fóðringu (kvarts) og nefndist aðferðin þá Bessemer. Með súrri fóðringu næst að binda kolefni, kísil og mangan. Síðar var þróuð basísk fóðring, þar næst að binda fleiri gerðir af óæskilegum efnum, þessi aðferð er nefnd eftir Thomas. Venjulegt byggingarstál inniheldur auk járns, kolefni, kísil, mangan, fosfór og brennistein.

../_images/blastursofn.png

Kolefni er langmikilvægasta hlutefnið. Kolefni í járni er á þrennu formi; laust, cementit (\(Fe_3C\)) eða sem grafít, megnið af kolefni í stáli er bundið sem sementit. Járn hefur nokkra mismunandi fasa og leysni kols er mismunandi eftir þeim, eiginleikar eru jafnframt mjög breytilegir eftir kolefnisinnihaldi og því hvaða fasi er ráðandi – sjá línurit.

../_images/eiginleikarkolefnisinnihald.png

Hugtök í myndbandi

iron : járn

cast iron : pottjárn

iron ore : járngrýti

blast furnace : háofn

10.2. Fasalínurit

Fasalínurit eru notuð til að sýna mögulegar samsetningar tveggja eða fleiri fasa, þau eru undirstaða margskonar umræðu um m.a. stál. Hér verður fyrst tekið dæmi af vatni og hafssalti (NaCl), sjá línurit (línuritin tvö og dæmið tekið úr Burström, 2001) Ath: “saltlake” = saltpækill þ.e. vatn + salt í upplausn Línuritið sýnir fjóra fasa;

  1. saltpækill

  2. saltpækill með ískristöllum

  3. saltpækill með saltkristöllum

  4. salt og ískristallar

../_images/saltpaekill.png

Dæmi:

Blanda sem samanstendur af (þyngdarhlutföll); 10 % \(NaCl\) og 90 % vatn.

  1. Hvaða fasar eru til staðar við \(-10^{\circ}C\)

  2. Hve stórt er hlutfall ískristalla við \(-10^{\circ}C\)

Svar:

  1. lárétt lína dregin við \(-10^{\circ}C\) og lóðrétt við 10 % \(NaCl\)—skurðpunktur í fasa “saltlake + iskristaller” (saltpækill með ískristöllum).

  2. Notum jafnvægisregluna; \(n_1\) = hlutfall ískristalla, \(n_2\) hlutfall saltpækils; almennt gildir þá fyrir hlutföll eftir láréttu línunni;

    \[n_1 \cdot l_1 = n_2 \cdot l_2 \qquad \textrm{ásamt} \qquad n_1 + n_2 = 1\]
    \[\Rightarrow n_1 \cdot (10-0) = n_2 \cdot (14-10) = (1- n_1) \cdot (14-10)\]
    \[n_1 = 4/14=0,286 \qquad \textrm{eða} \qquad n_1 = 28,6\%\]

Almennt dæmi um samsetningu með tveim hlutefnum; A og B – sjá línurit fyrir þriggja fasa ástand

../_images/fasalinurit.png

10.3. Kolefnisinnihalds stáls og fasalínurit

Í byggingarstáli er kolefnisinnihaldið almennt lægra en 0,30% (verkfærastál hefur hærra kolefnisinnihald), iðulega er öðrum málmum blandað í stálið; nickel, króm (e: chromium), molybdenum og mangan en til samans er þessi íblöndun almennt undir 8%.

../_images/fasalinuritstals.png

Fasalínurit fyrir \(Fe-Fe_3C\) – sjá einnig næstu mynd

../_images/fasalinuritstalslitidC.png

10.3.1. Fasar og eiginleikar – samantekt (byggt á Callister, ..)

Ferrite (\(\alpha\) iron) BCC

General: May be made magnetic at \(\vartheta\) < 786 \(^{\circ}\textrm{C}\), \(\rho\) = 7.88 \(\textrm{g/cm}^3\)

Mech. Properties: Soft and ductile.

Austenite (\(\gamma\) iron) FCC

General: Non-magnetic, not stable at \(\vartheta\) < 727 \(^{\circ}\textrm{C}\)

Cementite (\(Fe_3C\))

General: Metastable at temperatures 600 \(^{\circ}\textrm{C}\) < \(\vartheta\) < 700 \(^{\circ}\textrm{C}\)

Mech. Properties: Hard and brittle.

Pearlite

General: The microstructure of steel that is slowly cooled through the eutectoid temperature.

Mech. Properties: (naturally) between ferrite and cementite.

Hypoeutectoid alloy

Composition to the left of the eutectoid point (0.022 <wt% C < 0.76)

Hypereutectoid alloys

Composition to the near right of the eutectoid point (0.76 <wt% C < 2.14)

Eutectoid ferrite

The ferrite present in pearlite

Proeutectoid ferrite

The ferrit formed at temperature above the eutectoid temperature (only for carbon content in the range 0.022 wt% <C<0.76 wt%)

Proeutectoid cementide

Cementite formed in Hypereutectoid alloy before the eutectoid reaction (in the \(\gamma + Fe_3C\) phase)

10.4. Hersla með teygju

Sbr. almennan kafla um styrk og stífleika…

10.5. Hitameðhöndlun

Efnabreytingin sem á sér stað við eutectoid hitastigið þegar austenít (\(\gamma\)) umbreytist í ferrit (\(\alpha\)) og sementít (\(Fe_3C\)) er hæg og hitastigið getur verið komið niður fyrir eutectoid hitastigið áður en öll breytingin er um garð gengin. Þegar þetta gerist þá er efnið ekki stöðugt (ekki í jafnvægi, e: equilibrium). Slíku ferli er almennt lýst með svo kölluðu TTT línuriti (time- temperature-transformation diagram), línuritið sýnir hvaða tíma efnabreytingin krefst við stöðugt hitastig undir eutectoid hitanum…. og jafnframt hvaða innri uppbyggingu stálið fær (pearlite, bainite, martinsite), háð hitastigi.

../_images/hitamedhondlun.png

Uppbyggingin..

Bainite

aðeins í stálblöndum (e: alloy steels)

Pearlite

sjá línurit

Spheroidite

myndað með hitun á bainite eða pearlite upp í hita strax undir eutectoid hitanum (og hitastiginu haldið stöðugu í nokkurn tíma)

Martinsite

fengið með hraðri kælingu á austenite niður í fremur lágan hita

… og eiginleikarnir

Pearlite

með vaxandi hluta af cementide fæst harðara og stökkara efni.

Grófgert perlite er seigara heldur en fíngert perlite

Bainite

sterkara og harðara heldur en pearlite, eftirsóknarverð blanda af styrk og seigju

Spheroidite

minni harka heldur en í pearlite, mikil brotorka

Martinsite

harðasta og sterkasta stálið, en jafnframt það stökkasta (það er hægt að breyta þessu með hitun)

Í reynd er eiginleikum stálsins stýrt með því hvernig efnið er kælt niður (ekki með því að halda hitastigi þess stöðugu sbr. TTT línuritið) – sjá línurit hér að neðan. (Í reynd eru línuritin nátengd eins og sést á strikuðu línunum hér að neðan og samanburði við TTT línuritið).

../_images/hitunarhradi.png

Y-ásinn nær niður í 0 \(^{\circ}\textrm{C}\), það vantar tölurnar 100 og 200 \(^{\circ}\textrm{C}\) !

Enska orðið “quenching” táknar að heitu stálinu er dýft í vökva; hraðasta kælingin fæst ef vökvinn er vatn (e: water quenching) en oftar er þó notuð olía.

Áhrif mismunandi hitaherslu á stál eru sýnd á línuriti (Burström, 2001). Sænska hugtakið “anlöpt vid 400 \(^{\circ}\textrm{C}\)” táknar að stálið var hitað upp í 400 \(^{\circ}\textrm{C}\) áður en það var kælt. Hitastig í upphituninni skiptir miklu máli fyrir endanlega eiginleika, lágt hitastig hefur lítil áhrif.. Hert stál er hægt að gera seigara með því að hita það upp í 400 \(^{\circ}\textrm{C}\) og svo kælt niður á ný, þá er talað um seigherslu og er þetta nú algeng framleiðsluaðferð á bendistáli.

../_images/hersla.png

10.6. Suðuhæft stál

Rafsuða er algeng samsetning á t.d. bendistáli, og óhjákvæmilega hitnar stálið, amk. staðbundið við suðuna. Hitunin getur augljóslega haft neikvæð áhrif á efniseiginleikana, og með hugtakinu “suðuhæft stál” er því átt við stál sem má sjóða án þess að gripið sé til sérstakra ráðstafana.

10.7. Stálgerðir og einkenni - Bendistál

Þegar stál er steypt inn í steypu þá eru í upphafi aðallega um efnafræðilega bindinga að ræða, en þessir bindingar eru sjaldnast sterkir. Til að bæta tengingu stáls og steypu eru stangirnar því “prófíleraðar”, t.d. valsaðir kambar í járnið. Því sterkara sem stálið er, því þéttara er á milli kambanna.

Í Evrópu er nú samkomulag um eftirfarandi merkingar;

Tafla 10.1 Upphafsstafir í heiti

B

bendistál skv. ENV 10 080

S

slétt stöng

K

kambstál

P

prófíleruð stöng

Np

soðið bendinet úr prófíleruðum stöngum

Síðan kemur oft lítið s, sem táknar flotmörk (eða 0,2 % mörkin) og þá kröfugildi fyrir flotmörkin í MPa. Stórt S á eftir flotspennugildinu táknar að stálið er suðuhæft (nánast allt bendistál sem er heitvalsað er suðuhæft). Kröfur til bendistáls er að finna í staðlinum ÍST 16, sem aftur vísar í Norska staðla (sem byggja á FS ENV 10080:1995). Stál er flokkað í þrjá flokka eftir (mest) seigjueiginleikum; A, B og C (staðallinn fjallar bara um B500 seríuna; B500A, B500B, B500C), A hefur minnsta seigju og C mesta. Hérlendis er almennt miðað við að nota alltaf stál í flokki C (sama verð, og óheppilegt að blanda saman mismunandi flokkum á sama byggingarstað).

Stórt T aftarlega í heitinu táknar að stálið er seighert (sjá að framan).

Dæmi um stálflokka (Burström, 2001)

../_images/bendistal.png

Aðgát

stálið heitir ekki Ps500/700, Burström notar sömu mynd fyrir tvo gæðaflokka, þ.e. Ps500 og Ps700.

../_images/Taflabendistal.png

Áður (og heyrist enn!) var slétt stál alltaf kallað St 37 (stál 37, flotspennan í kg/mm2 ) í kerfinu hér að ofan heitir slíkt stál þá væntanlega Ss370S.

../_images/vinnulinur2.png

Áhugaverðar heimasíður um stál: http://www.worldsteel.org/ http://www.steeluniversity.org/content/html/eng/default.asp?catid=1&pageid=1016899460 (þessa heimasíðu er hægt að komast á í gegnum fyrri síðuna!)

Heimildir og ítarefni:

P. G. Burström (2001) Byggnadsmaterial – uppbyggnad, tillverkning och egenskaper, Studentlitteratur, Lund, Sverige

Pétur Sigurðsson, 1993, Smíðamálmar, Pétur Sigurðsson, Reykjavík

FS ENV 120080:1995 Steel for reinforcement of concrete weldable ribbed reinforcing steel B 500 – technical delivery conditions for bars, coils and welded fabric.

W.D. Callister,Jr (2003) Materials Science and Engineering – an introduction, Wiley International edition, John Wiley & Sons, Inc