Þakkir

Við viljum þakka Kennslumálasjóði Háskóla Íslands og Málræktarsjóði fyrir veitta styrki. Styrkirnir frá þessum sjóðum gerðu okkur kleift að koma kennslubókinni á opnan vef.

Að auki viljum við þakka Gunnari Stefánssyni, Birgi Hrafnkelssyni og Thor Aspelund prófessorum í tölfræði og Hermanni Þórissyni, prófessor í líkindafræði, en þeir gáfu okkur ómetanlegar ráðleggingar varðandi þýðingar á enskum heitum og meðferð líkinda- og tölfræðihugtaka og framsetningu þeirra.

Sigríði Geirsdóttur, Ingunni Jónsdóttur, Önnu Heru Björnsdóttur, Atla Norðmann, Bjarka Þór Elvarssyni, Jóni Kristjánssyni og Finnboga Ómarssyni þökkum við vandaðan yfirlestur.

Að lokum viljum við þakka Benedikt Steinari Magnússyni, hugmyndasmið Edbook kerfisins, fyrir aðstoðina við að koma efninu þar inn og Eggerti Hafsteinssyni og Arnóri Pétri Marteinssyni fyrir alla vinnuna við að koma efninu inn í kerfið.