10. Veldaraðir
Nauðsynleg undirstaða
Föll
Markgildi
Runur
„When the memory of the fear and the darkness troubles you, this will bring you aid.“
– Arwen Evenstar, The Return of the King
10.1. Veldaraðir og föll
10.1.1. Skilgreining: Veldaröð
Skilgreining
Röð á forminu
nefnist veldaröð með miðju í \(x=0\).
Röð á forminu
nefnist veldaröð með miðju í \(x=a\).
10.1.2. Setning: Samleitni veldaraða
Setning
Látum röðina \(\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\) vera gefna veldaröð. Hún uppfyllir nákvæmlega eitt af eftirfarandi eiginleikum:
Röðin er samleitin fyrir \(x=a\) og ósamleiti fyrir öll \(x \neq a\).
Röðin er samleitin fyrir allar rauntölur \(x\).
Til er rauntala \(R>0\) þannig að röðin er samleitin ef \(|x-a|<R\) og ósamleitin ef \(|x-a|>R\). Þegar \(|x-a|=R\) getur röðin verið annað hvort samleitin eða ósamleitin.
10.1.3. Skilgreining: Samleitnibil og samleitnigeisli
Skilgreining
Látum röðina \(\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\) vera gefna veldaröð. Rauntalnabilið sem röðin er samleitin á nefnist samleitnibil. Ef til er rauntala \(R>0\) þannig að röðin sé samleitin fyrir \(|x-a|<R\) og ósamleitin fyrir \(|x-a|>R\), þá er \(R\) samleitnigeilsi raðarinnar. Ef röðin er aðeins samleitin í \(x=a\) segjum við að samleitnigeisli raðarinnar sé \(R=0\). Ef röðin er samleitin fyrir allar rauntölur \(x\) segjum við að samleitnigeislinn sé \(R = \infty\).
10.1.4. Dæmi: Samleitnibil og samleitnigeisli
Dæmi
Finnum samleitnigeisla raðarinnar
Lausn
Til að athuga hvort röðin sé samleitin notum við kvótaprófið. Fáum
fyrir öll gildi á \(x\). Þar með er röðin samleitin fyrir allar rauntölur \(x\). Samleitnibilið er því \(]–\infty, \infty[\) og samleitnigeislinn \(R=\infty\).
10.1.5. Föll sem veldaraðir
Mörgum föllum má lýsa með veldaröðum. Skoðum geómetrísku veldaröðina
Munum að geómetrísk röð
er samleitin ef og aðeins ef \(|r|<1\). Í því tilfelli er það samleitið að \(\frac{a}{1-r}\). Þar af leiðandi, ef \(|x|<1\), er röðin samleitin að \(\frac{1}{1-x}\) og við ritum að
Þar af leiðandi má segja að hægt sé að lýsa fallinu \(f(x)=\frac{1}{1-x}\) með veldaröðinni
10.2. Eiginleikar veldaraða
10.2.1. Setning: Sameining veldaraða
Setning
Gerum ráð fyrir að veldaraðirnar \(\sum_{n=0}^\infty c_n x^n\) og \(\sum_{n=0}^\infty d_n x^n\) séu hvor um sig samleitnar að föllunum \(f\) og \(g\) á sameiginlegu bili \(I\).
Veldaröðin \(\sum_{n=0}^\infty (c_n \pm d_n) x^n\) er samleitin að fallinu \(f \pm g\) á \(I\).
Fyrir hvaða heiltölu \(m>0\) sem er og rauntölu \(b\) er veldaröðin \(\sum_{n=0}^\infty b x^m c_n x^n\) samleitin að \(bx^m f(x)\) á \(I\).
Fyrir hvaða heiltölu \(m>0\) sem er og rauntölu \(b\) er veldaröðin \(\sum_{n=0}^\infty c_n (bx^m)^n\) samleitin að \(f(bx^m)\) á \(I\).
10.2.2. Dæmi: Samleitni veldaraðar
Dæmi
Gerum ráð fyrir að \(\sum_{n=0}^\infty a_n x^n\) sé veldaröð með samleitnibilið \(]-1,1[\) og að \(\sum_{n=0}^\infty b_n x^n\) sé veldaröð með samleitnibilið \(]-2,2[\). Finnum samleitnibil veldaraðarinnar \(\sum_{n=0}^\infty (a_n+b_n) x^n\).
Lausn
Þar sem \(]-1,1[\) er sameiginleg samleitnibil beggja raða þá er \(\sum_{n=0}^\infty (a_n+b_n) x^n\) samleitin á því bili.
10.2.3. Dæmi: Sameining veldaraða
Dæmi
Notum að veldaröð fallsins \(g(x)=\frac{1}{1-x}\) sé \(\sum_{n=0}^\infty x^n\) til þess að ákvarða veldaröð fallsins
auk þess að finna samleitnibil þess.
Lausn
Byrjum á því að rita \(f(x)\) sem
Notum nú veldaröð fallsins \(g(x)=\frac{1}{1-x}\) og eiginleika veldaraða til þess að setja fallið \(f\) fram með
Þar sem samleitnibil veldaraðar \(\frac{1}{1-x}\) er \(]-1,1[\) er samleitnibil veldaraðar fallsins \(f\) mengi þeirra rauntalna \(x\) þannig að \(|x^2|<1\). Þ.a.l. er það einnig \(]-1,1[\).
10.2.4. Dæmi: Finna fall veldaraðar
Dæmi
Finnum fallið \(f\) sem lýsir veldaröðinni \(\sum_{n=0}^\infty 2^n x^n\) auk þess að ákvarða samleitnibil raðarinnar.
Dæmi
Skrifum röðina sem
Við sjáum að þetta er veldaröðin fyrir
Þar sem þetta er geómetrísk röð er hún samleitin ef og aðeins ef \(|2x|<1\). Þar með er samleitnibil raðarinnar \(]-\tfrac{1}{2}, \tfrac{1}{2}[\).
10.2.5. Setning: Margföldun veldaraða
Setning
Gerum ráð fyrir að veldaraðirnar \(\sum_{n=0}^\infty c_n x^n\) og \(\sum_{n=0}^\infty d_n x^n\) séu hvor um sig samleitnar að föllunum \(f\) og \(g\) á sameiginlegu bili \(I\). Látum
Þá er
og
Röðin \(\sum_{n=0}^\infty e_n x^n\) er þekkt sem Cauchy margfeldi raðanna \(\sum_{n=0}^\infty c_n x^n\) og \(\sum_{n=0}^\infty d_n x^n\).
10.2.6. Dæmi: Margföldun veldaraða
Dæmi
Finnum Cauchy margfeldi raðanna \(\sum_{n=0}^\infty x^n\) og \(\sum_{n=0}^\infty (x^2)^n\)
fyrir \(|x|<1\) á bilinu \(]-1,1[\).
Lausn
Þar sem röðina \(\sum_{n=0}^\infty x^n\) má setja fram með fallinu \(\frac{1}{1-x}\) og röðina \(\sum_{n=0}^\infty (x^2)^n\) má setja fram með fallinu \(\frac{1}{1-x^2}\) þá er margfeldi þeirra er fallið
Veldaröð fallsins \(g(x)\) er
sem er samleitin bilinu \(]-1,1[\).
10.2.7. Setning: Afleiður og stofnföll veldaraða
Setning
Gerum ráð fyrir að röðin \(\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\) sé samleitin á bilinu \(]a-R,a+R[\) fyrir eitthvað \(R>0\). Látum \(f\) vera fallið sem lýsir veldaröðinni
fyrir \(|x-a|<R\). Þá er \(f\) diffranlegt á bilinu \(]a-R,a+R[\) og við getum fundið afleiðu \(f\) með því að diffra röðina lið fyrir lið. Þá fæst
fyrir \(|x-a|<R\). Við getum einnig fundið stofnfall \(f(x)\) með því að heilda röðina lið fyrir lið. Við það fæst röð sem er samleitin á bilinu \(]a-R,a+R[\) og við höfum að
fyrir \(|x-a|<R\).
10.2.8. Dæmi: Afleiða veldaraðar
Dæmi :class: daemi
Finnum veldaröðina sem lýsir fallinu
\[g(x) = \frac{1}{(1-x)^2}\]á bilinu \(]-1,1[\). Ákvörðum svo hvort hún sé samleitin í endapunktum bilsins.
Ábending: Hér má nota að
\[\begin{split}\begin{aligned} f(x) &= \frac{1}{1-x}\\ &= \sum_{n=0}^\infty x^n\\ &= 1 + x + x^2 + x^3 + \dots \end{aligned}\end{split}\]fyrir \(|x|<1\).
Lausn
Þar sem \(f'(x) = \frac{1}{(1-x)^2} = g(x)\) getum við fundið veldaröð fallsins \(g\) með því að diffra veldaröð fallsins \(f\) lið fyrir lið. Þá fæst
fyrir \(|x|<1\). Að diffra röðina lið fyrir lið segir þó ekkert til um hegðun raðarinnar í endapunktum bilsins. Við getum skoðað hegðunina þar með því að nota sundurleitniprófið og séð þannig að röðin er sundurleitin í \(x = \pm 1\). Lesanda er eftirlátið að sýna fram á það með útreikingum.
10.2.9. Dæmi: Stofnfall veldaraðar
Dæmi
Finnum veldaröð fallsins
með því að heilda veldaröð fallsins \(f'\). Finnum auk þess samleitnibil raðarinnar.
Lausn
Fyrir fallið \(f(x) = \ln(1+x)\) gildir að \(f'(x)=\frac{1}{1+x}\). Við vitum að
fyrir \(|x|<1\). Til að finna veldaröð fallsins \(f(x)=\ln(1+x)\) getum við heildað röðina lið fyrir lið.
Þar sem \(f(x)=\ln(1+x)\) er stofnfall fallsins \(\frac{1}{1+x}\) þá er aðeins eftir að ákvarða fastann \(C\). Þar sem \(\ln(1+0)=0\) höfum við að \(C=0\). Þar með fæst að veldaröð fallsins \(f(x)=\ln(1+x)\) sé
fyrir \(|x|<1\). Að heilda veldaröð lið fyrir lið segir ekkert um hegðun raðarinnar í endapunktun bilsins. Með niðurstöðum úr kafla 9 um runur og raðir getum við séð að röðin er samleitin í \(x=1\) en ósamleitin í \(x=-1\). Svo samleitnibil raðarinnar er \(]-1,1]\).
10.2.10. Setning: Veldaraðir eru ótvírætt ákvarðaðar
Setning
Látum \(\sum_{n=0}^\infty c_n(x-a)^n\) og \(\sum_{n=0}^\infty d_n(x-a)^n\) vera tvær, samleitnar veldaraðir sem uppfylla að
fyrir öll \(x\) á opnu bili sem inniheldur \(a\). Þá er \(c_n = d_n\) fyrir öll \(n \geq 0\).
10.3. Taylor- og Maclaurin-raðir
10.3.1. Skilgreining: Taylor- og Maclaurin-röð
Skilgreining
Ef \(f\) er óendanlega oft diffranlegt í \(x=a\) þá er Taylor-röð fallsins \(f\) í \(a\) röðin
Taylor-röð fallsins \(f\) í \(x=0\) er kölluð Maclaurin-röð fallsins \(f\).
10.3.2. Setning: Taylor-raðir eru ótvírætt ákvarðaðar
Setning
Ef fallið \(f\) á sér veldaröð með miðju í \(a\) sem er samleitin að \(f\) á opnu bili sem inniheldur \(a\) þá er sú röð Taylor-röð fallsins \(f\) með miðju í \(a\).
10.3.3. Skilgreining: Taylor-margliða
Skilgreining
Ef \(f\) er \(n\)-diffranlegt í \(x=a\) þá er \(n\)-ta Taylor-margliða fallsins \(f\) í \(a\)
Þá er \(n\)-ta Taylor-margliða fallsins \(f\) í \(x=0\) kölluð \(n\)-ta Maclaurin-margliða fallsins \(f\).
10.3.4. Dæmi: Að ákvarða Taylor-margliðu
Dæmi
Finnum \(p_0\), \(p_1\), \(p_2\) og \(p_3\) fyrir \(f(x)=\ln(x)\) í \(x=1\).
Lausn
Til að finna þessar Taylor-margliður þurfum við að finna fyrstu þrjár afleiður \(f\) og meta þær í \(x=1\). Fáum
Fáum því að
Við sjáum af myndinni hér að ofan hversu vel nálgununum tekst að nálga \(\ln(x)\).
10.3.5. Setning: Setning Taylors um skekkju
Setning
Látum \(f\) vera fall sem er \(n+1\) sinnum diffranlegt á bilinu \(I\) sem inniheldur rauntöluna \(a\). Látum \(p_n\) vera \(n\)-tu Taylor-margliðu fallsins \(f\) í \(a\) og látum
vera \(n\)-tu skekkjuna. Þá gildir að fyrir sérhvert \(x\) á bilinu \(I\) er til rauntala \(c\) milli \(a\) og \(x\) þannig að
Ef til er rauntala \(M\) þannig að \(\left|f^{(n+1)}(x) \right| \leq M\) fyrir öll \(x \in I\) þá gildir að
fyrir öll \(x \in I\).
10.3.6. Dæmi: Línulegar- og ferningsnálganir til að meta fallgildi
Dæmi
Gefið er fallið \(f(x) = \sqrt[3]{x}\).
Finnið fyrstu og aðra Taylor-margliðu fallsins í \(x=8\).
Notið margliðurnar til þess að nálga \(\sqrt[3]{11}\).
Notið setningu Taylors um skekkju til að finna efra mark á skekkjunni.
Lausn
- Lausn:
Við þurfum að byrja á því að finna fyrstu og aðra afleiðu fallsins \(f(x) = \sqrt[3]{x}\) og meta þær í \(x=8\). Fáum:
\[\begin{split}\begin{aligned} f(x) &= \sqrt[3]{x} & f(8) &= 2\\ f'(x) &= \frac{1}{3x^{2/3}} & f'(8) &= \frac{1}{12}\\ f''(x) &= \frac{-2}{9x^{5/3}} & f''(8) &= -\frac{1}{144}\\ \end{aligned}\end{split}\]Þar með fæst að fyrsta og önnur Taylor-margliða fallsins séu
\[\begin{split}\begin{aligned} p_1(x) &= f(8)+f'(8)(x-8)\\ &= 2 + \tfrac{1}{12}(x-8)\\ p_2(x) &= f(8)+f'(8)(x-8) + \frac{f''(8)}{2!}(x-8)^2\\ &= 2 + \tfrac{1}{12}(x-8) - \tfrac{1}{288}(x-8)^2. \end{aligned}\end{split}\]
- Lausn:
Ef við notum fyrsta stigs Taylor-margliðuna fæst
\[\sqrt[3]{11} \approx p_1(11) = 2 + \tfrac{1}{12}(11-8)=2,25.\]Ef við notum annars stigs Taylor-margliðuna fæst
\[\sqrt[3]{11} \approx p_2(11) = 2 + \tfrac{1}{12}(11-8) - \tfrac{1}{288}(11-8)^2 = 2,21875.\]
- Lausn:
Þar sem Taylor-raðir eru ótvírætt ákvarðaðar er til tala \(c\) á bilinu \(]8,11[\) þannig að skekkjan við að námunda \(\sqrt[3]{11}\) með fyrsta stigs Taylor-margliðu uppfylli að
\[R_1(11) = \frac{f''(c)}{2!}(11-8)^2.\]Við vitum ekki hvert nákvæmt gildi \(c\) er en við getum fundið efra mark á skekkjuna \(R_1(11)\) með því að ákvarða hámarksgildi \(f''\) á bilinu \(]8,11[\). Þar sem \(f''(x) = - \frac{2}{9x^{5/2}}\) fæst að stærsta gildið sem \(|f''(x)|\) tekur á bilinu sé í punktinum \(x=8\). Þar sem \(f''(8)=-\frac{1}{144}\) fæst að
\[|R_1(11)| \leq \frac{1}{144 \cdot 2!} (11-8)^2 = 0,03125.\]Á svipaðan hátt getum við metið skekkjuna \(R_2(11) = \frac{f'''(c)}{3!}(11-8)^3\).
Þar sem \(f'''(x) = \frac{10}{27x^{8/3}}\) fæst að hámarksgildi \(f'''\) á bilinu \(]8,11[\) sé \(f'''(8)\approx 0,0014468\) og þar með fæst
\[|R_2(11)| \leq \frac{0,0011468}{3!}(11-8)^3 \approx 0,0065104.\]
10.3.7. Dæmi: Að finna Taylor-röð falls
Dæmi
Finnum Taylor-röð fallsins \(f(x)=\frac{1}{x}\) í \(x=1\) auk þess að ákvarða samleitnibil raðarinnar.
Lausn
Finnum fyrstu fjórar afleiður fallsins og metum þær í punktinum \(x=1\).
Ef við skoðum hvernig þetta þróast sést að \(f^{(n)}(1)=(-1)^n n!\) fyrir öll \(n \geq 0\). Þar með er Taylor-röðin fyrir \(f\) í \(x=1\) gefin með
Til að finna samleitnibilið getum við notað kvótaprófið. Fáum að
Þar með er röðin samleitin ef \(|x-1|<1\), þ.e. röðin er samleitin ef \(0<x<2\). Næst athugum við endapunktana. Við sjáum að
er ósamleitin skv. sundurleitniprófinu. Á svipaðan hátt má sjá að
er ósamleitin. Þar með er samleitnibil raðarinnar \(]0,2[\).
10.3.8. Setning: Samleitni Taylor-raða
Setning
Gerum ráð fyrir að \(f\) sé óendanlega oft diffranlegt á bili \(I\) sem inniheldur \(a\). Þá er Taylor-röðin
samleitin að \(f(x)\) fyrir öll \(x\in I\) ef og aðeins ef
fyrir öll \(x \in I\).
10.4. Hagnýting Taylor-raða
10.4.1. Skilgreining: Tvíliðustuðullinn og tvíliðuröðin
Skilgreining
Fyrir \(r,n\in \mathbb{N}_0\) þar sem \(n \leq r\) nefnist talan
tvíliðustuðullinn. Ef \(k > n\) er tvíliðustuðullinn skilgreindur sem 0.
Hægt er að víkka tvíliðustuðulinn út þannig að hann gildi fyrir allar rauntölur \(r\) og er hann þá skilgreindur sem
og nefnist þá útvíkkaði tvíliðustuðullinn.
Maclaurin-röðin fyrir \(f(x)=(1+x)^r\) þar sem \(r \in \mathbb{R}\) nefnist tvíliðuröð. Hún er samleitin að \(f\) ef \(|x|<1\) og við skrifum að
fyrir \(|x|<1\).
10.4.2. Dæmi: Að finna tvíliðuröð
Dæmi
Finnum tvíliðuröð fallsins \(f(x)=\sqrt{1+x}\).
Lausn
Athugum að \(\sqrt{1+x} = (1+x)^{1/2}\) og því er \(r=1/2\). Fáum því að tvíliðuröð fallsins sé
sem einnig mætti skrifa sem
10.4.3. Ábending: Nokkur algeng föll og Maclaurin raðir þeirra
Athugasemd
Fall |
Maclaurin-röð |
Samleitnibil |
---|---|---|
\(f(x)=\tfrac{1}{1-x}\) |
\(\sum_{n=0}^\infty x^n\) |
\(-1 < x <1\) |
\(f(x)=e^x\) |
\(\sum_{n=0}^\infty \frac{x^n}{n!}\) |
\(-\infty < x < \infty\) |
\(f(x)=\sin(x)\) |
\(\sum_{n=0}^\infty (-1)^n \frac{x^{2n+1}}{(2n+1)!}\) |
\(-\infty < x < \infty\) |
\(f(x)=\cos(x)\) |
\(\sum_{n=0}^\infty (-1)^n \frac{x^{2n}}{(2n)!}\) |
\(-\infty < x < \infty\) |
\(f(x)=\ln(1+x)\) |
\(\sum_{n=0}^\infty (-1)^{n+1} \frac{x^n}{n}\) |
\(-1 < x < 1\) |
\(f(x)=\tan^{-1}(x)\) |
\(\sum_{n=0}^\infty (-1)^{n} \frac{x^{2n+1}}{2n+1}\) |
\(-1 < x < 1\) |
\(f(x)=(1+x)^r\) |
\(\sum_{n=0}^\infty \binom{r}{n} x^n\) |
\(-1 < x < 1\) |
10.4.4. Dæmi: Að finna eina Maclaurin-röð með annarri
Dæmi
Notum einhverja þekkta Maclaurin-röð til að finna Maclaurin-röð fallsins \(f(x)=\cos(\sqrt{x})\).
Lausn
Við vitum að \(\cos(x)\) hefur Maclaurin-röðina \(\sum_{n=0}^\infty (-1)^n \frac{x^{2n}}{(2n)!}\). Við getum notað hana og stungið inn \(\sqrt{x}\) í stað \(x\) til að fá að Maclaurin-röð \(f\) sé
Þessi röð er samleitin að \(\cos(\sqrt{x})\) fyrir öll \(x \geq 0\).
10.4.5. Dæmi: Að leysa diffurjöfnur með veldaröðum
Dæmi
Notum veldaraðir til að leysa upphafsgildisverkefnið
Lausn
Gerum ráð fyrir að til sé lausn á forminu
Diffrum hvern lið fyrir sig og fáum að
Ef \(y\) uppfyllir diffurjöfnuna gildir að
Við getum notfært okkur að veldaraðir eru ótvírætt ákvarðaðar og fengið að
Stingum nú upphafsgildinu \(y(0)=3\) inn í \(y(x)=c_0 + c_1x + c_2 x`2 +c_3 x^3 + c_4 x^4 + \dots\) og fáum að \(c_0=3\). Því fæst
Þar með fæst að
10.4.6. Dæmi: Meta erfið heildi með veldaröðum
Dæmi
Reiknum óákveðna heildið
með því að nota veldaraðir. Notum það svo til að nálga ákveðna heildið
þannig að skekkjan sé innan við 0,01.
Lausn
Maclaurin-röð \(e^{-x^2}\) er gefin með
Því fæst að
Notum þetta til að meta ákveðna heildið. Fáum
Summa fyrstu fjögurra liðanna er u.þ.b. 0,74. Ef við notum próf fyrir víxlmerkjaraðir fæst að þetta mat hefur skekkju sem er innan við \(\frac{1}{216} \approx 0,0046296 < 0,01\).
10.4.7. Dæmi: Maclaurin raðir til að nálga líkur
Dæmi
Gefið er að í stigafjöldi á prófi séu normaldreifður með meðaltalið \(\mu = 100\) stig og staðalfrávikið \(\sigma = 50\) stig. Reiknum líkurnar að gefinn nemandi fái á milli 100 og 200 stig á prófinu.
Lausn
Notfærum okkur að ef \(X\) er slembibreyta sem fylgir normaldreifingu má reikna líkurnar að \(a<X<b\) með
þar sem \(z=\frac{x-\mu}{\sigma}\). Notum Maclaurin-röð til að nálga útkomu fallsins.
Þar sem \(\mu = 100\) og \(\sigma = 50\) auk þess sem að \(a=100\) og \(b=200\) fæst að heildið sem við viljum meta er
Maclaurin-röð heildisstofnsins er gefin með
Þar með fæst að
Ef við notum fyrstu fimm liðina fáum við að líkurnar séu u.þ.b. 0,4922. Próf fyrir víxlmerkjaraðir gefur að skekkjan er innan við