8. Vigrar

8.1. Skilgreining

Vigrar en: vector
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
er stærðfræðilegt hugtak fyrir stærð sem hefur bæði lengd og stefnu. Þeir eru jafnan teiknaðir sem örvar í hnitakerfi og lýst með hnitum. Hnit vigurs eru venjulegar tölur, líka kallaðar skalarstærðir en: scalar
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
, og lýsa staðsetningu endapunkts miðað við upphafspunkt. Hvert hnit er tengt einum ás í hnitakerfinu sem notað er og stærð hnitsins (tölunnar) lýsir lengd vigursins í þá átt.

Vigrar eru oftast táknaðir með striki eða ör fyrir ofan bókstafinn, ¯a , a , en sumir setja strikið undir, a_ . Í kennslubókum eru vigrar stundum feitletraðir: \boldsymbol{a}.

Lengd vigra er táknuð með lóðréttum strikum, algildismerkjum, |\overline{a}| , eða einfaldlega bókstafnum án yfirstriksins, a . Þegar vísað er í lengd vigurs eftir einhverjum ás, þátt en: component, connected component, factor, maximal connected subgraph
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
hans, er það sýnt með því að merkja með heiti ássins í lágvísi en: subscript, lower index
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
; a_x er lengd vigursins \overline{a} í stefnu x - áss. Þættir vigra eru ekki vigrar sjálfir, heldur tölur.

../_images/vigur.svg

Yfirleitt er notað rétthyrnt hnitakerfi (einnig nefnt kartesískt en: cartesian plane
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
). Vigurinn á myndinni hefur lengd 4 eftir x-ásnum og 3 eftir y-ásnum, svo hnit hans eru:

\begin{split}\overline{a} = (a_x,a_y) = (4,3) = \begin{pmatrix} 4 \\ 3 \end{pmatrix}\end{split}

Lengd vigursins sjálfs er reiknuð með jöfnu Pýþagórasar, |\overline{a}| = a = \sqrt{a_x^2 + a_y^2} . Vigurinn á myndinni hefur því lengdina a = \sqrt{4^2 + 3^2} = 5 .

Athugasemd

Stærð og stefna vigurs er óháð því hvar í hnitakerfinu hann er.

Algengt er að láta vigra liggja frá upphafspunkti hnitakerfisins (stöðu- eða staðarvigur) en það er hægt að reikna vigra á milli gefinna upphafs- og endapunkta. Vigurinn frá punktinum A=(x_1,y_1) til punktsins B=(x_2,y_2) er

\begin{split}\overline{AB} = (x_2-x_1,y_2-y_1) = \begin{pmatrix} x_2-x_1 \\ y_2-y_1 \end{pmatrix}\end{split}

Dæmi

Reiknið vigurinn frá punktinum A=(-1,7) til punktsins B=(5,2) .

Stundum er talað um að vigur hafi hallatölu en: slope
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
: h=\frac{a_y}{a_x} , ef a_x\neq 0 . Tveir vigrar eru samsíða en: parallel
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef þeir hafa sömu hallatölu.

Dæmi

Finnið vigur sem er samsíða \overline{a}=(-1,6) og hefur lengdina 9.

8.2. Að liða vigra

Vigra er líka hægt að tákna með lengd og stefnuhorni. Hornið \theta er skilgreint frá jákvæðum x-ás og að vigrinum. Með þessum upplýsingum er hægt að liða vigurinn eftir x- og y-ás með því að nota hornaföll.

Þættir vigursins eru föll af stefnuhorninu sem er oft merkt \theta eða \phi :

\begin{split}a_x = a\cos(\theta) \\ a_y = a\sin(\theta)\end{split}

þar sem a=|\overline{a}|.

Stefnuhorn vigurs \overline{a} = (a_x,a_y) má því reikna:

\frac{a_y}{a_x} = \frac{a\sin(\theta)}{a\cos(\theta)} = \tan(\theta)
../_images/mynd-vigur.svg

8.3. Einingarvigrar

Einingarvigrar eru vigrar sem hafa lengdina 1. Vigrarnir

\begin{split}\begin{aligned} \hat{\imath} &= \begin{pmatrix} 1 \\0 \\0 \end{pmatrix} \\ \hat{\jmath} &= \begin{pmatrix} 0 \\1 \\0 \end{pmatrix} \\ \hat{k} &= \begin{pmatrix} 0\\0 \\1 \end{pmatrix} \\ \end{aligned}\end{split}

liggja samsíða x - , y - og z - ásunum í rétthyrndu hnitakerfi . Þeir eru líka táknaðir:

\begin{gather} \hat{e}_x, \quad \hat{e}_y, \quad \hat{e}_z \end{gather}
../_images/einingarvigrar.svg

Einingarvigrarnir \hat{e}_x, \hat{e}_y og \hat{e}_z eru línulega óháðir en: linearly independent
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
, sem þýðir að engan þeirra er hægt að mynda úr hinum tveimur með samlagningu þeirra eða margföldun með tölu. Hvernig sem þú teygir á og raðar saman \hat{\imath} og \hat{\jmath} færðu aldrei út \hat{k} . Þessi eiginleiki kemur til vegna þess að einingarvigrarnir eru allir hornréttir á hvorn annan.

Alla vigra má skrifa sem skalarstærðir margfaldaðar við einingarvigrana:

\overline{a} = (a_x, \; a_y, \; a_z ) = a_x \hat{\imath} + a_y \hat{\jmath} + a_z \hat{k}

8.4. Samlagning vigra

Þegar vigrar eru lagðir saman eru hnit eftir hverjum ás fyrir sig lögð saman. Summa tveggja vigra \overline{a} = (a_x,a_y) og \overline{b} = (b_x,b_y) er:

\begin{split}\overline{c} = \overline{a} + \overline{b} = (a_x + b_x, a_y +b_y) = \begin{pmatrix} a_x+b_x \\ a_y+b_y \end{pmatrix}\end{split}

Dæmi

Leggjið saman vigrana \overline{a}=(4,3) og \overline{b}=(1,3) .

Myndrænt má ímynda sér að upphafspunktur seinni vigursins sé settur í endapunkt fyrri vigursins, og summa þeirra er frá upphafspunkti fyrri vigursins til endapunkts þess seinni.

../_images/vigrasamlagning.svg

Athugasemd

Þó að \overline{c} = \overline{a} + \overline{b} þýðir það ekkic = a + b.

Í dæminu hér á undan er til dæmis

\begin{split}c = |\overline{c}| = \sqrt{5^2+6^2} \approx 7,8 \\ a + b = \sqrt{4^2+3^2} + \sqrt{1^2+3^2} \approx 8,2\end{split}

Um samlagningu vigra gilda eftirfarandi reglur:

\begin{split}\begin{aligned} \overline{a} +\overline{b} &= \overline{b} + \overline{a} & \text{Víxlregla}\\ (\overline{a}+\overline{b})+\overline{c} &= \overline{a} + (\overline{b}+\overline{c}) & \text{Tengiregla} \end{aligned}\end{split}

Dæmi

Gefnir eru þrír punktar:

\begin{split}\begin{aligned} A&=(x_1,y_1)=(1,2) \\ B&=(x_2,y_2)=(4,5) \\ C&=(x_3,y_3)=(3,-1) \end{aligned}\end{split}

Reiknið vigrana \overline{AB}, \overline{AC} \text{ og } \overline{BC} .

Af þessu dæmi má sjá innskotsregluna :

\overline{AC} = \overline{AB} + \overline{BC}

8.5. Margföldun vigra

Þegar vigur \overline{v} er margfaldaður með tölu s er hver þáttur vigursins margfaldaður með tölunni:

\begin{split}\begin{aligned} s\cdot\overline{v} &= s\cdot(v_x, v_y, v_z) \\ &= (s \cdot v_x, s \cdot v_y, s \cdot v_z) \end{aligned}\end{split}

Margfeldi vigra er tvenns konar, innfeldi (punktfeldi) en: dot product, euclidean inner product, hermitian inner product, inner product, scalar product
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
, og krossfeldi en: cross product, alternating product, exterior product, Grassmann product, outer product, skew product, vector product, wedge product
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
.


Innfeldi tveggja vigra er táknað með punkti og útkoman er tala: \overline{a} \cdot \overline{b} . Ef þættir vigranna eru þekktir er innfeldið:

\overline{a} \cdot \overline{b} = a_x b_x + a_y b_y

Dæmi

Reikið innfeldi vigranna \overline{a}=(7,8) og \overline{b}=(-1,3) .

Ef vigrarnir eru gefnir með lengd og stefnuhorni er innfeldið:

\overline{a} \cdot \overline{b} = a b \cos{\phi}

þar sem \phi er hornið milli \overline{a} og \overline{b} þegar þeir hafa sama upphafspunkt.

Aðvörun

Tveir vigrar eru hornréttir ef innfeldi þeirra er núll.

Dæmi

Reiknið hornið \phi á milli vigranna \overline{a}=(2,4) og \overline{b}=(4,2) :

../_images/innfeldi.svg

Krossfeldi tveggja vigra er táknað með krossi og útkoman er nýr vigur: \overline{c} = \overline{a} \times \overline{b} . Krossfeldi en: cross product, alternating product, exterior product, Grassmann product, outer product, skew product, vector product, wedge product
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
eru reiknuð með þáttum vigranna, það er vigrum gefnum á forminu \overline{a} = a_x \hat{\imath} + a_y \hat{\jmath} + a_z \hat{k} .

\begin{split}\begin{aligned} \overline{a} \times \overline{b} &= (a_x \hat{\imath} + a_y \hat{\jmath} + a_z \hat{k}) \times (b_x \hat{\imath} + b_y \hat{\jmath} + b_z \hat{k}) \\ &= (a_y b_z - a_z b_y)\hat{\imath} + (a_z b_x - a_x b_z)\hat{\jmath} + (a_x b_y - a_y b_x)\hat{k} \\ \end{aligned}\end{split}
../_images/krossfeldi.svg

Útkoma krossfeldisins er vigur sem er hornréttur á bæði a og b. Til að ákvarða sefnu vigursins getum við notað hægri handar regluna.

../_images/hhr.svg

Lengd krossfeldis \overline{a} \text{ og } \overline{b} má reikna úr frá lengdum vigranna og horninu á milli þeirra.

|\overline{a} \times \overline{b}| = |\overline{a}| |\overline{b}| \sin(\phi)

Athugasemd

Þegar krossfeldi er reiknað skiptir máli hvor vigurinn er á undan!

\overline{a} \times \overline{b} = - \overline{b} \times \overline{a}

Dæmi

Reiknum krossfeldi vigranna \overline{a}=(1,2,3) og \overline{b}=(4,5,6).

8.6. Flatarmyndir

Ef hliðar þríhyrnings eru gefnar með vigrunum \overline{a} og \overline{b} er hægt að reikna hornið \theta . Flatarmálið er þá F=\frac{1}{2}|\overline{a}| \cdot |\overline{b}| \cdot \sin(\theta) .

../_images/fl_thri2.svg

Ef hliðar samsíðungs eru gefnar með vigrunum \overline{a} og \overline{b} er hægt að reikna hornið \theta . Flatarmálið er þá F=|\overline{a}| \cdot |\overline{b}| \cdot \sin(\theta) og ummálið er U=2|\overline{a}|+2|\overline{b}| .

../_images/fl_sams2.svg