1. Tölur og föll


Fly, you fools.

- Gandalf, The Fellowship of the Ring


1.1. Inngangur

1.1.1. Grunnhugmyndin

Stærðfræðigreining grundvallast á því að mæla breytingu (oft með tilliti til tíma)

  • Eðlisfræði: hraði, hröðun, massi, orka, vinna, afl, þrýstingur

  • Rúmfræði: flatarmál, rúmmál, lengd, massamiðja

  • Hagnýtingar: hagfræði, stofnstærðir, hámörkun/lágmörkun, hreyfikerfi, hitaflæði

  • Stærðfræði: markgildi, hermun, jafnvægisástand

Sett fram samtímis, en óháð, af Isaac Newton og Gottfried Leibniz í lok 17. aldar.

../_images/01_NewtonLeibniz.jpg

1.1.2. Ítarefni

Fyrir nánari útlistun á hugtökunum sem við fjöllum um þá er hægt að skoða, auk kennslubókarinnar,

Einnig getur verið gagnlegt að kannast við grísku bókstafina.

../_images/greek_letters.png

1.1.3. Forrit


1.2. Tölur

1.2.1. Skilgreining: Tölur

Skilgreining

  1. Náttúrlegu tölurnar Ekki fannst þýðing á hugtakinu: náttúrleg tala eru tölurnar \(1, 2, 3, 4, \ldots\) og mengi þeirra er táknað með \(\mathbb{N}\).

  2. Mengi heiltalna en: integer, integral number, rational integer, whole number
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    er táknað með \(\mathbb{Z}\) og er skilgreint sem \(\mathbb{Z}= \ldots,-2,-1,0,1,2,3,\ldots\)

  3. Mengi ræðra talna en: rational number
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    er táknað með \(\mathbb{Q}\). \(\mathbb{Q}= \{ \frac pq ; p,q \in \mathbb{Z}, q\neq 0\}\).

  4. Mengi rauntalna en: real number
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    er táknað með \(\mathbb{R}\).

  5. Mengi tvinntalna en: complex number
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    er táknað með \(\mathbb{C}\).

Athugasemd

Margir vilja telja \(0\) með sem náttúrlega tölu. Það er eðlilegt ef maður lítur á náttúrlegu tölurnar þannig að þær tákni fjölda. Ef maður lítur hins vegar þannig á að þær séu notaðar til að númera hluti þá er 0 ekki með. Hér verður 0 ekki talið með náttúrulegu tölunum en notast verður við \(\mathbb{N}_0 = 0,1,2,3,\ldots\) fyrir mengi náttúrulegra talna að 0 viðbættu.

Sjá einnig http://edbook.hi.is/undirbuningur_stae/Kafli1.html#talnakerfi.

1.2.2. Smíði rauntalna

Rauntölur eru smíðaðar úr ræðu tölunum með því að fylla upp í götin.

T.d. eru

\[\begin{split}\begin{aligned} \pi &= 3,1415926\ldots, \qquad \text{og}\\ \sqrt 2 -4 &= -2,58578\ldots\end{aligned}\end{split}\]

ekki ræðar tölur (það er ekki hægt að skrifa þær sem brot \(\frac ab\), þar sem \(a\) og \(b\) eru heilar tölur), en þær eru rauntölur. Slíkar tölur kallast óræðar en: irrational number
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
.

Sjá einnig Óræðar tölur | stæ.is.

1.3. Bil

1.3.1. Skilgreining: Bil (i)

Skilgreining

Látum \(a\) og \(b\) vera rauntölur þannig að \(a<b\). Skilgreinum

  1. opið bil \(]a,b[=\{x\in \mathbb{R}; a<x<b\}\)

  2. lokað bil \([a,b]=\{x\in \mathbb{R}; a\leq x\leq b\}\)

  3. hálfopið bil \([a,b[=\{x\in \mathbb{R}; a\leq x<b\}\)

  4. hálfopið bil \(]a,b]=\{x\in \mathbb{R}; a< x\leq b\}\)

Þessi bil sem er skilgreind hér fyrir ofan eru kölluð endanleg. Til eru fleiri gerðir af bilum:

  1. opið óendanlegt bil \(]a,\infty[=\{x\in \mathbb{R}; a<x\}\)

  2. opið óendanlegt bil \(]-\infty, a[=\{x\in \mathbb{R}; x<a\}\)

  3. lokað óendanlegt bil \([a,\infty[=\{x\in \mathbb{R}; a\leq x\}\)

  4. lokað óendanlegt bil \(]-\infty, a]=\{x\in \mathbb{R}; x\leq a\}\)

  5. allur rauntalnaásinn \(]-\infty, \infty[= \mathbb{R}\).

1.3.2. Skilgreining: Bil (ii)

Skilgreining

Mengi \(A\) af rauntölum kallast bil en: interval
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef um allar tölur \(a<b\) sem eru í menginu \(A\) gildir að ef \(a<x<b\) þá er \(x\) líka í menginu \(A\). Þ.e. bil innihalda engin göt.

Athugasemd

Sérhvert bil á rauntalnaásnum er af einni þeirra gerða sem talin er upp í Skilgreining 1.3.1. Þessi staðhæfing er jafngild frumsendunni um efra mark.

Athugasemd

Það er jafngilt að segja

\[x \in ]a-\eta,a+\eta[\]

og

\[|x-a| < \eta.\]

1.4. Föll

1.4.1. Skilgreining: Vörpun

Skilgreing

Vörpun en: mapping, record, transform, transformation
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
frá mengi \(X\) yfir í mengi \(Y\) er regla sem úthlutar sérhverju staki \(x\) í \(X\) nákvæmlega einu staki \(f(x)\) í \(Y\). Táknum þetta með \(f:X \to Y\).

Stakið \(f(x)\) kallast gildi en: image, value
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
vörpunarinnar (í punktinum \(x\)).

1.4.2. Skilgreining: skilgreiningarmengi og bakmengi

Aðvörun

Það er ekki víst að öll gildin í \(Y\) séu tekin (það er \(f(X)\) getur verið minna en \(Y\)). Eins þá er mögulegt að \(f\) taki sama gildið oftar en einu sinni.

1.4.3. Skilgreining: fall

Skilgreining

Fall er þrennd \((f,X,Y)\) þar sem \(f\) er vörpun sem uppfyllir að sérhvert stak \(x\) í skilgreiningarmenginu \(X\) varpast á eitt og aðeins eitt stak \(y\) í bakmenginu \(Y\).

1.4.4. Skilgreining: Samskeyting

Skilgreining

Látum \(f:X \to Y\) og \(g:Y \to Z\) vera varpanir. Vörpunin \(g\circ f:X \to Z\) sem skilgreind er með \((g\circ f)(x)=g(f(x))\) kallast samskeyting en: composite
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(f\) og \(g\). Stakið \(g(f(x)) \in Z\) fæst með því að beita fyrst vörpuninni \(f\) á stakið \(x\) og síðan vörpuninni \(g\) á stakið \(f(x)\).

../_images/02_Samskeyting.png

1.4.5. Dæmi: Samskeyting

Dæmi

Skoðum föllin \(f:\mathbb R \to \mathbb R, f(x) = 2x-1\) og \(g:\mathbb R \to \mathbb R, g(x) = x^2\). Finnum \(g\circ f(x)\).

1.4.6. Skilgreining: Átækni og eintækni

Skilgreining

Við segjum að vörpunin \(f\) átæk en: surjective, onto
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef \(f(X)=Y\), það þýðir að fyrir sérhvert stak \(y\) í \(Y\) þá er til (amk. eitt) stak \(x\) í \(X\) þannig að \(f(x)=y\).

Segjum að vörpunin \(f\) eintæk Ekki fannst þýðing á hugtakinu: eintæk ef \(f(x_1) = f(x_2)\) hefur í för með sér að \(x_1=x_2\), það er sérhvert gildi sem vörpunin tekur er bara tekið einu sinni.

1.4.7. Skilgreining: Gagntækni

Skilgreining

Vörpun sem er bæði eintæk og átæk kallast gagntæk Ekki fannst þýðing á hugtakinu: gagntæk .

1.4.8. Skilgreining: Andhverfa

Skilgreining

Látum \(f:X \to Y\) vera vörpun. Sagt er að \(f\) andhverfanleg en: invertible, non-singular
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef til er vörpun \(f^{-1}:Y \to X\) þannig að samskeyting varpananna \(f\) og \(f^{-1}\) annars vegar og \(f^{-1}\) og \(f\) hins vegar sé viðeigandi samsemdarvörpun en: identity mapping
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
, þ.e. \(f^{-1}\circ f=id_X\) og \(f\circ f^{-1} = id_Y\).

../_images/02_Andhverfa.png

Athugasemd

Venjulega hjá okkur þá eru mengin \(X\) og \(Y\) mengi af rauntölum. Þegar \(Y\) er mengi af tölum þá er notast við orðið fall en: function
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
í stað orðsins vörpun.

Athugasemd

Til þess að fall sé andhverfanlegt þarf það að vera gagntækt.

1.4.9. Dæmi: Andhverfa

Dæmi

Látum \(X=[0,2]\), \(Y=[0,4]\) og \(f:X \to Y, f(x) = x^2\). Finnum andhverfu fallsins.

Athugum að hér má velja \(X\) sem önnur mengi en \([0,2]\) svo lengi sem \(X\) inniheldur ekki bæði \(a\) og \(-a\), \(a\neq 0\), því þá er \(f\) ekki lengur eintæk. Mengið \(Y\) yrði svo valið sem myndmengið \(f(X)\).

1.4.10. Skilgreining: Graf

Skilgreining

Látum \(f:X \to Y\) vera fall þannig að \(X\) og \(Y\) eru mengi af rauntölum. Graf (e. graph) fallsins \(f\) er þá mengi allra punkta í planinu \(\mathbb{R}^2\) af gerðinni \((x,f(x))\) þar sem \(x\in X\). Hér notum við oft \(y\) í stað \(f(x)\).

1.4.11. Skilgreining: Jafnstætt og oddstætt

Skilgreining

Við segjum að fall \(f\) jafnstætt en: even
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef

\[f(x) = f(-x)\]

fyrir öll \(x\) í skilgreiningarmengi \(f\).

Við segjum að fall \(f\) oddstætt en: odd
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef

\[f(x) = -f(-x)\]

fyrir öll \(x\) í skilgreiningarmengi \(f\).

../_images/04_JafnstaettOddstaett.png

1.5. Nokkrar gerðir falla

Til eru margs konar föll og eru þau oft sett í flokk eftir eiginleikum sínum. Lítum á þá helstu.

1.5.1. Línuleg föll

Línulegt fall hefur formið \(f(x)=hx+k\) og graf þess er lína. Þetta form er stundum kallað skurðhallaform línunnar. Við köllum fastann \(h\) hallatölu línunnar og fastann \(k\) skurðpunkt hennar við \(y\)-ás. Ef \(h>0\) þá er línan vaxandi en ef \(h<0\) þá er hún minnkandi. Í þeim tilfellum sem \(h=0\) er línan sögð hafa engan halla, þ.e. hún er hvorki vaxandi né minnkandi og liggur þá lárétt í hnitakerfinu. Lóðréttarlínur eru ávallt á forminu \(x=b\) og hafa óskilgreinda hallatölu. Þær skera \(x\)-ásinn í \(b\).

Hallatölu línu má ávallt finna ef þekktir eru tveir, mismunandi punktar \((x_1,y_1)\) og \((x_2,y_2)\) sem liggja á henni. Þá má nota formúluna

\[h=\frac{y_2-y_1}{x_2-x_1}\]

til að ákvarða hallatölu hennar. Sé formúlan skoðuð má sjá að hún lýsir fjarlægð á milli y-hnita tveggja punkta á línunni í hlutfalli við fjarlægð á milli \(x\)-hnita þeirra. Þetta er hlutfall helst það sama, óháð því hvaða punktar eru valdir. Því er stundum ritað að

\[h=\frac{\Delta y}{\Delta x}\]

þar sem \(\Delta y\) táknar fjarlægð milli \(y\)-hnita punktanna og \(\Delta x\) táknar fjarlægð milli \(x\)-hnita punktanna.

Stundum er framsetningin

\[f(x) - y_1 = h(x-x_1)\]

notast og kallast hún punkthallaform línunnar. Hún er bein afleiðing af hallatölujöfnunni þar sem hún er sett fram sem

\[h = \frac{f(x)-y_1}{x-x_1}\]

sem er algjörlega sambærilegt jöfnunni hér að ofan, þar sem \(x_2=x\) og \(y_2 = f(x)\). Þriðja og síðasta framsetningin á jöfnu línu er nefnt staðalform hennar og er línan þá sett fram með

\[ax + by = c\]

þar sem \(a,b \in \mathbb{R}\) og eru ekki bæði 0. Þetta form er almennara þar sem það gerir einnig ráð fyrir lóðréttum línum.

Athugasemd

  • Skurðhallaform línu: \(y=hx+k\)

  • Punkthallaform línu: \(f(x) - y_1 = h(x-x_1)\)

  • Staðalform línu: \(ax+by=c\)

Dragðu stikuna til og frá til að sjá hvernig línan breytist við það að breyta hallatölunni, \(a\) og skurðpunktinum við \(y\)-ás, \(b\).

1.5.2. Margliður

Línuleg föll eru sértilfelli af breiðari flokki falla sem nefnist margliður. Margliður hafa almenna formið

\[f(x) = a_n x^n + a_{n-1}x^{n-1}+ \ldots + a_1 x + a_0\]

þar sem talan \(n\in \mathbb{N}_0\) nefnist stig margliðunnar, \(a_i\), \(i = 1, \ldots , n\) eru fastar og forystustuðullinn \(a_n \neq 0\). Þegar \(a_n = 0\) þá leyfum við tilfellið \(a_0=0\) og köllum þá fallið \(f(x)=0\) núllfallið.

Margliða af núlta stigi er einnig stundum kölluð fastafall. Línur eru fyrsta stigs margliður þar sem \(n=1\) og forystustuðullinn \(a_n\) er hallatala línunnar. Margliða af öðru stigi kallast ferningsfall og er graf hennar fleygbogi. Fyrir fleygboga gildir að sé \(a_n>0\) þá er fleygboginn kúptur (uppsveigður) en ef \(a_n<0\) þá er hann hvelfdur (niðursveigður).

1.5.3. Veldisföll

Fall á forminu

\[f(x) = ax^n\]

þar sem \(a,n\in \mathbb{R}\) nefnist veldisfall. Í því tilfelli sem \(n \in \mathbb{N}_0\) (þ.e.a.s \(n\) er einhver náttúruleg tala eða 0) og \(a \neq 0\) þá er veldisfallið margliða af \(n\)-ta stigi þar sem allir stuðlar nema forystustuðullinn eru 0, þ.e. \(a_{n-1}=a_{n-2} = \ldots =a_0 = 0\). Ef \(n\) er slétt tala þá er fallið \(f(x)\) jafnstætt en oddstætt ef \(n\) er oddatala.

Hér er fallið \(g(x)\) oddstætt en \(f(x)\) jafnstætt.

1.5.4. Núllstöðvar margliða

Einn eiginleiki margliða sem oft er skoðaður er hvort og þá hvar margliðan sker \(x\)-ásinn. Þetta jafngildir því að leysa jöfnuna \(f(x)=0\) fyrir \(x\). Skurðpunktarnir eru kallaðir núllstöðvar eða rætur margliðunnar.

Athugasemd

  • Línan \(y=hx+k\) sker x-ásinn í punktinum \(\left(\frac{-k}{h},0\right)\).

  • Fleygboginn \(y=ax^2 + bx + c\) hefur í mesta lagi tvo skurðpunkta við \(x\)-ás; \((x_1,0)\) og \((x_2,0)\). Þá má ákvarða með jöfnunni

    \[x_{1,2} = \frac{-b \pm \sqrt{b^2-4ac}}{2a}.\]

    Talan \(D=b^2-4ac\) nefnist aðgreinir fleygbogans. Ef \(D>0\) þá hefur fleygboginn tvo skurðpunkta við \(x\)-ás, ef \(D=0\) þá hefur fleygboginn einn skurðpunkt við \(x\)-ás en ef \(D<0\) þá sker fleygboginn ekki \(x\)-ásinn. Þessi jafna er oft nefnd lausnarformúla 2. stigs margliða en gengur einnig undir öðrum nöfnum eins og D-reglan, Jónas og Batman.

  • Erfitt getur reynst að finna núllstöðvar margliða af hærra stigi. Í sumum tilfellum er það hægt en í öðrum getur reynst ómögulegt að finna núllstöðvarnar með analytískum hætti. Þarf þá að grípa til tölulegra aðferða eins og t.a.m. aðferð Newtons, sem við skoðum síðar meir.

1.5.5. Algebrísk föll

Í grunninn eru algebrísk föll eru öll þau föll sem búa má til með samlagningu, frádrætti, margföldum, deilingu, ræðum veldum og rótum. Tvær gerðir af algebrískum föllum eru ræð föll og rótarföll.

Rætt fall er fall á forminu

\[f(x) = \frac{P(x)}{Q(x)}\]

þar sem \(P(x)\) og \(Q(x) \neq 0\) eru margliður á meðan rótarfall er fall á forminu

\[f(x) = \sqrt[n]{R(x)}\]

þar sem \(n \in \mathbb{N}\) og \(R(x)\) er margliða.

Athugasemd

Athugum að það er algjörlega sambærileg að skrifa \(\sqrt[n]{R(x)}\) og \(R(x)^{1/n}\) fyrir öll \(n \in \mathbb{N}\) þar sem að sérhverja ræða rót má umrita sem brotið veldi.

Í þeim tilfellum sem \(R(x)=x\) má sjá mjög skýrt mynstur í gröfum fallanna, sem einkennist af því hvort \(n\) sé oddatala eða slétt. Hér að neðan hefur fallið \(f(x)\) veldið \(\frac{1}{n}\) þar sem \(n\) er slétt tala en \(g(x)\) veldið \(\frac{1}{m}\) þar sem \(m\) er oddatala.

1.5.6. Torræð föll

Öll föll sem ekki eru algebrísk eru torræð. Lítið verður fjallað um eiginleika torræðra falla, þó mörg föll í þeim flokki séu vissulega mikilvæg í heimi stærðfræðinnar.

Athugasemd

Mikilvæg torræð föll

  • Vísisföll, eins og veldisvísisfallið \(e^x\) og \(2^x\).

  • Lograr, eins og \(\ln(x)\) og \(\log_2(x)\)

  • Hornaföllin \(\cos(x)\) og \(\sin(x)\)

1.5.7. Gaffalforskriftarföll

Gildi falls getur verið breytilegt, eftir því á hvaða bilið það er skoðað. Tökum sem dæmi algildisfallið eða tölugildisfallið. Á bilinu \(]-\infty;0[\) hegðar fallið sér eins og línan \(f(x)=-x\) en á bilinu \([0;\infty]\) hegðar það sér eins og línan \(f(x)=x\). Því er algildisfallið skilgreint með

\[\begin{split}|x|= \begin{cases} -x & x<0\\ x & x\geq 0 \end{cases}\end{split}\]
../_images/algildisfall.png

Önnur gaffalforskrifarföll hafa allt aðra framsetningu, það er allt háð því hvernig fallið hegðar sér og á hvaða bilum. Engin takmörk eru fyrir því hversu oft fallið breytir um hegðun eða hvernig það hegðar sér á hverju bili.


1.6. Ummyndanir falla

Ummyndun er þegar fall er tekið og því breytt smávægilega. Við skulum líta á nokkrar ummyndanir. Ef þú getur gert það við mynd í Word, eru allar líkur á að það falli hér undir.

1.6.1. Hliðrun

Hægt er að hliðra falli lárétt meðfram \(x\)-ásnum (til hægri eða vinstri) og lóðrétt meðfram \(y\)-ásnum (upp og niður). Jafnvel væri hægt að blanda þessu saman. Fallið heldur þá lögun sinni en staðsetning þess í hnitakerfinu breytist.

Lóðrétt hliðrun

Hér fyrir neðan má sjá fallinu \(x^2\) hliðrað upp og niður um 2, meðfram \(y\)-ásnum.

../_images/PMA_hlidrun_upp.png

Almennt gildir fyrir fallið \(y=f(x)\)\(y=f(x)+a\) hliðrar fallinu upp um \(a\) ef \(a>0\) en niður um \(a\) ef \(a<0\).

Lárétt hliðrun

Hér fyrir neðan er sama falli hliðrað til hægri og vinstri um 2, meðfram \(x\)-ásnum.

../_images/PMA_hlidrun_vinstri.png

Almennt gildir fyrir fallið \(y=f(x)\)\(y=f(x-b)\) hliðrar fallinu til hægri um \(b\) ef \(b>0\) en til vinstri um \(b\) ef \(b<0\).

1.6.2. Skölun með jákvæðum fasta

Hægt er að skala fall, bæði lárétt og lóðrétt, með margföldun eða deilingu með jákvæðum fasta. Fallið heldur þá einhverjum af rúmfræðilegum eiginleikum sínum en útlit þess breytist að því leyti að annað hvort skreppur það saman eða glennist í sundur, í einhverjum skilningi.

Athugasemd

Ef skalað er með fastanum \(a \in \mathbb{R}_+\) gildir almennt að…

  • …ef \(0<a<1\) þá nefnist skölunin herping.

  • …ef \(a>1\) þá nefnist skölunin stríkkun.

Lóðrétt skölun

Hér fyrir neðan má sjá lóðrétta skölun á fallinu \(f(x)=x^2\), annars vegar stríkkun, þ.e. \(h(x)=2x^2\) og hins vegar herpingu, þ.e. \(g(x)=\frac{1}{2}x^2\)

../_images/PMA_lodrett_skolun.png

Almennt gildir fyrir fallið \(y=f(x)\)\(y=af(x)\) er lóðrétt stríkkun ef \(a>1\) lóðrétt herping ef \(0<a<1\).

Lárétt skölun

Hér fyrir neðan má sjá lárétta skölun á fallinu \(f(x)=\sqrt{x}\), annars vegar stríkkun, þ.e. \(h(x)=\sqrt{2x}\) og hins vegar herpingu, þ.e. \(g(x)=\sqrt{\frac{1}{2}x}\)

../_images/PMA_larett_skolun.png

Almennt gildir fyrir fallið \(y=f(x)\)\(y=f(ax)\) er lárétt stríkkun ef \(a>1\) en lárétt herping ef \(0<a<1\).

1.6.3. Speglun

Hægt er að spegla fall bæði um \(x\)-ásinn og \(y\)-ásinn.

Athugasemd

Almennt gildir fyrir fallið \(y=f(x)\) að…

  • \(y=-f(x)\) speglar fallið um \(x\)-ásinn.

  • \(y=f(-x)\) speglar fallið um \(y\)-ásinn.

Dæmi

Lítum á fallið \(f(x)=x^3+1\). Finnum speglun þess um \(x\)-ásinn og \(y\)-ásinn.


1.7. Hornaföllin

Hornaföllin eru gríðarlega mikilvæg í stærðfræði og skyldum fögum, eins og eðlisfræð, verkfræði o.s.frv.

1.7.1. Radíanar

Radíanar eru mælieining á stærð horns. Algengt er að nemendur læri fyrst að nota gráður til að mæla stærð horna en í mörgum kringumstæðum er eðlilegra og þægilegra að nota radíana, vegna tengingar þeirra við einingahringinn, og verður það gert hér.

Athugasemd

Einn radíani er skilgreindur á þá vegu að fyrir gefið horn \(\theta\) þá er bogalengd þess í einingahringnum \(s\) radíanar. Styttingin rad er oft notuð fyrir radíana.

../_images/PMA_radianar.png

Gott getur verið að kannast við algengar hornastærðir.

Tafla 1.1 Radíanar og gráður

Deg

Rad

Deg

Rad

\(0\)

\(0\)

\(120\)

\(2\pi/3\)

\(30\)

\(\pi/6\)

\(135\)

\(3\pi/4\)

\(45\)

\(\pi/4\)

\(150\)

\(5\pi/6\)

\(60\)

\(\pi/3\)

\(180\)

\(\pi\)

\(90\)

\(\pi/2\)

\(360\)

\(2\pi\)

1.7.2. Kósínus, sínus og einingahringurinn

Hornaföllin \(\cos(x)\) og \(\sin(x)\) eða kósínus og sínus eru undirstaðan í öllum hornafallareikningi og öll önnur hornaföll, eins og \(\tan(x)\), \(\cot(x)\), \(\sec(x)\) og \(\csc(x)\) má búa til út frá þeim, eins og sjá má hér að neðan.

Athugasemd

  • \(\tan(x) = \frac{\sin(x)}{\cos(x)}\)

  • \(\cot(x) = \frac{\cos(x)}{\sin(x)}\)

  • \(\csc(x) = \frac{1}{\sin(x)}\)

  • \(\sec(x) = \frac{1}{\cos(x)}\)

Hornaföllin og einingahringurinn eru nátengd fyrirbæri og má skilgreina kósínus og sínus með því að nota einingahringin á þessa vegu: Fyrir punktinn \(A=(x,y)\) á einingahringnum og hornið \(\theta\) sem myndast á milli \(x\)-ássins og \(A\) þá er \(\cos(\theta)=x\) og \(\sin(\theta)=y\).

Gott getur verið að kannast við helstu hornafallastærðirnar.

Athugasemd

Tafla 1.2 Nokkrar algengar hornafallastærðir

\(\theta^\circ\)

\(\theta \text{ rad}\)

\(\cos(\theta)\)

\(\sin(\theta)\)

\(0\)

\(0\)

\(1\)

\(0\)

\(30\)

\(\frac{\pi}{6}\)

\(\frac{\sqrt{3}}{2}\)

\(\frac{1}{2}\)

\(45\)

\(\frac{\pi}{4}\)

\(\frac{\sqrt{2}}{2}\)

\(\frac{\sqrt{2}}{2}\)

\(60\)

\(\frac{\pi}{3}\)

\(\frac{1}{2}\)

\(\frac{\sqrt{3}}{2}\)

\(90\)

\(\frac{\pi}{2}\)

\(0\)

\(1\)

Hornaföllin má einnig skilgreina sem hlutfall milli hliða í rétthyrndum þríhyrningi (eins og betur kemur í ljós þegar við skoðum reglu Pýþagórasar fyrir hornaföllin).

Athugasemd

Látum \(T\) vera þríhyrning með langhlið að lengd \(L\), mótlæga skammhlið að lengd \(M\) og aðlæga skammhlði að lengd \(A\) og hornið \(0 \text{ rad} <\theta < \frac{\pi}{2} \text{ rad}\).

../_images/PMA_triangles.png

Þá gildir að:

  • \(\sin(\theta)=\frac{M}{L}\)

  • \(\cos(\theta)=\frac{A}{L}\)

  • \(\tan(\theta)=\frac{M}{A}\)

  • \(\csc(\theta)=\frac{L}{M}\)

  • \(\sec(\theta)=\frac{L}{A}\)

  • \(\cot(\theta)=\frac{A}{M}\)

1.7.3. Hornafallareglur

Hornafallareglur (e. trigonometric identities) koma oft að góðum notum við ýmsa útreikninga með hornaföllunum.

Regla Pýþagórasar

Reglu Pýþagórasar kannast flestir nemendur eflaust við, en hún lýsir tengslum milli hliðarlengda rétthyrnds þríhyrnings.

Regla Pýþagórasar

Í rétthyrndum þríhyrning \(\Delta ABC\), með langhliðina \(C\), gildir að

\[A^2+B^2=C^2.\]

Líkt og áður látum við \(A=(x,y)\) vera punkt á einingahringnum og hornið sem myndast á milli \(x\)-ássins og \(A\) heita \(\theta\). Teiknum rétthyrndan þríhyrning með hornpunkta í \((0,0)\), \((x,0)\) og \(A\).

../_images/PMA_rangle.png

Ljóst er að skammhliðar hans munu hafa lengdina \(x\) annars vegar og \(y\) hins vegar og langhlið hans lengdina \(1\). Regla Pýþagórasar segir þá að

\[x^2 + y^2 = 1\]

Við getum nú nýtt okkur skilgreininguna að \(\cos(\theta)=x\) og \(\sin(\theta)=y\) til að sýna að

\[\cos(\theta)^2 + \sin(\theta)^2 = 1\]

gildi almennt, óháð gildinu á \(\theta\), eins og sést hér að neðan.

Hægt er að útvíkka regluna þannig að hún virki fyrir aðra hringi en einingahringinn. Látum \(x^2+y^2=r^2\) vera hring með miðju í \((0,0)\) og radíus \(r\). Látum nú punktinn \(A=(x,y)\) vera á hringnum og hornið sem myndast á milli \(x\)-ássins og \(A\) heita \(\theta\). Þá gildir að \(x=r\cos(\theta)\) og \(y=r\sin(\theta)\) og samkvæmt reglu Pýþagórasar fæst að

\[x^2 + y^2 = r^2\cos^2(\theta) + r^2\sin^2(\theta) = r^2(\cos^2(\theta)+\sin^2(\theta))=r^2\]

samkvæmt því sem við leiddum út hér að ofan. Þetta gildir fyrir öll \(r\) og óháð horninu \(\theta\).

Athugasemd

Aðrar útgáfur af reglu Pýþagórasar þar sem hornaföllin eru notuð eru t.a.m.

\[1+\tan^2(\theta)=\sec^2(\theta)\]

og

\[1+\cot^2(\theta) = \csc^2(\theta)\]

Samlagningar- og frádráttarreglur

Athugasemd

Almennt gildir að

\[\sin(\alpha \pm \beta) = \sin(\alpha) \cos(\beta) \pm \cos(\alpha) \sin(\beta)\]

og

\[\cos(\alpha \pm \beta) = \cos(\alpha) \cos(\beta) \mp \sin(\alpha) \sin(\beta)\]

Reglur um tvöföld horn

Athugasemd

Almennt gildir að

\[\sin(2\theta) = 2\sin(\theta)\cos(\theta)\]

og

\[\cos(2\theta) = 2\cos^2(\theta)-1 = 1-2\sin^2(\theta) = \cos^2(\theta)-\sin^2(\theta)\]

Aðvörun

Athugið sérstaklega að þó svo að almennt gildi \(\cos^2(\theta)+\sin^2(\theta)=1\) þá gildir ekki almennt að \(\cos^2(\theta)-\sin^2(\theta)=-1\)!

1.7.4. Gröf og lotur hornafallanna

Byrjum á því að skilgreina lotubundið fall.

Skilgreining

Fall \(f(x)\) er sagt lotubundið með lotuna \(L\) ef

\[f(x)=f(x+L\cdot k)\]

fyrir öll \(k \in \mathbb{Z}\) þar sem \(L\) er minnsta mögulega talan sem uppfyllir þetta. Þá er stundum sagt að fallið sé \(L\)-lotubundið.

Kósínus og sínus

Hornaföllin \(\cos(x)\) og \(\sin(x)\) eru \(2\pi\)-lotubundin föll. Graf þeirra er bylgja sem sveiflast á milli \(-1\) og \(1\) á \(y\)-ásnum þar sem kósínusbylgjan sker \(y\)-ásinn í \((0,1)\) en sínusbylgjan sker \(y\)-ásinn í \((0,0)\).

../_images/PMA_cos_sin.png

Tangens og kótangens

Föllin \(\tan(x)\) og \(\cot(x)\) eru \(\pi\)-lotubundin föll sem hafa lotubundnar lóðfellur, tangens annars vegar í \(x=\frac{\pi}{2} + k \cdot \pi\), \(k \in \mathbb{Z}\)

../_images/PMA_tan.png

og kótangens hins vegar í \(x=0+ k \cdot \pi\), \(k \in \mathbb{Z}\).

../_images/PMA_cot.png

Sektan og kósekant

Föllin \(\sec(x)\) og \(\csc(x)\) eru \(2\pi\)-lotubundin föll sem hafa lotubundnar lóðfellur, sekant annars vegar í \(x=\frac{\pi}{2} + k \cdot \pi\), \(k \in \mathbb{Z}\)

../_images/PMA_sec.png

og kósekant hins vegar í \(x=0+ k \cdot \pi\), \(k \in \mathbb{Z}\).

../_images/PMA_csc.png

1.8. Andhverfur

Andhverfa falls er andstæða fallsins, í einhverjum skilningi, og hefur þá verkun að afturkalla það sem upprunalega fallið gerði. Sem dæmi má taka fallið \(f(x)=x^3\). Fallið tekur töluna \(x\) og hefur hana í þriðja veldi. Andhverfa þess er því \(f^{-1}(x)=\sqrt[3]{x}\), því ef inntak þess er tala í þriðja veldi þá skilar það tölunni sjálfri, veldislausri, út. Formlega má skilgreina andhverfu falls á eftirfarandi vegu.

Athugasemd

Fall \(f\) með skilgreiningarmengi \(D\) og bakmengi \(R\) á sér andhverfuna \(f^{-1}\), með skilgreiningarmengið \(R\) og bakmengið \(D\), ef \(f^{-1}\) uppfyllir að \(f^{-1}(f(x))=x\) fyrir öll \(x \in D\) og \(f(f^{-1}(y))=y\) fyrir öll \(y \in R\).

Aðvörun

Athugið að sérstaka aðgát þarf að sýna vegna ritháttsins sem notaður er fyrir andhverfur falla. Andhverfa fallið \(f^{-1}(x)\) er ekki f í mínus fyrsta veldi, þ,e, \(f^{-1}(x)\neq \frac{1}{f}\). Talan \(-1\) er eingöngu notuð hér sem andhverfutákn. Hins vegar er \(x^{-1}=\frac{1}{x}\) jafngilt x í mínus fyrsta veldi. Þarna er talan \(-1\) í veldinu á \(x\).

Ekki eru öll föll andhverfanleg, þ.e.a.s. ekki eiga öll föll sér andhverfur. Fall er andhverfanlegt ef og aðeins ef það er gagntækt, þ.e. eintækt og átækt. Til að mynda, þá er fallið \(g(x)=\sqrt{x}\) ekki andhverfa fallsins \(f(x)=x^2\) þar sem ekki er til neitt stak \(y\) í myndmengi \(f\) þannig að \(g(y)=-2\), sem brýtur í bága við skilgreininguna á andhverfu þar sem \(-2\) er í skilgreiningarmengi \(f\). Þetta er bein afleiðing þess að fallið \(x^2\) er ekki eintækt.

Athugasemd

Ýmsar aðferðir má nota til að ákvarða hvort fall sé andhverfanlegt eða ekki. Oft er auðvelt að sjá það af grafi fallsins. Ef við lítum t.a.m. á gröf fallanna \(x^2\) og \(x^3\) getum við auðveldlega séð að fallið \(x^2\) er ekki eintækt þar sem mörg \(x\)-gildi deila sama \(y\)-gildinu, t.d. er \((-2)^2=2^2=4\). Því er fallið \(x^2\) ekki andhverfanlegt. Hins vegar deila engin tvö \(x\)-gildi sama \(y\)-gildinu þegar kemur að fallinu \(x^3\). Fallið er því eintækt. Þar að auki er fallið átækt þar sem að fyrir sérhvert \(y\)-gildi er til eitthvað \(x\)-gildi þannig að \(y=x^3\). Þar með er fallið anhverfanlegt, samkvæmt því sem kom fram hér fyrir ofan.

Einföld leið til að ákvaðarða hvort fall sé eintækt er að athuga hvort til sé lárétt lína sem sker fallið oftar en einu sinni. Ef línan sker fallið oftar þá er fallið ekki eintækt.

../_images/PMA_x2x3.png

1.8.1. Að finna andhverfu

Hugsum okkur andhverfanlegt fall \(y=f(x)\). Þar sem að vörpunin er eintæk þýðir það að andhverfan úthlutar hverju \(x\) í skilgreiningarmenginu einu og aðeins einu staki \(y\) í bakmenginu. Af þessu leiðir að til að finna andhverfu fallsins má einfaldlega einangra \(x\). Þá fæst andhverfan sem fall af \(y\). Með því að skipta hlutverkum \(x\) og \(y\) í lokin fæst andhverfa fallsins sem fall af \(x\).

1.8.2. Dæmi: Finna andhverfu

Dæmi

Lítum á fallið \(f(x)=x^3+4\). Fallið er gagntækt svo það er andhverfanlegt. Finnum andhverfu þess.

1.8.3. Graf andhverfu

Andhverfur hafa þann rúmfræðilega eiginleika að þær eru speglun fallsins um línuna \(y=x\), sem gerir það að verkum að þægilegt er að teikna graf þeirra.

1.8.4. Dæmi: Graf andhverfu

Dæmi

Höldum áfram með dæmið hér að ofan teiknum graf fallsins \(f(x)=x^3+4\) og andhverfu þess, \(f^{-1}(x)=\sqrt[3]{x-4}\), auk línunnar \(y=x\).

1.8.5. Takmörkun skilgreiningarmengis

Unnt er að gera óandhverfanleg föll andhverfanleg með því að takmarka skilgreiningarmengi fallsins þannig að það verði eintækt.

1.8.6. Dæmi: Takmörkun skilgreiningarmengis

Dæmi

Takmörkum skilgreiningarmengi fallsins \(f(x)=x^2\) við \(\mathbb{R}_+ \cup \{0\}\), þ.e. jákvæðar rauntölur eða 0. Finnum andhverfu þess.

1.8.7. Andhverfur hornafallanna

Þar sem að hornaföllinn eru lotubundin, gefur það til kynna að þau séu ekki eintæk og þar af leiðandi ekki andhverfanleg nema skilgreiningarmengi sé takmarkað með þeim afleiðingum að þau verði eintæk.

Athugasemd

Tafla 1.3 Andhverfu hornaföllin og takmörkun skilgreineingarmengja

Hornafall

\(\sin(x)\)

\(\cos(x)\)

\(\tan(x)\)

Tákn andhverfu

\(\sin^{-1}(x)\)

\(\cos^{-1}(x)\)

\(\tan^{-1}(x)\)

Skilgreiningarmengi

\([-\frac{\pi}{2},\frac{\pi}{2}]\)

\([0,\pi]\)

\(]-\frac{\pi}{2},\frac{\pi}{2}[\)

Hornafall

\(\cot(x)\)

\(\csc(x)\)

\(\sec(x)\)

Tákn andhverfu

\(\cot^{-1}(x)\)

\(\csc^{-1}(x)\)

\(\sec^{-1}(x)\)

Skilgreiningarmengi

\([0,\pi]\)

\([-\frac{\pi}{2},\frac{\pi}{2}],x\neq 0\)

\([0,\pi],x \neq \frac{\pi}{2}\)

Svo þegar við leysum jöfnu sem krefst þess að andhverft hornafall er notað, verður að geta þess að stefnuhornið sé innan takmarkaða skilgreiningarmengisins.

1.8.8. Dæmi: Andhverfa hornafalls

Dæmi

Leysum jöfnuna

\[\cos(\theta)=\frac{1}{2}\]

með því að nota andhverfan kósínus.


1.9. Vísiföll og logar

1.9.1. Vísisföll

Tilkoma vísisfalla var gríðarlega mikilvæg fyrir getu fólks til að reikna og spá fyrir um vöxt ýmissa stærða, eins og t.d. fólksfjölda, bankainnistæðu o.s.frv.

Athugasemd

Fall á forminu

\[f(x)=b^x\]

þar sem \(b>0\) er einhver fasti, nefnist vísisfall með grunntölu \(b\).

Aðvörun

Munum að \(0^0\) er ekki skilgreint þar sem bæði eru rök fyrir því að það ætti að taka gildið 0 og 1.

Til eru óendanlega mörg vísisföll þar sem \(b\) má vera hvaða fasti sem er. Einfalt er að skilgreina veldishafningu fyrir náttúrulegar tölur og útvíkka svo hugtakið fyrir neikvæðar heiltölur og svo ræðar tölur. Það getur hins vegar reynst erfitt að skilgreina hvað átt er við með \(b^x\) þegar \(x\) er óræð tala, sér í lagi á þessu stigi, en við látum okkur nægja í bili að segja að sérhverja óræða \(x\) tölu má nálga eins vel og vera má með ræðri tölu \(\tilde{x}\) og því betri nálgun sem valin er því nær kemst \(b^{\tilde{x}}\) því að vera \(b^x\).

Athugasemd

Frægasta vísisfallið er tvímælalaust veldisvísisfallið \(e^x\) þar sem \(e\) er tala Eulers.

Aðvörun

Athugið að veldisföll og vísisföll eru frábrugðin að því leyti hvort það er fasti í stofninum og breyta í veldinu eða breta í stofninum og fasti í veldinu.

\[f(x)=x^b\]

er veldisfall af því að þar er breytan í stofninum og fastinn \(b\) í veldinu.

\[f(x)=b^x\]

er vísisfall af því að þar er fastinn í stofninum og breytan \(x\) í veldinu.

1.9.2. Graf vísisfalla

Fyrir hvaða jákvæða grunnfasta \(b\) sem er, þar sem \(b\neq 1\) hefur fallið \(f(x)=b^x\) skilgreiningarmengið \(\mathbb{R}\) og bakmengið \(\mathbb{R}_+\).

Athugasemd

  • Ef \(b>1\) þá er fallið vaxandi og nálgast \(0\) ef \(x \rightarrow -\infty\) en ef \(x \rightarrow \infty\) þá nálgast fallið \(\infty\).

  • Ef \(0<b<1\) þá er fallið minnkandi og nálgast \(0\) ef \(x \rightarrow \infty\) en ef \(x \rightarrow -\infty\) þá nálgast fallið \(\infty\).

../_images/PMA_visisfoll.png

1.9.3. Fastinn \(e\) og veldisvísisfallið

Fastinn \(e \approx 2,718282\), einnig kallaður tala Eulers, er ein frægasta óræða tala stærðfræðinnar. Hann birtist t.a.m. í veldisvísifallinu \(e^x\), sem er reglulega notað af vísindamönnum og sérfræðingum til að reikna út vöxt ýmissa stærða í náttúrunni og samfélaginu.

Athugasemd

Hægt er að túlka fastann \(e\) sem gildið sem talan \(\left(1+\frac{1}{m}\right)^m\) tekur þegar \(m \rightarrow \infty.\)

Veldisvísisfallið hefur skilgreiningarmengið \(\mathbb{R}\) og myndmengið \(\mathbb{R}_+\). Þar sem \(e>1\) þá er fallið vaxandi og stefnir á 0 þegar \(x \rightarrow -\infty\) og á \(\infty\) þegar \(x \rightarrow \infty\).

../_images/PMA_ex.png

Athugasemd

Það var svissneski stærðfræðingurinn Leonhard Euler sem gaf fastanum fræga stafinn \(e\) til auðkenningar árið 1720. Algengur misskilningur er að hann hafi fundið töluna, en talan hafði verið þekkt um nokkra hríð. Hann leiddi hins vegar út mikilvæga tengingar milli hennar og logra.

../_images/PMA_euler.jpg

Athugasemd

Veldareglur Hér eru \(a>0\) og \(b>0\) en \(x\) og \(y\) eru rauntölur.

  1. \(b^x \cdot b^y = b^{x+y}\)

  2. \(\frac{b^x}{b^y} = b^{x-y}\)

  3. \((b^x)^y = b^{x \cdot y}\)

  4. \((ab)^x=a^x b^x\)

  5. \(\frac{a^x}{b^x}=\left(\frac{a}{b}\right)^x\)

1.9.4. Lograr

Andhverfur vísisfalla eru lograr og fastinn \(b\) í stofni vísisfallsins skilgreinir stofn lograns \(\log_b(x)\). Almennt gildir fyrir \(a,b,c \in \mathbb{R}\) að ef \(a^b = c\) þá er \(\log_a(c)=b\).

Dæmi

Reiknum \(\log_2(8)\).

Athugasemd

Mest notaði logrinn er tvímælalaust náttúrulegi logrinn \(\log_e{x}\), sem yfirleitt er skrifaður sem \(\ln(x)\) til styttingar. Hann er andhverfa veldisvísisfallsins \(e^x\). Skilgreiningarmengi hans er myndmengi veldisvísisfallsins, þ.e. \(\mathbb{R}_+\) og myndmengi hans er skilgreiningarmengi veldisvísisfallsins, þ.e. \(\mathbb{R}\).

../_images/PMA_lnx.png

Eins og sést af myndinni er náttúrulegi logrinn vaxandi fall sem stefnir á \(- \infty\) þegar \(x \rightarrow 0\) en þegar \(x\rightarrow \infty\) þá stefnir hann á \(\infty\).

Almennt gildir, fyrir \(b>0\), \(b \neq 1\) að föllin \(f(x)=b^x\) og \(g(x)=\log_b(x)\) eru samhverf um línuna \(y=x\) og á það ekki síst við um náttúrulega logrann og veldisvísisfallið.

../_images/PMA_lnx_ex.png

Lograreglur

Margföldunar-, kvóta- og veldareglur

  1. \(\log_b(ac)=\log_b(a)+\log_b(c)\)

  2. \(\log_b(\frac{a}{c})=\log_b(a)-\log_b(c)\)

  3. \(\log_b(a^r))=r\log_b(a)\)

Reglur um lograstofn.

Látum \(a,b>0\) og \(a\neq 1\), \(b\neq 1\).

  1. \(a^x = b^{x\log_b(a)}\) fyrir sérhverja rauntölu \(x\).

  2. \(\log_a(x)=\frac{\log_b(x)}{\log_b(a)}\) fyrir sérhverja jákvæða rauntölu \(x\).

1.9.5. Breiðbogaföllin

Breiðbogaföllin hafa sama rithátt og hornaföllin nema þau fá viðskeytið \(h\), sem stendur fyrir hyperbolic á ensku. Hægt er að nota veldisvísisfallið til þess að skilgreina þau.

Athugasemd

  • \(\cosh(x)=\frac{e^x+e^{-x}}{2}\)

  • \(\sinh(x)=\frac{e^x-e^{-x}}{2}\)

  • \(\tanh(x)=\frac{\sinh(x)}{\cosh(x)}=\frac{e^x-e^{-x}}{e^x+e^{-x}}\)

  • \(\text{csch}(x)=\frac{1}{\sinh(x)}=\frac{2}{e^x-e^{-x}}\)

  • \(\text{sech}(x)=\frac{1}{\cosh(x)}=\frac{2}{e^x+e^{-x}}\)

  • \(\coth(x)=\frac{\cosh(x)}{\sinh(x)}=\frac{e^x+e^{-x}}{e^x-e^{-x}}\)

Breiðbogaföllunum \(\cosh(x)\), \(\sinh(x)\) og \(\tanh(x)\) bregður talsvert oftar fyrir en hinum og er því ágætt að kannst við graf þeirra.

../_images/PMA_breidboga.png

Breiðbogareglur

  1. \(\cosh(-x)=\cosh(x)\)

  2. \(\sinh(-x)=-\sinh(x)\)

  3. \(\cosh(x)+\sinh(x)=e^x\)

  4. \(\cosh(x)-\sinh(x)=e^{-x}\)

  5. \(\cosh^2(x)-\sinh^2(x)=1\)

  6. \(1-\tanh^2(x)=\text{sech}^2(x)\)

  7. \(\coth^2(x)-1=\text{csch}^2(x)\)

  8. \(\sinh(x \pm y)=\sinh(x)\cosh(y)\pm \cosh(x)\sinh(y)\)

  9. \(\cosh(x \pm y)=\cosh(x)\cosh(y)\pm \sinh(x)\sinh(y)\)

1.9.6. Andhverfur breiðbogafallanna

Athugasemd

Tafla 1.4 Andhverfu breiðbogaföllin og skilgreining þeirra

Hornafall

\(\sinh(x)\)

\(\cosh(x)\)

\(\tanh(x)\)

Tákn andhverfu

\(\sinh^{-1}(x)\)

\(\cosh^{-1}(x)\)

\(\tanh^{-1}(x)\)

Formúla

\(\ln(x+\sqrt{x^2+1})\)

\(\ln(x+\sqrt{x^2-1})\)

\(\frac{1}{2}\ln\left({\frac{1+x}{1-x}}\right)\)

Hornafall

\(\coth(x)\)

\(\text{csc}(x)\)

\(\text{sec}(x)\)

Tákn andhverfu

\(\coth^{-1}(x)\)

\(\text{csch}^{-1}(x)\)

\(\text{sec}^{-1}(x)\)

Formúla

\(\frac{1}{2}\ln\left({\frac{x+1}{x-1}}\right)\)

\(\ln\left(\frac{1}{x}+\frac{\sqrt{1+x^2}}{|x|} \right)\)

\(\ln \left( \frac{1+\sqrt{1-x^2}}{x} \right)\)

Athugasemd

Stundum er forsketið arc notað, í stað þess að hafa -1 í brjóstvísi, til að tákna andhverfur breiðboga- og hornafallanna. Þá er skrifað \(\text{arcsinh}(x)\) í stað \(\sinh^{-1}(x)\).