7. Jaðargildisverkefni
The pen is mightier than the sword if the sword is very short, and the pen is very sharp. – Terry Pratchett
7.1. Inngangur
7.1.1. Jaðargildisverkefni
Við ætlum að finna nálgunarlausnir á verkefnum af gerðinni
Lausn á verkefninu er þá fall \(y(x):[a,b]\to \mathbb R\) sem er þannig að \(y\) uppfyllir
afleiðujöfnuna \(y''(x) = f(x,y(x),y'(x))\),
jaðarskilyrðin \(\alpha_1y(a)+\alpha_2 y'(a)=\alpha_3\) í \(x=a\) og
jaðarskilyrðin \(\beta_1 y(b)+\beta_2y'(b)=\beta_3\) í \(x=b\).
Afleiðujafnan er sögð vera línuleg ef \(f\) er á forminu
7.1.2. Þrjár tegundir jaðarskilyrða
Venjulega eru jaðarskilyrðin flokkuð í þrjá flokka.
Dirichlet-jaðarskilyrði: (Fallsjaðarskilyrði:) |
\(y(a)=\alpha\), \(y(b)=\beta\) |
|
Neumann-jaðarskilyrði: (Afleiðujaðarskilyrði:) (Flæðisjaðarskilyrði:) |
\(y'(a)=\alpha\), \(y'(b)=\beta\) |
|
Robin-jaðarskilyrði: (Blandað jaðarskilyrði:) |
\(\alpha_1y(a)+\alpha_2 y'(a)=\alpha_3\) \(\beta_1 y(b)+\beta_2y'(b)=\beta_3\) \((\alpha_1,\alpha_2)\neq (0,0)\) |
|
Athugasemd
Athugið að Robin jaðarskilyrði með \(\alpha_2=0\) (eða \(\beta_2=0\)) er Dirichlet skilyrði með \(\alpha=\alpha_3/\alpha_1\) (eða \(\beta=\beta_3/\beta_1\)).
Athugið að Robin jaðarskilyrði með \(\alpha_1=0\) (eða \(\beta_1=0\)) er Neumann skilyrði með \(\alpha=\alpha_3/\alpha_2\) (eða \(\beta=\beta_3/\beta_2\)).
7.2. Dirichlet-jaðarskilyrði
7.2.1. Skiptipunktar
Gefum okkur jafna skiptingu á bilinu \([a,b]\), \(x_j=a+hj\), \(j=0,\ldots,N\) þar sem \(h=(b-a)/N\). Þá er
Við nefnum \(x_j\) skiptipunkta skiptingarinnar.
Punktarnir \(a=x_0\) og \(b=x_N\) nefnast endapunktar skiptingarinnar og \(x_j\), með \(j=1,\dots,N-1\), nefnast innri punktar skiptingarinnar.
Við ætlum aðeins að nálga lausnir á línulegum jöfnum
Við munum reiknum út nálgun á réttu lausninni \(y(x)\) í skiptipunktunum \(x_j\). Rétta gildið í punktinum \(x_j\) táknum við með \(y_j\) og nálgunargildið með \(w_j\),
Eins skrifum við
Aðvörun
Ólíkt upphafsgildisverkefnunum í kaflanum á undan þá táknum við breytuna hér með \(x\) og fallgildið með \(y\). Þetta er eðlilegur ritháttur hér því í jaðargildisverkefnum þá er \(y\) oftast fall af staðsetningu en ekki tíma, t.d. hiti í röri, sveigja burðarbita, o.s.fr.
7.2.2. Línulegar afleiðujöfnur
Nú leiðum við út nálgunarjöfnur, eina fyrir hvern innri skiptipunkt. Við byrjum á því að stinga punkti \(x_j\) inn í afleiðujöfnuna
Næst skiptum við afleiðunum \(y''\) og \(y'\) út fyrir miðsettan mismunakvóta fyrir aðra afleiðuna og miðsettan mismunakvóta fyrir fyrstu afleiðuna. Þá fæst
Nú fellum við niður leifaliðina og setjum nálgunargildin í stað réttu gildanna
Hér fáum við eina jöfnu fyrir sérhvern innri skiptipunkt \(j=1,\dots,N-1\).
7.2.3. Dirichlet-jaðarskilyrði
Við erum komin með \(N-1\) nálgunarjöfnu til þess að finna \(N+1\) nálgunargildi \(w_0,\dots,w_N\) fyrir \(y_0,\dots,y_N\).
Ef við erum að leysa línulegt jaðargildisverkefni með Dirichlet-jaðarskilyrðum,
þá fæst nálgunin með því að leysa línulega jöfnuhneppið
7.2.4. Jafngild framsetning á hneppinu
Við lítum aftur á línulegu nálgunarjöfnurnar
Margföldum alla liði með \(-h^2\) og röðum síðan óþekktu stærðunum vinstra mengin jafnaðarmerkisins. Þá fæst línulega jöfnuhneppið
fyrir \(j=1,2,3,\dots,N-1\).
7.2.5. Línulega jöfnuhneppið á fylkjaformi
Nú er hægt að skrifa jöfnuhneppið á fylkjaformi
Hér er
þar sem stuðlarnir \(l_j\), \(d_j\) og \(u_j\) eru gefnir með
og vigrarnir eru
Við þekkjum allar tölurnar í \(A\) og \(\bf b\), þannig að við getum leyst jöfnuhneppið og með því fundið nálgunargildin \(\bf w\).
7.3. Neumann og Robin -jaðarskilyrði
7.3.1. Felugildi
Við skulum gera ráð fyrir að rétta lausnin \(y(x)\) uppfylli blandað jaðarskilyrði í \(x=a\),
Til þess að líkja eftir afleiðujöfnunni í punktinum \(x=a\) þá hugsum við okkur að við bætum við einum skiptipunkti \(x_{-1}=a-h\) og látum \(w_f\) tákna ímyndað gildi lausnarinnar í \(x_{-1}\).
Svona punktur \(x_{-1}\) utan við skiptinguna er kallaður felupunktur við skiptinguna og ímyndað gildi \(w_f\) í felupunkti er kallað felugildi.
Takið eftir því að lausnin er ekki til í felupunktinum, en við reiknum eins og \(w_f\) sé gildi hennar þar.
Mismunajafnan sem líkir eftir afleiðujöfnunni í punktinum \(x_0\) er
Mismunajafnan sem líkir eftir jaðarskilyrðinu er
7.3.2. Jafna fyrir felugildið
Jafnan sem líkir eftir jaðarskilyrðinu er:
Út úr henni leysum við
Við stingum síðan þessu gildi inn í jöfnuna sem líkir eftir afleiðujöfnunni
Út fæst fyrsta jafna hneppisins
Með því að innleiða felupunkt \(x_{N+1}=b+h\) hægra megin við skiptinguna, tilsvarandi felugildi \(w_f\) og leysa saman tvær jöfnur þá fáum við síðustu jöfnu hneppisins
Við erum því aftur komin með \((N+1)\times (N+1)\)-jöfnuhneppi.
7.3.3. Hneppið á fylkjaformi
Þar sem stuðlarnir \(l_j\), \(d_j\) og \(u_j\) fyrir \(j=1,2,3\dots,N-1\) eru þeir sömu og áður.
7.3.4. Fyrsta og síðasta lína hneppisins
7.3.5. Hægri hlið hneppisins
7.3.6. Samantekt
Gildi lausnarinnar \(y(x)\) á línulega jaðargildisverkefninu
í punktunum \(x_j=a+jh\), þar sem \(h=(b-a)/N\) og \(j=0,\dots,N\), eru nálguð með
Dálkvigurinn
er lausn á línulegu jöfnuhneppi \(A{\mbox{${\bf w}$}}={\mbox{${\bf b}$}}\).
Stuðlum \((N+1)\times(N+1)\) fylkisins \(A\) og \((N+1)\)-dálkvigursins \({\mbox{${\bf b}$}}\) hefur verið lýst hér að framan.