5. Vigursvið

Different roads sometimes lead to the same castle.

-George R.R. Martin, A Game of Thrones

5.1. Vigursvið

5.1.1. Skilgreining

Skilgreining

Vigursvið en: vector field
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
á \({\mathbb R}^2\) er vörpun

\[\displaystyle \mbox{${\bf F}$}(x,y)=F_1(x,y)\,\mbox{${\bf i}$}+F_2(x,y)\,\mbox{${\bf j}$}.\]

Þegar talað er um vigursvið þá hugsum við vigurinn \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)\) sem vigur í \({\mathbb R}^2\) sem hefur fótpunkt í punktinum \((x,y)\).

Vigursvið \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)=F_1(x,y)\mbox{${\bf i}$}+F_2(x,y)\mbox{${\bf j}$}\) er sagt samfellt en: continuous
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef föllin \(F_1(x,y)\) og \(F_2(x,y)\) eru samfelld.

Vigursvið á \({\mathbb R}^3\) er vörpun

\[\displaystyle \mbox{${\bf F}$}(x,y,z)=F_1(x,y,z)\,\mbox{${\bf i}$}+F_2(x,y,z)\,\mbox{${\bf j}$}+F_3(x,y,z)\,\mbox{${\bf k}$}.\]

Við hugsum \(\mbox{${\bf F}$}(x,y,z)\) sem vigur með \((x,y,z)\) sem fótpunkt. Skilgreiningin á því að vigursvið í \({\mathbb R}^3\) sé samfellt er eins og á samfeldni vigursvið í \({\mathbb R}^2\) .

../_images/vfield.png

Mynd 5.1 Vigursviðið \(\mathbf{F}(x,y) = -y\mbox{${\bf i}$}+ x \mbox{${\bf j}$}\).

5.2. Straumlína

5.2.1. Skilgreining

../_images/flowlines.png

Mynd 5.2 Vigursviðið \(\mathbf{F}(x,y) = -y\mbox{${\bf i}$}+ x \mbox{${\bf j}$}\) ásamt nokkrum straumlínum.

5.3. Stigulsvið

5.3.1. Skilgreining

Skilgreining

Vigursvið \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)\) kallast stigulsvið eða geymið svið (e. gradient field, conservative field) á mengi \(D\) ef til er fall \(\varphi(x,y)\) þannig að

\[\displaystyle \mbox{${\bf F}$}(x,y)=\nabla\varphi(x,y)\]

fyrir alla punkta \((x,y)\in D\), það er að segja ef

\[\displaystyle \mbox{${\bf F}$}(x,y)=F_1(x,y)\,\mbox{${\bf i}$}+F_2(x,y)\,\mbox{${\bf j}$}\]

þá er

\[\displaystyle F_1(x,y)=\frac{\partial}{\partial x}\varphi(x,y) \quad \text{og}\quad F_2(x,y)=\frac{\partial}{\partial y}\varphi(x,y).\]

Vigursvið \(\mbox{${\bf F}$}(x,y,z)\) kallast stigulsvið eða geymið svið ef til er fall \(\varphi(x,y,z)\) þannig að \(\mbox{${\bf F}$}(x,y,z)=\nabla\varphi(x,y,z)\).

Fallið \(\varphi\) kallast mætti en: potential
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
fyrir vigursviðið \(\mbox{${\bf F}$}\).

5.3.2. Setning

Setning

Látum \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)=F_1(x,y)\,\mbox{${\bf i}$}+F_2(x,y)\,\mbox{${\bf j}$}\) vera vigursvið þannig að föllin \(F_1(x,y)\) og \(F_2(x,y)\) hafi samfelldar hlutafleiður. Ef \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)\) er stigulsvið þá er

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\frac{\partial}{\partial y}F_1(x,y)= \frac{\partial}{\partial x}F_2(x,y).\end{aligned}\end{align} \]

Athugasemd

Þó að hlutafleiðurnar séu jafnar þá er ekki hægt að álykta að \(\mbox{${\bf F}$}\) sé stigulsvið. Þetta atriði verður rætt síðar.

5.3.3. Setning

Setning

Látum \(\mbox{${\bf F}$}(x,y,z)=F_1(x,y,z)\,\mbox{${\bf i}$}+F_2(x,y,z)\,\mbox{${\bf j}$}+F_3(x,y,z)\,\mbox{${\bf k}$}\) vera vigursvið þannig að föllin \(F_1(x,y,z), F_2(x,y,z)\) og \(F_3(x,y,3)\) hafi samfelldar hlutafleiður. Ef \(\mbox{${\bf F}$}(x,y,z)\) er stigulsvið þá er

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\begin{split}\begin{aligned} \frac{\partial}{\partial y}F_1(x,y,z) &= \frac{\partial}{\partial x}F_2(x,y,z), \\ \frac{\partial}{\partial z}F_1(x,y,z) &= \frac{\partial}{\partial x}F_3(x,y,z) \quad \text{og} \\ \frac{\partial}{\partial z}F_2(x,y,z)&= \frac{\partial}{\partial y}F_3(x,y,z).\end{aligned}\end{split}\end{aligned}\end{align} \]

5.3.4. Reikniaðferð

Finna á mætti en: potential
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(\varphi(x,y)\) fyrir stigulsvið \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)=F_1(x,y)\,\mbox{${\bf i}$}+F_2(x,y)\,\mbox{${\bf j}$}\). Viljum finna fall \(\varphi(x,y)\) þannig að

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\frac{\partial}{\partial x}\varphi(x,y)=F_1(x,y)\qquad \mbox{og}\qquad \frac{\partial}{\partial y}\varphi(x,y)=F_2(x,y).\end{aligned}\end{align} \]

Með því að heilda þessar jöfnur fæst að

\[\displaystyle \varphi(x,y)=\int F_1(x,y)\,dx+C_1(y)\]

og

\[\displaystyle \varphi(x,y)=\int F_2(x,y)\,dy+C_2(x).\]

Þegar fyrra stofnfallið er reiknað þá er \(y\) hugsað sem fasti og því fæst heildunarfasti sem getur verið fall af \(y\). Lokaskrefið er svo að horfa á jöfnurnar tvær hér að ofan og sjá hvort ekki er hægt að finna gildi fyrir heildunarfastanna \(C_1(x)\) og \(C_2(y)\) þannig að sama formúlan fyrir \(\varphi(x,y)\) fáist.

5.4. Heildi falls yfir feril

5.4.1. Skilgreining

Skilgreining

Látum \(\cal C\) vera feril í \({\mathbb R}^2\) stikaðan af samfellt diffranlegum stikaferli \(\mbox{${\bf r}$}:[a,b]\rightarrow{\mathbb R}^2\). Ritum \(\mbox{${\bf r}$}(t)=(x(t),y(t))\). Heildi falls \(f(x,y)\) yfir ferilinn \(\cal C\) með tilliti til bogalengdar er skilgreint sem

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\begin{split}\begin{aligned} \int_{\cal C}f(x,y)\,ds&=\int_a^b f(\mbox{${\bf r}$}(t))\,|\mbox{${\bf r}$}'(t)|\,dt\\ &=\int_a^b f(x(t),y(t))\,\sqrt{x'(t)^2+y'(t)^2}\,dt.\end{aligned}\end{split}\end{aligned}\end{align} \]

Sama aðferð notuð til að skilgreina heildi falls yfir feril í \({\mathbb R}^3\).

5.4.2. Setning

Setning

Látum \(\cal C\) vera feril í \({\mathbb R}^2\). Gerum ráð fyrir að \(\mbox{${\bf r}$}_1\) og \(\mbox{${\bf r}$}_2\) séu tveir samfellt diffranlegir stikaferlar sem báðir stika ferilinn \(\cal C\). Ef fall \(f(x,y)\) er heildað yfir \(\cal C\) þá fæst sama útkoma hvort sem stikunin \(\mbox{${\bf r}$}_1\) eða stikunin \(\mbox{${\bf r}$}_2\) er notuð við útreikningana.

5.4.3. Skilgreining

Skilgreining

Ferill \(\cal C\) í plani er sagður samfellt diffranlegur á köflum ef til er stikun \(\mbox{${\bf r}$}:[a,b]\rightarrow {\mathbb R}^2\) á \(\cal C\) þannig að til eru punktar \(a=t_0<t_1<t_2<\cdots<t_n<t_{n+1}=b\) þannig að á hverju bili \((t_i,t_{i+1})\) er \(\mbox{${\bf r}$}\) samfellt diffranlegur en: continuously differentiable
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ferill og markgildin en: limit
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\lim_{t\rightarrow t_i^+}\mbox{${\bf r}$}'(t)\qquad\mbox{og}\qquad \lim_{t\rightarrow t_{i+1}^-}\mbox{${\bf r}$}'(t)\end{aligned}\end{align} \]

eru bæði til.

Líka sagt að stikaferillinn \(\mbox{${\bf r}$}\)samfellt diffranlegur á köflum.

5.5. Heildi vigursviðs eftir ferli

5.5.1. Skilgreining

Skilgreining

Látum \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)\) vera vigursvið og \(\mbox{${\bf r}$}:[a,b]\rightarrow {\mathbb R}^2\) stikun á ferli \(\cal C\) og gerum ráð fyrir að stikaferillinn \(\mbox{${\bf r}$}\) sé samfellt diffranlegur á köflum. Heildi vigursviðsins \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)\) eftir ferlinum \(\cal C\) er skilgreint sem

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\int_{\cal C} \mbox{${\bf F}$}\cdot d\mbox{${\bf r}$}= \int_{\cal C} \mbox{${\bf F}$}\cdot \mbox{${\bf T}$}\,ds =\int_a^b \mbox{${\bf F}$}(\mbox{${\bf r}$}(t))\cdot \mbox{${\bf r}$}'(t)\,dt.\end{aligned}\end{align} \]

5.5.2. Skilgreining

Skilgreining

Ritum \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)=F_1(x,y)\,\mbox{${\bf i}$}+F_2(x,y)\,\mbox{${\bf j}$}\). Ritum líka \(\mbox{${\bf r}$}(t)=x(t)\,\mbox{${\bf i}$}+y(t)\,\mbox{${\bf j}$}\). Þá má rita \(dx=x'(t)\,dt,\, dy=y'(t)\,dt\). Með því að nota þennan rithátt fæst að

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\begin{split}\begin{aligned} \int_{\cal C}\mbox{${\bf F}$}\cdot d\mbox{${\bf r}$}&=\int_a^b (F_1(x,y)\,\mbox{${\bf i}$}+F_2(x(t),y(t))\,\mbox{${\bf j}$})\cdot(x'(t)\,\mbox{${\bf i}$}+y'(t)\,\mbox{${\bf j}$})\,dt\\ &=\int_a^b F_1(x(t),y(t))x'(t)\,dt+F_2(x(t),y(t))y'(t)\,dt\\ &=\int_{\cal C} F_1(x,y)\,dx+F_2(x,y)\,dy.\end{aligned}\end{split}\end{aligned}\end{align} \]

Athugasemd

Látum \(\cal C\) vera feril í \({\mathbb R}^2\). Gerum ráð fyrir að \(\mbox{${\bf r}$}_1:[a,b]\rightarrow {\mathbb R}^2\) og \(\mbox{${\bf r}$}_2:[a',b']\rightarrow {\mathbb R}^2\) séu tveir samfellt diffranlegir á köflum stikaferlar sem stika \(\cal C\). Gerum ennfremur ráð fyrir að \(\mbox{${\bf r}$}_1(a)=\mbox{${\bf r}$}_2(b')\) og \(\mbox{${\bf r}$}_1(b)=\mbox{${\bf r}$}_2(a')\) (þ.e.a.s. stikaferlarnir fara í sitthvora áttina eftir \(\cal C\)). Þá gildir ef \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)\) er vigursvið að

\[\displaystyle \int_{\cal C} \mbox{${\bf F}$}\cdot d\mbox{${\bf r}$}_1=-\int_{\cal C} \mbox{${\bf F}$}\cdot d\mbox{${\bf r}$}_2.\]

(Ef breytt er um stefnu á stikun á breytist formerki þegar vigursvið heildað eftir ferlinum.)

5.6. Ferilheildi og stigulsvið

5.6.1. Setning

Setning

Látum \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)\) vera samfellt stigulsvið skilgreint á svæði \(D\) í \({\mathbb R}^2\) og látum \(\varphi\) vera fall skilgreint á \(D\) þannig að \(\mbox{${\bf F}$}(x,y)=\nabla \varphi(x,y)\) fyrir alla punkta \((x,y)\in D\). Látum \(\mbox{${\bf r}$}:[a,b]\rightarrow D\) vera stikaferill sem er samfellt diffranlegur á köflum og stikar feril \(\cal C\) í \(D\). Þá er

\[\displaystyle \int_{\cal C} \mbox{${\bf F}$}\cdot \,d\mbox{${\bf r}$}=\varphi(\mbox{${\bf r}$}(b))-\varphi(\mbox{${\bf r}$}(a)).\]

Samsvarandi gildir fyrir vigursvið skilgreint á svæði \(D\subseteq {\mathbb R}^3\).

5.6.2. Fylgisetning

Setning

Látum \(\mbox{${\bf F}$}\) vera samfellt stigulsvið skilgreint á mengi \(D\subseteq {\mathbb R}^2\). Látum \(\mbox{${\bf r}$}:[a,b]\rightarrow D\) vera stikaferil sem er samfellt diffranlegur á köflum og lokaður (þ.e.a.s. \(\mbox{${\bf r}$}(a)=\mbox{${\bf r}$}(b)\)) og stikar feril \(\mathcal{C}\). Þá er

\[\displaystyle \oint_{\cal C} \mbox{${\bf F}$}\cdot \,d\mbox{${\bf r}$}=0.\]

(Ath. að rithátturinn

\[\displaystyle \oint_{\cal C}\]

er gjarnan notaður þegar heildað er yfir lokaðan feril \(\cal C\).)

5.6.3. Fylgisetning

Setning

Látum \(\mbox{${\bf F}$}\) vera samfellt stigulsvið skilgreint á mengi \(D\subseteq {\mathbb R}^2\). Látum \(\mbox{${\bf r}$}_1:[a_1,b_1]\rightarrow D\) og \(\mbox{${\bf r}$}_2:[a_2,b_2]\rightarrow D\) vera stikaferla sem eru samfellt diffranlegir á köflum og stika ferlana \(\mathcal{C}_1\) og \(\mathcal{C}_2\). Gerum ráð fyrir að \(\mbox{${\bf r}$}_1(a_1)=\mbox{${\bf r}$}_2(a_2)\) og \(\mbox{${\bf r}$}_1(b_1)=\mbox{${\bf r}$}_2(b_2)\), þ.e.a.s. stikaferlarnir \(\mbox{${\bf r}$}_1\) og \(\mbox{${\bf r}$}_2\) hafa sameiginlega upphafs- og endapunkta. Þá er

\[\displaystyle \int_{{\cal C}_1} \mbox{${\bf F}$}\cdot\,d\mbox{${\bf r}$}_1=\int_{{\cal C}_2} \mbox{${\bf F}$}\cdot\,d\mbox{${\bf r}$}_2.\]

5.6.4. Skilgreining

Skilgreining

Segjum að heildi vigursviðs \(\mbox{${\bf F}$}\)óháð stikaferli ef fyrir sérhverja tvo samfellt diffranlega á köflum stikaferla \(\mbox{${\bf r}$}_1\) og \(\mbox{${\bf r}$}_2\) með sameiginlega upphafs- og endapunkta sem stika ferlana \(\mathcal{C}_1\) og \(\mathcal{C}_2\) gildir að

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\int_{{\cal C}_1} \mbox{${\bf F}$}\cdot\,d\mbox{${\bf r}$}_1= \int_{{\cal C}_2} \mbox{${\bf F}$}\cdot\,d\mbox{${\bf r}$}_2.\end{aligned}\end{align} \]

5.6.5. Setning

Setning

Ferilheildi samfellds vigursviðs \(\mbox{${\bf F}$}\) er óháð stikaferli ef og aðeins ef \(\oint_{\cal C} \mbox{${\bf F}$}\cdot\,d\mbox{${\bf r}$}=0\) fyrir alla lokaða ferla \(\cal C\) sem eru samfellt diffranlegir á köflum.

5.6.6. Upprifjun

Segjum að mengi \(D\subseteq {\mathbb R}^2\)ferilsamanhangandi (e. connected, path-connected) ef fyrir sérhverja tvo punkta \(P, Q\in D\) gildir að til er stikaferill \(\mbox{${\bf r}$}:[0,1]\rightarrow D\) þannig að \(\mbox{${\bf r}$}(0)=P\) og \(\mbox{${\bf r}$}(1)=Q\).

5.6.7. Setning

Setning

Látum \(D\) vera opið mengi en: open set, region
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
í \({\mathbb R}^2\) sem er ferilsamanhangandi. Ef \(\mbox{${\bf F}$}\) er samfellt vigursvið skilgreint á \(D\) og ferilheildi \(\mbox{${\bf F}$}\) eru óháð vegi þá er \(\mbox{${\bf F}$}\) stigulsvið.

5.6.8. Setning

Setning

Fyrir samfellt vigursvið \(\mbox{${\bf F}$}\) skilgreint á opnu ferilsamanhangandi mengi \(D\subseteq {\mathbb R}^2\) er eftirfarandi jafngilt:

  1. \(\mbox{${\bf F}$}\) er stigulsvið,

  2. \(\oint_{\cal C} \mbox{${\bf F}$}\cdot\,d\mbox{${\bf r}$}=0\) fyrir alla samfellt diffranlega á köflum lokaða stikaferla \(\mbox{${\bf r}$}\) í \(D\),

  3. Ferilheildi \(\mbox{${\bf F}$}\) er óháð vegi.

5.7. Fletir

5.7.1. Óformleg skilgreining

Flötur en: face
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(\cal S\) í \({\mathbb R}^3\) er ,,tvívítt“ hlutmengi í \({\mathbb R}^3\).

5.7.2. Lýsing

Flötum er aðallega lýst með formúlum á þrjá vegu:

  1. Gefið er fall \(f(x,y,z)\). Fletinum \(\cal S\) er lýst með jöfnu \(f(x,y,z)=C\) (þ.e.a.s. \(\cal S\) er jafnhæðarflötur en: contour surface, level surface
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    fallsins \(f\)). Þá er

    \[\displaystyle {\cal S}=\{(x,y,z)\mid f(x,y,z)=C\}.\]
  2. Gefið er fall skilgreint á ferilsamanhangandi svæði \(D\) í \({\mathbb R}^2\). Fletinum \(\cal S\) er lýst sem grafi fallsins \(f\). Þá er

    \[\displaystyle {\cal S}=\{(x,y,z)\mid (x,y)\in D\mbox{ og } z=f(x,y)\}.\]
  3. Með stikafleti (sjá næstu grein).

5.8. Stikafletir

5.8.1. Skilgreining

Skilgreining

Látum \(D\) vera ferilsamanhangandi hlutmengi í \({\mathbb R}^2\). Samfelld vörpun \(\mbox{${\bf r}$}:D\rightarrow {\mathbb R}^3; \mbox{${\bf r}$}(u,v)=\big(x(u,v), y(u,v), z(u,v)\big)\) þannig að

\[\displaystyle {\cal S}=\{\mbox{${\bf r}$}(u,v)\mid (u,v)\in D\}\]

er flötur kallast stikaflötur. Segjum að \(\mbox{${\bf r}$}\)stikun á fletinum \(\cal S\). Viljum að \(\mbox{${\bf r}$}\) sé eintæk vörpun, nema hugsanlega á jaðri \(D\). Ritum einnig

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}= \bigg(\frac{\partial x}{\partial u}, \frac{\partial y}{\partial u}, \frac{\partial z}{\partial u}\bigg)\quad\mbox{ og }\quad \frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}= \bigg(\frac{\partial x}{\partial v}, \frac{\partial y}{\partial v}, \frac{\partial z}{\partial v}\bigg).\end{aligned}\end{align} \]

5.9. Snertiplön

5.9.1. Setning

  1. Látum \(\cal S\) vera flöt sem er gefinn sem jafnhæðarflötur en: contour surface, level surface
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    \(f(x,y,z)=C\). Ef \((a, b, c)\) er punktur á fletinum og fallið \(f\) er diffranlegt í punktinum \((a, b,c)\) þá er vigurinn \(\mbox{${\bf n}$}=\nabla f(a, b, c)\) hornréttur á flötinn í punktinum \((a,b, c)\) og ef \(\nabla f(a, b, c)\neq \mbox{${\bf 0}$}\) þá hefur flöturinn snertiplan en: tangent plane
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    í punktinum. Jafna snertiplansins er

    \[\displaystyle f_1(a, b, c)x+f_2(a, b, c)y+f_3(a, b, c)z=D\]

    þar sem

    \[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\D= f_1(a, b, c)a+f_2(a, b, c)b +f_3(a, b, c)c.\end{aligned}\end{align} \]
  2. Látum \(\cal S\) vera flöt sem er gefinn sem graf falls \(z=f(x,y)\). Ef \((a, b, f(a,b))\) er punktur á fletinum og fallið \(f\) er diffranlegt í punktinum \((a, b)\) þá er vigurinn

    \[\displaystyle \mbox{${\bf n}$}=\big(0 ,1 ,f_2(a, b)\big)\times\big(1 ,0 ,f_1(a, b)\big)=\big(f_1(a, b), f_2(a, b), -1\big)\]

    hornréttur á flötinn í punktinum \((a,b, f(a,b))\) og flöturinn hefur snertiplan í punktinum. Jafna snertiplansins er

    \[\displaystyle z=f(a, b)+f_1(a, b)(x-a)+f_2(a, b)(y-b).\]
../_images/xpart.png

Mynd 5.3 Snertivigur við skurðferil sléttunnar \(y=b\) og yfirborðsins \(z = f(x,y)\) í punktinum \((a,b,f(a,b))\) er \(\mathbf{T}_1 = (1,0,f_1(a,b))\).

../_images/ypart.png

Mynd 5.4 Snertivigur við skurðferil sléttunnar \(x=a\) og yfirborðsins \(z = f(x,y)\) í punktinum \((a,b,f(a,b))\) er \(\mathbf{T}_2 = (0,1,f_2(a,b))\).

  1. Látum \(\mbox{${\bf r}$}: D\subseteq {\mathbb R}^2\rightarrow {\mathbb R}^3\) vera stikaflöt. Ef \((x_0, y_0, z_0)=\mbox{${\bf r}$}(u_0, v_0)\) er punktur á fletinum sem \(\mbox{${\bf r}$}(u,v)=\big(x(u,v), y(u,v), z(u,v)\big)\) stikar og föllin \(x(u,v), y(u,v), z(u,v)\) eru diffranleg í punktinum \((x_0, y_0)\) þá er vigurinn

    \[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\mbox{${\bf n}$}=\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}\times \frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}\end{aligned}\end{align} \]

    reiknaður með \(u=u_0\) og \(v=v_0\) þvervigur á flötinn í punktinum \((x_0, y_0, z_0)\).

5.9.2. Skilgreining

Skilgreining

Ef vigrarnir \(\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}(u,v)\) og \(\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}(u,v)\) eru óháðir fyrir alla punkta \((u,v)\in D\) þá er sagt að stikunin sé regluleg.

Athugasemd

Ef vigrarnir \(\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}(u_0,v_0)\) og \(\frac{\partial\mbox{${\bf r}$}}{\partial v}(u_0,v_0)\) eru óháðir þá spanna þeir snertiplan við flötinn í punktinum \(\mbox{${\bf r}$}(u_0,v_0)\). Snertiplanið hefur stikun

\[\displaystyle \Pi(u,v) = \mbox{${\bf r}$}(u_0,v_0)+u\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}(u_0,v_0)+v\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}(u_0,v_0).\]

5.10. Flatarheildi

5.10.1. Verkefni

  1. Flatarmál flata – sambærilegt við bogalengd ferla.

  2. Heildi falls yfir flöt með tilliti til flatarmáls – sambærilegt við heildi falls eftir ferli með tilliti til bogalengdar.

  3. Heildi vigursviðs yfir flöt – svipar til heildis vigursviðs eftir ferli.

5.11. Flatarmál flata

5.11.1. Formúla

Látum \(f(x,y)\) vera diffranlegt fall skilgreint á mengi \(D\) í \({\mathbb R}^2\). Flatarmál grafsins \(z=f(x,y)\) er gefið með formúlunni

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\A=\int\!\!\!\int_D dS=\int\!\!\!\int_D {\textstyle\sqrt{1+ \big(\frac{\partial f}{\partial x}\big)^2+ \big(\frac{\partial f}{\partial y}\big)^2}}\,\,dx\,dy.\end{aligned}\end{align} \]

5.11.2. Skilgreining

Skilgreining

Látum \(\mbox{${\bf r}$}:D\rightarrow {\mathbb R}^3\) vera reglulegan stikaflöt sem stikar flöt \(\cal S\). Flatarmál \(\cal S\) er

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\A=\int\!\!\!\int_D\,dS=\int\!\!\!\int_D \big|{\textstyle\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u} \times\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}}\big|\,dudv.\end{aligned}\end{align} \]

5.11.3. Formúlur

Ritum \(dS\) fyrir flatarmálselement á fleti \(\cal S\).

  • Ef \(\mbox{${\bf r}$}:D\subseteq{\mathbb R}^2\rightarrow {\mathbb R}^3\) er stikun á \(\cal S\) þá er

    \[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\dS=\bigg|\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}\times\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}\bigg|\,du\,dv.\end{aligned}\end{align} \]
  • Ef \(\cal S\) er graf \(z=g(x,y)\) þá er

    \[\displaystyle dS=\sqrt{1+g_1(x,y)^2+g_2(x,y)^2}\,dx\,dy.\]
  • Gerum ráð fyrir að flöturinn \(\cal S\) í \({\mathbb R}^3\) hafi þann eiginleika að ofanvarp hans á \(xy\)-planið sé eintækt eða með öðrum orðum hægt er að lýsa fletinum sem grafi \(z=f(x,y)\). Ef \(\mbox{${\bf n}$}\) er þvervigur á flötinn og \(\gamma\) er hornið sem þvervigurinn en: normal vector
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    \(\mbox{${\bf n}$}\) myndar við jákvæða hluta \(z\)-ássins þá er

    \[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\dS=\bigg|\frac{1}{\cos\gamma}\bigg|\,dx\,dy =\frac{|\mbox{${\bf n}$}|}{|\mbox{${\bf n}$}\cdot\mbox{${\bf k}$}|}\,dx\,dy.\end{aligned}\end{align} \]

    Í þessu tilviki gildir einnig að ef \(\cal S\) er lýst sem hæðarfleti \(G(x,y,z)=C\) þá er

    \[\displaystyle dS=\bigg|\frac{\nabla G(x,y,z)}{G_3(x,y,z)}\bigg|\,dx\,dy.\]

5.11.4. Skilgreining

Skilgreining

Látum \(\mbox{${\bf r}$}: D\rightarrow {\mathbb R}^3\) vera reglulega stikun á fleti \(\cal S\). Heildi falls \(f(x,y,z)\) yfir flötinn \(\cal S\) með tilliti til flatarmáls er

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\int\!\!\!\int_{\cal S} f\,dS=\int\!\!\!\int_D f(\mbox{${\bf r}$}(u,v)) \big|{\textstyle\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u} \times\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}}\big|\,dudv.\end{aligned}\end{align} \]

5.12. Einingarþvervigrasvið

5.12.1. Skilgreining

Skilgreining

Látum \(\cal S\) vera flöt í \({\mathbb R}^3\) sem hefur snertiplan en: tangent plane
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
í punkti \(P\). Einingarþvervigur \(\mbox{${\bf n}$}\) á flötinn \(\cal S\) í punktinum \(P\) er einingarvigur en: normalized vector, unit vector
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
hornréttur á snertiplan við flötinn í punktinum \(P\).

Einingarþvervigrasvið á \(\cal S\) er samfellt vigursvið en: vector field
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(\mbox{${\bf N}$}\) sem er skilgreint í öllum punktum \(\cal S\) þannig að fyrir \((x,y,z)\in{\cal S}\) er vigurinn \(\mbox{${\bf n}$}(x,y,z)\) einingarvigur sem er hornréttur á snertiplan við flötinn í punktinum \((x,y,z)\).

../_images/normalfield.png

5.13. Áttanlegir fletir

5.13.1. Skilgreining

Skilgreining

Flöturinn \(\cal S\) er sagður áttanlegur en: orientable
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef til er einingarþvervigrasvið \(\mbox{${\bf N}$}\) á \(\cal S\).

Áttun en: orientation
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
á áttanlegum fleti felst í því að velja annað af tveimur mögulegum einingaþvervigrasviðum.

../_images/mobius.png

Mynd 5.5 Möbiusarborði er ekki áttanlegur.

5.13.2. Umræða

Ef áttanlegur flötur \(\cal S\) hefur jaðar þá skilgreinir áttunin stefnu á jaðri \(\cal S\). Venjan er að velja stefnu jaðarsins þannig að þegar gengið er eftir honum sé einingarþvervigrasviðið á vinstri hönd (hægri handar regla).

Ef tveir áttanlegir fletir hafa jaðar má splæsa þeim saman í áttanlegan flöt með því að líma þá saman á (hluta af) jöðrunum og gæta þess að jaðrarnir hafi andstæða stefnu á samskeytunum.

../_images/joinsurf.png

5.13.3. Setning

Setning

Gerum ráð fyrir að \(\cal S\) áttanlegur en: orientable
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
flötur og \(\mbox{${\bf r}$}:D\subseteq{\mathbb R}^2\rightarrow {\mathbb R}^3\) sé regluleg stikun á \(\cal S\) (það er, \(\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}\) og \(\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}\) eru samfelld föll af \(u\) og \(v\) og vigrarnir \(\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}\) og \(\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}\) eru línulega óháðir). Þá er

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\mbox{${\bf N}$}= \frac{\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}\times\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}} {|\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}\times\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}|}\end{aligned}\end{align} \]

einingarþvervigrasvið á \(\cal S\).

5.14. Heildi vigursviðs yfir flöt - Flæði

5.14.1. Skilgreining og ritháttur

Skilgreining

Látum \(\cal S\) vera áttanlegan en: orientable
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
flöt stikaðan af reglulegum stikaferli \(\mbox{${\bf r}$}:D\subseteq{\mathbb R}^2\rightarrow {\mathbb R}^3\) með samfelldar hlutafleiður. Látum \(\mbox{${\bf N}$}\) tákna einingarþvervigrasviðið sem gefið er í Setningu 5.13.3. Heildi vigursviðs \(\mbox{${\bf F}$}\) yfir flötinn \(\cal S\) er skilgreint sem

\[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\\int\!\!\!\int_{\cal S} \mbox{${\bf F}$}\cdot\mbox{${\bf N}$}\,dS =\int\!\!\!\int_D \mbox{${\bf F}$}(\mbox{${\bf r}$}(u,v))\cdot \bigg( \frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}\times\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}\bigg)\, du\,dv.\end{aligned}\end{align} \]

Slík heildi eru oft nefnd flæði en: flux
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
vigursviðsins \(\mbox{${\bf F}$}\) gegnum flötinn \(\cal S\).

Ritum \(d\mbox{${\bf S}$}=\mbox{${\bf N}$}\,dS\). Þá er

\[\displaystyle \int\!\!\!\int_{\cal S} \mbox{${\bf F}$}\cdot\mbox{${\bf N}$}\,dS=\int\!\!\!\int_{\cal S} \mbox{${\bf F}$}\cdot\,d\mbox{${\bf S}$}.\]

5.14.2. Samantekt

  1. Ef \(\mbox{${\bf r}$}:D\subseteq{\mathbb R}^2\rightarrow {\mathbb R}^3\) er stikun á \(\cal S\) þá er

    \[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\d\mbox{${\bf S}$}=\pm \bigg(\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial u}\times\frac{\partial \mbox{${\bf r}$}}{\partial v}\bigg)\,du\,dv.\end{aligned}\end{align} \]
  2. Ef \(\cal S\) er graf \(z=f(x,y)\) þá er

    \[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\d\mbox{${\bf S}$}=\pm\bigg(-\frac{\partial f}{\partial x},-\frac{\partial f}{\partial y},1\bigg)\,dx\,dy.\end{aligned}\end{align} \]
  3. Gerum ráð fyrir að flöturinn \(\cal S\) í \({\mathbb R}^3\) hafi þann eiginleika að ofanvarp hans á \(xy\)-planið sé eintækt eða með öðrum orðum hægt er að lýsa fletinum sem grafi \(z=f(x,y)\). Ef fletinum \(\cal S\) er lýst sem hæðarfleti \(G(x,y,z)=C\) þá er

    \[ \begin{align}\begin{aligned}\displaystyle\\d\mbox{${\bf S}$}=\pm\frac{\nabla G(x,y,z)}{|\nabla G(x,y,z)|}\,dS= \pm\frac{\nabla G(x,y,z)}{G_3(x,y,z)}\,dx\,dy.\end{aligned}\end{align} \]

Val á áttun en: orientation
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
felst í því að velja \(+\) eða \(-\) í formúlunum hér að ofan.

5.14.3. Túlkun

Hugsum okkur að vigursviðið \(\mbox{${\bf F}$}\) lýsi streymi vökva. Hugsum svo flötinn \(\cal S\) sem himnu sem vökvinn getur streymt í gegnum. Áttun á \(\cal S\) gefur okkur leið til að tala um hliðar flatarins og að vökvinn streymi í gegnum flötinn frá einni hlið til annarrar. Streymi vökvans gegnum flötinn (rúmmál per tímaeiningu) er gefið með heildinu \(\int\!\!\!\int_{\cal S} \mbox{${\bf F}$}\cdot\mbox{${\bf N}$}\,dS\) þar sem streymi í stefnu \(\mbox{${\bf N}$}\) reiknast jákvætt.

../_images/flux.png