1. Kafli – Kynning

Textinn í þessari Edbook er unninn upp úr kennsluheftinu „Efnisfræði“ eftir dr. Björn Marteinsson fyrrverandi dósent við Umhverfis- og Byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Fyrstu 9 kaflarnir eru samantekt upp úr kennslubók eftir F. R. Gottfredsen og A. Nielsen og heitir Bygningsmaterialer – grundlæggende egenskaber. [FRG00].

Kennslubókinni er skipt upp eftir þessum meginþáttum;

  1. Kynning

  2. Gerð og uppbygging efna

  3. Holrýmd og þéttleiki

  4. Varmi og einangrunareiginleikar

  5. Raki og rakaeiginleikar

  6. Styrkur og stífleiki

  7. Stærðarstöðugleiki

  8. Ending

  9. Hitaháðar breytingar og bruni

Bókin er því almenn umfjöllun um grundvallarhugtök. Kennsluefni vegna umfjöllunar um einstakar efnistegundir kemur í kjölfarið.

1.1. Umfang sviðsins

Umfang “Efnisfræði” ræðst af notkun efna og þeirri áraun sem þau kunna að verða fyrir, og þeim efniseiginleikum sem máli skipta.

../_images/Liftimi_bygginga.png

Efnisnotkun í íslensku fjölbýli alls; nýbygging og 50 ára viðhald og endurnýjun;

../_images/Efnisnotkun_isl.png

Sement, steypa, pússning og fylliefni alls 3322 kg/m2 íbúðarrýmis

Efnisnotkun til nýbyggingar og viðhalds í 50 ár [BM02]

Innflutt byggingarefni [Bre11]

../_images/Innflutt_byggingarefni.png

Gagnlegur orðskýringalisti: https://www.princeton.edu/~maelabs/mae324/glos324/index.htm

1.2. Heimildir

[BM02]

Páll Valdimarsson Björn Marteinsson. Efnis- og orkunotkun vegna bygginga á íslandi. Árbók VFÍ/TFÍ, 14(1):223–228, 2002.

[Bre11]

Kenneth Breiðfjörð. Byggingarefni á íslandi. uppruni, flutningar til landsins ásamt kolefnisspori timburs. Master's thesis, Háskóli Íslands, 2011.

[FRG00]

Anders Nielsen F.R. Gottfredsen. Bygningsmaterialer – grundlæggende egenskaber. Polyteknisk Forlag, 2000.