6. Innfeldi og hornrétt ofanvörp
6.1. Innfeldi
6.1.1. Skilgreining: Innfeldi
Skilgreining
Látum u=(u1,u2,…,un) og v=(v1,v2,…,vn) vera vigra í Rn. Innfeldi (e. inner product) er vörpun Rn×Rn →R sem tekur inn tvo vigra u og v og skilar tölunni uTv. Oftast ritað
Skilgreina má innfeldi fyrir almenn vigurrúm, ekki bara Rn. Stundum er innfeldið á Rn kallað depilmargfeldi.
6.1.1.1. Sýnidæmi: Innfeldi
Dæmi
Látum u=[12] og v=[34] reiknið innfeldið.
Lausn
6.1.2. Reiknireglur um innfeldi á Rn
Setning
Látum u,v og w vera vigra í Rn og c∈R. Þá gildir
1. u⋅v=v⋅u.
2. (u+v)⋅w=u⋅w+v⋅u.
3. (cu)⋅v=c(u⋅v)=u⋅(cv).
4. u⋅u≥0, og u⋅u=0 ef og aðeins ef u=0.
6.2. Lengd
6.2.1. Skilgreining: Lengd
Skilgreining
Látum u=(u1,u2,…,un) vera vigur í Rn. Lengd, stundum kallað staðall eða norm, vigursins u er talan
6.2.1.1. Sýnidæmi: Lengd vigurs
Dæmi
Reiknið lengd vigursins u=[123]
Lausn
6.2.2. Reiknireglur um lengd
Setning
Látum u og v vera vigra í Rn og c∈R. Þá gildir
1. ||u||≥0 og ||u||=0 ef og aðeins ef u=0.
2. ||u+v||≤||u||+||v||.
3. ||cu||=|c|||u||.
4. |u⋅v|≤||u||||v||
6.2.3. Skilgreining: Einingarvigur
Skilgreining
Vigur u∈Rn sem hefur lengdina ||u||=1 kallast einingarvigur (e. unit vector). Stundum ritað ˆu.
Sérhvern vigur u∈Rn (að undanskildum núllvigri) má staðla, þ.e. gera að einingarvigri, með því að deila með lengdinni, ˆu=u/||u||.
6.3. Fjarlægðir í Rn
6.3.1. Skilgreining: Fjarlægð milli punkta í Rn
Skilgreining
Látum u og v vera vigra í Rn. Fjarlægðin milli u og v er skilgreind sem lengdin á vigrinum u−v, þ.e.
Í skilgreiningunni hér að ofan hugsum við um u og v ýmist sem vigra eða punkt í Rn. Á eftirfarandi mynd má sjá fjarlægð milli tveggja vigra.

6.3.1.1. Sýnidæmi: Fjarlægð milli punkta
Dæmi
Reiknum fjarlægð milli [12] og [−34]
Lausn
6.3.2. Reiknireglur um fjarlægðir
Setning
- Látum u,v og w vera punkta í Rn. Þá gildir
1. d(u,v)≥0 og d(u,v)=0 ef og aðeins ef u=v
2. d(u,v)=d(v,u)
3. d(u,w)≤d(u+v)+d(v+w)
Fall d:Rn×Rn→R sem uppfyllir þessi þrjú skilyrði kallast firð (e. metric).
6.4. Hornréttir vigrar
6.4.1. Skilgreining: Hornrétt
Skilgreining
Látum u og v vera vigra í Rn. Vigrarnir u og v eru sagðir hornréttir (á hvorn annan) (e. orthogonal) ef u⋅v=0
6.4.2. Skilgreining: Horn milli vigra
Skilgreining
Ef u og v eru vigrar í Rn, sem er hvorugur núll, þá skilgreinum við hornið milli (e. angle between) þeirra sem töluna
6.4.3. Regla Pýþagórasar
Setning
Vigrarnir u og v eru hornréttir hvor á annan þá og því aðeins að
6.5. Hornrétt fyllirúm
6.5.1. Skilgreining: Hornrétt fyllirúm
Skilgreining
Látum W vera mengi vigra í Rn. Hornrétt fyllirúm (e. orthogonal complement) er mengi W⊥ allra þeirra vigra í Rn sem eru hornréttir á sérhvern vigur í W, þ.e.
W⊥={z∈Rn:z⋅w=0,∀w∈W}
6.5.2. Setning: Hornrétt fyllirúm
Setning
a. Látum W vera hlutmengi í Rn. Hornrétta fyllirúmið W⊥ er hlutrúm í Rn.
b. Ef W er hlutrúm í Rn þá W∩W⊥={0} og (W⊥)⊥=W.
c. Látum W=Span{v1,...,vp}. Vigur x er í W⊥ ef og aðeins ef hann er hornréttur á sérhvern vigranna v1,...,vp.
d. Látum A vera m×n fylki. Þá er Row(A)⊥=Nul(A) og Col(A)⊥=Nul(AT).
Sönnum a. í setningunni hér að ofan.
Athugasemd
Látum W vera hlutmengi í Rn.
1. Vigurinn 0 er hornréttur á öll stök í W svo 0∈W⊥.
2. Látum u,v∈W⊥ og látum w vera hvaða vigur sem er í W. Þá er
(u+v)⋅w=u⋅w+v⋅w=0+0=0
svo (u+v) er hornrétt á alla vigra W og því er (u+v)∈W⊥.
3. Látum u∈W⊥, w vera hvaða vigru sem er í W og c vera rauntölu. Þá er
(cu)⋅w=cu⋅w=c⋅0=0svo cu er hornréttu á alla vigra í W og því er cu∈W⊥.
Þetta sýnir að W⊥ er hlutrúm í Rn.
6.6. Þverstæð og þverstöðluð mengi
6.6.1. Skilgreining: Þverstæð og þverstöðluð mengi
Skilgreining
Mengi W í Rn er þverstætt (e. orthogonal) ef sérhverjir tveir vigrar í menginu eru hornréttir hvor á annan. Mengið er sagt þverstaðlað (e. orthonormal) ef það er þverstætt og allir vigrarnir í W hafa lengdina 1.
6.6.1.1. Sýnidæmi: Þverstæð og þverstöðluð mengi
Dæmi
1. Venjulegi grunnurinn {e1,…,en} í Rn er þverstaðlað mengi. Þeir hafa allir lengdina einn þar sem þeir eru einingarvigrar og þeir eru hornréttir samkvæmt skilgreiningu.
2. {v1,v2,v3} þar sem v1=(3,1,1),v2=(−1,2,1) og v3=(−1/2,−2,7/2) er þverstætt mengi. Það má auðveldlega sannfæra sig að svo sé með því að sýna fram á að öll innfeldin v1⋅v2,v1⋅v3 og v2⋅v3 séu núll, og lengdir vigranna eru ekki 1.
6.6.1.2. Sýnidæmi: Þverstæð mengi
Dæmi
Finnið dæmi um þrjá vigra sem mynda þverstætt mengi og þrjá vigra sem gera það ekki, af eftirfarandi vigrum.
u=[1−20],v=[213],w=[11−1],q=[003].
Lausn
Athugum fyrst u,v og w.
u⋅v=(1)(2)+(−2)(1)+(0)(3)=0v⋅w=(2)(1)+(1)(1)+(3)(−1)=0u⋅w=(1)(1)+(−2)(1)+(0)(−1)=−1
Þar sem innfeldið er ekki 0 í öllum tilfellum svo vigrarnir mynda ekki þverstætt mengi.
Athugum því næst u,v og q.
u⋅v=(1)(2)+(−2)(1)+(0)(3)=0v⋅q=(2)(0)+(1)(0)+(0)(3)=0u⋅q=(1)(0)+(−2)(0)+(0)(3)=0
Þar sem innfeldið er 0 í öllum tilfellum mynda vigrarnir þverstætt mengi.

6.6.2. Setning: Þverstæð mengi eru línulega óháð
Setning
Látum S={u1,…,up} vera þverstætt hlutmengi í Rn sem inniheldur engan núllvigur. Þá er S línulega óháð og er því grunnur fyrir hlutmengið spannað af S.
6.7. Þverstæðir og þverstaðlaðir grunnar
6.7.1. Skilgreining: Þverstæðir og þverstaðlaðir grunnar
Skilgreining
Látum W vera hlutrúm í Rn og {u1,…,up} vera grunn fyrir W.
1. Grunnurinn fyrir W er þverstæður (e. orthogonal basis) ef sérhverjir tveir ólíkir vigrar í grunninum eru hornréttir hvor á annan, m.o.ö.
ui⋅uj=0 ef i≠j.
2. Grunnurinn fyrir W er þverstaðlaður (e. orthonormal basis) ef sérhverjir tveir vigrar í grunninum eru hornréttir hvor og annan og allir vigrarnir eru einingarvigrar, m.ö.o.
ui⋅uj={1 ef i=j0 ef i≠j
Sýnidæmi 6.6.1.1. um þverstæð og þverstöðluð mengi er einnig dæmi um þverstæða og þverstaðlaða grunna.
Athugasemd
Ef mengið {v1,…,vp} er þverstæður grunnur fyrir hlutrúm W í Rn þá er mengið
þverstaðlaður grunnur fyrir W. Niðurstaðan er sú að ef við höfum þverstæðan grunn er hægt að búa til þverstaðlaðan grunn.
6.7.2. Skilgreining: Hnit m.t.t. þverstæðra og þverstaðlaða grunna
Skilgreining
Látum W vera hlutrúm í Rn og B={u1,…,up} vera grunn fyrir W.
1. Ef y∈W og B er þverstæður þá er
þar sem
Þ.e., hnitavigur y m.t.t. grunnsins B er
2. Ef y∈W og B er þverstaðlaður þá er
þar sem
Þ.e., hnitavigur y m.t.t. grunnsins B er
6.7.2.1. Sýnidæmi: Hnit vigurs m.t.t. grunns
Dæmi
Reikna á hint vigursins v=(3,−2) m.t.t. grunnanna B={(1,1),(−1,1)} og C={1√2(1,1),1√2(−1,1)} fyrir R2.
Lausn
1. Hnit v m.t.t. þverstæða grunnsins B eru
og
svo
svo
2. Hnit v m.t.t. þverstaðlaða grunnsins C eru
og
svo
6.7.2.2. Sýnidæmi: Annað dæmi um hnit vigurs m.t.t. grunns
Dæmi
Finnið hnit punktsins y=(1,1,1) með tilliti til þverstæða grunnsins
Lausn
Fáum að
Svo
6.8. Hornrétt ofanvarp
6.8.1. Skilgreining: Hornrétt ofanvarp
Skilgreining
Látum u≠0 og y vera vigra í Rn. Við skilgreinum
sem hornrétt ofanvarp (e. orthogonal projection) y á u. Stundum er ofanvarp táknað með proj(y).
Liða má vigur y∈R upp í samsíða og hornréttan þátt, þ.e. y=ˆy+z, eins og sjá má á eftirfarandi mynd.

Punkturinn ˆy er sá punktur á línunni í planinu sem er í minnstri fjarlægð frá punktinum y.
6.8.1.1. Sýnidæmi: Hornrétt ofanvarp
Dæmi
Reikna á hornrétt ofanvarp u=(3,1) á y=(1,3), þverþáttinn z og ||z||.
Lausn
Fáum
og
Í kjölfarið finnum við fjarlægð y frá rúminu sem u spannar, þ.e. ||z||, með
Lausnir prófaðar
Við fengum að ˆy=[9535] og ˆz=[−45125]. Prófum þessar lausnir
1. y er summan af ˆy og z
ˆy+z=[9535]+[−45125]=[13].Já.
2. ˆy er samsíða u því
ˆy=[9535]=35[31]=35u.Já.
3. z er hornrétt á u
z⋅u=[−45125]⋅[31]=−123+123=0.Já.
6.8.2. Skilgreining: Hornrétt ofanvarp á hlutrúm
Skilgreining
Látum W vera hlutrúm og y vera vigur í Rn. Við skilgreinum hornrétt ofanvarp á hlutrúm W sem projW:Rn→Rn þannig að projWy=ˆy∈W er hornrétt ofanvarp vigurs y á W og z=y−ˆy∈W⊥.
6.8.3. Eiginleikar ofanvarps
Setning
Látum W vera hlutrúm í Rn.
1. Fyrir sérhvern vigur y∈Rn þá er projW(y)∈W.
2. Ef y∈W þá er projWy=y.
3. Ef y∈W⊥ þá er projWy=0
4. Fyrir sérhvern vigur y∈Rn gildir að projW(projWy)=projWy svo um vörpunina projW gildir því að projW∘projW=projW
6.8.4. Setning: Hornréttir grunnar fyrir hlutrúm
Setning
Látum W vera hlutrúm í Rn. Ef {u1,u2,⋯,up} er þverstæður grunnur fyrir W þá er
1. W=span{u1,⋯up}.
2. Mengið {u1,⋯up} er línulega óháð.
3. Ef i≠j þá eru ui og uj hornréttir horn á annan, m.ö.o. ui⋅uj=0.
6.8.5. Setning: Hornrétt liðun (e. orthogonal decomposition)
Setning
Látum W vera hlutrúm og y vera vigur í Rn. Þá er til ótvírætt ákvarðaður vigur ˆy∈W þannig að z=y−ˆy∈W⊥. Ef {u1,u2,⋯,up} er þverstæður grunnur fyrir W þá er
Eins ef {u1,u2,⋯,up} er þverstaðlaður grunnur fyrir W þá er
6.8.6. Skilgreining: Fylki fyrir ofanvarp
Skilgreining
Látum W vera hlutrúm í Rn og gerum ráð fyrir að {u1,u2,⋯,up} sé þverstaðlaður grunnur fyrir W. Skilgreinum n×p fylkið
Fyrir sérhvern vigur y∈Rn er
Fylkið PW=UUT er af stærð n×n og er kallað ofanvarpsfylkið (e. projection matrix) á hlutrúmið W.
6.9. Gram-Schmidt
Aðferð Gram-Schmidt er reiknirit til þess að búa til þverstæðan eða þverstaðlaðan grunn fyrir hlutrúm, að undanskildu núllrúmi, í Rn.
6.9.1. Setning: Aðferð Gram-Schmidt
Setning
Látum {x1,⋯,xp} vera grunn fyrir hlutrúm W ( og W≠0) í Rn. Setjum
Þá er {v1,⋯,vp} þverstæður grunnur fyrir W og
fyrir k=1,⋯,p.
6.9.1.1. Sýnidæmi: Gram-Schmidt
Dæmi
Finna á þverstæðan og þverstaðlaðan grunn fyrir
Lausn
Notum reiknirit Gram-Schmidt
Skref 1: Við sjáum að vigrarnir x1=(1,3,1,1),x2=(1,1,1,1) og x3=(−1,5,2,2) eru línulega óháðir og mynda því grunn fyrir W.
Skref 2: Setjum v1=x1=(1,3,1,1). Svo setjum við
Prófun sýnir að v2 er hornréttur á v1. Að lokum setjum við
Prófun sýnir að v3 er hornréttur á v1 og v2. Vigrarnir v1,v2,v3 mynda þverstæðan grunn fyrir W.
Skref 3: Þverstaðlaður grunnur fyrir W fæst með
6.9.1.2. Að finna þverstaðlaðan grunn fyrir hlutrúm W
Skref 1. Byrjum á því að finna einhvern grunn fyrir W.
Skref 2. Notum aðferð Gram-Schmidt til að finna þverstæðan grunn fyrir W.
Skref 3. Staðla grunninn {v1,v2,⋯,vp} sem fékkst í skrefi 2, ef hann var ekki þverstaðlaður nú þegar, með því að deila með lengdinni
6.10. Aðferð minnstu kvaðrata
Aðferð minnstu kvaðrata (e. least squares) snýst um að finna nálgunarlausn á Ax=b þegar ekki er til nákvæm lausn. Heitið kemur frá því að ef við höfum b=(b1,⋯,bn) og Ax=(y1,⋯,yn) og setjum x=ˆx þá er summa minnstu kvaðratanna,
eins lítil og mögulegt er.
6.10.1. Skilgreining: Aðferð minnstu kvaðrata
Skilgreining
Látum A vera m×n fylki og b∈Rm. Minnstu kvaðrata lausn (e. least squares solution) á Ax=b er vigur ˆx þannig að
fyrir alla vigra x∈Rn.
Athugasemd
Ef engin lasun er til á Ax=b þá er b∉Col(A). Aðferð minnstu kvaðrata er notuð til þess að finna hvaða punktur í dálkrúminu er næstur b. Það er punkturinn ˆb sem er hornrétta ofanvarpið af b á dálkrúm A.
6.10.2. Setning: Lausnarmengi aðferð minnstu kvaðrata
Þessi niðurstaða er mjög gagnleg í útreikningum!
Setning
Látum A vera m×n fylki og b∈Rm. Mengi minnstu kvaðrata lausna Ax=b er jafnt lausnarmengi ATAx=ATb sem hefur alltaf lausn.
Fylgisetning
Látum A vera m×n fylki og b∈Rm. Ef dálkvigrar A eru línulega óháðir þá er fylkið ATA andhverfanlegt og minnstu kvaðrata lausn Ax=b er
6.10.2.1. Sýnidæmi: Aðferð minnstu kvaðrata
Sýnidæmi
Finna á nálgunarlausn á eftirfarandi jöfnuhneppi
Lausn
Ef við reynum að leysa Ax=b komumst við að því að það er engin lausn. Notum aðferð minnstu kvaðrata til að finna nálgunarlausn. Reiknum
Nú leysum við ATAx=ATb og fáum að
þar sem t∈R.