2. Markgildi og samfelldni

Aðvörun

Þessi kafli fjallar um tvö afskaplega mikilvæg og nátengd hugtök, markgildi og samfelldni. Það er nauðsynlegt fyrir nemendur að ná góðum tökum á þeim því mörg hugtök í stærðfræði og hagnýtingum á stærðfræði sem verða á vegi ykkar í framtíðinni byggja á þessum hugtökum.

I’d take the awe of understanding over the awe of ignorance any day.

- Douglas Adams, The Salmon of Doubt


2.1. Markgildi

2.1.1. Óformleg skilgreining á markgildi

Segjum að fall \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=L\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé eins nálægt \(L\) og við viljum bara með því að velja \(x\) nógu nálægt \(a\).

2.1.2. Skilgreining: Markgildi

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili umhverfis punktinn \(a\), nema hvað hugsanlega er \(f(a)\) ekki skilgreint. Við segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=L\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt:

Fyrir sérhverja tölu \(\epsilon>0\) er til tala \(\delta>0\) sem fullnægir eftirfarandi skilyrði:

\[\text{fyrir öll $x$ sem uppfylla} \qquad 0 < |x-a| < \delta \qquad \text{gildir} \qquad |f(x)-L| <\epsilon.\]

Við segjum að talan \(L\) markgildi en: limit
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(f(x)\) þegar \(x\) stefnir á \(a\).

Athugasemd

Þegar athugað er hvort markgildið \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)\) er til, og þá hvert gildi þess er, þá skiptir ekki máli hvort \(f(a)\) er skilgreint eða ekki.

2.1.3. Dæmi um markgildi

Dæmi

Látum \(a, c\) vera rauntölur. Sýnið fram á eftirfarandi:

  1. \(\lim_{x \to a}\,c = c\),

  2. \(\lim_{x \to a}\,x = a\)

  3. \(\lim_{x \to a} |x| = |a|\)


2.2. Markgildi frá hægri og vinstri

2.2.1. Óformleg skilgreining á markgildi frá hægri

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili \((a,b)\). Segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\) frá hægri, og ritum \(\lim_{x\rightarrow a^+} f(x)=L\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé eins nálægt \(L\) og við viljum bara með því að velja \(x>a\) nógu nálægt \(a\).

2.2.2. Skilgreining: Markgildi frá hægri

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili \((a,b)\). Við segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\) frá hægri, og ritum \(\lim_{x\rightarrow a^+} f(x)=L\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt.

Fyrir sérhverja tölu \(\epsilon>0\) er til tala \(\delta>0\) þannig að um öll \(x\) sem eru þannig að

\[a<x<a+\delta,\quad \text{ þá er } \quad |f(x)-L| <\epsilon.\]

2.2.3. Óformleg skilgreining á markgildi frá vinstri

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili \((b,a)\). Segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\) frá vinstri, og ritum \(\lim_{x\rightarrow a^-} f(x)=L\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé eins nálægt \(L\) og við viljum bara með því að velja \(x<a\) nógu nálægt \(a\).

2.2.4. Skilgreining: Markgildi frá vinstri

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili \((b,a)\). Við segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(a\) frá vinstri, og ritum \(\lim_{x\rightarrow a^-} f(x)=L\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt.

Fyrir sérhverja tölu \(\epsilon>0\) er til tala \(\delta>0\) þannig að um öll \(x\) sem eru þannig að

\[a-\delta<x<a,\quad \text{ þá er } \quad |f(x)-L| <\epsilon.\]

2.2.5. Setning

Setning

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili umhverfis punktinn \(a\), nema hvað hugsanlega er \(f(a)\) ekki skilgreint. Þá er

\[\lim_{x\rightarrow a} f(x)=L\]

ef og aðeins ef

\[\lim_{x\rightarrow a^-} f(x)=L=\lim_{x\rightarrow a^+} f(x).\]

2.2.6. Dæmi: Tölugildisfallið

Dæmi

Tölugildisfallið en: absolute value, length, modulus, norm, numerical value
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(|x|\) er skilgreint sem \(x\) ef \(x\geq 0\) en \(-x\) ef \(x<0\). Sýnið að um tölugildisfallið gildi

  1. \[\lim_{x\to 0^+} \frac x{|x|} = 1\]
  2. \[\lim_{x\to 0^-} \frac x{|x|} = -1\]
  3. \[\lim_{x\to 0} \frac x{|x|} \quad \text{er ekki til}\]
../_images/02_daemi.png

2.3. Reiknireglur fyrir markgildi

2.3.1. Setning

Setning

Gerum ráð fyrir að \(\lim_{x\rightarrow a}f(x)=L\) og að \(\lim_{x\rightarrow a}g(x)=M\). Þá gildir

  1. \(\lim_{x\rightarrow a}\Big(f(x)+g(x)\Big)=L+M\).

  2. \(\lim_{x\rightarrow a}\Big(f(x)-g(x)\Big)=L-M\).

  3. \(\lim_{x\rightarrow a}f(x)g(x)=LM\).

  4. \(\lim_{x\rightarrow a}kf(x)=kL\), þar sem \(k\) fasti.

  5. \(\lim_{x\rightarrow a}f(x)/g(x)=L/M\), að því gefnu að \(M\neq 0\).

  6. Gerum ráð fyrir að \(m\) og \(n\) séu heiltölur þannig að \(f(x)^{m/n}\) sé skilgreint fyrir öll \(x\) á bili \((b,c)\) umhverfis \(a\) (en ekki endilega fyrir \(x=a\)) og að \(L^{m/n}\) sé skilgreint. Þá er \(\lim_{x\rightarrow a}f(x)^{m/n}=L^{m/n}\).

  7. Ef til er bil \((b,c)\) sem inniheldur \(a\) þannig að \(f(x)\leq g(x)\) fyrir öll \(x\in (b,c)\), nema kannski \(x=a\), þá er \(\lim_{x\rightarrow a}f(x)=L\leq M=\lim_{x\rightarrow a}g(x)\).

Aðvörun

Liður (1) í setningunni á undan segir að ef markgildin \(\lim_{x\to a} f(x)\) og \(\lim_{x\to a} g(x)\) eru til þá sé markgildið \(\lim_{x\to a} (f(x)+g(x))\) einnig til.

En hún segir ekki að ef \(f\) og \(g\) eru föll þannig að markgildið \(\lim_{x\to a} (f(x)+g(x))\) er til, að þá séu markgildin \(\lim_{x\to a} f(x)\) og \(\lim_{x\to a} g(x)\) einnig til.

2.3.2. Setning: Klemmureglan

Setning

Gerum ráð fyrir að \(f(x)\leq g(x)\leq h(x)\) fyrir öll \(x\) á bili \((b, c)\) sem inniheldur \(a\), nema kannski \(x=a\). Gerum enn fremur ráð fyrir að

\[\lim_{x\rightarrow a}f(x)=\lim_{x\rightarrow a}h(x)=L.\]

Þá er \(\lim_{x\rightarrow a}g(x)=L\).

../_images/04_03_klemmuregla.png

2.3.3. Dæmi: Markgildi með sínus

Dæmi

Sýnið fram á eftirfarandi:

  1. \[\lim_{x\to 0} \sin\left(\frac 1x\right) \quad \text{er ekki til}\]
  2. \[\lim_{x\to 0} x\sin\left(\frac 1x\right) = 0\]
  3. \[\lim_{x \to 0} \frac{\sin(x)}{x} = 1\]

Mynd af \(\sin\left(\frac 1x\right)\):

2.4. Markgildi þegar x stefnir á óendanlegt

../_images/06_liminf.png

2.4.1. Óformleg skilgreining á markgildi þegar \(x \to \infty\)

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á bili \((a, \infty)\). Segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(\infty\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow \infty} f(x)=L\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé eins nálægt \(L\) og við viljum bara með því að velja \(x\) nógu stórt.

2.4.2. Skilgreining: Markgildi þegar \(x \to \infty\)

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á bili \((a,\infty)\). Við segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(\infty\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow \infty} f(x)=L\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt:

Fyrir sérhverja tölu \(\epsilon>0\) er til tala \(R\) þannig að um öll \(x>R\) gildir að

\[|f(x)-L|<\epsilon.\]

2.4.3. Óformleg skilgreining á markgildi þegar \(x \to -\infty\)

Fyrir \(-\infty\) er þetta gert með sama sniði.

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á bili \((-\infty, a)\). Segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(-\infty\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow -\infty} f(x)=L\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé eins nálægt \(L\) og við viljum bara með því að velja \(x\) sem nógu stóra neikvæða tölu.

2.4.4. Skilgreining: Markgildi þegar \(x \to -\infty\)

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á bili \((-\infty,a)\). Við segjum að \(f(x)\) stefni á tölu \(L\) þegar \(x\) stefnir á \(-\infty\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow -\infty} f(x)=L\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt:

Fyrir sérhverja tölu \(\epsilon>0\) er til tala \(R\) þannig að um öll \(x<R\) gildir að

\[|f(x)-L|<\epsilon.\]

2.5. Óendanlegt sem markgildi

2.5.1. Óformleg skilgreining á markgildinu \(\infty\)

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili umhverfis punktinn \(a\), nema hvað hugsanlega er \(f(a)\) ekki skilgreint. Segjum að \(f(x)\) stefni á \(\infty\) þegar \(x\) stefnir á \(a\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=\infty\), ef við getum tryggt að \(f(x)\)hversu stórt sem við viljum bara með því að velja \(x\) nógu nálægt \(a\).

2.5.2. Skilgreining: Markgildið \(\infty\)

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili umhverfis punktinn \(a\), nema hvað hugsanlega er \(f(a)\) ekki skilgreint. Við segjum að \(f(x)\) stefni á \(\infty\) þegar \(x\) stefnir á \(a\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=\infty\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt.

Fyrir sérhverja tölu \(B\) er til tala \(\delta>0\) þannig að um öll \(x\) sem eru þannig að

\[0 < |x-a| <\delta \quad \text{ gildir að } \quad f(x) > B.\]

Aðvörun

Athugið að \(\infty\) er ekki tala. Þó að \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=\infty\) þá er samt sagt að markgildið \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)\) sé ekki til.

2.5.3. Óformleg skilgreining á markgildinu \(-\infty\)

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili umhverfis punktinn \(a\), nema hvað hugsanlega er \(f(a)\) ekki skilgreint. Segjum að \(f(x)\) stefni á \(-\infty\) þegar \(x\) stefnir á \(a\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=-\infty\), ef við getum tryggt að \(f(x)\) sé hversu lítið sem við viljum bara með því að velja \(x\) nógu nálægt \(a\).

2.5.4. Skilgreining: Markgildið \(-\infty\)

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að fall \(f\) sé skilgreint á opnu bili umhverfis punktinn \(a\), nema hvað hugsanlega er \(f(a)\) ekki skilgreint. Við segjum að \(f(x)\) stefni á \(-\infty\) þegar \(x\) stefnir á \(a\), og ritum \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=-\infty\), ef eftirfarandi skilyrði er uppfyllt.

Fyrir sérhverja tölu \(B\) er til tala \(\delta>0\) þannig að um öll \(x\) sem eru þannig að

\[0 < |x-a| < \delta \quad \text{ gildir að } \quad f(x)<B.\]

Aðvörun

Athugið að \(-\infty\) er ekki tala. Þó að \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)=-\infty\) þá er samt sagt að markgildið \(\lim_{x\rightarrow a} f(x)\) sé ekki til.


2.5.5. Æfingadæmi

Æfingadæmi

Látum \(f(x)\) vera rætt fall, þ.e. hægt er að skrifa \(f(x)=p(x)/q(x)\) þar sem \(p\) og \(q\) eru margliður. Gerum ráð fyrir að \(q\) hafi núllstöð í punktinum \(a\). Hakið við rétta fullyrðingu.

Lausn

  1. Þetta er ekki rétt, t.d. er \(\lim_{x \rightarrow 0} \tfrac{1}{x}\) ekki til. Hér er \(p(x)=1\), \(q(x)=x\) og \(a=0\).

  2. Fyrst að markgildið er ekki aldrei til og ekki alltaf til þá hlítur það að vera stundum til.

  3. Þetta er ekki rétt, t.d. er \(\lim_{x \rightarrow 0} \tfrac{x}{x} = 1\). Hér er \(p(x)=x\), \(q(x)=x\), \(a=0\) og ef við fullstyttum þá sjáum við að \(f(x)=1\).

  4. Vissulega er \(f(a)\) ekki skilgreint en það er samt hægt að skoða markgildið þegar \(x\to a\) eins og við höfum séð hér að ofan.

2.6. Samfelldni

Hér skilgreinum við og skoðum seinna grundvallarhugtakið í þessum kafla, sem er samfelldni en: continuity
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
.

2.6.1. Skilgreining: Innri punktur

Skilgreining

Látum \(A\subseteq {{\mathbb R}}\) og \(x\in A\). Við segjum að \(x\) innri punktur en: inner point, interior point
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(A\) ef \(A\) inniheldur opið bil umhverfis \(x\), það er að segja til er tala \(\delta>0\) þannig að \((x-\delta, x+\delta)\subseteq A\).

Ef \(x\) er ekki innri punktur \(A\) og \(x\in A\) þá segjum við að \(x\) jaðarpunktur en: boundary point, frontier point
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
\(A\).

2.6.2. Skilgreining: Samfelldni í punkti

Skilgreining

Látum \(f\) vera fall og \(c\) innri punkt skilgreiningarsvæðis \(f\). Sagt er að \(f\)samfellt í punktinum \(c\) ef

\[\lim_{x\rightarrow c}f(x)=f(c).\]

2.6.3. Setning

Setning

Látum \(f\) og \(g\) vera föll. Gerum ráð fyrir að \(c\) sé innri punktur skilgreiningarsvæðis beggja fallanna og að bæði föllin séu samfelld í punktinum \(c\). Þá eru eftirfarandi föll samfelld í \(c\):

  1. \(f+g\)

  2. \(f-g\)

  3. \(fg\)

  4. \(kf\), þar sem \(k\) er fasti

  5. \(f/g\), ef \(g(c)\neq 0\)

  6. \(\Big(f(x)\Big)^{1/n}\), að því gefnu að \(f(c)>0\) ef \(n\) er slétt tala og \(f(c)\neq 0\) ef \(n<0\).

Þessi setning er bein afleiðing af Setningu 2.3.1.

2.6.4. Setning: Samskeyting samfelldra falla

Setning

Látum \(g\) vera fall sem er skilgreint á opnu bili umhverfis \(c\) og samfellt í \(c\) og látum \(f\) vera fall sem er skilgreint á opnu bili umhverfis \(g(c)\) og samfellt í \(g(c)\). Þá er fallið \(f\circ g\) skilgreint á opnu bili umhverfis \(c\) og er samfellt í \(c\).

Athugasemd

Ef fall er skilgreint með formúlu og skilgreingamengið er ekki tilgreint sérstaklega, þá er venjan að líta alla þá punkta þar sem formúlan gildir sem skilgreingarmengi fallsins

2.6.5. Skilgreining: Samfellt fall

Skilgreining

Við segjum að fall \(f\) samfellt en: continuous function
Smelltu fyrir ítarlegri þýðingu.
ef það er samfellt í sérhverjum punkti skilgreingarmengisins.

Óformlega þýðir þetta að hægt er að teikna graf \(f\) án þess að lyfta pennanum frá blaðinu.

2.6.6. Nokkur dæmi um samfelld föll

Eftirfarandi föll eru samfelld

  1. margliður

  2. ræð föll

  3. ræð veldi

  4. hornaföll; \(\sin\), \(\cos\), \(\tan\)

  5. tölugildisfallið \(|x|\)

2.6.7. Að búa til samfelld föll

Með því að nota föllin úr dæminu á undan sem efnivið þá getum við búið til fjölda samfelldra fall með því að beita aðgerðunum úr Setningu 2.6.4 og Setningu 2.6.3.

2.6.8. Dæmi

Fallið \(\cos(3x+5)\) er samfellt. Margliðan \(g(x) =3x+5\) og \(f(x) = \cos(x)\) eru samfelld föll og þá er samskeytingin \(f\circ g(x) = \cos(3x+5)\) einnig samfellt fall.


2.7. Hægri/vinstri samfelldni

Rifjum upp skilgreininguna á samfelldni.

2.7.1. Skilgreining

Skilgreining

Látum \(f\) vera fall og \(c\) innri punkt skilgreiningarsvæðis \(f\). Sagt er að \(f\)samfellt í punktinum \(c\) ef

\[\lim_{x\rightarrow c}f(x)=f(c).\]

Athugasemd

Þessi skilgreining virkar aðeins fyrir innri punkta skilgreiningarsvæðisins. Þannig að ef ætlunin er að rannsaka samfelldni í jaðarpunktum þá gengur þessi skilgreining ekki. Hins vegar getum við útvíkkað skilgreininguna á samfelldni fyrir hægri og vinstri endapunkta bila með því að einskorða okkur við markgildi frá vinstri og hægri.

2.7.2. Skilgreining: Hægri/vinstri samfelldni

Skilgreining

  1. Fall \(f\) er samfellt frá hægri í punkti \(c\) ef \(\lim_{x\rightarrow c^+}f(x)=f(c)\).

    Hér er gert ráð fyrir að fallið \(f\) sé amk. skilgreint á bili \([c, a)\).

  2. Fall \(f\) er samfellt frá vinstri í punkti \(c\) ef \(\lim_{x\rightarrow c^-}f(x)=f(c)\).

    Hér er gert ráð fyrir að fallið \(f\) sé amk. skilgreint á bili \((a, c]\).

Uppfærum nú skilgreininguna á samfelldu falli.

2.7.3. Uppfærð skilgreining: Samfellt fall

Skilgreining

Gerum ráð fyrir að \(f\) sé fall sem er skilgreint á mengi \(A\), þar sem \(A\) er sammengi endanlega margra bila. Við segjum að fallið \(f\)samfellt ef það er samfellt í öllum innri punktum skilgreingarmengisins og ef það er samfellt frá hægri/vinstri í jaðarpunktum skilgreingarmengisins, eftir því sem við á.

Athugasemd

Ef fall er samfellt á opnu bili \((a,b)\), og ef \(a<c<d<b\), þá er fallið einnig samfellt á bilinu \([c,d]\).


2.8. Eiginleikar samfelldra falla

2.8.1. Setning: Há- og lággildislögmálið

Há- og lággildislögmálið

Látum \(f\) vera samfellt fall skilgreint á lokuðu takmörkuðu bili \([a,b]\). Þá eru til tölur \(x_1\) og \(x_2\) í \([a,b]\) þannig að fyrir allar tölur \(x\) í \([a,b]\) er

\[f(x_1)\leq f(x)\leq f(x_2).\]

Þetta þýðir að samfellt fall \(f\) á lokuðu og takmörkuðu bili \([a,b]\) tekur bæði hæsta og lægsta gildi á bilinu. Hæsta gildið er þá \(f(x_2)\) og lægsta gildið er \(f(x_1)\).

Athugasemd

Það er mögulegt að fallið taki há/lággildi sitt í fleiri en einum punkti.

2.8.2. Setning: Milligildissetningin

Milligildissetningin

Látum \(f\) vera samfellt fall skilgreint á lokuðu takmörkuðu bili \([a,b]\). Gerum ráð fyrir að \(s\) sé tala sem liggur á milli \(f(a)\) og \(f(b)\). Þá er til tala \(c\) sem liggur á milli \(a\) og \(b\) þannig að \(f(c)=s\).

Athugasemd

Það er möguleiki að það séu fleiri en einn punktur á bilinu þar sem fallið tekur gildið \(s\). Sönnunin hér á undan finnur þann stærsta.

2.8.3. Fylgisetning

Fylgisetning

Ef \(P(x)=a_nx^n+a_{n-1}x^{n-1}+\cdots+a_1x+a_0\) er margliða af oddatölu stigi \(n\), þá er til rauntala \(c\) þannig að \(P(c)=0\).