Undirbúningur
Við á Verkfræði- og náttúruvísindasviði viljum taka vel á móti nýnemum okkar og aðstoða þau við að takast á við nýjar áskoranir.
Á vefnum Edbook má finna kennsluefni þar sem farið er í undirstöður stærðfræðinnar, eðlisfræðinnar og efnafræðinnar. Hér má einnig finna hlekk á verklegar æfingar í stærðfræði í kennslukerfinu Tutor-web sem nýtast þeim nemendum sem eru áhugasöm um að hefja nám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði.
Leiðbeiningar um kennslukerfið Tutor-web má finna hér.
Efni úr nokkrum námskeiðum innan VoN er að finna á edbook.hi.is
