2. Fylkjaaðgerðir

2.1. Nokkrar gerðir fylkja

Skilgreining

Hornalínufylki (e. diagonal matrix) er \(n \times n\) fylki þar sem öll stök utan hornalínu eru núll,

\[\begin{split}\begin{bmatrix} a_{11} & 0 & \cdots & 0 \\ 0 & a_{22} & \cdots & 0 \\ \vdots & \vdots & \ddots & \vdots \\ 0 & 0 & \cdots & a_{nn} \end{bmatrix}.\end{split}\]

m.ö.o. \(D = [d_{ij}]\) er hornalínufylki ef \(d_{ij}=0\) fyrir öll \(i\) og \(j\) þannig að \(i \neq j\).

Einingarfylki (e. identity matrix) \(I\), er hornalínufylki þar sem öll stökin á hornalínu eru 1,

\[\begin{split}I=\begin{bmatrix} 1 & 0 & 0 \\ 0 & 1 & 0 \\ 0 & 0 & 1 \end{bmatrix}.\end{split}\]

stundum er einingarfylki merkt stærð sinni með vísi, t.d. hér \(I_3\).

Núllfylki (e. zero matrix) er fylki þar sem öll stökin eru núll,

\[\begin{split}0=\begin{bmatrix} 0 & 0 & 0 \\ 0 & 0 & 0 \\ 0 & 0 & 0 \end{bmatrix}.\end{split}\]

Frumfylki (e. elementary matrix) er fylki sem er fengið með því að beita einni einfaldri línuaðgerð á einingarfylkið,

\[\begin{split}\begin{bmatrix} 1 & 0 & 0 \\ 0 & 0 & 1 \\ 0 & 1 & 0 \end{bmatrix}.\end{split}\]

Þríhyrningsfylki (e. triangular matrix) eru fylki þar sem öll stökin eru núll öðru hvoru megin við hornalínuna. Efra þríhyrningsfylki en fylki þar sem öll stökin fyrir neðan hornalínu eru 0,

\[\begin{split}\begin{bmatrix} a_{11} & a_{12} & a_{13} & \dots & a_{1n} \\ 0 & a_{22} & a_{23} & \dots & a_{2n} \\ 0 & 0 & a_{33} & \dots & a_{3n} \\ \vdots & \vdots & \vdots & \ddots & \vdots \\ 0 & 0 & 0 & \dots & a_{nn} \\ \end{bmatrix},\end{split}\]

og neðra þríhyrningsfylki er fylki þar sem öll stök fyrir ofan hornalínuna eru 0,

\[\begin{split}\begin{bmatrix} a_{11} & 0 & 0 & \dots & 0 \\ a_{21} & a_{22} & 0 & \dots & 0 \\ a_{31} & a_{32} & a_{33} & \dots & 0 \\ \vdots & \vdots & \vdots & \ddots & \vdots \\ a_{n1} & a_{n2} & a_{n3} & \dots & a_{nn} \\ \end{bmatrix}.\end{split}\]

2.2. Samlagning og skölun

2.2.1. Setning: Samlagning fylkja

Setning

Tvö jafnstór fylki eru lögð saman með því að að leggja saman stuðlana í báðum fylkjunum. Ekki er hægt að leggja saman misstór fylki.

2.2.2. Setning: Reglur um fylkjasamlagningu og margföldun með tölu

Setning

Látum \(A\), \(B\) og \(C\) vera \(m\times n\) fylki og \(r\) og \(s\) vera rauntölur. Þá gildir:

1. \(A+B=B+A\)

2. \((A+B)+C = A+(B+C)\)

3. \(A+ 0 = A\), þar sem \(0\) er núllfylkið

4. \(r(A+B)=rA+rB\)

5. \((r+s)A= rA+sA\)

6. \(r(sA)=(rs)A\)

2.2.2.1. Sýnidæmi: Samlagning fylkja

Dæmi

Reiknið \(A+B\) og \(A+C\) ef

\[\begin{split}A=\begin{bmatrix} 2 & 4 & 6 \\ 1 & 3 & 5 \end{bmatrix}\text{, } B=\begin{bmatrix} 7 & 9 & 11 \\ 6 & 8 & 10 \end{bmatrix} \text{og } C=\begin{bmatrix} 13 & 15 \\ 12 & 14 \end{bmatrix}.\end{split}\]

2.2.2.2. Sýnidæmi: Margföldun með tölu

Dæmi

Reiknið \(3A\) ef

\[\begin{split}A=\begin{bmatrix} 1 & 2 & 3 \\ 4 & 5 & 6 \end{bmatrix}\end{split}\]

2.3. Fylkjamargföldun

Lítum á tvær línulegar varpanir \(T\colon\mathbb{R}^n\to\mathbb{R}^p\) og \(\mathbb{R}^p\to\mathbb{R}^m\). Fyrst \(T\) og \(S\) eru línulegar má tákna þau með fylkjum þannig að \(T(\textbf{x}) = B\textbf{x}\) og \(S(\textbf{v}) = A\textbf{v}\). Út frá \(T\) og \(S\) höfum við einnig nýja samsetta línulega vörpun \(S\circ T\colon\mathbb{R}^n\to\mathbb{R}^m\) sem hefur þann eiginleika að \(S\circ T=S(T(\textbf{x}))=S(B\textbf{x})=AB\textbf{x}\). Fylki þessarar nýju vörpunar er því \(AB\).

2.3.1. Skilgreining: Fylkjamargföldun

Skilgreining

Látum \(A\) vera \(m\times p\) fylki og \(B=[\textbf{b}_1 \ldots \textbf{b}_n]\) vera \(p \times n\) fylki. Fylkjamargföldun þeirra er skilgreind \(AB=[A\textbf{b}_1 \ldots A\textbf{b}_n]\).

Aðvörun

Margfeldið \(AB\) er aðeins skilgreint ef fjöldi dálka í fylkinu \(A\) er jafn fjölda lína í fylkinu \(B\). Ef \(A\) er \(m \times n\) fylki og \(B\) er \(n \times k\) fylki þá er margfeldið skilgreint og stærð þess er \(m \times k\).

2.3.1.1. Sýnidæmi: Fylkjamargföldun

Dæmi

Reiknið \(AB\) ef

\[\begin{split}A=\begin{bmatrix} 1 & 2 & 3 \\ 4 & 5 & 6 \end{bmatrix} \text{ og } B=\begin{bmatrix} -1 & 0 \\ 0 & 1 \\ 1 & -1 \end{bmatrix}\end{split}\]

2.3.2. Skilgreining: Veldi af fylkjum

Skilgreining

Ef \(A\) er \(n\times n\) ferningsfylki þá skilgreinum við \(A^0=I_n\) og svo \(A^n=A\cdot A^{n-1}\) fyrir \(n>1\). Sem sagt \(A^2=A\cdot A\), \(A^3=A\cdot A\cdot A\) og svo framvegis.

2.3.3. Reikniaðferð fyrir fylkjamargföldun

Aðferð

\[\begin{split}A = \begin{bmatrix} a_{11} & \cdots & a_{1p} \\ \vdots & \ddots & \vdots \\ a_{m1} & \cdots & a_{mp} \end{bmatrix} \text{ og } B = \begin{bmatrix} b_{11} & \cdots & b_{1n} \\ \vdots & \ddots & \vdots \\ b_{p1} & \cdots & b_{pn} \end{bmatrix}\end{split}\]

Margfeldið er þá

\[\begin{split}AB = \begin{bmatrix} (AB)_{11} & \cdots & (AB)_{1n} \\ \vdots & \ddots & \vdots \\ (AB)_{m1} & \cdots & (AB)_{mn} \end{bmatrix}\end{split}\]

þar sem \((AB)_{ij}\) er summa af margfeldum stakanna í \(i\)-tu línu \(A\) og \(j\)-ta dálki \(B\). Munum:

\[\begin{split}\begin{bmatrix} \\\rightarrow\\\\ \end{bmatrix}\textbf{[}\quad \downarrow \quad \textbf{]}.\end{split}\]

2.3.3.1. Sýnidæmi: Fylkjamargföldun

Dæmi

Látum

\[\begin{split}A=\begin{bmatrix} 2 & 3 \\ 1 & 4 \\ \end{bmatrix} \text, \quad B=\begin{bmatrix} 5 & 6 \\ 7 & 8 \\ \end{bmatrix} \text, \quad C=\begin{bmatrix} 1 & 2 & 3 \\ 4 & 5 & 6 \\ 7 & 8 & 9 \end{bmatrix} \text{ og } D=\begin{bmatrix} 12 & 11 \\ 10 & 9 \\ 8 & 7 \end{bmatrix}\end{split}\]

Reiknið \(AB\) og \(CD\)

2.3.4. Setning: Eiginleikar fylkjamargföldunar

Setning

Látum \(A\) vera \(m\times n\) fylki og \(B\) og \(C\) vera fylki með þannig stærðir að hlutaðeigandi margfeldi séu skilgreind. Þá gildir

1. \(A(BC) = (AB)C\)

2. \(A(B+C) = AB+AC\)

3. \((B+C)A = BA+CA\)

4. \(r(AB) = (rA)B = A(rB)\), þar sem \(r\) er fasti.

5. \(I_m A = A = AI_m\)

2.4. Bylt fylki

2.4.1. Skilgreining: Bylt fylki

Skilgreining

Ef \(A\) er \(m\times n\) fylki þá skilgreinum við bylta fylkið \(A^T\) (e. transpose) sem \(n\times m\) fylkið sem fæst með því að mynda dálkvigra úr línuvigrum \(A\) og öfugt. Höfum því \(A^T_{ij}=A_{ji}\).

2.4.1.1. Sýnidæmi: Bylt fylki

Dæmi

Byltið eftirfarandi fylkjum

\[\begin{split}A=\begin{bmatrix} 2 & -1 \\ 0 & 3 \\ \end{bmatrix} \text, \quad B=\begin{bmatrix} 1 & 2 & 3 \\ 4 & 5 & 6 \\ \end{bmatrix} \text{ og } C=\begin{bmatrix} 1 & 2 & 3 & 4 \\ 5 & 6 & 7 & 8 \\ 9 & 10 & 11 & 12 \\ 13 & 14 & 15 & 16 \\ \end{bmatrix}\end{split}\]

2.4.2. Setning: Reiknireglur fyrir bylt fylki

Setning

Látum \(A\) og \(B\) vera fylki þannig að hlutaðeigandi margfeldi og summur séu skilgreind. Þá gildir

1. \((A^T)^T = A\)

2. \((A+B)^T = A^T+B^T\)

3. \((rA)^T = rA^T\), þar sem \(r\) er fasti.

4. \((AB)^T = B^TA^T\)

Aðvörun

Fylkjamargföldun er almennt ekki víxlin, þ.e. \(AB \neq BA\). Röðin á byltingu margföldunar skiptir máli!

2.4.2.1. Sýnidæmi: Hegðun byltra fylkja

Dæmi

Reiknið \(\textbf{v}^T\textbf{v}\) og \(\textbf{v}\textbf{v}^T\) ef \(\textbf{v}=\begin{bmatrix} 1 \\ 2 \\ 3 \end{bmatrix}\).

2.5. Andhverfur fylkja

Látum \(T\colon \mathbb{R}^n\to\mathbb{R}^n\) vera gagntæka línulega vörpun með samsvarandi fylki \(A\). Fyrst \(T\) er gagntæk á hún sér andhverfu \(T^{-1}\). Hægt er að sýna að þessi andhverfa er líka línuleg og því má tákna hana með venjulegu fylki hennar sem við skulum kalla \(C\). Við vitum að

\[(CA)\textbf{x}=T(T^{-1}(\textbf{x}))=\textbf{x}\]

fyrir öll \(x\), svo að \((CA)\) hlýtur að vera einingarfylkið. Það sama gildir um \(AC\).

2.5.1. Skilgreining: Andhverfur fylkja

Skilgreining

\(n\times n\) fylki \(A\) er andhverfanlegt (e. invertible) ef til er fylki \(C\) þannig að

\[AC = CA = I.\]

Fylkið \(C\) kallast þá andhverfa \(A\) (e. inverse), og er táknað með \(A^{-1}\). Ef \(A\) er ekki andhverfanlegt á segjum við það sé óandhverfanlegt (e. singular).

Athugasemd

Einungis ferningsfylki, \(n \times n\), geta verið andhverfanleg. Þó eru ekki öll ferningsfylki andhverfanleg.

2.5.2. Setning: Andhverfa er ótvírætt ákvörðuð

Setning

Sérhvert fylki hefur aðeins eina andhverfu. Hugsum okkur að \(B\) og \(C\) séu tvær mismunandi andhverfur \(A\). Við fáum að

\[B = IB = (CA)B = CAB = C(AB) = CI = C.\]

Táknum andhverfu \(A\) með \(A^{-1}\), þ.e.

\[A\cdot A^{-1} = A^{-1}\cdot A = I.\]

Við sjáum að andhverfa fylkis er ótvírætt ákvörðuð.

2.5.2.1. Sýnidæmi: Eru fylkin andhverfanleg?

Dæmi

Eru eftirfarandi fylki andhverfanleg?

\[\begin{split}A =\begin{bmatrix} 0 & 0 \\ 0 & 0 \\ \end{bmatrix}, \quad B= \begin{bmatrix} 1 & 0 \\ 0 & 0 \\ \end{bmatrix}, \quad C= \begin{bmatrix} 1 & 0 \\ 0 & 2 \\ \end{bmatrix}.\end{split}\]

2.5.3. Setning: Andhverfa \(2\times 2\) fylkja

Setning

Látum \(A=\begin{bmatrix} a & b \\ c & d \end{bmatrix}\) vera \(2\times 2\) fylki. Fylkið \(A\) er andhverfanlegt ef og aðeins ef \(ad-bc\neq 0\) og í þeim tilfellum er andhverfan gefin með

\[\begin{split}A^{-1} = \frac{1}{ad-bc} \begin{bmatrix} d & -b \\ -c & a \end{bmatrix}.\end{split}\]

Stærðin \(ad-bc\) kallast ákveða (e. determinant) fylkisins \(A\) og er táknuð \(\text{det}(A)\). Meir um ákveður í kafla 3.

2.5.3.1. Sýnidæmi: Andhverfa \(2\times 2\) fylkja

Dæmi

Finnið andhverfu eftirfarandi fylkja ef til eru

\[\begin{split}A=\begin{bmatrix} -3 & 7 \\ 2 & 5 \\ \end{bmatrix}, \quad B=\begin{bmatrix} -2 & 3 \\ 4 & -6 \\ \end{bmatrix}.\end{split}\]

2.5.4. Setning: Lausnir fylkjajafna

Setning

Látum \(A\) vera andhverfanlegt \(n\times n\) fylki. Þá hefur fylkjajafnan \(A\textbf{x}=\textbf{b}\) nákvæmlega eina lausn fyrir sérhvert \(\textbf{b}\in\mathbb{R}^n\) og sú lausn er

\[\textbf{x}=A^{-1}\textbf{b}.\]

2.5.4.1. Sýnidæmi: Fylkjajafna leyst með andhverfu

Dæmi

Leysið jöfnuna

\[\begin{split}\begin{bmatrix} -3 & 7 \\ 2 & 5 \\ \end{bmatrix} \begin{bmatrix} x_1\\ x_2 \end{bmatrix} = \begin{bmatrix} 10 \\ 20 \end{bmatrix}.\end{split}\]

Athugasemd

Setningin á undan er oftast ekki notuð beint þegar reikna á stórar fylkjajöfnur af gerðinni \(A\textbf{x}=\textbf{b}\). Það er tímafrekt og að reikna andhverfur stórra fylkja og oftast fljótlega að leysa jöfnuna beint með Gauss-eyðingu eða öðrum aðferðum.

2.5.5. Setning: Reiknireglur andhverfa

Setning

Látum \(A\) og \(B\) vera andhverfanleg \(n\times n\) fylki. Þá gildir að

1. \(A^{-1}\) er andhverfanlegt fylki og

\[(A^{-1})^{-1}=A.\]

2. \(AB\) er andhverfanlegt fylki og

\[(AB)^{-1}=B^{-1}A^{-1}.\]

3. \(A^T\) er andhverfanlegt fylki og

\[(A^T)^{-1}=(A^{-1})^T.\]

2.5.6. Reiknirit andhverfa \(n \times n\) fylkja

Aðferð

Látum \(A\) vera \(n \times n\) fylki og \(I_n\) vera \(n \times n\) einingarfylki. Setjum upp aukna fylkið

\[[A \ | \ I]\]

og beitum Gauss-Jordan eyðingu til að breyta fylkinu \(A\) yfir í einingarfylkið \(I_n\). Ef núlllína kemur upp á einhverjum tímapunkti í vinstri hliðina þá er fylkið \(A\) ekki andhverfanleg. Ef tekst að breyta \(A\) í einingarfylkið þá situr andhverfan eftir í hægri hliðinni,

\[[A \ | \ I] \sim [I \ | \ A^{-1}].\]

2.5.6.1. Sýnidæmi: Andhverfa \(3\times3\) fylkis

Dæmi

Reiknið andhverfu fylkisins

\[\begin{split}A=\begin{bmatrix} 1 & 2 & 3\\ 0 & 1 & 4 \\ 5 & 6 & 0 \end{bmatrix}.\end{split}\]

2.6. Andhverfanlegar varpanir

2.6.1. Skilgreining: Andhverfanlegar varpanir

Skilgreining

Vörpun \(f\colon X \rightarrow Y\) er andhverfanleg ef til er vörpun \(f^{-1}\colon Y \rightarrow X\) þannig að

\[f(f^{-1}(y))=y \quad \text{og}\quad f^{-1}(f(x))=x\]

fyrir öll \(y \in Y\) og \(x \in X\). Þá kallast \(f^{-1}\) andhverfa vörpunarinnar \(f\).

Fylgisetning

Vörpun \(f\colon X \rightarrow Y\) er andhverfanleg ef og aðeins ef hún er gagntæk.

2.6.2. Setning: Andhverfanlegar línulegar varpanir

Setning

Látum \(T:\mathbb{R}^n \rightarrow \mathbb{R}^n\) vera línulega vörpun með \(n \times n\) fylki \(A\). Ef fylkið \(A\) er andhverfanlegt þá er vörpunin

\[\R^n \rightarrow \R^n, \ \ve x\mapsto A^{-1} \ve x\]

andhverfa vörpunarinnar \(T\). Andhverfan er einnig línuleg vörpun. Vörpunin \(T\) er andhverfanleg ef og aðeins ef \(A\) er andhverfanlegt fylki.

2.6.3. Setning: Eintækni og átækni línulegra varpana

Setning

Látum \(T \colon \R^n \rightarrow \R^n\) vera línulega vörpun. Vörpunin \(T\) er eintæk þá og því aðeins að hún er átæk.

Aðvörun

Þessi setning gildir aðeins um línulegar varpanir \(\R^n \rightarrow \R^n\). Hún gildir ekki um varpanir sem eru ólínulegar né varpanir þar sem \(\R^n \rightarrow \R^m\), \(n \neq m\).

Eftirfarandi setning inniheldur jafngild skilyrði þess að ferningsfylki sé andhverfanlegt.

2.6.4. Setning: Langa setningin um andhverfanleg fylki

Setning

Látum \(A\) vera \(n\times n\) fylki. Þá eru eftirfarandi fullyrðingar annað hvort allar sannar eða allar ósannar.

1. \(A\) er andhverfanlegt.

2. \(A\) er línu-jafngilt (og þar með jafngilt) \(n\times n\) einingarfylkinu \(I_n\).

3. \(A\) hefur \(n\) forystustuðla (þ.e. efra stallaform \(A\)).

4. Jafnan \(A\textbf{x}=\textbf{0}\) hefur aðeins augljósu lausnina \(\ve x = \ve 0\).

5. Dálkvigrar \(A\) eru línulega óháðir.

6. Línulega vörpunin \(\textbf{x}\mapsto A\textbf{x}\) er eintæk.

7. Jafnan \(A\textbf{x}=\textbf{b}\) hefur a.m.k eina lausn fyrir sérhvert \(\textbf{b} \in \mathbb{R}^n\).

8. Dálkvigrar \(A\) spanna allt \(\mathbb{R}^n\).

9. Línulega vörpunin \(\textbf{x}\mapsto A\textbf{x}\) er átæk.

10. Til er \(n\times n\) fylki \(C\) þannig að \(CA=I_n\).

11. Til er \(n\times n\) fylki \(D\) þannig að \(AD=I_n\).

12. Bylta fylkið \(A^T\) er andhverfanlegt.

2.6.4.1. Sýnidæmi: Er fylkið andhverfanlegt?

Dæmi

Er gefið fylkið \(A\) andhverfanlegt?

\[\begin{split}A=\begin{bmatrix} 2 & 3 & 5 \\ 0 & -1 & 4 \\ 0 & 1 & 2 \\ \end{bmatrix}.\end{split}\]

Athugasemd

1. Látum \(A\) og \(B\) vera \(n \times n\) fylki þannig að \(AB=I\) þá eru \(A\) og \(B\) andhverfanleg.

2. Ef \(A\) og \(B\) eru andhverfanleg þá eru \(AB\) og \(BA\) það einnig.

3. Ef \(A\) og \(B\) eru óandhverfanleg þá eru \(AB\) og \(BA\) það einnig.

2.7. LU-þáttun

LU-þáttun er gagnleg þegar leysa á stór línuleg jöfnuhneppi, t.a.m. fyrir marga ólíka vigra \(\ve b\),

\[A\textbf{x} = \textbf{b}_1, A\textbf{x} = \textbf{b}_2, \dots, A\textbf{x} = \textbf{b}_k.\]

Þessi aðferð t.d. sparar útreikninga í tölvu. Meir um LU-þáttun í áfanganum Töluleg Greining.

2.7.1. Skilgreining: LU-þáttun

Skilgreining

Látum \(A\) vera \(m \times n\) fylki sem hægt er að koma á efra stallaform með því að nota einungis umskiptingar þar sem margfeldi af einni línu er lagt við línu neðar í fylkinu. Þá má þátta \(A\) í margfeldi tveggja fylkja

\[A=LU\]

þar sem \(L\) er \(m\times m\) neðra þríhyrningsfylki með \(1\) á hornalínunni og U er \(m\times n\) fylki af efri stallagerð. Þessi þáttun nefnist LU-þáttun (e. LU-factorization).

Við sjáum þetta fyrir okkur svona

\[\begin{split}A= \begin{bmatrix} 1 & 0 & 0 \\ * & 1 & 0 \\ * & * & 1 \end{bmatrix} \begin{bmatrix} \blacksquare & * & * & * \\ 0 & \blacksquare & * & * \\ 0 & 0 & 0 & \blacksquare \end{bmatrix} = LU.\end{split}\]

2.7.2. Reiknirit LU-þáttunar

Reiknirit

Aðferð til þess að finna LU-þáttun fylks \(A\) og nota til þess að leysa fylkjajöfnu \(A \ve x = \ve b\).

1. Finna \(U\): koma \(A\) yfir á efri stallagerð með umskiptingum á borð við \(R_j\rightarrow R_j+cR_i\) þar sem \(i<j\).

2. Finna \(L\): búa til neðra þríhyrningsfylki með 1 á hornalínunni og fylla í það með föstunum \(c\) sem notaðir voru í línuaðgerðunum í skrefinu á undan.

Til að skoða hvort rétt sé reiknað er auðvelt að margfalda fylkin saman og athuga hvort \(A = LU\). Ef leysa á fylkjajöfnu höldum við áfram

3. Skrifum \(A \ve x = \ve b\) sem \(L (U \ve x) = \ve b\) og látum \(\ve y = U \ve x\). Síðan leysum við \(L \ve y = \ve b\) og köllum lausnina \(\ve z\).

4. Leysum \(U \ve x = \ve z\) með aftur-á-bak innsetningu.

Athugasemd

Ekki má nota hinar tvær línuaðgerðirnar í Skrefi 1, þ.e. margfalda línur með fasta (\(R_i \rightarrow c R_i\)) eða víxla á línum (\(R_i\leftrightarrow R_j\)). Oft verður ekki hjá því komist að víxla á línum. Í þeim tilfellum virkar reikniaðferðin ekki. Til eru leiðir til að vinna sig fram hjá þessu en það verður ekki farið í þær nú.

2.7.2.1. Sýnidæmi: LU-þáttun

Dæmi

LU-þáttið eftirfarandi fylki

\[\begin{split}A=\begin{bmatrix} 2 & 1 & 3\\ 4 & 2 & 8 \end{bmatrix}, \quad B=\begin{bmatrix} 3 & 1 & -2\\ -6 & 0 & 7 \\ 9 & 5 & 1 \end{bmatrix}.\end{split}\]

2.7.2.2. Sýnidæmi: LU-þáttun til þess að leysa fylkjajöfnu

Dæmi

Skoðum fylki \(A\) í sýnidæminu að ofan,

\[\begin{split}A=LU=\begin{bmatrix} 1 & 0 \\ 2 & 1 \\ \end{bmatrix} \begin{bmatrix} 2 & 1 & 3 \\ 0 & 0 & 2 \\ \end{bmatrix}.\end{split}\]

Nota á LU-þáttun \(A\) til þess að leysa \(A\textbf{x}=\ve b\) þegar \(\textbf{b}=\begin{bmatrix} 4 \\ 6 \end{bmatrix}\)