4. Leifareikningur
Big flashy things have my name written all over them. Well… not yet, give me time and a crayon.
- The Doctor, Doctor Who
4.1. Laurent-raðir og sérstöðupunktar
4.1.1. Skilgreining (Sjá §4.1)
Mengi af gerðinni
þar sem \(0\leq\varrho_1<\varrho_2\leq +\infty\) kallast opinn hringkragi með miðju í \(\alpha\), innri geisla \(\varrho_1\), og ytri geisla \(\varrho_2\).
4.1.2. Setning (Sjá Setningu 4.1.1) (Laurent)
Látum \(X\) vera opið hlutmengi af \({\mathbb{C}}\) og gerum ráð fyrir að \(A(\alpha,\varrho_1,\varrho_2)\subset X\). Ef \(f\in {\cal O}(X)\), þá er unnt að skrifa \(f\) sem
stuðlar raðarinnar \(a_n\) eru gefnir með formúlunni
og \(r\) getur verið hvaða tala sem er á bilinu \(]\varrho_1,\varrho_2[\). Röðin
er samleitin ef \(|z-\alpha|<\varrho_2\) og röðin
er samleitin ef \(|z-\alpha|>\varrho_1\). Báðar raðir eru samleitnar á opna hringkraganum \(A(\alpha,\varrho_1, \varrho_2)\).
4.1.3. Skilgreining (Sjá Skilgreiningu 4.1.2)
Röð af gerðinni
kallast Laurent-röð. Innri samleitnigeisli raðarinnar \(\varrho_1\) er skilgreindur sem neðra mark yfir \(\varrho=|z-\alpha|\) þannig að
er samleitin, ytri samleitnigeisli raðarinnar \(\varrho_2\) er skilgreindur sem efra mark yfir öll \(\varrho=|z-\alpha|\) þannig að
er samleitin. Ef \(\varrho_1<\varrho_2\) þá segjum við að Laurent-röðin sé samleitin.
4.1.4. Skilgreining (Sjá §4.2)
Gefin er Laurent-röð
fyrir fágað fall \(f\). Stuðullinn \(a_{-1}\) kallast leif Laurent-raðarinnar eða leif \(f\) í \(\alpha\) og er táknaður \(\operatorname{Res}(f,\alpha)\) og röðin
kallast höfuðhluti Laurent-raðarinnar eða höfuðhluti fallsins \(f\) í punktinum \(\alpha\).
4.1.5. Skilgreining (Sjá §4.2)
Punktur \(\alpha\) í mengi \(A\) kallast einangraður punktur í \(A\) ef til er opin hringskífa með miðju í \(\alpha\) sem inniheldur engan punkt úr \(A\) nema \(\alpha\).
Látum \(f\in{\cal O}(X)\). Ef \(\alpha\in\mathbb{C}\setminus X\) er einangraður punktur í \(A=\mathbb{C}\setminus X\) þá nefnist \(\alpha\) einangraður sérstöðupunktur \(f\).
4.1.6. Skilgreining (Sjá §4.2)
Látum \(\alpha\) vera einangraðan sérstöðupunkt fyrir fágað fall \(f\). Ritum Laurent-röð \(f\) í \(\alpha\) sem
\(\alpha\) er sagður afmáanlegur sérstöðupunktur ef höfuðhluti Laurent-raðarinnar er \(0\), þ.e.a.s. \(a_n=0\) fyrir öll \(n\leq -1\).
\(\alpha\) er sagt vera skaut ef höfuðhluti Laurent-raðarinnar er endanlegur en ekki 0. Skautið er sagt hafa stig \(m\) ef \(a_{-m}\neq 0\) en \(a_n=0\) fyrir öll \(n<-m\).
\(\alpha\) er sagt vera verulegur sérstöðupunktur ef höfuðhluti Laurent-raðarinnar er óendanlegur.
4.1.7. Setning (Sjá §4.2 og Setningu 4.2.1)
Einangraður sérstöðupunktur \({\alpha}\) fágaða fallsins \(f\) sem skilgreint er á opnu mengi \(X\) er afmáanlegur ef og aðeins ef til er \(r>0\) og \(g\in {\cal O}(S({\alpha},r))\) þannig að \(S^*({\alpha},r)\subset X\) og \(f(z)=g(z)\) fyrir öll \(z\in S^*({\alpha},r)\).
4.1.8. Setning Riemanns.
Ef \(\alpha\) er einangraður sérstöðupunktur fágaða fallsins \(f\), og \(\lim_{z\to \alpha}(z-\alpha)f(z)= 0\), þá er \(\alpha\) afmáanlegur sérstöðupunktur.
4.1.9. Setning (Sjá §4.2)
Látum \(f\) vera fágað fall á opnu mengi \(X\) og \(\alpha\) vera einangraðan sérstöðupunkt fallsins \(f\). Sérstöðupunkturinn \(\alpha\) er skaut af stigi \(m>0\), ef og aðeins ef til er fágað fall \(g\in {\cal O}(U)\), þar sem \(U\) er grennd um \(\alpha\), þannig að \(g(\alpha)\neq 0\) og
4.1.10. Setning
Fall \(f\) hefur skaut í \(\alpha\) ef og aðeins ef \(|f(z)|\to +\infty\) þegar \(z\to \alpha\).
4.1.11. Setning (Stóra Picard-setningin.)
Ef \(\alpha\) er verulegur sérstöðupunktur fágaðs falls \(f\) þá gildir að fyrir sérhvert \(\delta>0\) að mengið
er annaðhvort allt \({\mathbb{C}}\) eða til jafnt og \({\mathbb{C}}\setminus\{z_0\}\) þar sem \(z_0\) er einhver föst tvinntala.
4.1.12. Setning (Sjá §4.4, jöfnur 4.4.3 og 4.4.4)
Látum \(f\) vera fágað fall og \(\alpha\) skaut \(f\).
Ef skautið er einfalt (af stigi 1) þá er
Ef skautið er af stigi \(m\) og við ritum \(f(z)=g(z)/(z-\alpha)^m\) þannig að \(g(\alpha)\neq 0\) þá er
4.2. Leifasetningin
4.2.1. Leifasetningin (Sjá Setningu 4.3.1)
Látum \(X\) vera opið hlutmengi í \({\mathbb{C}}\) og látum \(\Omega\) vera opið hlutmengi af \(X\) sem uppfyllir sömu forsendur og í Cauchy-setningunni. Látum \(A\) vera dreift hlutmengi af \(X\) sem sker ekki jaðarinn \(\partial\Omega\) á \(\Omega\). Ef \(f\in {\cal O}(X\setminus A)\), þá er
(Sjá §4.4, jöfnur 4.4.3 og 4.4.4) Látum \(f\) vera fágað fall og \(\alpha\) skaut \(f\).
Ef skautið er einfalt (af stigi 1) þá er
Ef skautið er af stigi \(m\) og við ritum \(f(z)=g(z)/(z-\alpha)^m\) fyrir \(z\) í gataðri grennd um \(\alpha\) þannig að \(g(\alpha)\neq 0\) þá er
4.2.2. Setning (Sjá §4.4, jöfnur 4.4.6 og 4.4.7)
Gerum ráð fyrir að \(f(z)=g(z)/h(z)\) í grennd við punkt \(\alpha\) þar sem \(g(\alpha)\neq 0\) og \(\alpha\) er \(m\)-föld núllstöð fallsins \(h\) og \(h(z)=(z-\alpha)^mh_1(z)\) þar sem \(h_1(\alpha)\neq 0\). Þá er \(f\) með skaut af stigi \(m\) í \(\alpha\).
Ef \(m=1\) þá er
Ef \(m>1\) þá er
4.2.3. Setning (Sjá §4.5)
Látum \(f(x,y)\) vera fall af tveimur breytum sem er skilgreint á opnu mengi sem inniheldur einingarhringinn \(x^2+y^2=1\). Gerum ráð fyrir að til sé dreift mengi \(A\) sem inniheldur enga punkta úr einingarhringnum \(\partial S(0,1)\) og opið mengi \(X\) sem inniheldur \(\overline{S}(0,1)\) þannig að fallið
sé fágað á \(X\setminus A\). Þá er
4.2.4. Setning (Sjá §4.5)
Látum \(f\) vera fall sem er fágað á menginu \({\mathbb{C}}\setminus A\) þar sem \(A\) er dreift mengi. Gerum ráð fyrir að í menginu \(A\) séu engar rauntölur. Fyrir rauntölu \(r>0\) látum við \(\gamma_r(\theta)=re^{i\theta}\) með \(0\leq\theta\leq \pi\) vera stikunn á hringboganum í efra hálfplaninu \(H_+\) frá \(r\) til \(-r\). Ef
þá er
(Efra hálfplanið \(H_+\) er mengi allra tvinntalna \(z\) þannig að \(\operatorname{Im\, } z>0\). Hægt er að setja fram álíka setningu þar sem er tekinn sá hringbogi sem liggur í neðra hálfplaninu \(H_-=\{z\in {\mathbb{C}}\mid \operatorname{Im\, } z<0\}\).)