9. Línuleg afleiðujöfnuhneppi
Leela: „To be, or not to be, that is the question.“ That is a very stupid question!
The Doctor: It’s Shakespeare.
Leela: And that is a very stupid name. You do not shake a spear, you throw it! Throwspeare, now that is a name.
9.1. Línuleg afleiðujöfnuhneppi
9.1.1. Skilgreining (Sjá §9.1)
Afleiðujöfnuhneppi af gerðinni
er kallað línulegt fyrsta stig afleiðujöfnuhneppi. Á fylkjaformi má rita þetta sem
og ef við notum \(u(t)\) til að tákna vigurinn \((u_1(t), u_2(t), \ldots, u_m(t))\), og svo \(A(t)\) til að tákna fylkið og \(f(t)\) til að tákna vigurinn \((f_1(t), f_2(t), \ldots, f_m(t))\) þá má rita jöfnuna hér að ofan sem \(u'=A(t)u+f(t)\).
Hér er gert ráð fyrir að föllin sem koma fyrir í fylkinu \(A(t)\) og sem hnit í \(f(t)\) séu öll skilgreind á einhverju opnu bili \(I\) í \(\mathbb{R}\) og að þau séu öll samfelld.
Í framhaldinu er gert ráð fyrir að \(u, A, f\) séu á því formi sem lýst er hér að ofan.
9.1.2. Skilgreining (Sjá §9.1)
Afleiðujafna af taginu \(u'=A(t)u+f(t)\) er sögð óhliðruð ef \(f(t)\) er núllfallið (útkoman er alltaf vigurinn sem hefur 0 í öllum hnitum), en hliðruð annars. Talað er um jöfnuhneppi með fastastuðlum ef stuðlarnir í fylkinu \(A\) eru allir fastar.
9.1.3. Setning (Sjá §9.1)
Upphafsgildisverkefnið
hefur ótvírætt ákvarðaða lausn, þar sem \(a\) er einhver gefinn punktur í \(I\) og \(b\) er einhver gefinn vigur í \({\mathbb{C}}^m\). Sjá Fylgisetningu 6.3.5
9.1.4. Setning (Sjá §9.1)
Látum \(I\) vera opið bil á rauntalnaásnum. Rifjum upp að \(C(I, {\mathbb{C}}^m)\) er mengi allra samfelldra falla skilgreindra á \(I\) með gildi í \({\mathbb{C}}^m\) og \(C^1(I, {\mathbb{C}}^m)\) er mengi allra falla skilgreindra á \(I\) með gildi í \({\mathbb{C}}^m\) sem hafa samfellda fyrstu afleiðu. Bæði \(C(I, {\mathbb{C}}^m)\) og \(C^1(I, {\mathbb{C}}^m)\) eru vigurrúm.
Vörpunin \(L:C^1(I, {\mathbb{C}}^m)\to C(I, {\mathbb{C}}^m)\) þannig að \(Lu=u'-A(t)u\) er línuleg.
9.1.5. Fylgisetning (Sjá Setningu 9.1.3)
Lausnamengi óhliðraðar jöfnu \(u'=A(t)u\) er hlutrúm í \(C^1(I, {\mathbb{C}}^m)\) af vídd \(m\). Lausnamengið, eða núllrúm A, er táknað með \({\cal N}(A)\).
Sérhver lausn á \(u'=A(t)u+f(t)\) er af gerðinni
þar sem \(u_1,\dots,u_m\) er einhver grunnur \({\cal N}(A)\), \(c_1,\dots,c_m\in{\mathbb{C}}\) og \(u_p\) er einhver lausn á hliðruðu jöfnunni.
9.1.6. Setning (Sjá Hjálparsetningu 9.3.1)
Látum \(u_1,\dots,u_m\) vera föll í \({\cal N}(A)\). Þá eru eftirfarandi skilyrði jafngild:
Vigurföllin \(u_1,\dots,u_m\) eru línulega óháð á bilinu \(I\).
Vigrarnir \(u_1(t),\dots,u_m(t)\) eru línulega óháðir í \(\mathbb{R}^ m\) (eða \({\mathbb{C}}^ m\)) fyrir sérhvert \(t\in I\).
Vigrarnir \(u_1(a),\dots,u_m(a)\) eru línulega óháðir í \(\mathbb{R}^ m\) (eða \({\mathbb{C}}^ m\)) fyrir eitthvert \(a\in I\).
9.1.7. Setning (Sjá §9.1)
Línuleg afleiðujafna af taginu
er jafngild afleiðujöfnuhneppinu
Þegar jöfnuhneppið ritað á fylkjaformi fæst
Ef við ritum \(P(t,D)=D^ m+a_{m-1}(t)D^{m-1}+\cdots+a_1(t)D+a_0(t)\) og fylkið \(A(t)\) er skilgreint eins og hér að ofan þá er
9.1.8. Setning (Sjá Hjálparsetningu 9.2.1)
Látum \(A\) vera \(m\times m\) fylki og \(\varepsilon\) vera eiginvigur þess með tilliti til eigingildisins \(\lambda\). Þá uppfyllir vigurfallið \(u(t)=e^{\lambda t}\varepsilon\) jöfnuna \(u'=Au\).
9.1.9. Setning (Sjá Setningu 9.2.2)
Látum \(A\) vera \(m\times m\) fylki og gerum ráð fyrir að \(\varepsilon_1,\dots,\varepsilon_\ell\) séu eiginvigrar þess með tilliti til eigingildanna \(\lambda_1,\dots,\lambda_\ell\). Ef \(a \in I\), \(b\in {\mathbb{C}}^m\) og unnt er að skrifa \(b=\beta_1\varepsilon_1+\cdots+\beta_\ell\varepsilon_\ell\) og \(f(t)=g_1(t)\varepsilon_1+\cdots+g_\ell(t)\varepsilon_\ell\), þá er lausnin á upphafsgildisverkefninu
gefin með \(u(t)=v_1(t)\varepsilon_1+\cdots+v_\ell(t)\varepsilon_\ell\), þar sem stuðullinn \(v_j\) uppfyllir
og er þar með
9.1.10. Skilgreining (Sjá §9.2)
Fyrir tölur \(t_1, t_2, \ldots, t_m\) er \({\operatorname{diag}}(t_1, t_2, \ldots, t_m)\) skilgreint sem \(m\times m\) hornalínufylkið sem hefur tölurnar \(t_1, t_2, \ldots, t_m\) á hornalínunni.
9.1.11. Setning (Sjá §9.2.2)
Látum \(A\) vera \(m\times m\) fylki. Gerum ráð fyrir að \(T\) sé \(m\times m\) fylki þannig að \(T^{-1}AT=\Lambda\) þar sem \(\Lambda\) er hornalínufylki með stökin \(\lambda_1, \lambda_2, \ldots, \lambda_m\) á hornalínunni. (Athugið að \(A=T\Lambda T^{-1}\).)
Látum \(I\) vera bil á \(\mathbb{R}\), \(a\in I\), \(f\in C(I,{\mathbb{C}}^m)\) og \(b\in {\mathbb{C}}^m\). Þá hefur upphafsgildisverkefnið
ótvírætt ákvarðaða lausn á \(I\), sem gefin er með formúlunni
9.2. Veldisvísisfylkið
9.2.1. Skilgreining (Sjá Skilgreining 9.3.2)
Fylki af gerðinni
þar sem dálkavigrarnir \(u_1,\dots,u_m\) mynda grunn í núllrúminu \({\cal N}(A)\) fyrir afleiðujöfnuhneppið \(u'=A(t)u\), kallast grunnfylki fyrir afleiðujöfnuhneppið.
9.2.2. Setning (Sjá Setningu 9.3.3)
Lát \(\Phi\) og \(\Psi\) vera tvö grunnfylki fyrir jöfnuhneppið \(u'=A(t)u\). Þá er til andhverfanlegt fylki \(B\) þannig að
9.2.3. Setning (Sjá Setningu 9.3.4)
Lát \(\Phi(t)\) vera grunnfylki fyrir jöfnuhneppið \(u' =A(t)u\).
Sérhvert stak í \({\cal N}(A)\) er af gerðinni \(u(t)=\Phi(t)c\), þar sem \(c\) er vigur í \({\mathbb{C}}^ m\).
Vigurfallið \(u_p\), sem gefið er með formúlunni
uppfyllir \(u'=A(t)u+f(t)\) og \(u(a)=0\).
Lausnin á upphafsgildisverkefninu \(u'=A(t)u+f(t)\), \(u(a)=b\) er gefin með formúlunni
9.2.4. Skilgreining (Sjá §9.4)
Runa \(\{C_n\}_{n=0}^\infty\), af \(\ell\times m\) fylkjum \(C_n=\big(c_{jkn}\big)_{j=1,k=1}^{\ell, m}\) er sögð vera samleitin með markgildi \(C=\big(c_{jk}\big)_{j=1,k=1}^{\ell, m}\) ef fyrir öll gildi á \(j, k\) gildir að
Óendanleg summa \(\sum_{n=0}^\infty C_n\) af \(\ell\times m\) fylkjum er sögð vera samleitin, ef runan af hlutsummum \(\{\sum_{n=0}^N C_n\}_{N=0}^\infty\) er samleitin.
9.2.5. Skilgreining (Sjá §9.4)
Fyrir \(m\times m\)-fylki \(A\) skilgreinum við
Athugið
Með tiltölulega lítilli fyrirhöfn (gert í hefti Ragnars) má sýna að röðin hér að ofan er samleitin fyrir öll \(m\times m\) fylki \(A\). Einnig má skilgreina á sama hátt \(\sin A, \cos A, \ldots\).
9.2.6. Setning (Sjá §9.5)
Fyrir rauntölu \(t\) er
(Sjá Setningu 9.5.1) Fylkjafallið \(\Phi(t)= e^{tA}\) er hin ótvírætt ákvarðaða lausn upphafsgildisverkefnisins
9.2.7. Fylgisetning
Fylkið \(e^{tA}\) er grunnfylki fyrir afleiðujöfnuhneppið \(u'=Au\).
9.2.8. Setning (Sjá Setningu 9.5.2)
Ef \(A\) og \(B\) eru \(m\times m\) fylki og \(AB=BA\), þá er
Fylkið \(e^ {tA}\) hefur andhverfuna \(e^{-tA}\).
9.2.9. Setning
Látum \(A\) vera \(m\times m\) fylki. Gerum ráð fyrir að að \(\varepsilon_1, \dots, \varepsilon_m\) séu eiginvigrar tilheyrandi eigingildum \(\lambda_1, \dots \lambda_m\) og að þessir vigrar myndi grunn. Látum \(T\) vera fylkið sem hefur vigrana \(\varepsilon_1, \dots, \varepsilon_m\) sem dálkvigra í þessari röð. Þá er
9.3. Útreikningur lausna
9.3.1. Verkefni (Sjá §9.6)
Fyrir gefið \(m\times m\) fylki \(A\) skal reikna \(e^{tA}\).
9.3.2. Setning Cayley-Hamilton (Sjá §9.6)
Látum \(A\) vera \(m\times m\) fylki. Kennimargliða \(A\) er margliðan \(p(\lambda)=p_A(\lambda)=\det(\lambda I-A)\). Þá er \(p_A(A)=0\).
9.3.3. Afleiðing Setningar Cayley-Hamilton
Hægt er að finna föll \(f_0(t), f_1(t), \ldots, f_{m-1}(t)\) þannig að
9.3.4. Brúunarverkefni (Sjá §9.7)
Látum \(f\in {\cal O}({\mathbb{C}})\) vera gefið fall, látum \(\alpha_1,\dots,\alpha_\ell\) vera ólíka punkta í \({\mathbb{C}}\), látum \(m_1,\dots,m_\ell\) vera jákvæðar heiltölur og setjum \(m=m_1+\cdots+m_\ell\). Viljum finna margliðu \(r\) af stigi \(<m\), sem uppfyllir
Þetta er alltaf hægt. Margliðan \(r\) er ótvírætt ákvörðuð.
9.3.5. Skilgreining (Sjá §9.7)
Við skilgreinum rununa \(\lambda_1,\dots,\lambda_m\) með því að telja \(\alpha_1,\dots,\alpha_\ell\) með margfeldni, þannig að fyrstu \(m_1\) gildin á \(\lambda_j\) séu \(\alpha_1\), næstu \(m_2\) gildin á \(\lambda_j\) séu \(\alpha_2\) o.s.frv. Svo er
9.3.6. Skilgreining (Sjá §9.7)
Látum \(\lambda_1,\dots,\lambda_m\) vera talnarunu eins og hér að ofan.
Mismunakvótar eru skilgreindir með formúlum
ef \(\lambda_i=\cdots=\lambda_{i+j}\), og
ef \(\lambda_i\neq \lambda_{i+j}\), fyrir \(i=1,\dots,m\) og \(j=0,\dots,m-i\) .
9.3.7. Setning (Sjá §9.7)
Látum \(f\in {\cal O}({\mathbb{C}})\), \(\alpha_1,\dots,\alpha_\ell\) vera ólíka punkta í \({\mathbb{C}}\), \(m_1,\dots,m_\ell\) vera jákvæðar heiltölur, setjum \(m=m_1+\cdots+m_\ell\) og skilgreinum \(p(z)\) eins og hér að ofan. Þá er til margliða \(r\) af stigi \(<m\) og \(g\in {\cal O}({\mathbb{C}})\) þannig að
Margliðan \(r\) er lausn á brúunarverkefninu. Bæði \(r\) og \(g\) eru ótvírætt ákvörðuð og
og
9.3.8. Reikniaðferð
Þegar reikna þarf mismunakvóta þá er gott að fylgja sama skema og hér á eftir:
Þegar \(\lambda_1=1=\lambda_2\) og \(\lambda_3=-1=\lambda_4\) og \(f(z)=e^{tz}\):
9.3.9. Reikniaðferð (Sjá §9.7)
Reikna á \(e^{tA}\) fyrir \(m\times m\) fylki \(A\) og/eða lausn \(u'=Au\) með ákveðið upphafsgildi \(u(0)=b\).
Skref 1: Reiknið eigingildi \(A\) með margfeldni.
Skref 2: Setjið upp mismunatöflu líkt og sýnt er hér að ofan.
Skref 3: Setjið upp formúlu \(e^{tA}\) með því að nota brúunarmargliðuna \(r(z)\).
Skref 3: Ef beðið er um \(e^{tA}\) þá reiknið þið upp úr formúlunni, en ef bara þarf að finna lausnina \(u\) þá þarf ekki að reikna upp úr formúlunni fyrir \(e^{tA}\) heldur er nóg að stilla upp formúlunni með fylkjum og svo margfalda í gegn með vigrinum þannig að maður margfaldar aldrei saman tvö fylki heldur er alltaf að margfalda fylki og vigur.