3. Eigingildisverkefni
3.1. Eigingildisverkefni
Verkefnið að leysa afleiðujöfnu
þar sem
\(\lambda\) er tvinntala og \(I\) er bil, ásamt jaðalskilyrðum á \(u\) á \(I\), kallast eigingildisverkefni. Verkefnið felst í að finna öll \(\lambda \in \mathbb{C}\) þannig að afleiðujafnan hafi lausn, segjum \(u_\lambda\), sem uppfyllir gefin jaðarskilyrði og er ekki núllfallið. Slík gildi á \(\lambda\) kallast eigingildi verkefnisins og tilsvarandi lausnir \(u_\lambda\) kallast eiginföll.
Athugasemd
Athugið að ef við lítum á föll sem vigra og línulega virkja sem línulegar varpanir þá er greinileg samsvörun milli eigingildisverkefna og að finna eigingildi og eiginvigra fylkis eins og við þekkjum úr línulegri algebru.
Eigingildisverkefni koma til að mynda upp þegar hlutafleiðujöfnur eru leystar með aðskilnaði breytistærða eins og verður fjallað um síðar.
Hugmyndin að baki eigingildisverkefnum er sú að ef eiginföllinn mynda grunn í einhverju fallarúmi þá má rita sérhvert fall í því sem línulega (mögulega óendanlega) samantekt af eiginföllum. Lítum til dæmis á verkefnið
þar sem \(L\) hefur eiginföll \(v_j\) með tilssvarandi eigingildum \(\lambda_j\). Ef liða má \(f\) í grunn eiginvigranna
þá fæst með losaralegum reikningum að
og þar með er \(u = \sum_{j} \frac{c_j}{\lambda_j} v_j\) lausn á verkefninu.
3.1.1. Dæmi
Dæmi
Ef \(L = D\) þá er sérhvert fall \(u_\alpha(x) = e^{\alpha x}\) eiginfall með eigingildi \(\alpha\) því
Ef \(L = P(D)\) þar sem \(P\) er margliða með fasta stuðla þá er sérhvert fall \(u_\alpha(x)=e^{\alpha x}\) eiginfall með eigingildi \(P(\alpha)\) því
Í síðara tilfellinu er formleg lausn á verkefninu
á forminu
ef \(P(\alpha_j) \neq 0\) fyrir öll \(j\), eins og við þekkjum úr umræðunni um Fourier-raðir.
Eins og dæmið gefur til kynna má líta á Fourier-raðir sem sértilfelli af þeirri almennu hugmynd að liða föll í grunn eiginfalla afleiðuvirkja. Lítum nú nánar á það í næstu dæmum. Skoðum eigingildisverkefnið
þar sem \(T = -D^2\) og \(L>0\), með ýmsum ólíkum jaðarskilyrðum. Tökum sérstaklega eftir því hvernig ólík jaðarskilyrði geta gefið ólík eigingildi og/eða ólík eiginföll.
3.1.2. Fallsjaðarskilyrði í báðum endapunktum
Lítum á jaðarskilyrðin
Ef \(\lambda = 0\) er lausnin á forminu \(u(x) = A+ Bx\) en jaðarskilyrðin ákvarða \(A=B=0\) svo núllfallið er eina lausnin. Þar með er 0 ekki eigingildi.
Ef \(\lambda \neq 0\) þá er lausnin á forminu \(u(x) = A \sin(\beta x) + B\cos(\beta x)\) þar sem \(\beta\) er tvinntala sem uppfyllir \(\beta^2 = \lambda\) og má velja þannig að \(\operatorname{Re}(\beta)\geq 0\). Skilyrðið \(u(0) = 0\) gefur \(B=0\) en skilyrðið \(u(L) = 0\) gefur
en þessi jafna hefur lausn þegar \(\beta L\) er heilt margfeldi af \(\pi\) svo eigingildin eru
og tilsvarandi eiginföll
Línulegar samantektir eiginfallanna
eru Fourier-sínus-raðir á bilinu \([0,L]\).
3.1.3. Afleiðuskilyrði í báðum endapunktum
Lítum á jaðarskilyrðin
Með svipuðum hætti og áður fæst að eigingildin eru
(athugið að \(\lambda = 0\) er núna með) og tilsvarandi eiginföll
Línulegar samantektir eiginfallanna
eru Fourier-kósínus-raðir á bilinu \([0,L]\).
3.1.4. Fallsjaðarskilyrði í öðrum endapunkti og afleiðuskilyrði í hinum
Lítum á jaðarskilyrðin
Með svipuðum hætti og áður fæst að eigingildin eru
og tilsvarandi eiginföll
Í kennslubók má lesa eitt viðamikið sýnidæmi til viðbótar þar sem blönduð jaðarskilyrði eru í báðum endapunktum bilsins.
3.2. Aðskilnaður breytistærða
Við lausn línulegra óhliðraðra hlutafleiðujafna þar sem breyturnar \(x_1,x_2,\ldots,x_k\) koma við sögu getur verið gagnlegt að leita að lausnum sem eru á forminu \(X_1(x_1)X_2(x_2)\cdots X_k(x_k)\), þ.e.a.s. lausnir sem má þátta í föll sem hvert um sig er háð aðeins einni breytistærð. Línuleg samantekt lausna á slíku formi er einnig lausn en ekki endilega þáttanleg eins og gildir um sérhvern lið samantektarinnar. Í sumum tilfellum mynda lausnir á þessu formi grunn þannig að liða má föll upp í línulegar samantektir af grunnföllunum. Þannig má finna almenna lausn á hlutafleiðujöfnunni.
Þessi aðferð, að skoða lausnir sem þáttast, kallast aðskilnaður breytistærða og þegar henni er beitt fást venjulega eigingildisverkefni fyrir hvert fall í þáttuninni. Lítum á kunnuglegt dæmi.
3.2.1. Sveiflandi strengur - aftur
Lítum á einvíðan streng af lengd \(L\) sem festur er í báða enda. Táknum frávik hans frá jafnvægi í punkti \(x\) á tíma \(t\) með \(u(x,t)\). Fallið \(u(x,t)\) uppfyllir þá bylgjujöfnuna í einni rúmbreytu ásamt jaðarskilyrðunum
Leysum verkefnið með aðskilnaði breytistærða. Leitum að lausn á forminu \(u(x,t) = T(t)X(x)\). Stingum slíkri lausn inn í afleiðujöfnuna og fáum
sem má umrita í
Vinstri hliðin er aðeins háð \(t\) og sú hægri aðeins háð \(x\) og þar með hlýtur hvor um sig að vera jöfn fasta, köllum hann \(\lambda\). Fáum því afleiðujöfnu
og eigingildisverkefni
Eigingildisverkefnið hefur eigingildi \(\lambda_n = (n\pi/L)^2\) og tilsvarandi eiginföll \(\sin(n\pi x/L)\), \(n=1,2,3,\ldots\). Afleiðujafnan fyrir \(T\) hefur því lausn, fyrir \(\lambda = \lambda_n\), á forminu
Lausnin á hlutafleiðujöfnunni er því á forminu
Almenn lausn hlutafleiðujöfnunnar er línulega samantekt af svona liðum
og stuðlarnir \(A_n\) og \(B_n\) ákvarðast af upphafsskilyrðum
3.2.2. Annað dæmi
Dæmi
Notum aðskilnað breytistærða til að leysa
þar sem \(u\) er fall af tíma \(t\) og þremur rúmbreytum \(x,y\) og \(z\) og \(\Delta=\partial_x^2+\partial_y^2+\partial_z^ 2\) er Laplace–virkinn miðað við rúmbreyturnar. Gerum ráð fyrir jaðarskilyrðunum \(u(x,y,z,t) = 0\) ef eitthvert hnitanna \(x,y,x\) er jafnt 0 eða 1.
Leitum að lausn á forminu \(u(x,y,z,t)=T(t)X(x)Y(y)Z(z)\). Stingum henni inn og umritum á formið
Hægri hlið er háð \(z\) en sú vinstri ekki. Ályktum að hægri hlið sé fasti og með sömu rökum að sérhver liður í jöfnunni sé fasti. Vegna jaðarskilyrða fáum við því þrjú eigingildisverkefni
og afleiðujöfnu
þar sem \(\lambda, \mu\) og \(\nu\) eru fastar. Við þekkjum lausnir eigingildisverkefnana og þáttanlega lausnin er á forminu
þar sem \(T_{\ell, m,n}\) uppfyllir afleiðujöfnuna
3.3. Virkjar af Sturm-Liouville-gerð
Í þessari grein munum við skoða eigingildisverkefni virkja af tiltekinni gerð. Við byrjum á því að ræða virkjann og fjöllum því næst um jaðarskilyrðin sem skilgreina eigingildisverkefnið.
Við lítum á annars stigs afleiðuvirkja af eftirfarandi gerð
þar sem \(a_0,a_1,a_2\) eru samfelld raungild föll á bili \([a,b]\) og \(a_2(x)\neq 0\) fyrir öll \(x\in [a,b]\). Í útreikningum hentar betur að setja virkjann fram á svokölluðu Sturm-Liouville formi
Athugasemd
Sambandið milli framsetninganna tveggja er eftirfarandi. Veljum
þar sem \(C\) er einhver ótiltekinn fasti.
Þar sem \(a_2(x)\neq 0\) fyrir öll \(x\in [a,b]\), má gera ráð fyrir að \(a_2(x)<0\). Þar með gildir
3.3.1. Skilgreining
Skilgreining
Við segjum að virki \(L\) af Sturm–Liouville–gerð sé reglulegur ef föllin \(p\), \(q\) og \({\varrho}\) uppfylla þessi skilyrði.
3.3.2. Skilgreining
Skilgreining
Á rúmið \(C[a,b]\) skilgreinum við formið
og á rúmið \(C^1[a,b]\) skilgreinum við formið
Bæði eru þessi form línuleg í fyrri breytistærðinni, en andlínuleg í þeirri síðari. Það þýðir að
fyrir öll \(u,v\in C[a,b]\), \(\alpha,\beta\in {{\mathbb C}}\). Fyrst \({\varrho}>0\), þá er formið \({{\langle \cdot,\cdot\rangle}}\) innfeldi og tilheyrandi staðal táknum við með,
Athugasemd
Við segjum að formið sé innfeldi á vigurrúmi samfelldra falla á \([a,b]\), \(C[a,b]\), því það uppfyllir þær reiknireglur sem hið kunnuglega innfeldi endanlegra vigra uppfyllir. Við getum því unnið með það með sama hætti og gamla góða innfeldið. Athugið einnig að þegar \(\rho(x) = \frac{1}{b-a}\) fæst sama innfeldi og sami staðall og við skilgreindum á \(L^2\). Almennt jákvætt fall \(\rho\) sem kemur fyrir í innfeldi af þessu tagi er oft kallað vigt.
Við munum nú skoða hvernig setja má fram jaðarskilyrði af tiltekinni gerð og athugum svo eigingildisverkefnin sem þau skilgreina ásamt virkjanum \(L\) sem unnið er með. Jaðargildisvirki \(B\) er vörpun sem úthlutar samfellt deildanlegu falli \(u\in C^1[a,b]\) punkti \(Bu = (B_1 u , B_2 u)\) þar sem
þar sem stuðlarnir \(\alpha_{jk}\) og \(\beta_{jk}\) eru rauntölur. Við gerum ráð fyrir í hvorum virkjanna \(B_1\) og \(B_2\) sé að minnsta kosti einn stuðull frábrugðinn núlli.
3.3.3. Skilgreining
Skilgreining
Rúmið \(C^2_B[a,b]\) er skilgreint sem mengi allra \(u\in C^2[a,b]\) sem uppfylla óhliðruðu jaðarskilyrðin \(Bu=0\).
3.3.4. Skilgreining
Skilgreining
Við segjum að virkinn \(L\) sé samhverfur á \(C^2_B[a,b]\) eða samhverfur með tilliti til jaðarskilyrðanna \(Bu=0\) ef
3.3.5. Formúla Greens
Eftirfarandi formúla er kennd við Green
Af formúlu Greens sést að virki er samhverfur þá og því aðeins
fyrir öll \(u,v\in C^2_B[a,b]\).
Við höfum einkum áhuga á eftirfarandi tveimur tilfellum sem hægt er að sannfæra sig um að eru samhverf með því að nota skilyrðið úr formúlu Greens.
3.3.6. Setning og skilgreining
Skilgreining
(i) Ef jaðarskilyrðin eru aðskilin, þ.e.a.s.
þar sem \(\alpha_1, \beta_1, \alpha_2, \beta_2\in {{\mathbb R}}\), \((\alpha_1,\beta_1)\neq (0,0)\) og \((\alpha_2,\beta_2)\neq (0,0)\), þá er \(L\) samhverfur á \(C^2_B[a,b]\).
(ii) Ef \(p(a)=p(b)\) og jaðarskilyrðin eru lotubundin, þ.e.a.s.
þá er \(L\) samhverfur á \(C^2_B[a,b]\).
Nú erum við reiðubúin að fjalla um eigingildisverkefni sem svara til virkja af Sturm-Liouville gerð með jaðarskilyrðum af þessu tagi.
3.4. Eigingildisverkefni af Sturm–Liouville–gerð
Lítum á eigingildisverkefnið
þar sem \(L\) er virki af Sturm–Liouville–gerð og \(B\) er almennur jaðargildisvirki.
Línulega rúmið sem spannað er af öllum eiginföllum með tilliti til eigingildisins \({\lambda}\)
köllum við
eiginrúmið
en: characteristic space, eigenspace
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
3.4.1. Skilgreining
Skilgreining
Ef \(L\) er reglulegur virki af Sturm–Liouville–gerð, þá segjum við að eigingildisverkefnið sé reglulegt.
3.4.2. Setning
Setning
Gerum ráð fyrir að virkinn \(L\) af Sturm–Liouville–gerð sé samhverfur á \(C^2_B[a,b]\). Þá eru öll eigingildin rauntölur og eiginföllin sem svara til ólíkra eigingilda eru innbyrðis hornrétt. Að auki má velja grunn í eiginrúminu \(E_\lambda\) sem samanstendur af raungildum föllum.
3.4.3. Setning
Setning
Öll eigingildin eru \(\geq 0\) í tilfellunum:
(i) \(q(x)\geq 0\) fyrir öll \(x\in [a,b]\), jaðarskilyrðin eru aðskilin, \(B_1u=\alpha_1u(a)-\beta_1u{{^{\prime}}}(a)=0\), \(B_2u=\alpha_2u(b)+\beta_2u{{^{\prime}}}(b)=0\), \(\alpha_1\geq 0\), \(\beta_1\geq 0\), \(\alpha_2\geq 0\) og \(\beta_2\geq 0\).
(ii) \(q(x)\geq 0\) fyrir öll \(x\in [a,b]\), \(p(a)=p(b)\) og jaðarskilyrðin eru lotubundin, \(B_1u=u(a)-u(b)=0\) og \(B_2u=u{{^{\prime}}}(a)-u{{^{\prime}}}(b)=0\).
Eftirfarandi setning er meginniðurstaða þessarar umfjöllunar. Hún alhæfir það sem við höfum áður fjallað um með Fourier-röðum.
3.4.4. Setning
Setning
Gerum ráð fyrir að
sé reglulegt Sturm–Liouville–eigingildisverkefni og að \(L\) sé samhverfur með tilliti til jaðarskilyrðanna \(Bu=0\). Þá er til óendanleg runa \({\lambda}_0<{\lambda}_1<{\lambda}_2\cdots \to +{\infty}\) af eigingildum og tilsvarandi raungildum eiginföllum \(u_0,u_1,u_2,\dots\), sem uppfylla
og sérhvert fall \(u\in C^2_B[a,b]\) er unnt að liða í eiginfallaröð
sem er samleitin í jöfnum mæli á \([a,b]\) og stuðlarnir eru gefnir með formúlunni
3.4.5. Skilgreining
Skilgreining
Fyrir sérhvert heildanlegt fall \(f\) á \([a,b]\), þá skilgreinum við Fourier–stuðul fallsins \(f\) með tilliti til eiginfallsins \(u_n\) með
og eiginfallaröðina af \(f\) með tilliti til eiginfallanna \((u_n)_{n=0}^{\infty}\) með
Athugasemd
Við höfum einnig andhverfuformúlu fyrir eiginfallaraðir af föllum sem eru samfellt deildanleg á köflum sem er samhljóða andhverfuformúlu Fouriers.
3.5. Green-föll fyrir jaðargildisverkefni
Lítum á línulegan jaðargildisvirkja \(B\) á \([a,b]\) á forminu
Gerum ráð fyrir því að fyrir sérhvert \(j\) sé að minnsta kosti ein talnanna \(\alpha_{jl}\), \(\beta_{jl}\), \(l=1,\dots,m\) frábrugðin \(0\). Skilgreinum \(C^m_B[a,b]\) sem rúm allra \(u\in C^m[a,b]\) sem uppfylla óhliðruðu jaðarskilyrðin \(Bu=0\).
3.5.1. Setning
Setning
Látum \(P(x,D)=a_m(x)D^m+\cdots+a_1(x)D+a_0(x)\) vera afleiðuvirkja á \([a,b]\) með samfellda stuðla, gerum ráð fyrir að \(a_m(x)\neq 0\) fyrir öll \(x\in [a,b]\), látum \(B:C^{m-1}[a,b]\to {{\mathbb C}}^m\) vera jaðargildisvirkja og gerum ráð fyrir að \({\lambda}=0\) sé ekki eigingildi \(P(x,D)\) á \(C^m_B[a,b]\). Þá hefur jaðargildisverkefnið
ótvírætt ákvarðaða lausn sem uppfyllir
þar sem fallið \(G_B\) hefur eftirtalda eiginleika:
(i) \({\partial}_x^{k}G_B(x,{\xi})\) er samfellt á \([a,b]\times [a,b]\) fyrir \(k=0,\dots,m-2\).
(ii)\({\partial}_x^{m-1}G_B(x,{\xi})\) er samfellt í öllum punktum á \([a,b]\times [a,b]\) fyrir utan línuna \(x={\xi}\) og tekur stökkið \(1/a_m({\xi})\) yfir hana.
(iii) \(P(x,D_x)G_B(x,{\xi})=0\) ef \(x\neq {\xi}\).
(iv) \(BG_B(\cdot,{\xi})=0\) ef \({\xi}\in ]a,b[\), þ.e. \(G_B\) uppfyllir óhliðruð jaðarskilyrði, sem fall af fyrri breytistærðinni.
Skilyrðin (i)-(iv) ákvarða fallið \(G_B\) ótvírætt.
3.5.2. Setning
Setning
Látum \(P(x,D)=a_2(x)D^2+a_1(x)D+a_0(x)\) vera annars stigs afleiðuvirkja, þar sem \(a_2(x)\neq 0\) fyrir öll \(x\in [a,b]\), og gerum ráð fyrir að jaðarskilyrðin séu aðskilin, þ.e.a.s.
og \((\alpha_1,\beta_1)\neq(0,0)\), \((\alpha_2,\beta_2)\neq (0,0)\). Gerum ráð fyrir að \(u_1\) og \(u_2\) myndi grunn í núllrúmi virkjans og
Þá er Green-fallið fyrir jaðargildisverkefnið
gefið með formúlunni
þar sem \(W(u_1,u_2)\) er Wronski-ákveða fallanna \(u_1\) og \(u_2\).
3.6. Eiginfallaliðun og Green–föll
3.6.1. Reikniaðferð
Eftirfarandi losaralegu reikningar gera okkur kleift að finna Green-fall fyrir jaðargildisverkefnið
þar sem
\(L\) er virki af Sturm–Liouville–gerð
\(L\) er reglulegur og samhverfur með tilliti til jaðarskilyrðanna \(Bu=0\).
Nú fæst líkt og fyrir Fourier-raðir að
er lausn ef röðin er nógu hratt samleitin þannig að víxla megi á diffrun og óendanlegri röð.
Ef \({\lambda}=0\) er eigingildi, þá gerum við ráð fyrir að \(f\) sé hornrétt á eiginrúmið \(E_0\).
Stingum inn formúlunni fyrir stuðlana \(c_n(f)\) og fáum
Green–fallið fyrir jaðargildisverkefnið er ótvírætt ákvarðað, svo
3.7. Úrlausn hlutafleiðujafa með eiginfallaröðum
Við höldum nú áfram að fjalla um hvernig eigingildisverkefni koma við sögu í úrlausn hlutafleiðujafna. Við munum nálgast umfjöllunina með því að taka dæmi, sum þeirra kunnugleg en önnur ný. Það koma aðallega við sögu tvennskonar lausnaraðferðir
Sett er fram lausnartilgáta á hlutafleiðujöfnu með hliðarskilyrðum í formi eiginfallaraðar með tilliti til einnar breytistærðarinnar þar sem stuðlarnir eru háðir hinni breytistærðinni.
Eiginfallaröðin er valin þannig að hún innihaldi eiginföll þess hluta virkjans í verkefninu sem svarar til breytunnar sem liðað er með tilliti til og þannig að eiginföllin uppfylli jaðarskilyrðin.
Tilgátunni er stungið inn í hlutafleiðujöfnuna og gert ráð fyrir að víxla megi á óendanlegu röðinni og þeim afleiðum sem koma við sögu.
Þá fæst (hlut)afleiðujafna fyrir stuðlana ásamt hliðarskilyrðum sem mögulega má leysa.
Aðskilnaði breytistærða er beitt og þá fást eigingildisverkefni sem þarf að leysa og lausnir þeirra gefa fjölskyldu af ólíkum aðgreinanlegum lausnum, eina fyrir hvert eigingildi. Lausn upphaflega verkefnisins má rita sem línulega samantekt af slíkum aðgreinanlegum lausnum.
Byrjum á að líta á dæmi um aðferðina sem líst er í fyrri punktinum.
Margar af mikilvægustu hlutafleiðujöfnum sem fengist er við til að mynda í eðlisfræði innihalda Laplace-virkjann og við byrjum á stuttri umfjöllun um Laplace-jöfnuna. Þegar Laplace-jafnan er leyst á gefnu mengi með fallsjaðarskilyrðum kallast verkefnið Dirichlet-verkefnið.
3.7.1. Dirichlet-verkefnið á rétthyrningi
Lítum á verkefnið
Skiptum því í fjóra hluta
Ef \(u_1\), \(u_2\), \(u_3\) og \(u_4\) eru lausnir þá er \(u(x,y)=u_1(x,y)+u_2(x,y)+u_3(x,y)+u_4(x,y)\) lausn upphaflega verkefnis.
Nóg er að leysa verkefnið fyrir \(u_1\) því lausnina á hinum má skrifa niður út frá þeirri lausn.
Vegna jaðarskilyrða \(u_1(0,y)=u_1(L,y)=0\) liðum við \(u_1(x,y)\) í Fourier-sínusröð í breytistærðinni \(x\), með stuðla sem eru háðir \(y\)
Ákvörðum stuðlana \(u_{1n}(y)\), með því að víxla á óendanlegu röðinni og \(\Delta\) og stingum svo inn jaðarskilyrðunum.
Fáum þá að \(u_{1n}\) er lausn á jaðargildisverkefninu
þar sem \(b_n(\varphi_1)\) er \(n\)-ti Fourier-sínus-stuðull \(\varphi_1\). Lausn þessa verkefnis er
Fáum svo \(u_2\) með því að skipta á \(y\) og \(M-y\) og \(u_3\) og \(u_4\) með því að skipta á hlutverkum \(x\) og \(y\). Lokaniðurstaðn er því
Athugasemd
Það reyndist mikilvægt í þessari aðferð að föllin \(\sin(n{\pi}x/L)\) uppfylla gefnu jaðarskilyrðin og eru eiginföll \(\partial_x^2\).
3.7.2. Dirichlet-verkefnið á skífu
Lítum á sama verkefni á hringskífu
Þar sem svæðið er skífa er eðlilegt að umrita verkefnið með því að nota pólhnit. Laplace-virkjann er í pólhnitum
og því má rita verkefnið á forminu
með \(v(r,\theta) = u(x(r,\theta),y(r,\theta))\).
Þar sem \(v\) og \({\psi}\) eru \(2\pi\)-lotubundin föll prófum við lausnartilgáta sem er Fourier-röðum með tilliti til \({\theta}\) með stuðlum sem geta verið háðir \(r\)
og liðum \(\psi\) sömuleiðis í Fourier-röð
\[{\psi}(\theta)=\sum\limits_{n=-\infty}^{+\infty} {\psi}_n e^{in\theta}.\]
Ákvörðum stuðlana \(v_{n}(r)\), með því að víxla á óendanlegu röðinni fyrir \(v\) og \(\Delta\) og stingum svo inn jaðarskilyrðunum.
Fáum þá að \(v_{n}\) er lausn á jaðargildisverkefninu
Þetta er Euler-jafna og því stingum við inn lausnartilgátu \(v_n(r)=r^\alpha\)
og sjáum að \(\alpha=\pm n\). Almenn lausn afleiðujöfnunar er því
Til þess að lausnin geti verið takmörkuð í \(r=0\), þá útilokum við liðina með neikvæðum veldisvísi og logrann. Skilyrðið \(v_n(a)={\psi}_n\) gefur að \(A_n={\psi}_n/a^{|n|}\). Þar með er lausnin fundin
Athugasemd
Það reyndist mikilvægt í þessari aðferð að föllin \(e^{in\theta}\) eru eiginföll \(\partial_\theta^2\).
3.7.3. Varmaleiðnijafnan með tímaháðum jaðarskilyrðum
Reiknum hitastig í jarðvegi sem fall af tíma \(t\) og dýpi \(x\).
Hitastigið á yfirborði er gefið sem fall af tíma \(f(t)\) og gert ráð fyrir að það sé \(T\)-lotubundið fall (t.d.vegna árstíðasveiflna). Ritum
Setjum upp jaðargildisverkefnið
Prófum lausn \(u(x,t)\) sem er \(T\)-lotubundið fall af \(t\) fyrir fast \(x\). Liðum það í \(u\) í Fourier-röð miðað við \(t\) með stuðla sem geta verið háðir \(x\)
Ákvörðum stuðlana \(u_{n}(x)\), með því að víxla á óendanlegu röðinni fyrir \(v\) og virkjanum \(\dfrac{\partial}{\partial t}-\kappa\dfrac{\partial^2}{\partial x^2}\) og stingum svo inn jaðarskilyrðunum.
Fáum þá að \(u_{n}\) er lausn á
Kennijafna afleiðujöfnunnar er
og núllstöðvar hennar eru \(\lambda=\pm k_n\), þar sem
Lausnin er því
Til þess að lausnin haldist takmörkuð ef \(x\to +\infty\), þá verður \(B_n=0\) að gilda fyrir öll \(n\). Jaðarskilyrðið \(u_n(0)=c_n(f)\) gefur að \(A_n=c_n(f)\). Við höfum því að
og þar með er lausnin fundin
Við sjáum að sveifluvíddin og fasahliðrunin í liðnum \(u_n(x)e^{in\omega t}\) í lausninni eru háð dýpi og tíðninni \(n\omega\).
3.8. Áfram um eigingildisverkefni - aðskilnaður breytistærða
Í þessum síðustu greinum kaflans munum við fara í gegnum fleiri reikniaðferðir sem beita má við lausn hlutafleiðujafna. Við reynum að koma almennum hugmyndum til skila en styðjumst þó að mestu við ákveðin dæmi til að skýra hugmyndirnar.
3.8.1. Dirichlet-verkefnið á rétthyrningi - aftur
Skoðum aftur Dirchlet-verkefnið á rétthyrningi. Lítum á jöfnu 2 af jöfnunum fjórum sem komu áður fyrir
þar sem \(\varphi\) er gefið fall á \([0,L]\).
Leitum fyrst að öllum lausnum af gerðinni \(v(x,y)=X(x)Y(y)\) sem uppfylla jöfnuna og óhliðruðu jaðarskilyrðin.
Stingum næst \(v\) inn í hlutafleiðu jöfnuna og fáum
Deilum í gegnum jöfnuna með \(X(x)Y(y)\) og fáum þá
Fallið vinstra megin er einungis háð \(x\), en fallið hægra megin er einungis háð \(y\). Því hlýtur hvor hlið að vera föst. Við höfum því
þar sem \(\lambda\) er fasti.
Lítum nú á jaðarskilyrðin
og sjáum að \(X\) er lausn á eigingildisverkefninu
Þetta höfum við leyst áður og fengum eigingildin \(\lambda=\lambda_n=\big(n\pi/L\big)^2\), \(n=1,2,3,\dots\), og tilsvarandi eiginföll
Leysum næst
Þessi jafna hefur greinilega lausnina
Nú eru allar lausnir á Laplace-jöfnunni af gerðinni \(v(x,y)=X(x)Y(y)\) með óhliðruðu jaðarskilyrðunum gefnar með formúlunni
Getum valið \(D_n=1\). Tökum óendanlega línulega samatekt af þessum lausnum
Síðasta jaðarskilyrðið, \(u(x,M)=\varphi(x)\) er uppfyllt ef
þar sem \(b_n(\varphi)\) er Fourier-sínusstuðull fallsins \(\varphi\).
Samanburður á stuðlum gefur
3.8.2. Dirichlet-verkefnið á skífu - aftur
Leysum aftur Dirichlet-verkefnið á hringskífu með aðskilnaði breytistærða,
þar sem föllin \(v\) og \(\psi\) eru \(2\pi\)-lotubundin í \(\theta\).
Leitum fyrst að öllum lausnum af gerðinni \(w(r,\theta)=R(r)\Theta(\theta)\).
Stingum tilgátunni inn í hlutafleiðujöfnuna og fáum
Deilum í gegn með \(R(r)\Theta(\theta)\) og fáum
Vinstri hliðin er eingöngu háð \(r\) en hægri hliðin er eingöngu háð \(\theta\). Þar með eru báðar hliðar jafnar fasta, segjum \(\lambda\). Fáum þá jöfnurnar
Almenn lausn á fyrri jöfnunni er
Þar sem fallið \(\Theta\) er \(2\pi\)-lotubundið fæst að einu gildin sem \(\lambda\) getur tekið eru \(\lambda=\lambda_n=n^2\), \(n=0,1,2,\dots\), og \(B_0=0\). Þar með er
Lítum næst á afleiðujöfnuna fyrir \(R(r)\) með \(\lambda=n^2\). Þetta er Euler-jafna. Með því að leita að lausn af gerðinni \(R(r)=r^\alpha\) sjáum við að \(\alpha=\pm n\). Almenn lausn á seinni afleiðujöfnunni fyrir \(R(r)\) með \(\lambda=n^2\) er því
Þar sem lausnin verður að gilda í \(r=0\) þarf \(D_n=0\), \(n=0,1,2,\dots\). Þar með er
Allar lausnir á verkefninu af gerðinni \(w(r,\theta)=R(r)\Theta(\theta)\) eru þá
þar sem \(A_n\), \(B_n\) og \(C_n\) eru fastar. Veljum \(C_n=1\).
Almenn lausn hlutafleiðujöfnunnar er línuleg samantekt þessara lausna
þar sem við höfum sett \(A_n=B_{-n}\) ef \(n<0\).
Notum nú jaðarskilyrðið í \(r=a\),
Með samanburði á stuðlum fæst að \(A_n=c_n(\psi)/a^{|n|}\) og þar með fæst
3.9. Tvöfaldar Fourier-raðir
Látum \({\varphi}:\overline D\to {{\mathbb C}}\) vera samfellt deildanlegt á \(D=\{(x,y); 0<x<L, 0<y<M\}\) og samfellt á lokuninni \(\overline D\). Ef \({\varphi}\) er jafnt \(0\) á jaðrinum \({\partial}D\), þá getum við liðað \({\varphi}\) í Fourier-sínusröð með tilliti til \(y\)
Fallið \({\varphi}_m\) er samfellt deildanlegt og tekur gildið \(0\) í \(x=0\) og \(x=L\), svo við getum einnig liðað það í Fourier-sínusröð
Höfum því framsetningu á \(\varphi\) með tvöfaldri Fourier-röð
3.9.1. Dæmi - Rétthyrnd tromma
Dæmi
Himna er strekkt á rétthyrndan ramma með hliðarlengdir \(L\) og \(M\) og sveiflast þar. Lóðrétt færsla hennar frá jafnvægi í punkti \((x,y)\) á tíma \(t\) er táknuð með \(u(x,y,t)\) og uppfyllir tvívíðu bylgjujöfnuna. Ef staða og hraði trommunnar eru gefin við tímann \(t=0\), þá er \(u\) lausn verkefnisins
Lítum á lausnartilgátu á formi tvöfaldrar Fourier-raðar
Stingum henni inni í hlutafleiðujöfnuna og víxlum á hlutafleiðuvirkjanum og óendanlegu röðinni. Fáum þá jöfnuna
sem hefur almenna lausn
Út frá upphafsskilyrðunum fæst
Mögulegar tíðnir í sveiflunni eru því
Lægsta tíðnin \(\frac \pi 2\sqrt{1/L^2+1/M^2}\, c\) nefnist grunntíðni og hinar tíðnirnar nefnast yfirtíðnir. Yfirtíðnirnar eru ekki heiltölumargfeldi af grunntíðninni eins og gildir fyrir sveiflandi streng. Þetta er skýringin á því hvers vegna trommur gefa ekki frá sér hreinan tón eins og strengir.
3.10. Almennt um eiginfallaraðir
Við ljúkum umfjöllun þessa kafla á að taka dæmi sem undirstrikar það að lausnaraðferðirnar sem við höfum verið að beita þar sem eiginfallaraðir koma við sögu eru almennar og ekki bundnar við notkun hefbundinna Fourier-raða. Með þessa hugmynd að leiðarljósi er í sumum tilfellum hægt að komast langt í að skrifa niður lausn verkefnis án þess að þekkja eiginföllin og eigingildin.
3.10.1. Dæmi - Alhæft varmaleiðniverkefni
Dæmi
Látum \(P(x,D_x)\) vera afleiðuvirkja af Sturm-Liouville gerð. Látum \(u = u(x,t)\) vera fall af tveimur breytistærðum og \(B_1\) og \(B_2\) samhverfa jaðargildisvirkja. Skoðum verkefnið
\(B_ju(\cdot,t)\) táknar að \(B_j\) verki með tilliti til fyrri breytistærðarinnar \(x\).
Gerum eftirfarandi lausnartilgátu
þar sem \(u_n(x)\) eru eiginföll virkjans \(P\) (ásamt jaðarskilyrðum) með tilsvarandi eigingildi eru \(\lambda_n\) og \(c_n(t)\) eru Fourier-stuðlar \(u(x,t)\) með tilliti til eiginfallanna.
Liðum föllin \(f\) og \(\varphi\) einnig í eiginfallaraðir
Stignum lausnatilgátunni inn í hlutafleiðujöfnuna og víxlum á hlutafleiðuvirkjanum og óendanlegu röðinni. Þá fæst
ásamt upphafsskilyrðinu
Með því að bera saman stuðlana í jöfnunum fæst upphafsgildisverkefni fyrir \(c_n(t)\),
Þetta er fyrsta stigs jafna með fastastuðla, svo
Athugið að við gátum skrifað niður lausn án þess að þekkja eiginföllin \(u_n\) og tilsvarandi eigingildi \(\lambda_n\).