2. Markgildi og samfelldni

Nauðsynleg undirstaða

  • Jafna línu

  • Jafna hrings

  • Hliðrun og skölun grafs

  • (Stranglega) minnkandi og (stranglega) vaxandi föll

  • Jafnstæð og oddstæð föll

  • Margliður; deiling, þáttun og rætur

  • Tölugildisfallið

  • Þríhyrningsójafnan

  • Formerkjafallið, \(sgn(x)\)


It is perilous to study too deeply the arts of the Enemy, for good or for ill. But such falls and betrayals, alas, have happened before.

-Lord Elrond, The Fellowship of the Ring


Aðvörun

Þessi kafli fjallar um tvö afskaplega mikilvæg og nátengd hugtök, markgildi og samfelldni. Það er nauðsynlegt fyrir nemendur að ná góðum tökum á þeim því mörg hugtök í stærðfræði og hagnýtingum á stærðfræði sem verða á vegi ykkar í framtíðinni byggja á þessum hugtökum.


2.1. Skilgreiningar á markgildi

2.1.1. Óformleg skilgreining á markgildi

Segjum að fall \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=L\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé eins nálægt \(L\) og við viljum bara með því að velja \(x\) nógu nálægt \(a\).

2.1.2. Skilgreining: Markgildi

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili umhverfis punktinn \(a\), nema hvað hugsanlega er \(f(a)\) ekki skilgreint. Við segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=L\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt:

Fyrir sérhverja tölu \(\epsilon>0\) er til tala \(\delta>0\) sem fullnægir eftirfarandi skilyrði:

\[\text{fyrir öll $x$ sem uppfylla} \qquad 0 < |x-a| < \delta \qquad \text{gildir} \qquad |f(x)-L| <\epsilon.\]

Við segjum að talan \(L\) markgildi en: limit
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(f(x)\) þegar \(x\) stefnir á \(a\).

Aðvörun

Bókin notar örlítið lauslegri skilgreiningu á markgildi. Ekki er til ein, viðtekin skilgreining og er þetta háð túlkun að einhverju leyti. Til að halda samræmi við aðra áfanga Háskóla Íslands munum við notast við þessa skilgreiningu frekar en þá sem bókin býður upp á.

Athugasemd

Þegar athugað er hvort markgildið \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)\) er til, og þá hvert gildi þess er, þá skiptir ekki máli hvort \(f(a)\) er skilgreint eða ekki.

2.1.3. Dæmi: Markgildi

Dæmi

  1. \(\lim_{x \to a} c = c\), \(c\) fasti

  2. \(\lim_{x \to a} x = a\)

  3. \(\lim_{x \to a} |x| = |a|\)


2.2. Markgildi

2.2.1. Óformleg skilgreining á markgildi frá hægri

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili \((a,b)\). Segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\) frá hægri, og ritum \(\lim_{x\rightarrow a^+} f(x)=L\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé eins nálægt \(L\) og við viljum bara með því að velja \(x>a\) nógu nálægt \(a\).

2.2.2. Skilgreining: Markgildi frá hægri

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili \((a,b)\). Við segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\) frá hægri, og ritum \(\lim_{x\rightarrow a^+} f(x)=L\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt.

Fyrir sérhverja tölu \(\epsilon>0\) er til tala \(\delta>0\) þannig að um öll \(x\) sem eru þannig að

\[a<x<a+\delta,\quad \text{ þá er } \quad |f(x)-L| <\epsilon.\]

2.2.3. Óformleg skilgreining á markgildi frá vinstri

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili \((b,a)\). Segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\) frá vinstri, og ritum \(\lim_{x\rightarrow a^-} f(x)=L\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé eins nálægt \(L\) og við viljum bara með því að velja \(x<a\) nógu nálægt \(a\).

2.2.4. Skilgreining: Markgildi frá vinstri

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili \((b,a)\). Við segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\) frá vinstri, og ritum \(\lim_{x\rightarrow a^-} f(x)=L\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt.

Fyrir sérhverja tölu \(\epsilon>0\) er til tala \(\delta>0\) þannig að um öll \(x\) sem eru þannig að

\[a-\delta<x<a,\quad \text{ þá er } \quad |f(x)-L| <\epsilon.\]

2.2.5. Skilgreining: Önnur skilgreining á markgildi

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili umhverfis punktinn \(a\), nema hvað hugsanlega er \(f(a)\) ekki skilgreint. Þá er

\[\lim_{x\rightarrow a} f(x)=L\]

ef og aðeins ef

\[\lim_{x\rightarrow a^-} f(x)=L=\lim_{x\rightarrow a^+} f(x).\]

2.2.6. Dæmi: Tölugildisfallið

Lausn

Tölugildisfallið en: absolute value, length, modulus, norm, numerical value
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(|x|\) er skilgreint sem \(x\) ef \(x\geq 0\) en \(-x\) ef \(x<0\). Um tölugildisfallið gildir

\[\lim_{x\to 0^+} \frac x{|x|} = 1\]
\[\lim_{x\to 0^-} \frac x{|x|} = -1\]
\[\lim_{x\to 0} \frac x{|x|} \quad \text{er ekki til}\]
../_images/02_daemi.png

2.3. Reiknireglur fyrir markgildi

Reiknireglur fyrir markgildi

Gerum ráð fyrir að \(\lim_{x\rightarrow a}f(x)=L\) og að \(\lim_{x\rightarrow a}g(x)=M\). Þá gildir

  1. \(\lim_{x\rightarrow a}\Big(f(x)+g(x)\Big)=L+M\).

  2. \(\lim_{x\rightarrow a}\Big(f(x)-g(x)\Big)=L-M\).

  3. \(\lim_{x\rightarrow a}f(x)g(x)=LM\).

  4. \(\lim_{x\rightarrow a}kf(x)=kL\), þar sem \(k\) fasti.

  5. \(\lim_{x\rightarrow a}f(x)/g(x)=L/M\), að því gefnu að \(M\neq 0\).

  6. Gerum ráð fyrir að \(m\) og \(n\) séu heiltölur þannig að \(f(x)^{m/n}\) sé skilgreint fyrir öll \(x\) á bili \((b,c)\) umhverfis \(a\) (en ekki endilega fyrir \(x=a\)) og að \(L^{m/n}\) sé skilgreint. Þá er \(\lim_{x\rightarrow a}f(x)^{m/n}=L^{m/n}\).

  7. Ef til er bil \((b,c)\) sem inniheldur \(a\) þannig að \(f(x)\leq g(x)\) fyrir öll \(x\in (b,c)\), nema kannski \(x=a\), þá er \(\lim_{x\rightarrow a}f(x)=L\leq M=\lim_{x\rightarrow a}g(x)\).

Aðvörun

Liður (1) í setningunni á undan segir að ef markgildin \(\lim_{x\to a} f(x)\) og \(\lim_{x\to a} g(x)\) eru til þá sé markgildið \(\lim_{x\to a} (f(x)+g(x))\) einnig til.

En hún segir ekki að ef \(f\) og \(g\) eru föll þannig að markgildið \(\lim_{x\to a} (f(x)+g(x))\) er til, að þá séu markgildin \(\lim_{x\to a} f(x)\) og \(\lim_{x\to a} g(x)\) einnig til.


2.4. Aðferðir til að meta markgildi

2.4.1. Skilgreining: Einangraður sérstöðupunktur

Skilgreining

Punktur \(x=a\) kallast einangraður sérstöðupunktur, eða einfaldlega sérstöðupunktur fallsins \(f\) ef til er tala :math`delta>0` þannig að \(f\) er ekki skilgreint í punktinum \(a\) en \(f\) er skilgreint á \(]a-\delta,a+\delta[ \setminus \{a\}\).

Lauslega þýðir þetta að \(f\) er ekki skilgreint í punktinum \(a\) en \(f\) er skilgreint fyrir aðra punkta í kring um \(a\).

2.4.2. Dæmi: Sérstöðupunktur

Dæmi

Finnum alla sérstöðupunkta fallsins

\[f(x)=\frac{1}{x}.\]

2.4.3. Skilgreining: Afmáanlegur sérstöðupunktur

Skilgreining

Sérstöðupunktur kallast afmáanlegur sérstöðupunktur ef hann uppfyllir að til er tala \(L\) þannig að

\[\lim_{x \rightarrow a^-} f(x) = L = \lim_{x \rightarrow a^+} f(x).\]
../_images/PMA_afmaanlegur1.png

2.4.4. Dæmi: Afmáanlegur sérstöðupunktur

Dæmi

Reiknum markgildið

\[\lim_{x \rightarrow 1} \frac{x-1}{x-1}.\]

Athugasemd

Almennt gildir, ef hægt er að stytta ræða fallið \(\frac{P(x)}{Q(x)}\) í fastann \(c\), að

\[\lim_{x \rightarrow a} \frac{P(x)}{Q(x)} = c\]

fyrir öll \(a \in \mathbb{R}\), jafnvel þó \(a\) sé ekki í skilgreiningarmengi fallsins. Ef hægt er að stytta einhverjar en ekki allar núllstöðvar nefnara fallsins í burtu þá er markgildið einfaldlega gildi nýja, stytta fallsins í punktinum, þ.e. ef ræða fallið \(f(x)\) hefur afmáanlega sérstöðupunktinn \(a\) svo unnt er að stytta það í ræða fallið \(\frac{P(x)}{Q(x)}\) þá gildir að

\[\lim_{x \rightarrow a} \frac{P(x)}{Q(x)} = \frac{P(a)}{Q(a)}.\]

2.4.5. Klemmureglan

Ef við reynum að ákvarða markgildi fallsins \(g(x)\) þá getur hjálpað ef okkur tekst að klemma fallið milli tveggja annarra falla.

2.4.6. Setning: Klemmureglan

klemmureglan

Gerum ráð fyrir að \(f(x)\leq g(x)\leq h(x)\) fyrir öll \(x\) á bili \((b, c)\) sem inniheldur \(a\), nema kannski \(x=a\). Gerum enn fremur ráð fyrir að

\[\lim_{x\rightarrow a}f(x)=\lim_{x\rightarrow a}h(x)=L.\]

Þá er \(\lim_{x\rightarrow a}g(x)=L\).

../_images/04_03_klemmuregla.png

2.4.7. Dæmi: Klemmureglan

Dæmi

Reiknum markgildið

\[\lim_{x \rightarrow 0} \frac{\sin(x)}{x}.\]

2.4.8. Margföldun með samoka

Í sumum tilfellum getur margföldun með samoka haft þau áhrif að núllstöð nefnarans verður að afmáanlegum sérstöðupunkti í nýja, lengda brotinu.

2.4.9. Skilgreining: Samoki

Skilgreining

Samoki er myndaður þegar formerki er víxlað milli liðanna í tvíliðu. Þannig er samoki tvíliðunnar \(x+y\) til að mynda \(x-y\) og samoki tvíliðunnar \(\sqrt{x}-1\) er \(\sqrt{x}+1\).

2.4.10. Dæmi: Samoki

Dæmi

Reiknum markgildið

\[\lim_{x \rightarrow -1} \frac{\sqrt{x+2}-1}{x+1}.\]

2.4.11. Einfalda flókið brot

Stundum getur hjálpað að taka brot, sem er óþarflega flókið, og reyna að einfalda það.

2.4.12. Dæmi: Einfalda flókið brot

Dæmi

Reiknum markgildið

\[\lim_{x \rightarrow 1} \frac{\frac{1}{x+1}-\frac{1}{2}}{x-1}\]

2.5. Markgildi í óendanleikanum

2.5.1. Óformleg skilgreining á markgildnu \(\infty\)

Ef fallið stefnir ekki á eina ákveðna tölu, heldur stefnir fallgildið á að verða annað hvort óendanlega stórt eða óendanlega lítið (úr báðum áttum), segjum við að markgildið sé \(\pm \infty\), þar sem \(+\) er notað ef fallið stefnir á að vera óendanlega stórt en \(-\) ef það stefnir á að vera óendanlega lítið.

2.5.2. Skilgreining: Markgildið \(\infty\)

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili umhverfis punktinn \(a\), nema hvað hugsanlega er \(f(a)\) ekki skilgreint. Við segjum að \(f(x)\) stefni á \(\infty\) þegar \(x\) stefnir á \(a\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=\infty\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt.

Fyrir sérhverja tölu \(B\) er til tala \(\delta>0\) þannig að um öll \(x\) sem eru þannig að

\[0 < |x-a| <\delta \quad \text{ gildir að } \quad f(x) > B.\]

athugasemd

Athugum sérstaklega að það sama verður að gilda fyrir báðar áttir. Ekki dugar að markgildið stefni á \(-\infty\) úr annarri áttinni en \(+\infty\) úr hinni.

Athugasemd

Stundum er \(+\)-tákninu sleppt fyrir \(+\infty\) og aðeins er skrifað \(\infty\). Þetta er í samræmi við tölur almennt, þar sem jákvæðar tölur eru formerkislausar en neikvæðar tölur ávallt táknaðar með \(-\) fyrir framan. Munum þó jafnframt að \(\infty\) er ekki tala og hegðar sér ekki eins og slík. Almennar reiknireglur gilda ekki þegar rætt er um óendanleikann.

Athugasemd

Sumir vilja gera greinarmun á þegar markgildið er einhver tala og þegar markgildið er \(\pm \infty\). Þá er fyrra tilfellið ýmist kallað endanlegt markgildi eða eiginlegt markgildi en það seinna ýmist óendanlegt markgildi eða óeiginlegt markgildi.

Mörg föll stefna á \(\pm \infty\) í einhverjum punkti eða punktum. Það er t.a.m. algeng hegðun hjá ræðum föllum sem hafa núllstöð í nefnara sem ekki er hægt að stytta út (þ.e. það er ekki afmáanlegur sérstöðupunktur).

2.5.3. Dæmi: Markgildið \(\infty\)

Dæmi

Lítum á fallið \(h(x)=\frac{1}{(x-2)^2}\) og veltum því fyrir okkur hvað gerist þegar við látum \(x \rightarrow 2\).

2.5.4. Dæmi: Markgildið \(\infty\)

Dæmi

Lítum á fallið \(h(x)=\frac{1}{x}\) og veltum því fyrir okkur hvað gerist þegar við látum \(x \rightarrow 0\).


2.6. Markgildi þegar x stefnir á óendanlegt

../_images/06_liminf.png

2.6.1. Óformleg skilgreining á markgildnu þegar \(x \to \infty\)

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á bili \((a, \infty)\). Segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(\infty\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow \infty} f(x)=L\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé eins nálægt \(L\) og við viljum bara með því að velja \(x\) nógu stórt.

2.6.2. Skilgreining: Markgildi þegar \(x \to \infty\)

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á bili \((a,\infty)\). Við segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(\infty\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow \infty} f(x)=L\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt:

Fyrir sérhverja tölu \(\epsilon>0\) er til tala \(R\) þannig að um öll \(x>R\) gildir að

\[|f(x)-L|<\epsilon.\]

2.6.3. Óformleg skilgreining á markgildnu þegar \(x \to -\infty\)

Fyrir \(-\infty\) er þetta gert með sama sniði.

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á bili \((-\infty, a)\). Segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(-\infty\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow -\infty} f(x)=L\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé eins nálægt \(L\) og við viljum bara með því að velja \(x\) sem nógu stóra neikvæða tölu.

2.6.4. Skilgreining: Markgildi þegar \(x \to -\infty\)

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á bili \((-\infty,a)\). Við segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(-\infty\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow -\infty} f(x)=L\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt:

Fyrir sérhverja tölu \(\epsilon>0\) er til tala \(R\) þannig að um öll \(x<R\) gildir að

\[|f(x)-L|<\epsilon.\]

2.6.5. Dæmi: Markgildi þegar \(x \to -\infty\)

Dæmi

Lítum á veldisvísisfallið, þ.e. \(f(x)=e^x\). Reiknum markgildið

\[\lim_{x \rightarrow -\infty} e^x.\]

2.7. Samfelldni

Hér skilgreinum við og skoðum seinna grundvallarhugtakið í þessum kafla, sem er samfelldni en: continuity
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
.

2.7.1. Skilgreining: Innri punktur

Skilgreining

Látum \(A\subseteq {{\mathbb R}}\) og \(x\in A\). Við segjum að \(x\) innri punktur en: inner point, interior point
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(A\) ef \(A\) inniheldur opið bil umhverfis \(x\), það er að segja til er tala \(\delta>0\) þannig að \((x-\delta, x+\delta)\subseteq A\).

Ef \(x\) er ekki innri punktur \(A\) og \(x\in A\) þá segjum við að \(x\) jaðarpunktur en: boundary point, frontier point
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(A\).

2.7.2. Dæmi: Innri punktur

Dæmi

Fyrir bilið \(A\) er punkturinn \(C\) innri punktur en punkturinn \(B\) jaðarpunktur.

../_images/PMA_bil.png

2.7.3. Skilgreining: Samfelldni í punkti

Skilgreining

Látum \(f\) vera fall og \(c\) innri punkt skilgreiningarmengis \(f\). Sagt er að \(f\)samfellt í punktinum \(c\) ef

\[\lim_{x\rightarrow c}f(x)=f(c).\]

2.7.4. Setning

Setning

Látum \(f\) og \(g\) vera föll. Gerum ráð fyrir að \(c\) sé innri punktur skilgreiningarmengis beggja fallanna og að bæði föllin séu samfelld í punktinum \(c\). Þá eru eftirfarandi föll samfelld í \(c\):

  1. \(f+g\)

  2. \(f-g\)

  3. \(fg\)

  4. \(kf\), þar sem \(k\) er fasti

  5. \(f/g\), ef \(g(c)\neq 0\)

  6. \(\Big(f(x)\Big)^{1/n}\), að því gefnu að \(f(c)>0\) ef \(n\) er slétt tala og \(f(c)\neq 0\) ef \(n<0\).

Þessi setning er bein afleiðing af reiknireglum fyrir markgildi.

2.7.5. Setning: Samskeyting samfelldra falla

Setning

Látum \(g\) vera fall sem er skilgreint á opnu bili umhverfis \(c\) og samfellt í \(c\) og látum \(f\) vera fall sem er skilgreint á opnu bili umhverfis \(g(c)\) og samfellt í \(g(c)\). Þá er fallið \(f\circ g\) skilgreint á opnu bili umhverfis \(c\) og er samfellt í \(c\).

Athugasemd

Ef fall er skilgreint með formúlu og skilgreingamengið er ekki tilgreint sérstaklega, þá er venjan að líta alla þá punkta þar sem formúlan gildir sem skilgreingarmengi fallsins

2.7.6. Skilgreining: Samfellt fall

Skilgreining

Við segjum að fall \(f\) samfellt en: continuous function
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef það er samfellt í sérhverjum punkti skilgreingarmengisins.

Athugasemd

Athugið að til að fall sé samfellt er einungis gerð krafa um að það sé samfellt í öllum punktum skilgreiningarmengi síns. Samkvæmt þessari skilgreiningu er fallið \(f(x)=\frac{1}{x}\) með skilgreiningarmengið \(\mathbb{R} \setminus \{0\}\) samfellt jafnvel þó það taki stökk í kringum \(x=0\) einfaldlega af þeirri ástæðu að 0 er ekki í skilgreiningarmengi fallsins.

../_images/PMA_1overx.png

Aðvörun

Bókin tekur aðeins annan pól í hæðina varðandi samfelldni ræðra falla (sbr. Ex. 2.29). Það er bein afleiðing af skilgreiningu þeirra á markgildi, sem er örlítði frábrugðin þeirri skilgreiningu sem við notum. Þetta er að vissu leyti túlkunaratriði.

2.7.7. Dæmi: Samfellt fall

Dæmi

Eftirfarandi föll eru samfelld

  1. margliður

  2. ræð föll

  3. ræð veldi

  4. hornaföll; \(\sin\), \(\cos\), \(\tan\)

  5. tölugildisfallið \(|x|\)

2.7.8. Að búa til samfelld föll

Með því að nota föllin úr dæminu á undan sem efnivið þá getum við búið til fjölda samfelldra fall með því að beita aðgerðunum úr Setningu 2.6.4 og Setningu 2.6.3.

Fallið \(\cos(3x+5)\) er samfellt. Margliðan \(g(x) =3x+5\) og \(f(x) = \cos(x)\) eru samfelld föll og þá er samskeytingin \(f\circ g(x) = \cos(3x+5)\) einnig samfellt fall.

Rifjum upp skilgreininguna á samfelldni.

Skilgreining

Látum \(f\) vera fall og \(c\) innri punkt skilgreiningarmengis \(f\). Sagt er að \(f\)samfellt í punktinum \(c\) ef

\[\lim_{x\rightarrow c}f(x)=f(c).\]

Athugasemd

Þessi skilgreining virkar aðeins fyrir innri punkta skilgreiningarmengisins. Þannig að ef ætlunin er að rannsaka samfelldni í jaðarpunktum þá gengur þessi skilgreining ekki. Hins vegar getum við útvíkkað skilgreininguna á samfelldni fyrir hægri og vinstri endapunkta bila með því að einskorða okkur við markgildi frá vinstri og hægri.

2.7.9. Skilgreining: Hægri/vinstri samfelldni

Skilgreining

  1. Fall \(f\) er samfellt frá hægri í punkti \(c\) ef \(\lim_{x\rightarrow c^+}f(x)=f(c)\).

    Hér er gert ráð fyrir að fallið \(f\) sé amk. skilgreint á bili \([c, a[\).

  2. Fall \(f\) er samfellt frá vinstri í punkti \(c\) ef \(\lim_{x\rightarrow c^-}f(x)=f(c)\).

    Hér er gert ráð fyrir að fallið \(f\) sé amk. skilgreint á bili \(]a, c]\).

Uppfærum nú skilgreininguna á samfelldu falli.

2.7.10. Skilgreining: Uppfærð skilgreining á samfelldu falli

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að \(f\) sé fall sem er skilgreint á mengi \(A\), þar sem \(A\) er sammengi endanlega margra bila. Við segjum að fallið \(f\)samfellt ef það er samfellt í öllum innri punktum skilgreingarmengisins og ef það er samfellt frá hægri/vinstri í jaðarpunktum skilgreingarmengisins, eftir því sem við á.

Athugasemd

Ef fall er samfellt á opnu bili \(]a,b[\), og ef \(a<c<d<b\), þá er fallið einnig samfellt á bilinu \([c,d]\).


2.8. Eiginleikar samfelldra falla

2.8.1. Setninging: Há- og lággildislögmálið

Há- og lággildislögmálið

Látum \(f\) vera samfellt fall skilgreint á lokuðu takmörkuðu bili \([a,b]\). Þá eru til tölur \(x_1\) og \(x_2\) í \([a,b]\) þannig að fyrir allar tölur \(x\) í \([a,b]\) er

\[f(x_1)\leq f(x)\leq f(x_2).\]

Þetta þýðir að samfellt fall \(f\) á lokuðu og takmörkuðu bili \([a,b]\) tekur bæði hæsta og lægsta gildi á bilinu. Hæsta gildið er þá \(f(x_2)\) og lægsta gildið er \(f(x_1)\).

Athugasemd

Það er mögulegt að fallið taki há/lággildi sitt í fleiri en einum punkti.

2.8.2. Setning: Milligildissetningin

Milligildissetningin

Látum \(f\) vera samfellt fall skilgreint á lokuðu takmörkuðu bili \([a,b]\). Gerum ráð fyrir að \(s\) sé tala sem liggur á milli \(f(a)\) og \(f(b)\). Þá er til tala \(c\) sem liggur á milli \(a\) og \(b\) þannig að \(f(c)=s\).

Athugasemd

Það er möguleiki að það séu fleiri en einn punktur á bilinu þar sem fallið tekur gildið \(s\).

2.8.3. Fylgisetning

Fylgisetning

Ef \(P(x)=a_nx^n+a_{n-1}x^{n-1}+\cdots+a_1x+a_0\) er margliða af oddatölu stigi \(n\), þá er til rauntala \(c\) þannig að \(P(c)=0\).