7. Aðferðir í heildun

Nauðsynleg undirstaða

  • Föll

  • Markgildi

  • Afleiður

  • Heildi


May it be a light to you in dark places, when all other lights go out.

– Galadriel, The Two Towers


7.1. Hlutheildun

Í fyrri köflum höfum við lært að heilda með því að nota innsetningu. En innsetning ræður aðeins við lítinn hluta mögulegra heilda. Innsetning með \(u=x^2\) gerir okkur kleift að reikna

\[\int x \sin(x^2) dx\]

en getur okkur engar bjargir veitt þegar kemur að heildinu

\[\int x \sin(x) dx.\]

Til þess þarf að grípa til annarra aðferða. Þar sem innsetningu þrýtur má oft líta til hlutheildunar.

7.1.1. Setning: Hlutheildun

Setning

Látum \(f(x)\) og \(g(x)\) vera föll sem samfelldar afleiður. Þá gildir að

\[\int f'(x)g(x) dx = f(x)g(x) - \int f(x)g'(x) dx.\]

Þessi formúla er stundum stytt í

\[\int f'g = fg - \int fg'.\]

7.1.2. Dæmi: Hlutheildun

Dæmi

Notum hlutheildun til að meta heildið

\[\int x \sin(x) dx.\]

Stundum getur verið nauðsynelgt að beita hlutheildun oftar en einu sinni til að leysa dæmi.

7.1.3. Dæmi: Hlutheildun beitt tvisvar

Dæmi

Metum heildið

\[\int x^2 e^{3x} dx.\]

7.1.4. Hlutheildun fyrir ákveðin heildi

Við höfum nú séð hvernig á að nota hlutheildun fyrir óákveðin heildi. Aðferðin er að flestu leyti sú sama fyrir ákveðin heildi.

7.1.5. Setning: Hlutheildun fyrir ákveðin heildi

Setning

Látum \(f(x)\) og \(g(x)\) vera föll með samfelldar afleiður á bilinu \([a,b]\). Þá gildir að

\[\int_a^b f'(x) g(x) dx = \left[ f(x)g(x) \right]_a^b - \int_a^b f(x) g'(x)dx.\]

Þessi formúla er stundum stytt í

\[\int_a^b f' g = \left[ fg \right]_a^b - \int_a^b f g'.\]

7.1.6. Dæmi: Hlutheildun fyrir ákveðin heildi

Dæmi

Höldum áfram með dæmið hér að ofan, þar sem við mátum heildið

\[\int x \sin(x) dx.\]

Nú skulum við bæta við heilda það yfir bilið \([0,\pi]\), þ.e.

\[\int_0^\pi x \sin(x) dx.\]

7.2. Óeiginleg heildi

7.2.1. Skilgreining: Óeiginlegt heildi

Skilgreining

  1. Látum \(f(x)\) vera samfellt á bilinu \([a,\infty[\). Þá gildir að

    \[\int_a^\infty f(x) dx = \lim_{t\rightarrow \infty } \int_a^t f(x) dx\]

af því gefnu að markgildið sé til.

  1. Látum \(f(x)\) vera samfellt á bilinu \(]-\infty,b]\). Þá gildir að

    \[\int_{-\infty}^b f(x) dx = \lim_{t\rightarrow \infty } \int_t^b f(x) dx\]

af því gefnu að markgildið sé til. Í báðum tilfellum er sagt að óeiginlega heildið sé samleitið. Ef markgildið er ekki til er það sagt vera ósamleitið.

  1. Látum \(f(x)\) vera samfellt á \(]-\infty;\infty[\). Þá gildir að

    \[\int_{-\infty}^\infty f(x)dx = \int_{-\infty}^0 f(x) dx + \int_0^\infty f(x) dx,\]

af því gefnu að bæði \(\int_{-\infty}^0 f(x) dx\) og \(\int_0^\infty f(x) dx\) séu samleitin . Ef annað hvort þeirra er ósamleitið þá er heildið \(\int_{-\infty}^\infty f(x)dx\) ósamleitið.

7.2.2. Dæmi: Óeiginlegt heildi

Dæmi

Ákvörðum flatarmál svæðiðisins sem myndast undir ferli fallsin \(f(x)=\frac{1}{x}\) yfir \(x\)-ásinum og hægra megin við línuna \(x=1\).

../_images/PMA_oeiginleg_heildi.png

7.2.3. Dæmi: Óeiginlegt heildi

Dæmi

Metum heildið

\[\int_{-\infty}^0 \frac{1}{x^2+4} dx.\]

7.3. Ósamfelldur heilidsstofn

7.3.1. Skilgreining: Ósamfelldur heildisstofn

Skilgreining

  1. Látum \(f(x)\) vera samfellt á bilinu \([a,b[\). Þá gildir

\[\int_a^b f(x) dx = \lim_{t \rightarrow b^-} \int_a^t f(x) dx.\]
  1. Látum \(f(x)\) vera samfellt á bilinu \(]a,b]\). Þá gildir

\[\int_a^b f(x) dx = \lim_{t \rightarrow a^+} \int_t^b f(x) dx.\]

Í báðum tilfellum segjum við að óeiginlega heildið sé samleitið ef markgildið er til. Annars segjum við að það sé ósamleitið.

  1. Ef \(f(x)\) er samfellt á \([a,b]\) nema í einum innripunkti \(c\) þá gildir

\[\int_a^b f(x) dx = \int_a^c f(x) dx + \int_c^b f(x) dx,\]

af því gefnu að bæði \(\int_a^c f(x) dx\) og \(\int_c^b f(x) dx\) séu samleitin. Annars er sagt að heildið \(\int_a^b f(x) dx\) sé ósamleitið.

7.3.2. Dæmi: Ósamfelldur heildisstofn

Dæmi

Metum heildið

\[\int_0^4 \frac{1}{\sqrt{4-x}} dx.\]

7.4. Samanburðarpróf

7.4.1. Setning: Samanburðarpróf

Setning

Látum \(f(x)\) og \(g(x)\) vera samfelld á \([a,\infty[\). Gerum ráð fyrir að \(0 \leq f(x)\leq g(x)\) fyrir \(x \geq a\).

  1. Ef

\[\int_a^{\infty} f(x) dx = \lim_{t \rightarrow \infty} \int_a^t f(x) dx = \infty\]

þá gildir að

\[\int_a^{\infty} g(x) dx = \lim_{t \rightarrow \infty} \int_a^t g(x) dx = \infty\]
  1. Ef

\[\int_a^{\infty} g(x) dx = \lim_{t \rightarrow \infty} \int_a^t g(x) dx = L\]

þar sem \(L\) er rauntala, þá gildir að

\[\int_a^{\infty} f(x) dx = \lim_{t \rightarrow \infty} \int_a^t f(x) dx = M\]

fyrir einhverja rauntölu \(M \leq L\).

7.4.2. Dæmi: Samanburðarpróf

Dæmi

Notum samanburðarpróf til að sýna að heildið

\[\int_1^\infty \frac{1}{xe^x} dx\]

sé samleitið.