Um höfunda

Anna Helga Jónsdóttir

Anna Helga Jónsdóttir er dósent í tölfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk BS prófi í vélaverkfræði frá HÍ vorið 2003, meistaraprófi í hagnýttri stærðfræði frá Danmarks Tekniske Universitet haustið 2005 og doktorsprófi í tölfræði frá HÍ vorið 2015. Hún hefur kennt tölfræði við DTU og HÍ síðan vorið 2006 og komið að námsefnisgerð í báðum skólum.

Anna Helga Jónsdóttir

Anna Helga Jónsdóttir

Sigrún Helga Lund

Sigrún Helga Lund er prófessor í tölfræði við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk BS prófi í stærðfræði frá HÍ vorið 2004, hlaut kennsluréttindi í framhaldsskólum vorið 2007 og lauk doktorsprófi í tölfræði vorið 2014. Hún hefur kennt stærðfræði og tölfræði við HÍ síðan haustið 2001. Einnig hefur hún kennt og komið að námsefnisgerð við KHÍ, EHÍ, MH og í samstarfsverkefninu Bráðger börn.

Sigrún Helga Lund

Sigrún Helga Lund