3. Afleiður


The Quest stands upon the edge of a knife. Stray but a little, and it will fail, to the ruin of all. Yet hope remains while the Company is true.

– Galadriel, The Fellowship of the Ring


3.1. Skilgreining á afleiðu

Skilgreining

Látum \(a\) vera innri punkt skilgreiningarmengis falls \(f\). Afleiða falls en: derivative
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(f\) í punkti \(a\) er skilgreind sem

\[f'(a)=\lim_{h\rightarrow 0}\frac{f(a+h)-f(a)}{h}.\]

Ef markgildið er til þá er sagt að fallið \(f\) diffranlegt en: differentiable
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
í punktinum \(a\), en annars er sagt að fallið sé ekki diffranlegt í punktinum \(a\).

3.1.1. Dæmi: afleiða

Dæmi

Fallið \(f(x) = x^2\) er diffranlegt í sérhverjum punkti \(a\). Það sést af því að

\[\begin{split}\begin{aligned} \lim_{h\to 0} \frac{f(a+h)-f(a)}{h} &= \lim_{h\to 0} \frac{(a+h)^2-a^2}{h}\\ &= \lim_{h\to 0} \frac{a^2+2ah+h^2-a^2}{h}\\ &= \lim_{h\to 0} \frac{2ah+h^2}{h}\\ &= \lim_{h\to 0} 2a+h = 2a.\end{aligned}\end{split}\]

3.1.2. Setning: Diffranleiki í punkti

Setning

Ef fall \(f\) er diffranlegt í punkti \(c\) þá er \(f\) samfellt í punktinum \(c\).

Aðvörun

Fall getur verið samfellt í punkti \(c\) án þess að það sé diffranlegt í \(c\).

3.1.3. Dæmi: Diffranleiki í punkti

Dæmi

Fallið \(f(x) = |x|\) er samfellt. En það er ekki diffranlegt í punktinum \(x=0\). Það sést af því að

\[\lim_{h\to 0^+} \frac{f(0+h)-f(0)}{h} = \lim_{h\to 0^+} \frac{|h|}{h} = 1\]

en

\[\lim_{h\to 0^-} \frac{f(0+h)-f(0)}{h} = \lim_{h\to 0^-} \frac{|h|}{h} = -1.\]

Þannig að markgildið \(\lim_{h\to 0} \frac{f(0+h)-f(0)}{h}\) er ekki til og því er fallið ekki diffranlegt í \(x=0\).

3.1.4. Snertill

Afleiðu falls \(f\) í punktinum \(a\) fæst með því að taka sniðil (e. secant) í gegnum punktana \((a,f(a))\) og \((a+h,f(a+h))\), og láta svo \(h\) stefna á \(0\).

Þetta gefur hallatölu snertilsins en: tangent line, tangent vector
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
við graf fallsins í punktinum \((a,f(a))\)

Jafna snertils við graf fallsins í punktingum \(a\) er línan

\[y = f'(a)(x-a) + f(a).\]

3.1.5. Athugasemd: Hallatalan \(\infty\) er ekki leyfð

Athugasemd

Við leyfum ekki \(f'(a) = \infty\) eða \(f'(a) = -\infty\). Samanber \(f(x) = x^{\frac 13}\) í \(a=0\),

\[\lim_{h \to 0} \frac{f(0+h)-f(0)}h = \lim_{h \to 0} \frac{h^{\frac 13}}h = \lim_{h \to 0} h^{-\frac 23} = \infty.\]

Hér ætti því jafna snertilsins að vera \(x=0\).

../_images/01_x13.png

Við viljum að snertillinn sé nálgun við graf fallsins fyrir \(x\) nálægt \(a\), lóðrétt lína er gagnslaus nálgun því hún er ekki skilgreind sem fall af \(x\).


3.2. Afleiða sem fall

3.2.1. Útvíkkun fyrir lokuð bil

Ef fallið \(f\) er skilgreint á lokuðu bili þá getum við skilgreint afleiðuna í endapunktunum með því að taka markgildi frá hægri/vinstri eftir því sem við á.

3.2.2. Skilgreining: Hægri/vinstri afleiða

Skilgreining

  1. Hægri afleiða falls \(f\) í punkti \(x\) er skilgreind sem

    \[f_+'(x)=\lim_{h\rightarrow 0^+}\frac{f(x+h)-f(x)}{h}.\]
  2. Vinstri afleiða falls \(f\) í punkti \(x\) er skilgreind sem

    \[f_-'(x)=\lim_{h\rightarrow 0^-}\frac{f(x+h)-f(x)}{h}.\]

3.2.3. Setning

Setning

Ef \(x\) er innri punktur í skilgreiningarmengi fallsins \(f\) þá er \(f\) diffranlegt í \(x\) þá og því aðeins að

\[f_+'(x)=\lim_{h\rightarrow 0^+}\frac{f(x+h)-f(x)}{h} = f_-'(x)=\lim_{h\rightarrow 0^-}\frac{f(x+h)-f(x)}{h},\]

og þá er \(f'(x)\) jafnt og markgildin hér fyrir ofan.

Athugasemd

Hægt er að túlka afleiðu falls sem fall í sínum eigin rétti. Lauslega er þá talað um að fallið \(f(x)\) sé diffranlegt ef til er fall \(f'(x)\) þar sem það að skipta út breytunni \(x\) fyrir einhvern innripunkt \(a\) í skilgreiningarmengi \(f\) gefur afleiðuna í punktinu \(a\). Til þess að skilgreiningin haldi vatni endanlega þarf svo að leyfa hægri/vinstri afleiður í jaðarpunktum skilgreiningarmengisins.

3.2.4. Skilgreining: Diffranlegt fall

Skilgreining

Látum \(f\) vera fall með skilgreiningarmengi \(A\). Gerum ráð fyrir að \(A\) sé sammengi endanlega margra bila. Við segjum að fallið \(f\)diffranlegt ef það er diffranlegt í öllum innri punktum \(A\) og diffranlegt frá vinstri/hægri í jaðarpunktum \(A\) eftir því sem við á.

3.2.5. Ritháttur

Afleiða falls \(f\) er ýmist táknuð með

\[f', \qquad \frac {df}{dx}, \qquad D_x f \qquad \text{eða} \qquad Df.\]

Ef við skrifum \(y=f(x)\) þá má einnig tákna hana með

\[y', \qquad \frac {dy}{dx}, \qquad D_x y \qquad \text{eða} \qquad Dy.\]

Aðvörun

Enn og aftur er túlkun bókarinnar á hugtakinu diffranlegt fall örlítið lausari í reipunum en sú sem er notuð hérna. Hún virkar ágætlega fyrir afleiður í öllum innri punktum skilgreiningarmengisins en athugar ekki hvað gerist í jaðarpunktum þess.

3.2.6. Dæmi: Afleiða

Dæmi

Skoðum afleiðu fallsins

\[f(x) = \sqrt{x}, f: [0,\infty[ \to \mathbb{R}\]

í vinstri endapunkti skilgreiningarmengisins.

3.2.7. Skilgreining: Hærri afleiður

Skilgreining

Látum \(f\) vera fall. Afleiðan \(f'\) er fall sem skilgreint er í öllum punktum þar sem \(f\) er diffranlegt.

Ef fallið \(f'\) er diffranlegt í punkti \(x\) þá er afleiða \(f'\) í punktinum \(x\) táknuð með \(f''(x)\) og kölluð önnur afleiða (e. second derivative) \(f\) í punktinum \(x\). Líta má á aðra afleiðu \(f\) sem fall \(f''\) sem er skilgreint í öllum punktum þar sem \(f'\) er diffranlegt.

Almennt má skilgreina \(n\)-tu afleiðu \(f\), táknaða með \(f^{(n)}\), þannig að í þeim punktum \(x\) þar sem fallið \(f^{(n-1)}\) er diffranlegt þá er \(f^{(n)}(x)=\frac{d}{dx}f^{(n-1)}(x)\).

3.2.8. Dæmi: Hærri afleiður

Dæmi

Finnum fyrstu og aðra afleiðu fallsins \(f(x)=3x^2\).

3.2.9. Ritháttur

Ritum \(y=f(x)\).

Þá má tákna fyrstu afleiðu \(f\) með

\[y'= f'(x)=\frac{d}{dx}f(x)=D_xf(x)\ =\ D_x y= \frac{dy}{dx},\]

aðra afleiðuna með

\[\begin{aligned} y'' &= f''(x)=\frac{d}{dx}f'(x)=\frac{d}{dx}\frac{d}{dx}f(x) = D^2_xf(x)= D^2_x y=\frac{d^2}{dx^2}f(x)=\frac{d^2 y}{dx^2}\end{aligned}\]

og almennt \(n\)-tu afleiðuna

\[\begin{split}\begin{aligned} y^{(n)} &= f^{(n)}(x)=\frac{d}{dx}f^{(n-1)}(x)= \frac{d}{dx}\Big(\frac{d^{n-1}}{dx^{n-1}}f(x)\Big) \\ &=D^n_xf(x)\ =\ D^n_x y =\frac{d^n}{dx^n}f(x) = \frac{d^n y}{dx^n}.\end{aligned}\end{split}\]

Athugasemd

Venja er að rita \(f'''\) til að tákna þriðju afleiðu \(f\) en afar sjaldgæft að \(f''''\) sé notað til að tákna fjórðu afleiðu \(f\) og mun algengara að nota \(f^{(4)}\).


3.3. Reiknireglur

3.3.1. Reiknireglur: Diffranleg föll

Reiknireglur: Diffranleg föll

Látum \(f\) og \(g\) vera föll sem eru diffranleg í punkti \(x\). Þá eru föllin \(f+g,\ f-g, kf\) (þar sem \(k\) er fasti) og \(fg\) diffranleg í punktinum \(x\), og ef \(g(x)\neq 0\) þá eru föllin \(1/g\) og \(f/g\) líka diffranleg í \(x\).

Eftirfarandi formúlur gilda um afleiður fallanna sem talin eru upp hér að framan:

  1. \(\frac{d}{dx} c=0, c \in \mathbb{R}\)

  2. \(\frac{d}{dx} x^n = nx^{n-1}, n \in \mathbb{Z}\)

  3. \((f+g)'(x)=f'(x)+g'(x)\)

  4. \((f-g)'(x)=f'(x)-g'(x)\)

  5. \((kf)'(x)=kf'(x)\), þar sem \(k\) er fasti

  6. \((fg)'(x)=f'(x)g(x)+f(x)g'(x)\)

  7. \(\left(\frac{1}{g}\right)'(x)=\frac{-g'(x)}{g(x)^2}\), ef \(g(x)\neq 0\)

  8. \(\left(\frac{f}{g}\right)'(x)= \frac{f'(x)g(x)-f(x)g'(x)}{g(x)^2}\), ef \(g(x)\neq 0\)

3.3.2. Dæmi: Nokkrar afleiður

Dæmi

  1. \(\frac{d}{dx} 1 = \lim_{h\to 0} \frac{1-1}h = 0\)

  2. \(\frac{d}{dx} x = \lim_{h\to 0} \frac{x+h-x}h = 1\)

  3. \(\frac{d}{dx} x^2 = \lim_{h\to 0} \frac{x^2+2xh+h^2-x^2}h = \lim_{h\to 0} \frac{2xh + h^2}h = \lim_{h\to 0} 2x+h= 2x\)

3.3.3. Afleiður margliða

Með því að nota setningarnar að ofan þá eigum við ekki í neinum vandræðum með að diffra margliður. Setning 3.3.1 (i) segir að við getum diffrað hvern lið fyrir sig, liður (iii) í sömu setningu segir að við getum tekið fastana fram fyrir afleiðuna og loks segir Sama setning segir hvernig við diffrum \(x^n\).

3.3.4. Dæmi: Afleiða margliðu

Dæmi

Finnum afleiðu margliðunnar \(p(x) = 4x^3-2x + 5\).


3.4. Afleiður hornafallanna

3.4.1. Setning: Afleiða kósínus og sínus

Setning

Hornaföllin kósínus og sínus eiga sér eftirfarandi afleiður:

  1. \(\frac{d}{dx} \sin(x) = \cos(x)\)

  2. \(\frac{d}{dx} \cos(x) = -\sin(x)\)

3.4.2. Dæmi: Afleiða sínus

Dæmi

Finnum afleiðu fallsins \(f(x)=5x^3\sin(x)\).

3.4.3. Setning: Afleiða tangens

Setning

Tangens á sér eftirfarandi afleiðu:

\[\frac{d}{dx} \tan(x) = \frac{1}{\cos^2(x)}\]

3.4.4. Dæmi: Afleiða tangens

Dæmi

Finnum afleiðu fallsins \(f(x)=\cos(x)+\tan(x)\).


3.5. Keðjureglan

3.5.1. Setning: Keðjureglan

Keðjureglan

Gerum ráð fyrir að \(f\) og \(g\) séu föll þannig að \(g\) er diffranlegt í \(x\) og \(f\) er diffranlegt í \(g(x)\). Þá er samskeytingin \(f\circ g\) diffranleg í \(x\) og

\[(f\circ g)'(x) = f'(g(x))\cdot g'(x).\]

3.5.2. Dæmi: Keðjureglan

Dæmi

Finnum afleiðu samskeytingarinnar \(f \circ g\) ef \(f(x) = \sqrt{x}\) og \(g(x)=3x^5\).


3.6. Andhverf föll

Rifjum upp að gagntæk vörpun \(f:X\to Y\) hefur andhverfu \(f^{-1}:Y\to X\) sem uppfyllir að

\[y=f(x)\qquad\text{þá og því aðeins að}\qquad x=f^{-1}(y).\]

Sjá kafla 1.4.

Athugasemd

Látum \(f:X \to Y\) vera fall sem skilgreint er á mengi \(X\). Gerum ráð fyrir að \(f\) sé eintækt. Með því að einskorða bakmengi \(f\) við myndmengið \(\tilde Y = f(X)\) þá verður \(f:X\to \tilde Y\) gagntækt fall. Þá er til andhverfa \(f^{-1}:\tilde Y \to X\) sem uppfyllir

\[y=f(x)\qquad\text{þá og því aðeins að}\qquad x=f^{-1}(y).\]

3.6.1. Setning

Setning

Fall sem er strangt vaxandi eða strangt minnkandi er eintækt og á sér því andhverfu.

3.6.2. Setning; Eiginleikar andhverfa

Setning

  1. \(y=f^{-1}(x)\) þá og því aðeins að \(x=f(y)\).

  2. Skilgreingarsvæði \(f\) er myndmengi \(f^{-1}\).

  3. Myndmengi \(f^{-1}\) er jafnt skilgreiningarmengi \(f\).

  4. \(f^{-1}(f(x))=x\) fyrir öll \(x\) í skilgreiningarmengi \(f\).

  5. \(f(f^{-1}(x))=x\) fyrir öll \(x\) í skilgreiningarmengi \(f^{-1}\).

  6. \((f^{-1})^{-1}(x)=f(x)\) fyrir öll \(x\) í skilgreiningarmengi \(f\), alltsvo \((f^{-1})^{-1}=f\).

  7. Graf \(f^{-1}\) er speglun á grafi \(f\) um línuna \(y=x\).

3.6.3. Setning: Afleiða andhverfunnar

Setning

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) hafi andhverfu \(f^{-1}\). Látum \(x\) vera á skilgreiningarmengi \(f\) og gerum ráð fyrir að \(f\) sé diffranlegt í punktinum \(f^{-1}(x)\) og að \(f'(f^{-1}(x)) \neq 0\). Þá er \(f^{-1}\) diffranlegt í punktinum \(x\) og

\[\left(f^{-1}\right)'(x)=\frac{1}{f'(f^{-1}(x))}\]

Athugasemd

Setningin segir okkur sér í lagi að láréttur snertill við \(f\) svarar til lóðrétts snertils við \(f^{-1}\).


3.7. Fólgin diffrun

Hugtakinu fólgin diffrun er e.t.v. auðveldast að lýsa með dæmi.

3.7.1. Dæmi: Fólgin diffrun

Dæmi

Jafna hrings með geisla 1 og miðju í (0,0) er \(x^2+y^2=1\). Við vitum að hægt er að skrifa efri og neðri helminga hans sem föll af \(y\), annars vegar \(y=\sqrt{1-x^2}\) og hins vegar \(y=-\sqrt{1-x^2}\). Ef við viljum finna snertil við hringinn getum við notað þessi föll. En þar sem við vitum að hægt er að skrifa \(y\) sem fall af \(x\) þá getum við einnig diffrað jöfnu hringsins beint með aðstoð keðjureglunnar,

\[\begin{split}\begin{aligned} \frac{d}{dx}(x^2+y^2) &=& \frac{d}{dx} 1\\ 2x + 2y\frac{dy}{dx} &= 0\\ y\frac{dy}{dx} &= -x\\ \frac{dy}{dx} &= -\frac xy. \end{aligned}\end{split}\]
../_images/11_hringur.png

3.7.2. Setning: Andhverfusetningin

Andhverfusetningin

Látum feril vera gefinn með \(F(x,y) =0\), þar sem \(F\) er diffranlegt í bæði \(x\) og \(y\). Í punktum þar sem snertill ferilsins er ekki lóðréttur (þ.e. \(\frac{d}{dy}F \neq 0\)) þá er hægt að skrifa \(y\) sem fall af \(x\) og þá fæst af keðjureglunni að

\[\frac{d}{dx} F(x,y) + \frac{d}{dy}F(x,y) \frac{dy}{dx} = 0,\]

þ.e.

\[\frac{dy}{dx} = -\frac{\frac{d}{dx} F(x,y)}{\frac{d}{dy} F(x,y)}.\]

Sjá https://en.wikipedia.org/wiki/Inverse_function_theorem

3.7.3. Með öðrum orðum

Það kemur í sama stað niður að einangra \(y=f(x)\), ef það er mögulegt, og finna \(y'\) með því að diffra, eins og að diffra \(F(x,y)=0\) og einangra svo \(y'=\frac{dy}{dx}\).

3.7.4. Vinnulag

  1. Diffrum báðar hliðar jöfnunar með tilliti til \(x\), og lítum á \(y\) sem fall af \(x\) sem við diffrum með aðstoð keðjureglunnar (og gleymum ekki \(y'\))

  2. Einangrum \(y'\)

  3. Skiptum \(y\) út fyrir \(f(x)\).

3.7.5. Setning: Hagnýting á fólginni diffrun

Setning

Ef \(n\) og \(m\) eru heilar tölur þá er

\[\frac{d}{dx} x^{\frac nm} = \frac nm x^{\frac nm -1}.\]

3.8. Afleiður logra og vísisfalla

3.8.1. Setning: Afleiður logra og vísisfalla

Setning

Eftirfarandi gildir um afleiður logra og vísisfalla:

  1. \(\frac{d}{dx} e^x = e^x\)

  2. \(\frac{d}{dx} e^{g(x)}=e^{g(x)}g'(x)\)

  3. \(\frac{d}{dx} \ln(x) = \frac{1}{x}\)

  4. \(\frac{d}{dx} \ln(g(x)) = \frac{1}{g(x)}g'(x)\)

  5. \(\frac{d}{dx} b^x = b^x \ln(b)\)

  6. \(\frac{d}{dx} b^{g(x)} = b^{g(x)}\ln(b)g'(x)\)

  7. \(\frac{d}{dx} \log_b(x) = \frac{1}{x\ln(b)}\)

  8. \(\frac{d}{dx} \log_b(g(x))=\frac{g'(x)}{g(x)\ln(b)}\)

3.8.2. Dæmi: Afleiða vísisfalls

Dæmi

Finnum fleiðu fallsins \(f(x)=3^x\).

3.8.3. Dæmi: Afleiða lografalls

Dæmi

Finnum afleiðu fallsins \(g(x)=\log_2(x^3)\).