1. Ferlar
Winter is coming.
- George R.R. Martin, A Game of Thrones
1.1. Inngangur
- Viðfangsefni námskeiðsins er varpanir sem skilgreindar eru á hlutmengi í \(\mbox{${\bf R}^n$}\) og taka gildi í \(\mbox{${\bf R}^m$}\). 
- Fáumst við stærðfræðigreiningu í mörgum breytistærðum. 
- Sambærileg verkefni og í stærðfræðigreiningu í einni breytistærð: Samfelldni, diffrun, heildun. Rúmfræðileg túlkun skiptir nú miklu máli. 
- Gerir okkur kleift að fást við mörg raunveruleg verkefni þar sem margar breytistærðir koma við sögu. 
1.2. Stikaferlar
1.2.1. Skilgreining
Skilgreining
Vörpun \(\mbox{${\bf r}$}:  [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\)
þannig að \(\mbox{${\bf r}$}(t)=(r_1(t),\ldots,r_n(t))\) kallast
vigurgild vörpun. Slík vörpun er sögð samfelld ef föllin
\(r_1, \ldots, r_n\) eru öll samfelld. Samfelld vörpun
\(\mbox{${\bf r}$}:  [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\) er oft
kölluð 
  stikaferill
    en: parametric curve
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.2.2. Ritháttur
Þegar fjallað er um stikaferil \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow {\mathbb R}^2\) þá er oft ritað
og þegar fjallað er um stikaferil \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow {\mathbb R}^3\) þá er oft ritað
1.3. Ferlar og stikanir á ferlum
1.3.1. Skilgreining
Skilgreining
  Ferill í plani
    en: curve, curved line, line, trajectory
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Ferill í rúmi og 
  stikun
    en: parametrization
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Aðvörun
Ferill í plani/rúmi er ekki það sama og stikaferill. Fyrir gefinn feril eru til (óendanlega) margar ólíkar stikanir.
1.3.2. Dæmi - Eðlisfræðileg túlkun
Líta má á veginn milli Reykjavíkur og Akureyrar sem feril.
Líta má á ferðalag eftir veginum frá Reykjavík til Akureyrar þar sem staðsetning er þekkt á hverjum tíma sem stikaferil þar sem tíminn er stikinn.
1.3.3. Dæmi
Dæmi
Jafnan
lýsir ferli í planinu sem er hringur með miðju í (0,0) og geisla 1. Dæmi um ólíkar stikanir:
1.4. Diffrun stikaferla
1.4.1. Skilgreining
Skilgreining
Stikaferill \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\) er diffranlegur í punkti \(t\) ef markgildið
er til. Stikaferillinn \(\mbox{${\bf r}$}\) er sagður diffranlegur ef hann er diffranlegur í öllum punktum á bilinu \([a,b]\). (Í endapunktum bilsins \([a,b]\) er þess krafist að einhliða afleiður séu skilgreindar.)
1.4.2. Setning
Setning
Stikaferill \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\) er diffranlegur í punkti \(t\) ef og aðeins ef föllin \(r_1,\ldots,r_n\) eru öll diffranleg í \(t\). Þá gildir að
1.4.3. Ritháttur
Látum \(\mbox{${\bf r}$}:  [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\)
vera diffranlegan stikaferil. Venja er að rita
\(\mbox{${\bf v}$}(t)=\mbox{${\bf r}$}'(t)\) og tala um
\(\mbox{${\bf v}$}(t)\) sem 
  hraða
    en: velocity
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.4.4. Dæmi
Dæmi
Lítum á eftirfarand stikaferla sem stika hring með miðju í (0,0) og geisla 1.
Þá er tilsvarandi hraði
og ferðin \(|\mbox{${\bf v}$}_1(t)| = 1\) og \(|\mbox{${\bf v}$}_2(t)| = 2t\).
1.4.5. Setning
Setning
Látum \(\mbox{${\bf u}$},\mbox{${\bf v}$}:[a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\) vera diffranlega stikaferla og \(\lambda\) diffranlegt fall. Þá eru stikaferlarnir \(\mbox{${\bf u}$}(t)+\mbox{${\bf v}$}(t), \lambda(t)\mbox{${\bf u}$}(t)\) og \(\mbox{${\bf u}$}(\lambda(t))\) diffranlegir, og ef \(n=3\) þá er stikaferillinn \(\mbox{${\bf u}$}(t)\times \mbox{${\bf v}$}(t)\) líka diffranlegur. Fallið \(\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}(t)\) sem innfeldi \({\bf u}\) og \({\bf v}\) gefur er líka diffranlegt. Eftirfarandi listi sýnir formúlur fyrir afleiðunum:
(a) \(\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(t)+\mbox{${\bf v}$}(t))=\mbox{${\bf u}$}'(t)+\mbox{${\bf v}$}'(t)\),
(b) \(\frac{d}{dt}(\lambda(t)\mbox{${\bf u}$}(t))=\lambda'(t)\mbox{${\bf u}$}(t)+\lambda(t)\mbox{${\bf u}$}'(t)\),
(c) \(\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}(t))=\mbox{${\bf u}$}'(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}(t)+\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf v}$}'(t)\),
(d) \(\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(t)\times\mbox{${\bf v}$}(t))=\mbox{${\bf u}$}'(t)\times\mbox{${\bf v}$}(t)+\mbox{${\bf u}$}(t)\times\mbox{${\bf v}$}'(t)\),
(e) \(\frac{d}{dt}(\mbox{${\bf u}$}(\lambda(t)))=\mbox{${\bf u}$}'(\lambda(t))\lambda'(t)\).
Ef \(\mbox{${\bf u}$}(t)\neq\mbox{${\bf 0}$}\) þá er
(f) \(\frac{d}{dt}|\mbox{${\bf u}$}(t)|=\frac{\mbox{${\bf u}$}(t)\cdot\mbox{${\bf u}$}'(t)}{|\mbox{${\bf u}$}(t)|}\).
1.4.6. Skilgreining
Skilgreining
Látum \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}; \mbox{${\bf r}$}(t)=(r_1(t),\ldots,r_n(t))\) vera stikaferil.
Stikaferillinn er sagður 
  samfellt diffranlegur
    en: continuously differentiable
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Stikaferillinn er sagður samfellt diffranlegur á köflum ef til eru tölur \(b_0,\ldots,b_k\) þannig að \(a=b_0<b_1<\cdots<b_k=b\) og stikaferillinn er samfellt diffranlegur á hverju bili \([b_{i-1}, b_i]\). Það að stikaferill sé reglulegur á köflum er skilgreint á sambærilegan hátt.
1.4.7. Setning
Setning
Látum \(\mbox{${\bf r}$}=f(t)\mbox{${\bf i}$}+g(t)\mbox{${\bf j}$}\)
vera samfellt diffranlegan stikaferil fyrir \(t\) á bili \(I\).
Ef \(f'(t) \neq 0\) á \(I\) þá hefur ferilinn 
  snertilínu
    en: tangent, tangent line
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Ef \(g'(t) \neq 0\) á \(I\) þá hefur ferilinn 
  þverlínu
    en: normal, normal line, perpendicular
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.5. Lengd stikaferils
1.5.1. Regla
Látum \(\mbox{${\bf r}$}:  [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\)
vera samfellt diffranlegan stikaferil. Lengd eða 
  bogalengd
    en: arc length
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.5.2. Skilgreining
Skilgreining
Látum \(\mbox{${\bf r}$}: [a,b]\rightarrow \mbox{${\bf R}^n$}\) vera samfellt diffranlegan stikaferil. Sagt er að stikaferillinn sé stikaður með bogalengd ef fyrir allar tölur \(t_1, t_2\) þannig að \(a\leq t_1<t_2\leq b\) þá gildir
Skilyrðið segir að lengd stikaferilsins á milli punkta \(\mbox{${\bf r}$}(t_1)\) og \(\mbox{${\bf r}$}(t_2)\) sé jöfn muninum á \(t_2\) og \(t_1\). Stikun með bogalengd má líka þekkja á þeim eiginleika að \(|\mbox{${\bf v}$}(t)|=1\) fyrir öll gildi á \(t\).
Dæmi
Stikum gormferilinn \({\bf r} = a \cos(t) {\bf i} + a \sin(t) {\bf j} + b t {\bf k}\) með bogalengd frá punkti \((a,0,0)\) í stefnu vaxandi \(t\).
Lausn
Reiknum
Þá er lengd ferilsins frá \(0\) til \(t\) gefin með
og ef við leysum fyrir \(t\) sem fall af \(s\) fæst
Þá er stikun með bogalengd, köllum hana \(\mathbf{r}_b\), gefin með
 
Gormferillinn fyrir gildin \(a=b=1\) og \(t \in [0,4\pi]\).
1.6. Pólhnit
- Þegar við fáumst við verkefni í mörgum víddum höfum við frelsi til að velja hnitakerfi. 
- Heppilegt val á hnitakerfi getur skipt sköpum við lausn verkefnis. 
1.6.1. Skilgreining
Skilgreining
Látum \(P=(x,y)\neq \mbox{${\bf 0}$}\) vera punkt í plani. 
  Pólhnit
    en: polar coordinates
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.6.2. Regla
Setning
Ef pólhnit punkts í plani eru \([r, \theta]\) þá má reikna
  hornrétt hnit
    en: orthogonal coordinates, rectangular coordinates
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Ef við þekkjum \(xy\)-hnit punkts þá má finna pólhnitin út frá jöfnunum
(Ef \(x=0\) þá má taka \(\theta=\frac{\pi}{2}\) ef \(y>0\) en \(\theta=-\frac{\pi}{2}\) ef \(y<0\). Þegar jafnan \(\tan\theta=\frac{y}{x}\) er notuð til að ákvarða \(\theta\) þá er tekin lausn á milli \(-\frac{\pi}{2}\) og \(\frac{\pi}{2}\) ef \(x>0\) en á milli \(\frac{\pi}{2}\) og \(\frac{3\pi}{2}\) ef \(x<0\).)
Ef \((x,y)\) er ekki á neikvæða \(x\)-ásnum þá má einnig nota eftirfarandi formúlu til að finna horn punktsins,
Athugið að \(arctan\) skilar gildum á bilinu frá \(-\pi/2\) til \(\pi/2\) þannig að þessi formúla skilar horni á bilinu frá \(-\pi\) til \(\pi\).
1.7. Pólhnitagraf
1.7.1. Skilgreining og umræða
Látum \(f\) vera fall skilgreint fyrir \(\theta\) þannig að \(\alpha\leq\theta\leq\beta\). Jafnan \(r=f(\theta)\) lýsir mengi allra punkta í planinu sem hafa pólhnit á forminu \([f(\theta),\theta]\) þar sem \(\alpha\leq\theta\leq\beta\). Þetta mengi kallast pólhnitagraf fallsins \(f\).
Pólhnitagraf er ferill í planinu sem má stika með stikaferlinum
með formúlu
Dæmi
Finnum skurðpunkta hjartaferilsins \(r = 1-\sin\theta\) og hringsins \(r=\sin\theta\).
Lausn
Athugum fyrst hvort ferlarnir skerist fyrir sama gildi á \(r>0\) og \(\theta\). Leysum þá jöfnuna \(1-\sin\theta = \sin\theta\) og fáum \(\sin\theta = \frac{1}{2}\). Hjartaferillinn er með lotu \(2\pi\) en hringurinn lotu \(\pi\) svo nóg er að skoða lausnir fyrir \(\theta \in [0,2\pi]\). Fáum lausnir \(\theta = \pi/6\) og \(\theta = 5\pi/6\) og skurðpunktarnir eru því \([1/2,\pi/6]\) og \([1/2,5\pi/6]\).
Athugið að við þurfum einnig að athuga hvort ferlarnir skerist þegar \(r=0\) en þá gætu þeir skorist fyrir ólík gildi á \(\theta\). Hjartaferillinn sker punktinn \((0,0)\) þegar \(\theta = \pi/2\) og hringurinn sker \((0,0)\) fyrir \(\theta=0\) og því er \((0,0)\) einnig skurðpunktur.
 
Hringurinn og hjartaferillinn saman á mynd. Á myndinni má sjá skurðpunktana þrjá sem reiknaðir voru að ofan.
1.8. Snertill við pólhnitagraf
1.8.1. Setning
Setning
Látum \(r=f(\theta)\) vera pólhnitagraf fallsins \(f\) og gerum
ráð fyrir að fallið \(f\) sé samfellt diffranlegt. Látum
\(\mbox{${\bf r}$}(\theta)\) tákna stikunina á pólhnitagrafinu sem
innleidd er í 1.7.1. Ef vigurinn
\(\mbox{${\bf r}$}'(\theta)\neq \mbox{${\bf 0}$}\) þá gefur þessi
vigur stefnu 
  snertils
    en: tangent line, tangent vector
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.9. Flatarmál
1.9.1. Setning
Setning
  Flatarmál
    en: area, measure of area, surface area
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Dæmi
Finnum flatarmál svæðisins sem afmarkast af spíralnum \(r=\theta\) og geislunum \(\theta = 0\) og \(\theta = 2\pi\).
1.10. Bogalengd
1.10.1. Setning
Setning
Gerum ráð fyrir að fallið \(f(\theta)\) sé diffranlegt. 
  Bogalengd
    en: arc length
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
Dæmi
Finnum bogalengd spíralsins sem skilgreindur er með pólhnitagrafinu \(r=\theta\) fyrir \(\theta \in [0,2\pi]\).
Lausn
Köllum bogalengdina \(s\) og reiknum
1.11. Einingarsnertivigur
1.11.1. Skilgreining
Skilgreining
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi. Látum \(\mbox{${\bf r}$}\) vera stikun á \(\cal C\) og gerum ráð fyrir að \(\mbox{${\bf r}$}\) sé reglulegur stikaferill (þ.e.a.s. \(\mbox{${\bf r}$}\) er samfellt diffranlegur stikaferill og \(\mbox{${\bf r}$}'(t)\neq \mbox{${\bf 0}$}\) fyrir öll \(t\)). Einingarsnertivigurinn \(\mbox{${\bf T}$}\) við ferilinn \(\cal C\) í punktinum \(\mbox{${\bf r}$}(t)\) er skilgreindur með formúlunni
1.12. Krappi
1.12.1. Skilgreining
Skilgreining
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og
\(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd. (Þegar
fjallað er um stikanir með bogalengd er venja að tákna stikann með
\(s\).) Lengd hraðavigurs er alltaf 1 og því er
\(\mbox{${\bf T}$}(s)=\mbox{${\bf v}$}(s)\). 
  Krappi
    en: curvature
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
  Krappageisli
    en: radius of curvature
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.13. Meginþverill
1.13.1. Skilgreining
Skilgreining
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og
\(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd.
  Meginþverill
    en: first normal, principal normal
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.13.2. Umræða
Táknum með \(\theta\) hornið sem \(\mbox{${\bf T}$}\) myndar við grunnvigurinn \(\mbox{${\bf i}$}\). Þá er \(\kappa = \frac{d\theta}{ds}\).
 
1.14. Hjúfurplan
1.14.1. Skilgreining
Skilgreining
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og \(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd.
  Hjúfurplanið
    en: osculating plane
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
  Hjúfurhringur
    en: circle of curvature, osculating circle
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.15. Tvíþverill
1.15.1. Skilgreining
Skilgreining
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og \(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd. Vigurinn
kallast 
  tvíþverill
    en: binormal
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(\{\mbox{${\bf T}$}(s),\mbox{${\bf N}$}(s),\mbox{${\bf B}$}(s)\}\) er þverstaðlaður grunnur og kallast Frenet ramminn.
1.16. Vindingur
1.16.1. Setning og skilgreining
Setning
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og \(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd. Vigurinn \(\mbox{${\bf B}$}'(s)\) er samsíða vigrinum \(\mbox{${\bf N}$}(s)\), þ.e.a.s. \(\mbox{${\bf B}$}'(s)\) er margfeldi af \(\mbox{${\bf N}$}(s)\).
Skilgreining
Talan \(\tau(s)\) þannig að
kallast 
  vindingur
    en: second curvature, torsion
    
      
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
1.17. Frenet-Serret jöfnurnar
1.17.1. Jöfnur
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi og \(\mbox{${\bf r}$}\) stikun á \(\cal C\) með bogalengd. Þá gildir
1.17.2. Setning
Setning
Látum \(\cal C\) vera feril í plani eða rúmi. Gerum ráð fyrir að \(\mbox{${\bf r}$}\) sé reglulegur stikaferill sem stikar \(\cal C\). Ritum \(\mbox{${\bf v}$}=\mbox{${\bf r}$}'(t)\) og \(\mbox{${\bf a}$}=\mbox{${\bf r}$}''(t)\). Þá gildir í punktinum \(\mbox{${\bf r}$}(t)\) að
einnig er
Dæmi
Gerum ráð fyrir að \(f\) sé tvisvar sinnum diffranlegt. Finnum krappa ferilsins \(y=f(x)\) í punktinum \((x,f(x))\).
Lausn
Stikum ferilinn með \(\mathbf{r}(x) = x \mathbf{i} + f(x) \mathbf{j}\). Þá eru hraðinn \(\mathbf{v}\) og hröðunin \(\mathbf{a}\) gefin með
Reiknum svo krossfeldið
Þá er krappinn gefinn með
