3. Útgildisverkefni

Old stories are like old friends, she used to say. You have to visit them from time to time.

-George R.R. Martin, A Storm of Swords

3.1. Útgildi

3.1.1. Skilgreining

Skilgreining

Látum \(f\) vera fall af tveim breytum skilgreint á mengi \({\cal D}(f)\).

Sagt er að \(f\) hafi staðbundið lággildi en: local minimum, minimum, minimum in the small, relative minimum
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
í punkti \((a,b)\) ef til er tala \(r>0\) þannig að \(f(a,b)\leq f(x,y)\) fyrir alla punkta \((x,y)\in B_r(a,b)\cap{\cal D}(f)\).

Sagt er að \(f\) hafi staðbundið hágildi en: local maximum, maximum, maximum in the small, relative maximum
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
í punkti \((a,b)\) ef til er tala \(r>0\) þannig að \(f(a,b)\geq f(x,y)\) fyrir alla punkta \((x,y)\in B_r(a,b)\cap{\cal D}(f)\).

Í þeim punktum þar sem \(f\) tekur annað hvort staðbundið lággildi eða staðbundið hágildi er sagt að \(f\) hafi staðbundið útgildi en: extremum in the small, local extremum, relative extremum
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.

Ef \(f(a,b)\leq f(x,y)\) fyrir alla punkta \((x,y)\in {\cal D}(f)\) þá er sagt að \(f\) taki lægsta gildi í \((a,b)\) (e. global minimum). Ef \(f(a,b)\geq f(x,y)\) fyrir alla punkta \((x,y)\in {\cal D}(f)\) þá er sagt að \(f\) taki hæsta gildi en: absolute maximum, global maximum, largest value, maximum in the large
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
í \((a,b)\).

3.2. Staðbundið útgildi

3.2.1. Upprifjun

Látum \(f\) vera fall af einni breytu skilgreint á mengi \({\cal D}(f)\subseteq {\mathbb R}\). Ef fallið \(f\) hefur staðbundið útgildi í punkti \(a\) þá gildir eitt af þrennu um \(a\):

  1. \(f'(a)=0\). (punkturinn \(a\) kallast stöðupunktur en: critical point, equilibrium point, extremal, singular point, stationary point, vanishing
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.

    \(f\)).

  2. Afleiðan \(f'(a)\) er ekki skilgreind.

  3. Punkturinn \(a\) er jaðarpunktur en: boundary point, frontier point
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    \({\cal D}(f)\).

3.2.2. Setning

Setning

Látum \(f\) vera fall af tveim breytum skilgreint á mengi \({\cal D}(f)\subseteq {\mathbb R}^2\). Ef fallið \(f\) hefur staðbundið útgildi en: extremum in the small, local extremum, relative extremum
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
í punkti \((a,b)\) þá gildir eitt af þrennu um \(a\)

  1. \(\nabla f(a,b)=\mbox{${\bf 0}$}\). (punkturinn \((a,b)\) kallast stöðupunktur en: critical point, equilibrium point, extremal, singular point, stationary point, vanishing
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    \(f\))

  2. Stigullinn en: gradient
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    \(\nabla f(a,b)\) er ekki skilgreindur.

  3. Punkturinn \((a,b)\) er jaðarpunktur en: boundary point, frontier point
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    \({\cal D}(f)\).

3.2.3. Dæmi

Dæmi

Skoðum þrjú föll skilgreind á svæðinu \(-0.5 \leq x \leq 0.5\), \(-0.5 \leq y \leq 0.5\). Hvar eru staðbundin hágildi fallanna?

../_images/peak_smooth.png

Mynd 3.1 \(z = f(x,y) = 1-x^2-y^2\).

../_images/peak.png

Mynd 3.2 \(z = f(x,y) = 1-\sqrt{x^2+y^2}\).

../_images/max_bound.png

Mynd 3.3 \(z= f(x,y) = x^2+y^2\).

3.3. Tilvist útgilda

3.3.1. Setning

Setning

Látum \(f\) vera samfellt fall af tveim breytum skilgreint á lokuðu og takmörkuðu mengi \({\cal D}(f)\). Fallið \(f\) tekur þá bæði hæsta og lægsta gildi.

3.4. Söðulpunktur

3.4.1. Skilgreining

Skilgreining

Punktur \((x,y)\in {\cal D}(f)\) sem er ekki jaðarpunktur kallast söðulpunktur en: saddle point
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef \(\nabla f(x,y)=\mbox{${\bf 0}$}\) en \(f\) hefur ekki staðbundið útgildi í \((x,y)\).

Dæmi um föll með söðulpunkta.

../_images/sodull1.png

Mynd 3.4 \(z = f(x,y) = x^3\).

../_images/sodull2.png

Mynd 3.5 \(z = f(x,y) = x^3+y^3\).

3.5. Staðbundið útgildi

3.5.1. Upprifjun

Látum \(f\) vera fall af einni breytistærð og gerum ráð fyrir að \(f'\) sé samfellt fall. Gerum einnig ráð fyrir að \(f'(a)=0\). Þá gildir:

  1. Ef \(f''(a)>0\) þá hefur \(f\) staðbundið lággildi en: local minimum, minimum, minimum in the small, relative minimum
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    í \(a\).

  2. Ef \(f''(a)<0\) þá hefur \(f\) staðbundið hágildi en: local maximum, maximum, maximum in the small, relative maximum
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    í \(a\).

  3. Ef \(f''(a)=0\) þá gæti verið staðbundið lággildi í \(A\), það gæti verið staðbundið hágildi í \(a\) eða það gætu verið beygjuskil í \(a\), alltsvo. ekkert hægt að segja.

3.6. Hesse-fylki

3.6.1. Skilgreining

Skilgreining

Látum \(f\) vera fall af \(n\) breytum \(\mathbf{x} = (x_1,x_2,\ldots,x_n)\) og gerum ráð fyrir að allar 2. stigs hlutafleiður \(f\) séu skilgreindar í punktinum \(\mathbf{x}\). Skilgreinum Hesse-fylki \(f\) í punktinum \(\mathbf{x}\) sem \(n\times n\)-fylkið

\[\begin{split}{\cal H}(\mathbf{x})=\begin{bmatrix} f_{11}(\mathbf{x})&f_{12}(\mathbf{x}) & \cdots & f_{1n}(\mathbf{x})\\ f_{21}(\mathbf{x})&f_{22}(\mathbf{x}) & \cdots & f_{2n}(\mathbf{x}) \\ \vdots & \vdots & \ddots & \vdots & \\ f_{n1}(\mathbf{x})&f_{n2}(\mathbf{x}) & \cdots & f_{nn}(\mathbf{x})\end{bmatrix}.\end{split}\]

3.7. Ferningsform (sjá kafla 10.7 í Adams)

3.7.1. Upprifjun

Ferningsform en: quadratic form
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(Q\) af \(n\)-breytum \(x_1,x_2,\ldots, x_n\) er einsleit margliða af stigi 2 gefin með

\[Q(\mathbf{x}) = \mathbf{x}^T A \mathbf{x}\]

þar sem \(A\) er samhverft \(n \times n\) fylki með tölu \(a_{ij}\) í sæti \((i,j)\) og \(\mathbf{x} = [x_1,x_2,\ldots x_n]^T\).

3.7.2. Skilgreining

Skilgreining

Ferningsform \(Q\) af \(n\)-breytum er sagt vera jákvætt ákvarðað en: positive definite
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef \(Q(\mbox{${\bf x}$})>0\) fyrir alla vigra \(\mbox{${\bf x}$}\neq \mbox{${\bf 0}$}\) í \(\mbox{${\bf R}^n$}\).

Sagt að ferningsformið \(Q\) neikvætt ákvarðað en: negative definite
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef \(Q(\mbox{${\bf x}$})<0\) fyrir alla vigra \(\mbox{${\bf x}$}\neq \mbox{${\bf 0}$}\) í \(\mbox{${\bf R}^n$}\).

Síðan er sagt að ferningsformið \(Q\) óákvarðað en: undetermined
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef \(Q(\mbox{${\bf x}$})<0\) fyrir einhvern vigur \(\mbox{${\bf x}$}\) og \(Q(\mbox{${\bf y}$})>0\) fyrir einhvern vigur \(\mbox{${\bf y}$}\).

3.7.3. Setning

Setning

Látum \(Q\) vera fernings form af \(n\) breytum og \(A\) samhverft \(n\times n\) fylki þannig að \(Q(\mbox{${\bf x}$})=\mbox{${\bf x}$}^TA\mbox{${\bf x}$}\) fyrir alla vigra \(\mbox{${\bf x}$}\),

  1. Ferningsformið er jákvætt ákvarðað ef og aðeins ef öll eigingildi en: characteristic value, eigenvalue, proper value
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    \(A\) eru jákvæð.

  2. Ferningsformið er neikvætt ákvarðað ef og aðeins ef öll eigingildi en: characteristic value, eigenvalue, proper value
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    \(A\) eru neikvæð.

  3. Ferningsformið er óákvarðað ef og aðeins ef \(A\) hefur bæði jákvæð og neikvæð eigingildi en: characteristic value, eigenvalue, proper value
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.

3.8. Staðbundið útgildi

3.8.1. Setning

Setning

Látum \(f\) vera fall af \(n\) breytum \(\mathbf{x} = (x_1,x_2,\ldots,x_n)\) þannig að allar 1. og 2. stigs hlutafleiður \(f\) eru samfelldar. Látum \(\mathbf{a}\) vera innri punkt á skilgreiningarsvæði \(f\) og gerum ráð fyrir að \(\nabla f(\mathbf{a})=\mbox{${\bf 0}$}\). Þá gildir: Ef \({\cal H}(\mathbf{a})\) er

  1. …jákvætt ákvarðað þá hefur \(f\) staðbundið lággildi en: local minimum, minimum, minimum in the small, relative minimum
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    í \(\mathbf{a}\).

  2. …neikvætt ákvarðað þá hefur \(f\) staðbundið hágildi en: local maximum, maximum, maximum in the small, relative maximum
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    í \(\mathbf{a}\).

  3. …óákvarðað þá hefur \(f\) söðulpunkt en: saddle point
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    í \(\mathbf{a}\).

  4. …hvorki jákvætt ákvarðað, neikvætt ákvarðað né óákvarðað þá nægja upplýsingarnar sem felast í jöfnunni \(\nabla f(\mathbf{a})=\mbox{${\bf 0}$}\) og Hesse-fylkinu ekki til að segja til um hvers eðlis stöðupunkturinn \(\mathbf{a}\) er.

3.8.2. Fylgisetning

Setning

Látum \(f\) vera fall af tveim breytum þannig að 1. og 2. stigs hlutafleiður \(f\) eru samfelldar. Látum \((a,b)\) vera innri punkt á skilgreiningarsvæði \(f\) og gerum ráð fyrir að \(\nabla f(a,b)=\mbox{${\bf 0}$}\). Setjum

\[A=f_{11}(a,b),\qquad\quad B=f_{12}(a,b)=f_{21}(a,b)\qquad\quad C=f_{22}(a,b).\]

Þá gildir:

  1. Ef \(B^2-AC<0\) og \(A>0\) þá hefur \(f\) staðbundið lággildi en: local minimum, minimum, minimum in the small, relative minimum
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    í \((a,b)\).

  2. Ef \(B^2-AC<0\) og \(A<0\) þá hefur \(f\) staðbundið hágildi en: local maximum, maximum, maximum in the small, relative maximum
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    í \((a,b)\).

  3. Ef \(B^2-AC>0\) þá hefur \(f\) söðulpunkt en: saddle point
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    í \((a,b)\).

  4. Ef \(B^2-AC=0\) þá er ekkert hægt að segja.

3.9. Ferningsform

3.9.1. Regla

Setning

Ef \(A\) er samhverft \(n \times n\) fylki með tölu \(a_{ij}\) í sæti \((i,j)\) og

\[\begin{split}D_i = \begin{vmatrix} a_{11} & a_{12} & \cdots & a_{1i} \\ a_{21} & a_{22} & \cdots & a_{2i} \\ \vdots & \vdots & \ddots & \vdots \\ a_{i1} & a_{i2} & \cdots & a_{ii} \end{vmatrix}\end{split}\]

þá gildir

  1. Ef \(D_i > 0\) fyrir \(1\leq i \leq n\) þá er \(A\) jákvætt ákvarðað en: positive definite
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    .

  2. Ef \(D_i > 0\) fyrir slétt \(i\) í \(\{1,2,\ldots,n\}\) og \(D_i < 0\) fyrir oddatölu \(i\) í \(\{1,2,\ldots,n\}\) þá er \(A\) neikvætt ákvarðað en: negative definite
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    .

  3. Ef \(\det(A) = D_n \neq 0\) en hvorki \(1\)\(2\) gilda þá er \(A\) óákvarðað Ekki fannst þýðing á hugtakinu: óákvarðað .

  4. Ef \(\det(A) = 0\) þá er \(A\) hvorki jákvætt né neikvætt ákvarðað en getur verið óákvarðað en: undetermined
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    .

3.10. Útgildi falla þar sem breytur uppfylla skorðujöfnur

3.10.1. Sértækar aðferðir

Finna skal útgildi falls \(f(x,y)\) þegar skilgreiningarsvæði \(f\) er mengi þeirra punkta \((x,y)\) sem uppfylla jöfnu \(g(x,y)=0\).

  1. Er mögulegt að einangra \(x\) eða \(y\) í jöfnunni \(g(x,y)=0\)?

    • Ef hægt er að einangra \(y\) og rita \(y=h(x)\) þá snýst verkefnið nú um að finna útgildi falls \(f(x,h(x))\) af einni breytu \(x\).

  2. Er hægt að stika ferilinn \(g(x,y)=0\)?

    • Ef \(\mbox{${\bf r}$}\) er stikun á ferlinum þá þurfum við að leita að útgildum fallsins \(f(\mbox{${\bf r}$}(t))\) þar sem er bara ein breyta.

3.10.2. Dæmi

Dæmi

Hver eru hæstu og lægstu gildi fallsins \(f(x,y) = x^2-y^2+4\) á menginu \(\{(x,y)~|~x^2+y^2=1\}\)?

../_images/constraint.png

3.10.3. Setning

Setning

Látum \(f\) og \(g\) vera föll sem eru bæði diffranleg í punktinum \(P_0=(x_0,y_0)\) sem liggur á ferlinum \(g(x,y)=0\), og er ekki endapunktur ferilsins. Gerum ráð fyrir að \(\nabla g(x_0,y_0)\neq \mbox{${\bf 0}$}\). Gerum líka ráð fyrir að ef við einskorðum fallið \(f\) við ferilinn \(g(x,y)=0\) þá hafi \(f\) staðbundið útgildi í \(P_0\). Þá eru stiglarnir \(\nabla f(x_0,y_0)\) og \(\nabla g(x_0,y_0)\) samsíða.

../_images/lagrange1.png

Ef stiglarnir \(\nabla g(P_0)\) og \(\nabla f(P_0)\) eru ekki samsíða þá vex \(f\) eða minnkar þegar farið er eftir \(\mathcal{C}\) út frá punktinum \(P_0\).

3.11. Lagrange-margfaldarar

3.11.1. Reikniaðferð

Finna skal útgildi falls \(f(x,y)\) þegar skilgreiningarsvæði \(f\) er mengi þeirra punkta \((x,y)\) sem uppfylla jöfnu \(g(x,y)=0\).

Búum til Lagrange-fallið

\[L(x,y,\lambda)=f(x,y)+\lambda g(x,y).\]

Stöðupunktar en: critical point, equilibrium point, extremal, singular point, stationary point, vanishing
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(L\), þ.e.a.s. punktar \((x_0,y_0,\lambda_0)\) þar sem \(\nabla L(x_0,y_0,\lambda_0)=\mbox{${\bf 0}$}\), gefa mögulega punkta \((x_0,y_0)\) þar sem \(f\) tekur útgildi.

Þessir punktar finnast með því að leysa jöfnuhneppið

\[\begin{split}\begin{aligned} f_1(x,y)+\lambda g_1(x,y)&=0\\ f_2(x,y)+\lambda g_2(x,y)&=0\\ g(x,y)&=0.\end{aligned}\end{split}\]

Talan \(\lambda\) nefnist Lagrange-margfaldari.

3.11.2. Regla

Setning

Finna skal útgildi Ekki fannst þýðing á hugtakinu: útgildi falls \(f(x,y)\) þegar skilgreiningarsvæði \(f\) er mengi þeirra punkta \((x,y)\) sem uppfylla jöfnu \(g(x,y)=0\).

Athuga þarf punkta sem uppfylla eitt af eftirfarandi skilyrðum:

  1. Stöðupunktar en: critical point, equilibrium point, extremal, singular point, stationary point, vanishing
    Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
    \(L(x,y,\lambda)\).

  2. Punktar \((x,y)\) þar sem \(\nabla g(x,y)=\mbox{${\bf 0}$}\)

  3. Punktar \((x,y)\) þar sem annar eða báðir stiglanna \(\nabla g(x,y)\) og \(\nabla f(x,y)\) eru ekki skilgreindir.

  4. ,,Endapunktar” ferilsins \(g(x,y)=0\).

3.11.3. Reikniaðferð

Finna skal útgildi Ekki fannst þýðing á hugtakinu: útgildi falls \(f(x,y,z)\) þegar skilgreiningarsvæði \(f\) er mengi þeirra punkta \((x,y,z)\) sem uppfylla jöfnurnar \(g(x,y,z)=0\) og \(h(x,y,z)=0\).

Búum til Lagrange-fallið

\[L(x,y,z,\lambda,\mu)=f(x,y,z)+\lambda g(x,y,z)+\mu h(x,y,z).\]

Stöðupunktar en: critical point, equilibrium point, extremal, singular point, stationary point, vanishing
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(L\), þ.e.a.s. punktar \((x_0,y_0,z_0,\lambda_0,\mu_0)\) þar sem \(\nabla L(x_0,y_0,z_0,\lambda_0,\mu_0)=\mbox{${\bf 0}$}\) gefa mögulega punkta \((x_0,y_0,z_0)\) þar sem \(f\) tekur útgildi Ekki fannst þýðing á hugtakinu: útgildi .

Þessir punktar finnast með því að leysa jöfnuhneppið

\[\begin{split}\begin{aligned} f_1(x,y,z)+\lambda g_1(x,y,z)+\mu h_1(x,y,z)&=0\\ f_2(x,y,z)+\lambda g_2(x,y,z)+\mu h_2(x,y,z)&=0\\ f_3(x,y,z)+\lambda g_3(x,y,z)+\mu h_3(x,y,z)&=0\\ g(x,y,z)&=0\\ h(x,y,z)&=0.\end{aligned}\end{split}\]