Um R leiksvæði

Leiksvæðin eru öflug

Í hverjum kafla koma fyrir R leiksvæði þar sem lesendur geta skrifað og keyrt eigin R kóða. Þessi leiksvæði styðja mjög marga R pakka og er hægt að teikna flottar myndir með þeim, eins og hér fyrir neðan. Takið sérstaklega eftir því að hægt er að stækka myndina með því að ýta á örvarnar.

options(scipen=999) # turn-off scientific notation like 1e+48 library(ggplot2) theme_set(theme_bw()) # pre-set the bw theme. data("midwest", package = "ggplot2") gg <- ggplot(midwest, aes(x=area, y=poptotal)) + geom_point(aes(col=state, size=popdensity)) + geom_smooth(method="loess", se=F) + xlim(c(0, 0.1)) + ylim(c(0, 500000)) + labs(subtitle="Area Vs Population", y="Population", x="Area", title="Scatterplot", caption = "Source: midwest") gg

DataCamp

Hugbúnaðurinn DataCamp (http://datacamp.com) er notaður til þess að keyra kóðanum í leiksvæðunum. Sá hugbúnaður styður ýmis umhverfi, þar með talið python eða SQL, en við notum aðeins R stuðning þess hér.

Vandamál með keyrslu

Almennt ætti allur kóði að keyrast eðlilega, en höfundar fundu eina undantekningu við þessu. Þetta vandamál lýsti sig þannig að skilaboðin Your session has been disconnected. komu upp í hvert sinn sem reynt var að keyra kóða og kóðinn keyrðist ekki heldur.

Þetta kemur fyrir ef vafrin sem er notaður er stilltur þannig að hann leyfi ekki svokallaða third-party cookies. Lausnin er því að leyfa þeim á viðkomandi vafra. Nákvæmari leiðbeiningar fyrir það er háð vafrananum en oft leynist stillingin undir „content“, „privacy“, „cookies“ og þess háttar. Sem dæmi, má finna stillinguna í Chrome með því að fara í „Settings -> Advanced -> Content settings -> Cookies“.

Ef einstaklingur er mótfallin því að leyfa öllum third-party cookies nægir að setja inn undantekningu fyrir slóðina „datacamp.com“. Mikilvægt er að nota rétt snið þá fyrir undantekninguna, t.d. vill Chrome frá [*.]datacamp.com meðan Firefox vill fá https://datacamp.com.