9. Meira um föll

9.1. Andhverfur

Þegar kemur að andhverfum en: inverse, inverse number, reciprocal, reciprocal number
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
falla er gott að geta hugsað myndrænt.

Skoðum fyrst fallið f:R+R+,f(x)=x2.

Við vitum að andhverfa f(x)=x2 er f1(x)=x vegna þess að:

f(f1(x))=(x)2=x og f1(f(x))=x2=x

Ef við teiknum gröf fallanna fáum við:

../_images/andhv_parabola.svg

Hér sjáum við að rauða grafið, x, er spegilmynd svarta grafsins, x2, um punktalínuna.

Athugasemd

Graf andhverfu falls er spegilmynd grafs fallsins um línuna y=x.

Skoðum næst y=2x+1 eða f(x)=2x+1. Reiknum andhverfuna:

y=2x+1y1=2x12(y1)=xx=12y12

þá er f1(x)=12x12.

Teiknum nú línurnar:

../_images/anhv_lina.svg

Hér er rauða línan andhverfa f(x), við sjáum að línan speglast nákvæmlega um y=x eins og í fyrra dæminu x2.


Hægt er að sannfæra sig á þessu með því að horfa á einfaldan feril sem fer í gengum 6 þekkta punkta,

(0.5,1),(1.5,1),(2.5,2),(4,2.5),(3,2.5) og (4,3.5)

Séu þessir punktar tengdir saman með strikum fæst svarti ferilinn sem við sjáum hér að neðan. Rauði ferillinn myndast þegar við speglum svarta yfir y=x.

Speglum punktinum (4,2.5) yfir y=x , hann lendir í punktinum (2.5,4) og strikið á milli þeirra er hornrétt á y=x.

../_images/andhv3.svg

Við getum því speglað punktunum um línuna með því að víxla á x- og y-hnitum punktanna. Andhverfi ferillinn fer því á milli punktana (1,0.5),(1,1.5),(2,2.5),(2.5,4),(2.5,3) og (3.5,4).


Skoðum að lokum g(x)=ln(x+2). Reiknum andhverfuna:

y=ln(x+2)ey=eln(x+2)ey=x+2x=ey2

Þá er andhverfa fallið g1(x)=ex2. Á þessari mynd má sjá gröf ferlanna, g(x) er svart en g1(x) rautt.

../_images/andhv2.svg

9.2. Eintæk og átæk föll

Í formengi falls y=f(x) eru þær tölur sem við getum sett inn í fallið (x -in) en í bakmenginu eru þær tölur sem geta komið út (y -in).

9.2.1. Átæk föll

Látum f:XY vera fall.

Látum y0Y vera stak í bakmenginu. Oft þurfum við að vita hvort hægt sé að finna einhverja lausn á jöfnunni

f(x)=y0,

það er að segja, hvort hægt sé að finna eitthvað x0X þannig að f(x0)=y0. Ef þessi jafna hefur lausn fyrir öll stökin í bakmenginu þá segjum við að fallið sé átækt en: surjective, onto
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
.

9.2.2. Skilgreining

Skilgreining

Fall f:XY er sagt vera átækt ef fyrir sérhvert yY er til xX þannig að f(x)=y.


Skoðum mengjamyndir til að sjá þessa tegund af vörpun fyrir okkur. Hér er X skilgreiningarmengið og Y myndmengið.

../_images/ataek.svg

Við sjáum að öll stökin í myndmenginu eru með í vörpuninni og hér er í lagi að fleiri en eitt stak í skilgreiningarmenginu varpast á sama stak í myndmenginu.

Hér er dæmi um vörpun sem er ekki átæk:

../_images/ekkiataek.svg

Hún er ekki átæk því hér eru tvö stök í myndmenginu sem eru ekki með í vörpuninni.

Dæmi

1. Skoðum fallið f:RR, f(x)=x2.

Tökum eftir að bakmengið er allt R, en x2 verður aldrei neikvæð tala. Til dæmis er 1 stak í bakmenginu, en jafnan f(x)=1, eða x2=1 hefur enga lausn í rauntölunum. Fallið er því ekki átækt.

2. Skoðum fallið g:RR+, g(x)=x2.

Hér er bakmengið mengi allra jákvæðra rauntalna. Fyrir sérhverja jákvæða rauntölu a hefur jafnan x2=a lausn. Hún fæst með kvaðratrót. Fallið er því átækt.

3. Skoðum fallið h:RR, h(x)=0.

Sérhvert stak varpast í stakið 0 í bakmenginu. Til dæmis, fyrir stakið 1 í bakmenginu þá er ekki til nein lausn á jöfnunni h(x)=1 þar sem það gefur 0=1 sem er fráleitt. Svo fallið er ekki átækt.

9.2.3. Eintæk föll

Skoðum aftur jöfnuna

f(x)=y0

Oft getur verið gagnlegt að vita hvort þessi jafna hafi margar lausnir. Við segjum að fallið sé eintækt en: injective, schlicht, univalent
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef þessi jafna hefur í mesta lagi eina lausn fyrir sérhvert stak í bakmenginu. Fall er ekki eintækt ef fleiri en eitt stak í formenginu vísar á sama stakið í bakmenginu.

9.2.4. Skilgreining

Skilgreining

Fall f:XY er sagt vera eintækt ef fyrir sérhvert yY er til í mesta lagi eitt xX þannig að f(x)=y.

Það er, ef f(x1)=f(x2) þá er x1=x2.


Skoðum aftur mengjamyndir til að sjá þessa tegund af vörpun fyrir okkur. Hér er X skilgreiningarmengið og Y myndmengið.

../_images/eintaek.svg

Við sjáum að hvert stak í skilgreiningarmenginu á sér stak í myndmenginu og það er í lagi að sum stök í myndmenginu séu ekki með í vörpuninni.

Hér er dæmi um vörpun sem er ekki eintæk:

../_images/ekkieintaek.svg

Hér varpast tvö stök í skilgreiningarmenginu á sama stak í myndmenginu. Takið eftir að þessi vörpun er hvorki eintæk né átæk.

Dæmi

1. Skoðum fallið f:RR, f(x)=x2.

Þetta fall er ekki eintækt. Til dæmis gildir f(2)=f(2)=4, það er jafnan f(x)=4 hefur tvær lausnir.

2. Skoðum fallið f:R+R, f(x)=x2.

Þetta fall er eintækt, þar sem skilgreiningarmengið inniheldur bara jákvæðar tölur. Ef x1 og x2 eru ólíkar tölur í R+, þá eru x21 og x22 ólíkar.

3. Skoðum fallið g:RR, g(x)=x.

Þetta fall er eintækt. Ljóst er að ólík stök úr formenginu varpast í ólík stök í bakmenginu. Ef y1y2 þá gildir að g(y1)g(y2).

9.2.5. Gagntæk föll

9.2.6. Skilgreining

Skilgreining

Fall f:XY er sagt vera gagntækt en: bijective, one-to-one onto
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef það er bæði eintækt og átækt.

9.2.7. Regla

Setning

Fall á sér andhverfu þá og því aðeins að það sé gagntækt.


Skoðum mengjamynd til að sjá þessa tegund af vörpun fyrir okkur:

../_images/gagntaek.svg

Við sjáum að öll stökin í myndmenginu eru með í vörpuninni þannig að vörpunin átæk. Hvert stak í skilgreiningarmenginu varpast á nákvæmlega eitt stak í myndmenginu þannig að vörpunin er eintæk. Fallið er því gagntækt þar sem það er bæði átækt og eintækt.

Dæmi

Við höfum séð að fallið f:RR, f(x)=x2 er hvorki eintækt né átækt. Það á sér því ekki andhverfu.

Skoðum til dæmis stakið 9 í bakmenginu. Stökin í formenginu sem varpast í 9 eru tvö, það er f(3)=9 og f(3)=9. Til þess að ,,fara til baka‘‘ þá þyrftum við að úthluta 9 stökunum 3 og 3, þ.e. stökunum ±9. Andhverfan getur því ekki verið fall, því samkvæmt skilgreiningu á falli fær hvert stak í formenginu úthlutað nákvæmlega einu staki í bakmenginu, en í þessu tilfelli eru þau tvö.

9.3. Samskeyting falla

9.3.1. Skilgreining

Skilgreining

Látum f:XY og g:YZ vera föll. Við skilgreinum þá vörpun gf:XZ með:

gf(x)=g(f(x))

fyrir öll xX. Þetta kallast samskeytt fall en: composite function
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
.

../_images/compvorpun.svg

Athugasemd

Bakmengi f og formengi g þarf að vera það sama. Annars gengur skilgreiningin ekki upp.

Dæmi

Látum f:RR vera gefið með f(x)=x2+x og g:RR vera gefið með g(x)=x+3

Finnið fg og gf.

9.4. Nokkur mikilvæg föll

9.4.1. Vísisföll

Skilgreining

Vísisfall en: power function
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
er fall f:RR sem skrifa má með formúlu af gerðinni

f(x)=ax

þar sem a0 er rauntala.

Dæmi um vísisfall er f(x)=2x. Þá er f(1)=2, f(2)=4 og f(3)=8 og f(4)=16 o.s.fr.v.

Graf þess má sjá hér að neðan.

../_images/visis.svg

9.4.2. Lograr

Skilgreining

Látum a vera jákvæða rauntölu og f:RR+ vera vísisfall gefið með

f(x)=ax.

Þetta fall á sér andhverfu sem við köllum a- logrann en: logarithm
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
og er táknaður

loga.

Samkvæmt skilgreiningu á andhverfu er því a- logrinn en: logarithm
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
fallið sem uppfyllir:

loga(ax)=xfyrir öll xR,

og

aloga(x)=xfyrir öll xR+.

Athugasemd

Óformlega getum við hugsað um töluna loga(x) þannig: „Í hvaða veldi þarf að setja a svo að útkoman verði x?“

Dæmi 1

Reiknið log2(8).

Dæmi 2

Reiknið log3(81).

Dæmi 3

Reiknið log9(1).

Athugasemd

10 - logrinn er oft skrifaður log(x) frekar en log10(x) . Þessi logri er mikið notaður og yfirleitt er sérstakur takki á reiknivélum til þess að reikna hann.

9.4.2.1. Lograreglur

Setning

Fyrir a,b,x,yR+ og rR gildir:

  1. loga(1)=0

  2. loga(1/x)=loga(x)

  3. loga(xy)=loga(x)+loga(y)

  4. loga(x/y)=loga(x)loga(y)

  5. loga(xr)=rloga(x)

  6. loga(x)=logb(x)logb(a).

Dæmi

1. Reiknum log5(50)+log5(12).

Við notum reiknireglur tvö, þrjú, og fjögur:

log5(50)+log5(12)=log5(522)log5(2)=log5(52)+log5(2)log5(2)=log5(52)=2

2. Reiknum log2(49)log7(2)

Notum reiknireglu sex:

log2(49)log7(2)=log7(49)log7(2)log7(2)=log7(49)=log7(72)=2

3. Reiknum (log12(1))12

Notum reiknireglu eitt:

(log12(1))12=012=0

4. Reiknum log7(22)

Notum reiknireglu sex og setjum b=10, stingum stærðinni log(22)/log(7) inn í vasareikninn og fáum

log7(22)=log(22)log(7)0,629532003

9.4.3. Náttúrulega veldisvísisfallið og nátturulegi logrinn

Náttúrulega veldisvísisfallið er skilgreint sem

f(x)=ex,

þar sem e2.71828182846... er óræð tala.

Skoðum graf fallsins

../_images/e.svg

Þá er andhverfa f(x)=ex skilgreind sem f1(x)=loge(x) og yfirleitt skrifað

f1(x)=ln(x).

Fallið ln(x) er kallað náttúrulegi logrinn en: natural logarithm
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
. Skoðum graf hans:

../_images/ln.svg

Sjáum hér að ln(x) er ex speglað um y=x.

../_images/lnoge.svg

Sömu reglur gilda um náttúrulega logrann og um aðra logra.

9.4.3.1. Lograreglur

Setning

Fyrir x,yR+ og rR gildir:

  1. ln(1)=0

  2. ln(xy)=ln(x)+ln(y)

  3. ln(x/y)=ln(x)ln(y)

  4. ln(xr)=rln(x)

9.4.4. Ræð föll

Ef r er fall sem tákna má með formúlu af gerðinni

r(x)=anxn+an1xn1+...+a1x+a0bmxm+bm1xn1+...+b1x+b0

þá segjum við að r rætt fall en: rational function
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
. Í þessari formúlu er n,mN, stuðlarnir en: coefficient, component, element, entry, member
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ai og bi eru rauntölur fyrir öll i og fremstu stuðlarnir mega ekki vera 0, það er an,bm0.

Þetta er bara önnur leið til að segja að fallið r kallist rætt fall ef til eru margliður p og q þannig að r=pq.

9.4.4.1. Myndrænt

Skoðum einföld ræð föll á forminu:

ax+bcx+d

Ef stuðlarnir a,b,c,ogd eru þekktir er fljótlegt að finna aðfellur en: asymptote
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
fallsins til þess að teikna grafið.

Lóðfellan verður í gegnum punktinn á x - ásnum sem er ekki í skilgreiningarmenginu, það er að segja þar sem deilt væri með núlli. Lóðfella ræðs falls á þessu formi er því línan

x=dc

Láfellan verður í gegnum punktinn á y - ásnum sem er ekki í myndmenginu, það er að segja gildið sem fallið getur aldrei tekið. Láfella ræðs falls á þessu formi er því línan

y=ac

Dæmi

Skoðum ræða fallið

f(x)=x2x+3

Hér er a=1,b=2,c=1 og d=3.

Þá eru aðfellurnar:

x=dc=31=3y=ac=11=1

Nú er lítið mál að sjá fyrir sér fallið:

../_images/adfellur.svg

9.4.5. Stofnbrotaliðun

Þegar við erum að vinna með ræð föll getur verið þægilegra að liða þau niður áður en unnið er með þau. Þegar margliðan í teljaranum hefur stigið 1 og margliðan í nefnaranum hefur stigið 2 er hægt að gera það svona:

ax+b(xα)(xβ)=A(xα)+B(xβ)þar semαβ,A=aα+bαβogB=aβ+bβα

Dæmi

Liðum

3x+2x2+3x4

í stofnbrot.

Lausn:

Þáttum nefnarann x2+3x4 og fáum (x+4)(x1). Hér er a=3, b=2, α=4 og β=1.

Reiknum fastana A og B :

A=aα+bαβ=3(4)+241=12+25A=2B=aβ+bβα=3+21+4=55B=1

Því er hægt að skrifa:

3x+2x2+3x4=2x+4+1x1

Athugum hvort þetta sé rétt með því að leggja brotin saman:

2x+4+1x1=2(x1)(x+4)(x1)+1(x+4)(x1)(x+4)=2x2+x+4(x+4)(x1)=3x+2x2+3x4

Látum p og q vera margliður og látum r=pq vera rætt fall. Ef margliðurnar p og q eru af háum stigum getur ræða fallið r oft verið erfitt viðureignar. Þá er gagnlegt að geta skrifað r sem summu af einfaldari ræðum föllum. Eftirfarandi regla getur þá stundum verið gagnleg:

9.4.5.1. Regla

Setning

Látum p og q vera margliður af stigi n og m.

Gerum ráð fyrir að margliðan q hafi m ólíkar rætur a1,a2,...,am.

Þá er til margliða s og fastar b1,b2,...,bm þannig að

p(x)q(x)=s(x)+b1xa1+b2xa2+...+bmxam.

Þegar þessari reglu er beitt þá segjumst við vera að stofnbrotaliða ræða fallið pq.


Stofnbrotaliðum ræða fallið pq þar sem p og q eru margliður og

q(x)=cmxm+...+c1x+c0

er af stigi m.

  1. Finnum allar núllstöðvar margliðunnar q. Ef margliðan hefur færri en m núllstöðvar hættum við hér, því þá virkar þessi aðferð ekki. Ef m ólíkar núllstöðvar finnast köllum við þær a1,a2,...,am.

  2. Deilum margliðunni q upp í margliðuna p með afgangi til þess að finna margliður s og p1 sem eru þannig að stig p1 er minna en stig q og p=sq+p1. Þá má skrifa:

p(x)q(x)=s(x)+p1(x)q(x)
  1. Skilgreinum nýja margliðu q með því að setja

q(x)=mcmxm1+(m1)cm1xm2+...+2c2x+1c1
  1. Reiknum út stuðlana b1,b2,...,bm með formúlunni

bi=p1(ai)q(ai)fyrir öll i
  1. Nú má skrifa

p(x)q(x)=s(x)+b1xa1+b2xa2+...+bmxam

Athugasemd

Þeir sem eru komnir aðeins lengra í stærðfræði og þekkja diffrun munu taka eftir að í aðferðinni að ofan þá er nýja margliðan q afleiðan af margliðunni q.

Dæmi

Stofnbrotaliðið ræða fallið

x42x3+2x2x2.

Hér er p(x)=x42 og q(x)=x3+2x2x2.

  1. Finnum núllstöðvar q. p/q-aðferðin sem lýst var í fyrri kafla segir okkur að við eigum að prófa hvort tölurnar 1,1,2 eða 2 séu núllstöðvar margliðunnar q:

q(1)=0,q(1)=0,q(2)=0,q(2)=12.

Hér fundum við þrjár mismunandi núllstöðvar, q hefur stig 3 svo við getum haldið áfram. Við setjum a1=1,a2=1oga3=2.

  1. Deilum q uppí p með afgangi:

../_images/rflongdiv.svg

Samkvæmt þessu getum við skrifað

p(x)=(x2)q(x)+(5x26)

Við setjum p1(x)=5x26 og s(x)=x2.

  1. Skilgreinum margliðuna

q(x)=3x31+22x211x11=3x2+4x1
  1. Reiknum út:

b1=p1(a1)q(a1)=p1(1)q(1)=5(1)263(1)2+4(1)1=12=12b2=p1(a2)q(a2)=16b3=p1(a3)q(a3)=143

Þá er b1=12,b2=16ogb3=143.

  1. Lausnin okkar er þess vegna:

x42x3+2x2x2=x2+1/2x+1+1/6x1+14/3x+2=x2+12(x+1)16(x1)+143(x+2).

9.5. Ummyndanir

Það er mjög mikilvægt að geta teiknað föll og séð þau fyrir sér, meðal annars að geta séð fyrir sér ummyndanir en: transformation, mapping, record, transform
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
.

9.5.1. Hliðrun

Færsla punktsins (x,y) yfir á punktinn (x+a,y+b) kalllast hliðrun en: translation
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
um vigurinn (ab).

Hliðrunarvigurinn (ab) færir feril fallsins f(x) yfir í feril fallsins

g(x)=f(xa)+b.

Dæmi

Hliðrum f(x)=x2 um (21)

Þessi hliðrun þýðir að hver punktur ferilsins færist um 2 til hægri á x-ásnum og 1 upp á y-ásnum. Þá er nýja hliðraða fallið:

g(x)=f(xa)+b,=f(x2)+1,=(x2)2+1.
../_images/hlidrun1.svg

Sjáum g(x)=(x2)2+1 er í rauðu og hefur hliðrast upp til hægri. Punkturinn (2,4) færist í (2+2,4+1)=(0,5).

Dæmi

Hliðrum f(x)=sin(x) um (π20). Fáum

g(x)=f(xa)+b,=f(x(π2))+0,=sin(x+π2),=cos(x).
../_images/hlidrun2.svg

Hér erum við búin að hliðra sínus um π2 eftir x-ás og þá fáum við kósínus! Sjá kafla 7 um hornaföll.

9.5.2. Speglun

Speglun um x -ás

Þegar falli f(x) er speglað um x-ás fæst fallið g(x)=f(x). Tökum sem dæmi f(x)=x2, þá er speglunin g(x)=f(x)=x2.

../_images/speglunx.svg

Speglun um y -ás

Þegar falli f(x) er speglað um y-ás fæst fallið h(x)=f(x). Tökum sem dæmi f(x)=x2x+3+2, þá er speglunin h(x)=f(x)=(x)2(x)+3+2.

../_images/spegluny.svg

Hér sjáum við líka lóðfellurnar sem speglast um y-ás.

9.5.3. Stríkkun

9.5.3.1. Lóðrétt

Við getum ummyndað fall f(x) með því að margfalda það með jákvæðum fasta og þá kallast það stríkkun. Tökum sem dæmi af(x).

  • Ef 0<a<1 þá köllum við stríkkuninna herpingu.

  • Ef 1<a þá er það stríkkun.

Skoðum áhrifin á fleyboga:

../_images/strikkun.svg

9.5.3.2. Lárétt

Við getum líka ummyndað fall f(x) lárétt með því að margfalda það með jákvæðum fasta f(ax).

  • Ef 0<a<1 þá erum við að tala um herpingu.

  • Ef 1<a þá er það stríkkun.

Athugasemd

Takið eftir að ummyndanir eru varpanir af vörpunum, þ.e.a.s. samskeyting falla. Til dæmis ef við viljum hliðra fallinu f(x)=x2 upp um 2 og stríkkum um helming þá er