10. Laplace-ummyndunin
Think you’ve seen it all? Think again. Outside those doors, we might see anything. We could find new worlds, terrifying monsters, impossible things. And if you come with me… nothing will ever be the same again!
- The Doctor, Doctor Who
10.1. Laplace-ummyndunin
10.1.1. Skilgreining (Sjá §10.1)
Látum \(f\) vera fall sem skilgreint er á menginu \(\mathbb{R}_+=\{t\in \mathbb{R}; t\geq 0\}\) með gildi í \({\mathbb{C}}\) og gerum ráð fyrir að \(f\) sé heildanlegt á sérhverju lokuðu og takmörkuðu bili \([0,b]\). Laplace–mynd \(f\), sem við táknum með \({\cal L} f\) eða \({\cal L}\{f\}\), er skilgreind með formúlunni
Skilgreiningarmengi fallsins \({\cal L} f\) samanstendur af öllum tvinntölum \(s\) þannig að heildið í hægri hliðinni sé samleitið. Laplace-ummyndun er vörpunin \({\cal L}\) sem úthlutar falli \(f\) Laplace-mynd sinni \({\cal L} f\).
Athugið
Stundum er skilgreind ,,tvíhliða Laplace-mynd‘‘ falls þar sem heildið er reiknað frá \(-\infty\) til \(\infty\) og þá gæti maður kallað okkar Laplace-mynd ,,einhliða Laplace-mynd‘‘.
10.1.2. Skilgreining og setning (Sjá Skilgreiningu 10.1.1)
Við segjum að fallið \(f:\mathbb{R}_+\to {\mathbb{C}}\) sé af veldisvísisgerð ef til eru jákvæðir fastar \(M\) og \(c\) þannig að
Ef \(f\) er þar að auki heildanlegt á sérhverju takmörkuðu bili \([0,b]\), þá er \({\cal L} f\) skilgreint fyrir öll \(s\in {\mathbb{C}}\) með \(\operatorname{Re\, } s>c\). Við fáum að auki vaxtartakmarkanir á \({\cal L} f\),
10.1.3. Setning (Sjá §10.1)
Laplace-ummyndunin er línuleg vörpun, en það þýðir að
ef \(f\) og \(g\) eru föll af veldisvísisgerð, \(\alpha\) og \(\beta\) eru tvinntölur og \(s\in {\mathbb{C}}\) liggur í skilgreiningarmengi fallanna \({\cal L}\{f\}\) og \({\cal L}\{g\}\).
10.1.4. Setning (Sjá Setningu 10.1.6)
Gerum ráð fyrir að föllin \(f,g\in C(\mathbb{R}_+)\) séu bæði af veldisvísisgerð og að til sé fasti \(c\) þannig að
Þá er \(f(t)=g(t)\) fyrir öll \(t\in \mathbb{R}_+\).
10.1.5. Setning (Sjá §10.1)
Ef \(\alpha\in \mathbb{R}\) og \(\alpha>-1\), þá er
og sér í lagi gildir ef \(\alpha\) er heiltala að
Fyrir sérhvert \(\alpha\in {\mathbb{C}}\) gildir
10.1.6. Setning (Sjá Setningu 10.1.5)
\({\cal L}\{e^{\alpha t}f\}(s) = {\cal L}\{f\}(s-\alpha)\).
10.1.7. Tafla yfir Laplace-myndir (Sjá §10.1)
10.1.8. Setning (Sjá Setning 10.2.1)
Ef \(u\in C^ m(\mathbb{R}_+)\) og \(u, u', u'', \dots, u^{(m-1)}\), eru af veldisvísisgerð, þá er \({\cal L}\{u^{(m)}\}(s)\) skilgreint fyrir öll \(s\in {\mathbb{C}}\) með \(\operatorname{Re\, } s\) nógu stórt og
Sér í lagi gildir að ef \(U(s)={\cal L}\{u(t)\}(s)\), þá er
10.1.9. Reikniaðferð (Sjá §10.2)
Leysa á upphafsgildisverkefni af taginu:
Skref 1: Reiknið Laplace-mynd hvorrar hliðar fyrir sig. Setning 10.1.7. gefur aðferð til að reikna Laplace-mynd vinstri hliðarinnar.
Skref 2: Notið jöfnuna sem kemur út úr Skrefi 1 til að fá formúlu fyrir \(U(s)={\cal L}\{u(t)\}(s)\).
Skref 3: Notið töflu eða andhverfa Laplace-ummyndun til að finna samfellt fall \(u(t)\) sem hefur \(U(s)\) sem fundið var í Skrefi 2 sem Laplace-mynd. Gætuð t.d. þurft að nota stofnbrotaliðun.
Skref 4: Fallið \(u(t)\) sem fannst í Skrefi 3 er lausn upphafsgildisverkefnisins.
10.2. Notkun Laplace-ummyndunar
10.2.1. Skilgreining (Sjá §10.2)
Fyrir vigurgilt fall \(u(t)=\big(u_1(t), \ldots, u_m(t)\big)\) má skilgreina Laplace-mynd þannig að tekin er Laplace-mynd í hverju hniti fyrir sig,
Laplace-mynd fylkjagilds falls er reiknuð á sama hátt.
10.2.2. Setning (Sjá Setningu 10.2.4)
Um sérhvert \(m\times m\) fylki \(A\) gildir
10.2.3. Upprifjun (Sjá §10.3 og §7.5)
Gerum ráð fyrir að \(P(D)=a_mD^ m+\cdots+a_1D+a_0\) sé línulegur afleiðuvirki með fastastuðla. Látum \(g\in C^{\infty}(\mathbb{R})\) vera fallið sem uppfyllir
Þá er \(G(t,\tau)=g(t-\tau)\) Green-fall virkjans \(P(D)\).
Ef \(a\) er einhver punktur þá hefur upphafsgildisverkefnið
með
ótvírætt ákvarðaða lausn \(u_p\in C^m(I)\) sem gefin er með formúlunni
og \(G(t,\tau)\) er Green-fall virkjans \(P(D)\).
10.2.4. Setning (Sjá §10.3)
Með sama táknmál og hér að ofan gildir að
Einnig gildir
10.2.5. Setning (Sjá Setning 10.3.1)
Ef \(f\) og \(g\) eru föll af veldisvísisgerð og heildanleg á sérhverju bili \([0,b]\), þá er
10.2.6. Fylgisetning (Sjá Fylgisetningu 10.3.2)
Ef \(f\) er af veldisvísisgerð og heildanlegt á sérhverju bili \([0,b]\), þá er
10.2.7. Setning (Sjá Setningu 10.2.1)
Látum \(f:\mathbb{R}_+\to {\mathbb{C}}\) vera fall af veldisvísigerð sem er heildanlegt á sérhverju bili \([0,b]\). Þá er \({\cal L}f\) fágað á menginu \(\{s\in {\mathbb{C}}\mid \operatorname{Re\, } s>c\}\) (þar sem \(c\) er fastinn úr 10.1.2.) og
10.2.8. Skilgreining og setning
Heaviside-fallið \(H(x)\) er skilgreint þannig að \(H(t)=1\) ef \(t\geq 0\) og \(H(t)=0\) ef \(t<0\).
Fallið \(H_a(t)=H(t-a)\) er þannig að \(H_a(t)=1\) ef \(t\geq a\) og \(H(t)=0\) ef \(t<a\).
Fyrir \(a\geq 0\) er
10.2.9. Setning
Látum \(f:\mathbb{R}_+\to {\mathbb{C}}\) vera fall af veldisvísisgerð. Þá gildir um sérhvert \(a\geq 0\) að
þar sem fallið \(t\mapsto H(t-a)f(t-a)\) tekur gildið \(0\) fyrir öll \(t<a\).
10.2.10. Skilgreining og setning
Látum \(a\) vera gefna rauntölu. Skilgreinum fall \(f_\epsilon(t)\) þannig að \(f_\epsilon(t)=1/\epsilon\) ef \(a<t<a+\epsilon\) en \(f(t)=0\) fyrir öll önnur gildi á \(t\). Athugið að ef \(a>0\) þá er
Skilgreinum nú \(\delta_a\) sem „markgildið“ \(\lim_{\epsilon\to 0}f_\epsilon\). Sérstaklega skilgreinum við Dirac delta fallið sem \(\delta=\delta_0\). Athugið að \(\delta_a(t)=\delta(t-a)\).
Athugið
Athugið að \(\delta_a\) er ekki venjulegt fall heldur útvíkkuð gerð af falli sem er kölluð dreififall.
Hægt er að reikna heildi af \(\delta_a\) og við fáum að
Auðvelt er að sjá að ef \(c\leq a\leq d\) þá er \(\int_c^d f(t)\delta_a(t)\,dt=f(a)\). Sérstaklega gildir að
10.2.11. Setning (Andhvefuformúla Fourier-Mellin)
Ef \(f:\mathbb{R}_+\to {\mathbb{C}}\) er samfellt deildanlegt á köflum og uppfyllir \(|f(t)|\leq Me^{ct}\), \(t\in \mathbb{R}_+\), þar sem \(M\) og \(c\) eru jákvæðir fastar, þá gildir um sérhvert \(\xi>c\) og sérhvert \(t>0\) að
þar sem \(\int_{\xi-iR}^{\xi+iR}\) táknar að heildað sé eftir línustrikinu með upphafspunktinn \(\xi-iR\) og lokapunktinn \(\xi+iR\). Ef \({\cal L} f(\xi+i\eta)\) er í \(L^ 1(\mathbb{R})\) sem fall af \(\eta\), þá er \(f\) samfellt í \(t\) og
þar sem \(\int_{\xi-i\infty}^{\xi+i\infty}\) táknar að heildað sé eftir línunni \(\{\xi+i\eta; \eta\in \mathbb{R}\}\) í stefnu vaxandi \(\eta\).
10.2.12. Setning
Látum \(f:\mathbb{R}_+\to {\mathbb{C}}\) vera samfellt deildanlegt á köflum og af veldisvísisgerð, með \(|f(t)|\leq Me^{ct}\), \(t>0\), og gerum ráð fyrir að hægt sé að framlengja \({\cal L} f\) yfir í fágað fall á \({\mathbb{C}}\setminus A\), þar sem \(A\) er endanlegt mengi. Ef \(\xi>c\), \(M_r\) táknar hálfhringinn sem stikaður er með \(\gamma_r(\theta)=\xi+ire^{i\theta}\), \(\theta\in [0,\pi]\) og
þá er
Ef \(f\) er samfellt í \(t\), þá gildir
10.2.13. Fylgisetning
Notum áfram táknmálið í 10.2.3. Táknum með \(A\) núllstöðvamengi margliðunnar \(P(\zeta)\). Þá er
If it’s time to go, remember what you’re leaving. Remember the best.
- The Doctor, Doctor Who