Formáli

R frá grunni er systurbók Tölfræði frá grunni sem einnig má finna hér á Edbook. Bækurnar tvær bera sömu kaflaheiti þar sem fjallað er um fræðilegar undirstöður í Tölfræði frá grunni á meðan R frá grunni sýnir beitingu aðferðanna í R.

R frá grunni var fyrst gefin út árið 2015 af Háskólafjölritun. Sumarið 2024 unnu sumarstarfsmennirnir Matthías Andri Hrafnkelsson og Sigurbjörg Rannveig Stefánsdóttir að miklum endurbótum á kennslubókinni þar sem fyrra gagnasafni var skipt út fyrir fjögur nýlegri og meira inngildandi gagnasöfn. Endurbæturnar voru fjármagnaðar af styrk frá Háskóla Íslands vegna stuðnings við samfélagsvirkni.