10. Veldaraðir

Nauðsynleg undirstaða

  • Föll

  • Markgildi

  • Runur


„When the memory of the fear and the darkness troubles you, this will bring you aid.“

– Arwen Evenstar, The Return of the King

10.1. Veldaraðir og föll

10.1.1. Skilgreining: Veldaröð

Skilgreining

Röð á forminu

\[\sum_{n=0}^\infty c_n x^n = c_0 + c_1 x + c_2 x^2 + \dots\]

nefnist veldaröð með miðju í \(x=0\).

Röð á forminu

\[\sum_{n=0}^\infty c_n (x-a)^n = c_0 + c_1(x-a) + c_2(x-a)^2+\dots\]

nefnist veldaröð með miðju í \(x=a\).

10.1.2. Setning: Samleitni veldaraða

Setning

Látum röðina \(\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\) vera gefna veldaröð. Hún uppfyllir nákvæmlega eitt af eftirfarandi eiginleikum:

  1. Röðin er samleitin fyrir \(x=a\) og ósamleiti fyrir öll \(x \neq a\).

  2. Röðin er samleitin fyrir allar rauntölur \(x\).

  3. Til er rauntala \(R>0\) þannig að röðin er samleitin ef \(|x-a|<R\) og ósamleitin ef \(|x-a|>R\). Þegar \(|x-a|=R\) getur röðin verið annað hvort samleitin eða ósamleitin.

10.1.3. Skilgreining: Samleitnibil og samleitnigeisli

Skilgreining

Látum röðina \(\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\) vera gefna veldaröð. Rauntalnabilið sem röðin er samleitin á nefnist samleitnibil. Ef til er rauntala \(R>0\) þannig að röðin sé samleitin fyrir \(|x-a|<R\) og ósamleitin fyrir \(|x-a|>R\), þá er \(R\) samleitnigeilsi raðarinnar. Ef röðin er aðeins samleitin í \(x=a\) segjum við að samleitnigeisli raðarinnar sé \(R=0\). Ef röðin er samleitin fyrir allar rauntölur \(x\) segjum við að samleitnigeislinn sé \(R = \infty\).

10.1.4. Dæmi: Samleitnibil og samleitnigeisli

Dæmi

Finnum samleitnigeisla raðarinnar

\[\sum_{n=0}^\infty \frac{x^n}{n!}.\]

10.1.5. Föll sem veldaraðir

Mörgum föllum má lýsa með veldaröðum. Skoðum geómetrísku veldaröðina

\[1 + x + x^2 + x^3 + \dots = \sum_{n=0}^\infty x^n.\]

Munum að geómetrísk röð

\[a + ar + ar^2 + ar^3 + \dots\]

er samleitin ef og aðeins ef \(|r|<1\). Í því tilfelli er það samleitið að \(\frac{a}{1-r}\). Þar af leiðandi, ef \(|x|<1\), er röðin samleitin að \(\frac{1}{1-x}\) og við ritum að

\[1 + x + x^2 + x^3 + \dots = \frac{1}{1-x} \text{ fyrir } |x|<1.\]

Þar af leiðandi má segja að hægt sé að lýsa fallinu \(f(x)=\frac{1}{1-x}\) með veldaröðinni

\[1 + x + x^2 + x^3 + \dots \text{ þegar } |x|<1.\]

10.2. Eiginleikar veldaraða

10.2.1. Setning: Sameining veldaraða

Setning

Gerum ráð fyrir að veldaraðirnar \(\sum_{n=0}^\infty c_n x^n\) og \(\sum_{n=0}^\infty d_n x^n\) séu hvor um sig samleitnar að föllunum \(f\) og \(g\) á sameiginlegu bili \(I\).

  1. Veldaröðin \(\sum_{n=0}^\infty (c_n \pm d_n) x^n\) er samleitin að fallinu \(f \pm g\) á \(I\).

  2. Fyrir hvaða heiltölu \(m>0\) sem er og rauntölu \(b\) er veldaröðin \(\sum_{n=0}^\infty b x^m c_n x^n\) samleitin að \(bx^m f(x)\) á \(I\).

  3. Fyrir hvaða heiltölu \(m>0\) sem er og rauntölu \(b\) er veldaröðin \(\sum_{n=0}^\infty c_n (bx^m)^n\) samleitin að \(f(bx^m)\) á \(I\).

10.2.2. Dæmi: Samleitni veldaraðar

Dæmi

Gerum ráð fyrir að \(\sum_{n=0}^\infty a_n x^n\) sé veldaröð með samleitnibilið \(]-1,1[\) og að \(\sum_{n=0}^\infty b_n x^n\) sé veldaröð með samleitnibilið \(]-2,2[\). Finnum samleitnibil veldaraðarinnar \(\sum_{n=0}^\infty (a_n+b_n) x^n\).

10.2.3. Dæmi: Sameining veldaraða

Dæmi

Notum að veldaröð fallsins \(g(x)=\frac{1}{1-x}\)\(\sum_{n=0}^\infty x^n\) til þess að ákvarða veldaröð fallsins

\[f(x) = \frac{3x}{1+x^2}\]

auk þess að finna samleitnibil þess.

10.2.4. Dæmi: Finna fall veldaraðar

Dæmi

Finnum fallið \(f\) sem lýsir veldaröðinni \(\sum_{n=0}^\infty 2^n x^n\) auk þess að ákvarða samleitnibil raðarinnar.

10.2.5. Setning: Margföldun veldaraða

Setning

Gerum ráð fyrir að veldaraðirnar \(\sum_{n=0}^\infty c_n x^n\) og \(\sum_{n=0}^\infty d_n x^n\) séu hvor um sig samleitnar að föllunum \(f\) og \(g\) á sameiginlegu bili \(I\). Látum

\[e_n = c_0 + c_1 d_{n-1} + c_2 d_{n-2} + \dots + c_{n-1}d_1 + c_n d_0 = \sum_{k=0}^\infty c_k d_{n-k}.\]

Þá er

\[\left( \sum_{n=0}^\infty c_n x^n \right) \cdot \left( \sum_{n=0}^\infty d_n x^n \right) = \sum_{n=1}^\infty e_n x^n\]

og

\[\sum_{n=0}^\infty e_n x^n \text{ er samleitin að } f(x)\cdot g(x) \text{ á } I.\]

Röðin \(\sum_{n=0}^\infty e_n x^n\) er þekkt sem Cauchy margfeldi raðanna \(\sum_{n=0}^\infty c_n x^n\) og \(\sum_{n=0}^\infty d_n x^n\).

10.2.6. Dæmi: Margföldun veldaraða

Dæmi

Finnum Cauchy margfeldi raðanna \(\sum_{n=0}^\infty x^n\) og \(\sum_{n=0}^\infty (x^2)^n\)

fyrir \(|x|<1\) á bilinu \(]-1,1[\).

10.2.7. Setning: Afleiður og stofnföll veldaraða

Setning

Gerum ráð fyrir að röðin \(\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\) sé samleitin á bilinu \(]a-R,a+R[\) fyrir eitthvað \(R>0\). Látum \(f\) vera fallið sem lýsir veldaröðinni

\[\begin{split}\begin{aligned} f(x) &= \sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\\ &= c_0 + c_1(x-a) + c_2(x-1)^2 + c_3(x-a)^3 + \dots \end{aligned}\end{split}\]

fyrir \(|x-a|<R\). Þá er \(f\) diffranlegt á bilinu \(]a-R,a+R[\) og við getum fundið afleiðu \(f\) með því að diffra röðina lið fyrir lið. Þá fæst

\[\begin{split}\begin{aligned} f'(x) &= \sum_{n=0}^\infty nc_n(x-a)^{n-1}\\ &= c_1 + 2c_2(x-a) + 2c_3(x-1)^2 + \dots \end{aligned}\end{split}\]

fyrir \(|x-a|<R\). Við getum einnig fundið stofnfall \(f(x)\) með því að heilda röðina lið fyrir lið. Við það fæst röð sem er samleitin á bilinu \(]a-R,a+R[\) og við höfum að

\[\begin{split}\begin{aligned} F(x) &= \int f(x) dx\\ &=C + \sum_{n=0}^\infty c_n \frac{(x-a)^{n+1}}{n+1}\\ &= C + c_0(x-a) + c_1 \frac{(x-a)^2}{2} + c_2 \frac{(x-a)^3}{3} + \dots \end{aligned}\end{split}\]

fyrir \(|x-a|<R\).

10.2.8. Dæmi: Afleiða veldaraðar

Dæmi :class: daemi

Finnum veldaröðina sem lýsir fallinu

\[g(x) = \frac{1}{(1-x)^2}\]

á bilinu \(]-1,1[\). Ákvörðum svo hvort hún sé samleitin í endapunktum bilsins.

Ábending: Hér má nota að

\[\begin{split}\begin{aligned} f(x) &= \frac{1}{1-x}\\ &= \sum_{n=0}^\infty x^n\\ &= 1 + x + x^2 + x^3 + \dots \end{aligned}\end{split}\]

fyrir \(|x|<1\).

10.2.9. Dæmi: Stofnfall veldaraðar

Dæmi

Finnum veldaröð fallsins

\[f(x) = \ln(1+x)\]

með því að heilda veldaröð fallsins \(f'\). Finnum auk þess samleitnibil raðarinnar.

10.2.10. Setning: Veldaraðir eru ótvírætt ákvarðaðar

Setning

Látum \(\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\) og \(\sum_{n=0}^\infty d_n(x-a)^n\) vera tvær, samleitnar veldaraðir sem uppfylla að

\[\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n = \sum_{n=0}^\infty d_n(x-a)^n\]

fyrir öll \(x\) á opnu bili sem inniheldur \(a\). Þá er \(c_n = d_n\) fyrir öll \(n \geq 0\).


10.3. Taylor- og Maclaurin-raðir

10.3.1. Skilgreining: Taylor- og Maclaurin-röð

Skilgreining

Ef \(f\) er óendanlega oft diffranlegt í \(x=a\) þá er Taylor-röð fallsins \(f\) í \(a\) röðin

\[\sum_{n=0}^\infty \frac{f^{(n)}(a)}{n!}(x-a)^n = f(a) + f'(a)(x-a) + \frac{f''(a)}{2!}(x-a)^2 + \dots + \frac{f^{(n)}(a)}{n!}(x-a)^n + \dots .\]

Taylor-röð fallsins \(f\) í \(x=0\) er kölluð Maclaurin-röð fallsins \(f\).

10.3.2. Setning: Taylor-raðir eru ótvírætt ákvarðaðar

Setning

Ef fallið \(f\) á sér veldaröð með miðju í \(a\) sem er samleitin að \(f\) á opnu bili sem inniheldur \(a\) þá er sú röð Taylor-röð fallsins \(f\) með miðju í \(a\).

10.3.3. Skilgreining: Taylor-margliða

Skilgreining

Ef \(f\) er \(n\)-diffranlegt í \(x=a\) þá er \(n\)-ta Taylor-margliða fallsins \(f\) í \(a\)

\[p_n(x) = f(a) + f'(a)(x-a) + \frac{f''(a)}{2!}(x-a)^2 + \dots + \frac{f^{(n)}(a)}{n!}(x-a)^n.\]

Þá er \(n\)-ta Taylor-margliða fallsins \(f\) í \(x=0\) kölluð \(n\)-ta Maclaurin-margliða fallsins \(f\).

10.3.4. Dæmi: Að ákvarða Taylor-margliðu

Dæmi

Finnum \(p_0\), \(p_1\), \(p_2\) og \(p_3\) fyrir \(f(x)=\ln(x)\) í \(x=1\).

10.3.5. Setning: Setning Taylors um skekkju

Setning

Látum \(f\) vera fall sem er \(n+1\) sinnum diffranlegt á bilinu \(I\) sem inniheldur rauntöluna \(a\). Látum \(p_n\) vera \(n\)-tu Taylor-margliðu fallsins \(f\) í \(a\) og látum

\[R_n(x) = f(x) - p_n(x)\]

vera \(n\)-tu skekkjuna. Þá gildir að fyrir sérhvert \(x\) á bilinu \(I\) er til rauntala \(c\) milli \(a\) og \(x\) þannig að

\[R_n(x) = \frac{f^{(n+1)}(c)}{(n+1)!}(x-1)^{n+1}.\]

Ef til er rauntala \(M\) þannig að \(\left|f^{(n+1)}(x) \right| \leq M\) fyrir öll \(x \in I\) þá gildir að

\[|R_n(x)| \leq \frac{M}{(n+1)!}|x-a|^{n+1}\]

fyrir öll \(x \in I\).

10.3.6. Dæmi: Línulegar- og ferningsnálganir til að meta fallgildi

Dæmi

Gefið er fallið \(f(x) = \sqrt[3]{x}\).

  1. Finnið fyrstu og aðra Taylor-margliðu fallsins í \(x=8\).

  2. Notið margliðurnar til þess að nálga \(\sqrt[3]{11}\).

  3. Notið setningu Taylors um skekkju til að finna efra mark á skekkjunni.

10.3.7. Dæmi: Að finna Taylor-röð falls

Dæmi

Finnum Taylor-röð fallsins \(f(x)=\frac{1}{x}\) í \(x=1\) auk þess að ákvarða samleitnibil raðarinnar.

10.3.8. Setning: Samleitni Taylor-raða

Setning

Gerum ráð fyrir að \(f\) sé óendanlega oft diffranlegt á bili \(I\) sem inniheldur \(a\). Þá er Taylor-röðin

\[\sum_{n=0}^\infty \frac{f^{(n)}(a)}{n!}(x-a)^n\]

samleitin að \(f(x)\) fyrir öll \(x\in I\) ef og aðeins ef

\[\lim_{n \rightarrow \infty} R_n(x) = 0\]

fyrir öll \(x \in I\).


10.4. Hagnýting Taylor-raða

10.4.1. Skilgreining: Tvíliðustuðullinn og tvíliðuröðin

Skilgreining

Fyrir \(r,n\in \mathbb{N}_0\) þar sem \(n \leq r\) nefnist talan

\[\binom{r}{n} = \frac{r!}{n!(r-n)!}\]

tvíliðustuðullinn. Ef \(k > n\) er tvíliðustuðullinn skilgreindur sem 0.

Hægt er að víkka tvíliðustuðulinn út þannig að hann gildi fyrir allar rauntölur \(r\) og er hann þá skilgreindur sem

\[\binom{r}{n}=\frac{r(r-1)(r-2)\cdot \dots \cdot (r-n+1)}{n!}\]

og nefnist þá útvíkkaði tvíliðustuðullinn.

Maclaurin-röðin fyrir \(f(x)=(1+x)^r\) þar sem \(r \in \mathbb{R}\) nefnist tvíliðuröð. Hún er samleitin að \(f\) ef \(|x|<1\) og við skrifum að

\[\begin{split}\begin{aligned} (1+x)^r &= \sum_{n=0}^\infty \binom{r}{n} x^n\\ &= 1 + rx + \frac{r(r-1)}{2!}x^2 + \dots + \frac{r(r-1)\cdot \dots \cdot (r-n+1)}{n!} x^n + \dots \end{aligned}\end{split}\]

fyrir \(|x|<1\).

10.4.2. Dæmi: Að finna tvíliðuröð

Dæmi

Finnum tvíliðuröð fallsins \(f(x)=\sqrt{1+x}\).

10.4.3. Ábending: Nokkur algeng föll og Maclaurin raðir þeirra

Athugasemd

Tafla 10.1 Nokkur algeng föll og Maclaurin raðir þeirra

Fall

Maclaurin-röð

Samleitnibil

\(f(x)=\tfrac{1}{1-x}\)

\(\sum_{n=0}^\infty x^n\)

\(-1 < x <1\)

\(f(x)=e^x\)

\(\sum_{n=0}^\infty \frac{x^n}{n!}\)

\(-\infty < x < \infty\)

\(f(x)=\sin(x)\)

\(\sum_{n=0}^\infty (-1)^n \frac{x^{2n+1}}{(2n+1)!}\)

\(-\infty < x < \infty\)

\(f(x)=\cos(x)\)

\(\sum_{n=0}^\infty (-1)^n \frac{x^{2n}}{(2n)!}\)

\(-\infty < x < \infty\)

\(f(x)=\ln(1+x)\)

\(\sum_{n=0}^\infty (-1)^{n+1} \frac{x^n}{n}\)

\(-1 < x < 1\)

\(f(x)=\tan^{-1}(x)\)

\(\sum_{n=0}^\infty (-1)^{n} \frac{x^{2n+1}}{2n+1}\)

\(-1 < x < 1\)

\(f(x)=(1+x)^r\)

\(\sum_{n=0}^\infty \binom{r}{n} x^n\)

\(-1 < x < 1\)

10.4.4. Dæmi: Að finna eina Maclaurin-röð með annarri

Dæmi

Notum einhverja þekkta Maclaurin-röð til að finna Maclaurin-röð fallsins \(f(x)=\cos(\sqrt{x})\).

10.4.5. Dæmi: Að leysa diffurjöfnur með veldaröðum

Dæmi

Notum veldaraðir til að leysa upphafsgildisverkefnið

\[\begin{split}\begin{cases} y' = y \\ y(0) = 3 \end{cases}\end{split}\]

10.4.6. Dæmi: Meta erfið heildi með veldaröðum

Dæmi

Reiknum óákveðna heildið

\[\int e^{-x^2} dx\]

með því að nota veldaraðir. Notum það svo til að nálga ákveðna heildið

\[\int_0^\infty e^{-x^2} dx\]

þannig að skekkjan sé innan við 0,01.

10.4.7. Dæmi: Maclaurin raðir til að nálga líkur

Dæmi

Gefið er að í stigafjöldi á prófi séu normaldreifður með meðaltalið \(\mu = 100\) stig og staðalfrávikið \(\sigma = 50\) stig. Reiknum líkurnar að gefinn nemandi fái á milli 100 og 200 stig á prófinu.