Hnútar sem heilar tölur ======================= Til að leysa hnútana ætlum við að tákna þá með tölum og reyna að skilja hvaða áhrif V og S hafa á tölurnar. Fyrst skulum við átta okkur á tengingunni milli hnúta og talna. Við skulum tákna stöðuna sem við byrjum í með 0. Í hvert skipti sem við gerum V þá kemur snúningur á böndin. Munum að B fór undir bandið hjá A. Táknum hnútinn þá með tölunni sem er fjöldi snúninga. Ef komnir eru til dæmis 3 snúningar á böndin þá táknum við hnútinn með tölunni 3. .. image:: ./neikvaedu.png :width: 95% :align: center - Hvernig myndum við tákna hnútinn sem fengist með því að gera sama og í V en láta A fara undir bandið hjá B? .. begin-toggle:: :label: Svar Við sjáum hvað gerist ef við byrjum í hnútunum vinstra megin og notum V. Þá færumst við einn til hægri. Það er því eðlilegt að tákna hnútana með neikvæðu heilu tölunum. .. image:: ./neikvaedu2.png :width: 95% :align: center .. end-toggle:: - En er hægt að komast frá 0 í -1? .. begin-toggle:: :label: Svar Já, það er hægt. Munum að litirnir á bandinu skipta ekki máli. .. image:: ./minuseinn.png :width: 55% :align: center .. end-toggle:: En hvernig breytir S tölunni? Ræðið málið og komið með tilgátur.