8. Vigrar
8.1. Skilgreining
Vigrar
en: vector
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Vigrar eru oftast táknaðir með striki eða ör fyrir ofan bókstafinn, \(\overline{a}\) , \(\vec{a}\) , en sumir setja strikið undir, \(\underline{a}\) . Í kennslubókum eru vigrar stundum feitletraðir: \(\boldsymbol{a}\).
Lengd vigra er táknuð með lóðréttum strikum, algildismerkjum, \(|\overline{a}|\) , eða einfaldlega bókstafnum án yfirstriksins, \(a\) .
Þegar vísað er í lengd vigurs eftir einhverjum ás,
þátt
en: component, connected component, factor, maximal connected subgraph
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Yfirleitt er notað rétthyrnt hnitakerfi (einnig nefnt
kartesískt
en: cartesian plane
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Lengd vigursins sjálfs er reiknuð með jöfnu Pýþagórasar, \(|\overline{a}| = a = \sqrt{a_x^2 + a_y^2}\) . Vigurinn á myndinni hefur því lengdina \(a = \sqrt{4^2 + 3^2} = 5\) .
Athugasemd
Stærð og stefna vigurs er óháð því hvar í hnitakerfinu hann er.
Algengt er að láta vigra liggja frá upphafspunkti hnitakerfisins (stöðu- eða staðarvigur) en það er hægt að reikna vigra á milli gefinna upphafs- og endapunkta. Vigurinn frá punktinum \(A=(x_1,y_1)\) til punktsins \(B=(x_2,y_2)\) er
Dæmi
Reiknið vigurinn frá punktinum \(A=(-1,7)\) til punktsins \(B=(5,2)\) .
Lausn
\[\begin{split}\begin{aligned} \overline{AB} &= \begin{pmatrix} x_2-x_1 \\ y_2-y_1 \end{pmatrix}\\ &= \begin{pmatrix} 5-(-1) \\ 2-7 \end{pmatrix} \\ &= \begin{pmatrix} 6 \\ -5 \end{pmatrix} \end{aligned}\end{split}\]
Vigurinn \(\begin{pmatrix} 6 \\ -5 \end{pmatrix}\) er sá sami, hvort sem hann liggur á milli \(A\) og \(B\) eða frá upphafspunktinum til punktsins \((6,-5)\) .
Stundum er talað um að vigur hafi
hallatölu
en: slope
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Dæmi
Finnið vigur sem er samsíða \(\overline{a}=(-1,6)\) og hefur lengdina 9.
Lausn
Hallatala \(\overline{a}\) er \(h_{\bar{a}}=\frac{a_y}{a_x}=\frac{6}{-1}=-6\) . Þá vitum við að vigurinn sem við leitum að, \(b\) , uppfyllir það sama:
sem er jafngilt því að \(b_y=-6b_x\) .
Skilyrðið að \(\overline{b}\) þurfi að hafa lengdina 9 gefur að:
Setjum \(b_y=-6b_x\) inn og fáum:
Vigur sem er samsíða \(\overline{a}=(-1,6)\) og hefur lengdina 9 er því
8.2. Að liða vigra
Vigra er líka hægt að tákna með lengd og stefnuhorni. Hornið \(\theta\) er skilgreint frá jákvæðum x-ás og að vigrinum. Með þessum upplýsingum er hægt að liða vigurinn eftir x- og y-ás með því að nota hornaföll.
Þættir vigursins eru föll af stefnuhorninu sem er oft merkt \(\theta\) eða \(\phi\) :
þar sem \(a=|\overline{a}|\).
Stefnuhorn vigurs \(\overline{a} = (a_x,a_y)\) má því reikna:
8.3. Einingarvigrar
Einingarvigrar eru vigrar sem hafa lengdina 1. Vigrarnir
liggja samsíða \(x\) - , \(y\) - og \(z\) - ásunum í rétthyrndu hnitakerfi . Þeir eru líka táknaðir:
Einingarvigrarnir \(\hat{e}_x, \hat{e}_y\) og \(\hat{e}_z\) eru
línulega óháðir
en: linearly independent
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Alla vigra má skrifa sem skalarstærðir margfaldaðar við einingarvigrana:
8.4. Samlagning vigra
Þegar vigrar eru lagðir saman eru hnit eftir hverjum ás fyrir sig lögð saman. Summa tveggja vigra \(\overline{a} = (a_x,a_y)\) og \(\overline{b} = (b_x,b_y)\) er:
Dæmi
Leggjið saman vigrana \(\overline{a}=(4,3)\) og \(\overline{b}=(1,3)\) .
Lausn
Myndrænt má ímynda sér að upphafspunktur seinni vigursins sé settur í endapunkt fyrri vigursins, og summa þeirra er frá upphafspunkti fyrri vigursins til endapunkts þess seinni.
Athugasemd
Þó að \(\overline{c} = \overline{a} + \overline{b}\) þýðir það ekki að \(c = a + b\).
Í dæminu hér á undan er til dæmis
Um samlagningu vigra gilda eftirfarandi reglur:
Dæmi
Gefnir eru þrír punktar:
Reiknið vigrana \(\overline{AB}, \overline{AC} \text{ og } \overline{BC}\) .
Lausn
Fáum:
Hér eru punktarnir teiknaðir inn ásamt vigrunum \(\overline{AB}, \overline{AC} \text{ og } \overline{BC}\) .
Af þessu dæmi má sjá innskotsregluna :
8.5. Margföldun vigra
Þegar vigur \(\overline{v}\) er margfaldaður með tölu \(s\) er hver þáttur vigursins margfaldaður með tölunni:
Margfeldi vigra er tvenns konar,
innfeldi (punktfeldi)
en: dot product, euclidean inner product, hermitian inner product, inner product, scalar product
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Innfeldi tveggja vigra er táknað með punkti og útkoman er tala: \(\overline{a} \cdot \overline{b}\) . Ef þættir vigranna eru þekktir er innfeldið:
Dæmi
Reikið innfeldi vigranna \(\overline{a}=(7,8)\) og \(\overline{b}=(-1,3)\) .
Lausn
Fáum:
Ef vigrarnir eru gefnir með lengd og stefnuhorni er innfeldið:
þar sem \(\phi\) er hornið milli \(\overline{a}\) og \(\overline{b}\) þegar þeir hafa sama upphafspunkt.
Aðvörun
Tveir vigrar eru hornréttir ef innfeldi þeirra er núll.
Dæmi
Reiknið hornið \(\phi\) á milli vigranna \(\overline{a}=(2,4)\) og \(\overline{b}=(4,2)\) :
Lausn
Við vitum að \(\overline{a} \cdot \overline{b} = a b \cos{\phi}\) , þar sem \(a\) og \(b\) eru lengdir vigranna. Lengdirnar eru:
Reiknum innfeldi vigranna:
Því er
Krossfeldi tveggja vigra er táknað með krossi og útkoman er nýr vigur: \(\overline{c} = \overline{a} \times \overline{b}\) .
Krossfeldi
en: cross product, alternating product, exterior product, Grassmann product, outer product, skew product, vector product, wedge product
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Útkoma krossfeldisins er vigur sem er hornréttur á bæði \(a\) og \(b\). Til að ákvarða sefnu vigursins getum við notað hægri handar regluna.
Lengd krossfeldis \(\overline{a} \text{ og } \overline{b}\) má reikna úr frá lengdum vigranna og horninu á milli þeirra.
Athugasemd
Þegar krossfeldi er reiknað skiptir máli hvor vigurinn er á undan!
Dæmi
Reiknum krossfeldi vigranna \(\overline{a}=(1,2,3)\) og \(\overline{b}=(4,5,6)\).
Lausn
Fáum:
8.6. Flatarmyndir
Ef hliðar þríhyrnings eru gefnar með vigrunum \(\overline{a}\) og \(\overline{b}\) er hægt að reikna hornið \(\theta\) . Flatarmálið er þá \(F=\frac{1}{2}|\overline{a}| \cdot |\overline{b}| \cdot \sin(\theta)\) .
Ef hliðar samsíðungs eru gefnar með vigrunum \(\overline{a}\) og \(\overline{b}\) er hægt að reikna hornið \(\theta\) . Flatarmálið er þá \(F=|\overline{a}| \cdot |\overline{b}| \cdot \sin(\theta)\) og ummálið er \(U=2|\overline{a}|+2|\overline{b}|\) .