2. Undirbúningur

2.1. Anaconda

Fyrsta verk er að setja upp Conda sem er pakkastjóri fyrir Python og fleiri forritunarmál. Hentugast er að gera það með því að setja upp Anaconda eða Miniconda. Miniconda er minni og dugar fínt hér. En fyrir þau sem ætla að nota Python í vísindalega útreikninga þá er Anaconda hugsanlega álitlegra, sjá Anaconda vs. Miniconda.

Hægt er að hlaða þeim niður hér:

2.1.1. Pakkastjórar

Einnig er mögulegt að nota pakkastjóra til að setja upp Miniconda/Anaconda.

Á Windows er hægt að nota Winget, þ.e. opna skjhermi (terminal) og skrifa

winget install --id=Anaconda.Miniconda3  -e

eða

winget install -e --id Anaconda.Anaconda3

Sambærilegar skipanir eru til í flestum Linux-útgáfum.

2.2. Ritill

Við þurfum einhvern góðan textaritil, t.d. Visual Studio Code. En einnig má nota Vim, Nvim, Emacs, Sublime o.s.frv.

2.3. Git

Næsta mál er að setja upp Git. Það má gera það hvort sem er með því að hlaða forritinu niður hér, https://git-scm.com/download/win, eða með því að nota pakkastjóra

winget install -e --id Git.Git

Sambærilegar skipanir eru til í flestum Linux-útgáfum:

apt-get install git

og þeir sem nota Homebrew á MacOS keyra:

brew install git

2.4. Edbook hlaðið niður

Nú þarf að hlaða niður öllum skránum frá https://github.com/edbook/haskoli-islands og er það gert með Git. Í VSCode er smellt á Git-merkið vinstra megin og valið Clone repository. Þá er slegið inn https://github.com/edbook/haskoli-islands, ýtt á Enter, valin mappa þar sem geyma á skrárnar og smellt á Ok. Þegar búið er að hlaða þeim niður þá er smellt á Open.

Athugasemd

Í VSCode er hægt að opna heila möppu í einu og flakka á milli skráa með valmyndinni vinstra megin. Það er ráðlegt að gera þetta frekar en að opna stakar skrár, þ.e. fara í File->Open Folder og opna haskoli-islands-möppuna.

../_images/vscode-git.png

2.5. Conda-umhverfi sett upp

Næst er að setja upp Conda-umhverfið sem inniheldur allt sem þarf til að þýða (compile) nóturnar. Í VSCode er smellt á Terminal og svo New Terminal. Þá birtist skjáhermir niðri þar sem við keyrum

conda env create -f environment.yml

Þetta tekur smástund því Conda er að ná í alla pakkana sem til þarf.

Næst þarf að virkja umhverfið með

conda activate edbook

Athugasemd

Það ætti að standa (edbook) fremst í skipanalínunni

2.6. Stillingar fyrir nýtt verkefni

Smellið á projects og veljið möppuna með nýja verkefninu og smellið þar á conf.py. Þar þarf að breyta línum 9, 10, 11 og 12. Að öðru leyti ætti ekki að þurfa að breyta þessari skrá.

Línurnar sem þarf að breyta

 8#################### PROJECT ######################
 9project = "Sniðmát fyrir Edbook (TMP001G)"
10projectid = "tmp001g"
11copyright = "2023, Jónmundur Gunnuson"
12author = "Jónmundur Gunnuson <asdf@hi.is>"
13year = str(datetime.datetime.now().year)
14version = year  # The short X.Y version.
15release = year  # The full version, including alpha/beta/rc tags.
16###################################################