5. Töluleg heildun
So much universe, and so little time. – Terry Pratchett
Gerum ráð fyrir að \(x_0,x_1, \ldots, x_n\) séu punktar á bilinu \([a,b]\) og að við þekkjum gildi \(f\) í þessum punktum. Þá getum við fundið brúunarmargliðuna \(p_n\) gegnum punktana \((x_k,f(x_k))\) og skrifað
þar sem skekkjan \(r_n\) er gefin með
Nú er auðvelt að reikna heildi margliða, svo við nálgum heildi \(f\) með
og skekkjan í þessari nálgun er gefin með
Þessi aðferð er kölluð Newton-Cotes-heildun.
5.1. Aðferðirnar
5.1.1. Newton-Cotes heildun
Hugsum okkur að brúunarpunktarnir \(x_0, \ldots, x_n\) séu ólíkir. Þá getum við skrifað \(p_n\) með Lagrange-margliðum
og þá er heildi \(p_n\) jafnt
Athugið að gildi \(A_k\) veltur aðeins á brúunarpunktunum \(x_0, \ldots, x_n\) en ekki gildum \(f(x_k)\). Ef það á að heilda mörg föll yfir sama bil er því hægt að reikna gildi \(A_k\) í eitt skipti fyrir öll og endurnýta þau svo.
5.1.2. Sýnidæmi
Metum heildi \(f(x) = e^{-x}\cos(x)\) og \(g(x) = \sin (\frac{x^2}{2})\) yfir bilið \([0,2]\) með að nota skiptipunktana \(x_0 = 0\), \(x_1 = 1\) og \(x_2 = 2\). Lagrange-margliðurnar sem við eiga eru
svo við fáum að
Nú eru stuðlarnir fundnir og því fáum við
og
Gildi heildanna eru \(\int\limits_0^2 f(x) dx \approx 0.58969\) og \(\int\limits_0^2 g(x) dx \approx 0.99762\) með 5 réttum aukastöfum svo nálgunargildin verða að teljast nokkuð góð miðað við hversu lítið fór í þau.
5.1.3. Trapisureglan
Nú ætlum við að leiða út formúlur fyrir helstu reglum fyrir nálgun á heildum. Sú fyrsta er trapisuregla.
Veljum \(x_0 = a\) og \(x_1 = b\) sem skiptipunktana okkar. Þá er graf \(p_1\) línustrikið gegnum \((a,f(a))\) og \((b,f(b))\),
og vigtirnar eru
svo
Trapisureglan er kölluð þessu nafni því með henni nálgum við heildi \(f\) með flatarmáli trapisunnar sem hefur hornpunktana \((a,0)\), \((b,0)\), \((b,f(b))\) og \((a,f(a))\).
5.1.4. Miðpunktsreglan
Enn einfaldari er miðpunktsreglan, þá veljum við aðeins einn skiptipunkt, \(x_0 = \frac{1}{2}(a+b)\), og brúunarmargliðan verður fastamargliðan \(p_0(x) = f(x_0)\). Þá er
5.1.5. Regla Simpsons
Nú veljum við þrjá skiptipunkta, \(x_0 = a\), \(x_1 = b\) og \(x_2 = \frac{1}{2}(a+b)\). Til einföldunar skulum við hliðra fallinu \(f\) um miðpunkt bilsins \(m=\tfrac{1}{2}(a+b)\).
Við skilgreinum \(\alpha=\tfrac 12(b-a)\) og \(g(x) = f\big(x+m\big)\)
Þá hliðrast \(a\), \(m\) og \(b\) yfir í \(-\alpha\), \(0\) og \(\alpha\) og
Lagrange margliðurnar og vigtirnar eru
Nálgunarformúlan verður þá
Ef við tökum brúunarmargliðu gegnum \(a\), \(b\) og \(\frac{1}{2}(a+b)\) með \(\frac{1}{2}(a+b)\) tvöfaldan þá fáum við 3. stigs brúunarmargliðu
Heildið yfir seinni liðinn hægra megin er 0 því margliðan \((x+a)(x-a)x\) er oddstæð, en heildið yfir fyrri liðinn er
Út kemur því Simpson-regla.
5.2. Samsettar útgáfur
Sometimes the truth is arrived at by adding all the little lies together and deducting them from the totality of what is known. – Terry Pratchett, Going Postal
5.2.1. Inngangur
Þar sem Newton-Cotes heildun notar brúunarmargliður fylgja henni nokkur vandamál.
Ef okkur finnst nákvæmnin í nálguninni vera of lítil getum við ekki búist við að hún batni við að fjölga skiptipunktum; þá hækkar stig margliðunnar líklega sem orsakar sveiflukenndari hegðun.
Eins er ekki gott að halda sig við margliður af lægra stigi; ef bilið sem á að heilda yfir er stórt væri mikil tilviljun að 1., 2. eða 3. stigs brúunarmargliða nálgaði fallið vel á öllu bilinu.
Lausnin á þessu vandamáli er í sama anda og fyrir splæsibrúun. Við veljum skiptingu
á bilinu \([a,b]\).
Um heildi gildir að
svo við getum nálgað heildi \(f\) á sérhverju litlu hlutbili \([x_{k-1},x_k]\) með að heilda brúunarmargliðu af lágu stigi og lagt öll gildin saman til að fá nálgun á heildi \(f\) yfir allt bilið.
Þegar ákveðin regla er notuð til að nálga heildi \(f\) á sérhverju hlutbili er þetta kölluð samsetta útgáfa reglunnar. Einfalt er að leiða út samsettar útgáfur reglanna að ofan.
5.2.2. Samsetta trapisureglan
Á sérhverju hlutbili er
svo
Ef öll hlutbilin eru jafn löng og \(h = x_k-x_{k-1}\), þá fæst
5.2.3. Samsetta miðpunktsreglan
Fljótséð er að
Ef öll hlutbilin eru jafn löng verður formúlan
5.2.4. Samsett regla Simpsons
Hér er venjan að velja \(2n+1\) jafndreifða skiptipunkta og fá \(n\) jafn stór hlutbil. Þá er \(h = \frac{b-a}{2n}\), \(x_k = a + kh\) fyrir \(k = 0,\ldots,2n\) og hlutbilin eru \([x_{2k-2},x_{2k}]\) fyrir \(k = 1, \ldots, n\).
Á hverju hlutbili er
svo að
5.3. Skekkjumat
5.3.1. Inngangur
Rifjum upp grunnhugmyndina að baki nálgunarformúlunum. Við veljum brúunarpunkta \(x_0, \ldots, x_n\) í \([a,b]\), látum \(p_n\) vera tilsvarandi brúunarmargliðu og skrifum
þar sem \(r_n(x) = f[x_0, \ldots , x_n, x](x-x_0) \cdots (x-x_n)\). Þá er nálgunin
með skekkjuna
Nú viljum við meta skekkjuheildið.
5.3.2. Meðalgildissetningin fyrir heildi
Við skekkjumatið í þessum kafla munum við þurfa að nota eftirafarandi setningu nokkrum sinnum.
Ef \(G:[a,b] \to {{\mathbb R}}\) er samfellt fall og \({\varphi}\) er heildanlegt fall sem skiptir ekki um formerki á bilinu \([a,b]\) þá er til tala \(\eta \in [a,b]\) þannig að
5.3.3. Trapisureglan
Við getum hliðrar sérhverju bili \([a,b]\) yfir í \([-\alpha,\alpha]\) þar sem \(\alpha = (b-a)/2\), því er nóg fyrir okkur að skoða samhverf bil af gerðinni \([-\alpha,\alpha]\). Þetta er það sama og við gerðum þegar regla Simpsons var leidd út.
Samkvæmt 3.7.7 þá er
Athugum að
skiptir ekki um formerki á bilinu \(]-\alpha, \alpha[\). Þá gefur meðalgildissetningin fyrir heildi að til er \(\eta \in [a,b]\) þannig að
Niðurstaða:
5.3.4. Samsetta trapisureglan
Ef við lítum á samsettu trapisuregluna með jafna skiptingu þar sem hlutbilin eru \([x_i, x_{i+1}]\), þá fáum við fyrir hvert hlutbil skekkjuna
Ef við leggjum skekkjurnar saman og beitum milligildissetningunni á \(f''\) þá fæst að til er \(\xi \in [a,b]\) þannig að \(f''(\xi) = \sum_{i=1}^n f''(\xi_i)/n\). Þá fáum við a‘
að því gefnu að \(f\in C^2 [a,b]\).
Athugið að hér er \(T(h)\) útkoman úr samsettu Trapisureglunni með jafna skiptingu \(h = \frac{b-a}n\).
5.3.5. Miðpunktsregla
Til einföldunar skoðum við áfram bilið \([-\alpha,\alpha]\). Veljum miðpunktinn sem tvöfaldan brúunarpunkt
Athugum að heildið af \(f'(0)x\) yfir \([-\alpha,\alpha]\) er 0. Nú skiptir \(x^2\) ekki um formerki og því gefur meðalgildisreglan fyrir heildi að til er \(\eta \in [-\alpha,\alpha]\) þannig að
Þar sem \(\xi\) fæst úr skekkjumatinu fyrir brúunarmargliður.
5.3.6. Samsetta miðpunktsreglan
Fyrir hvert bil fáum við skekkjulið:
Leggjum saman skekkjuliðina og beitum milligildissetningunni, þá fæst að til er \(\xi\) þannig að:
5.3.7. Regla Simpsons
Leiddum út þessa formúlu með því að taka brúunarmargliðu \(p_3(x)\) með punktana \(-\alpha, \alpha, 0, 0\). Skekkjan er
þar með er skekkjan í formúlu Simpsons:
Fallið \(x\mapsto (x+\alpha)(x-\alpha)x^2 = (x^2 - \alpha^2)x^2\) er \(\leq 0\) á \([-\alpha, \alpha]\). Þar með gefur meðalgildissetningin fyrir heildi að til er \(\eta \in [-\alpha, \alpha]\) þannig að skekkjan er
Þar sem \(\xi\) fæst úr skekkjumatinu fyrir brúunarmargliður.
5.3.8. Samsett regla Simpsons
Skiptum \([a,b]\) í \(n\) jafnlöng bil og látum \(h\) vera helming hlutbillengdarinnar,
Þá er
Ef við beitum skekkjumatinu á sérhvert bilanna þá fáum við
sem skekkju með \(\xi_i \in [x_i, x_i+1]\). Heildarskekkjan verður
Nú gefur meðalgildisreglan að til er \(\xi \in [a,b]\) þannig að
Nú er \(nh = \frac{(b-a)}{2}\) þar með er skekkjan:
Ef við táknum útkomuna úr samsettu Simpsonsreglunni fyrir \(h=\frac{b-a}{2n}\) með \(S(h)\) þá fæst að til er \(\xi \in [a,b]\) þannig að
5.4. Romberg-útgiskun
Á sama hátt og við gátum bætt nálgun okkar á afleiðu falls með að nota Richardson útgiskun getum við bætt nálgun á heildi.
Aðferðin virkar í aðalatriðum eins fyrir heildi og afleiður, en til að fá sem bestar upplýsingar um samleitni hennar skulum við leiða út formúluna fyrir trapisureglunni aftur.
5.4.1. Euler-Maclauren-formúlan
Fyrir samfellt fall \(f : [0,1] \to \mathbb R\) sem er \(2n\)-sinnum samfellt deildanlegt gildir Euler-Maclauren formúlan
Hér eru stuðlarnir \(A_k\) þannig að \(k!A_k\) verði Bernoulli-talan númer \(k\). Þessar tölur eru stuðlar í veldaröðinni
Athugasemd
Það þarf að hafa töluvert fyrir því að sanna þessa formúlu og því sleppum við því hér.
5.4.2. Afleiðing af Euler-Maclaurin-formúlunni
Látum nú \(f : [a,b] \to \mathbb R\) vera \(2n\)-sinnum samfellt deildanlegt fall. Ef við búum til skiptingu \(a= x_0 < x_1 < \cdots < x_n = b\) með jöfn hlutbil \(h = x_{i+1} - x_i\) og beitum síðan Euler-Maclauren formúlunni á \(g(t) = f(x_i + ht)\) fæst
þar sem \(\xi_i \in [x_i, x_{i+1}]\).
Nú innleiðum við
og fáum síðan:
Nú gefur milligildissetningin að til er \(\xi \in [a,b]\) þannig að
Notum okkur nú að \(nh = b-a\) og fáum að
Niðurstaðan er að samsetta trapisureglan er
5.4.3. Ítrekun á samsettu trapisureglunni með helmingun
Hugsum okkur nú að við viljum reikna út \(T(h_j)\) fyrir \(h_j =(b-a)/ 2^j\), \(j = 1,2,\ldots\) og að við viljum nýta öll fallgildi í \(T(h_{j-1})\) til að reikna út \(T(h_j)\). Rakningarformúlan er
Athugið að hér er bilinu \([a,b]\) skipt í \(2^j\) hlutbil.
Aðvörun
Þetta er gott að nota ef forrita á Romberg-heildun til þess að spara útreikninga þegar fyrsti dálkurinn er reiknaður. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að nota þetta og þetta tengist ekki beint Romberg aðferðinni.
5.4.4. Reikniritið fyrir Romberg-heildun
Romberg-heildun er hugsuð nákvæmlega eins og Richardson-útgiskunin: Við reiknum út línu fyrir línu í töflunni:
þar sem
Með þessu fæst \(\int\limits_a^b f(x)\, dx = R(k,k) + O(h_k^{2k})\), þar sem \(k\) er síðasta línan sem við reiknum í töflunni að ofan.
5.4.5. Skekkjumat í Romberg heildun
Skekkjumatið er hægt að finna með nákvæmlega sama hætti í fyrir Richardson útgiskuna. Þ.e. við getum notað síðustu viðbót sem eftirámat fyrir skekkjuna, þetta mat er
þegar þessi stærð er komin niður fyrir fyrirfram gefin skekkjumörk er hætt.
Einnig er hægt að nota
sem gefur heldur varfærnislegra mat.
Athugasemd
Athugið að það er ekki nauðsynlegt að hafa \(h_1\) sem allt bilið \([a,b]\), það er ekkert sem kemur í veg fyrir það að við byrjum með \(h_1 = \frac{b-a}{m}\), og helmingum svo; \(h_2 = \frac{b-a}{2m}\), \(h_3 = \frac{b-a}{4m}\), \(\ldots\). Þannig að almennt þá er \(h_j=\frac{b-a}{2^{j-1}m}\).