3. Hnútar sem heilar tölur

Til að leysa hnútana ætlum við að tákna þá með tölum og reyna að skilja hvaða áhrif V og S hafa á tölurnar. Fyrst skulum við átta okkur á tengingunni milli hnúta og talna.

Við skulum tákna stöðuna sem við byrjum í með 0. Í hvert skipti sem við gerum V þá kemur snúningur á böndin. Munum að B fór undir bandið hjá A. Táknum hnútinn þá með tölunni sem er fjöldi snúninga. Ef komnir eru til dæmis 3 snúningar á böndin þá táknum við hnútinn með tölunni 3.

_images/neikvaedu.png
  • Hvernig myndum við tákna hnútinn sem fengist með því að gera sama og í V en láta A fara undir bandið hjá B?

Svar

  • En er hægt að komast frá 0 í -1?

Svar

En hvernig breytir S tölunni? Ræðið málið og komið með tilgátur.