1. Inngangur

1.1. Hvað er edbook?

Edbook er Sphinx (http://sphinx-doc.org) ásamt viðbótum og stillingum sem henta sérstaklega fyrir námefni, jafnt í stærðfræði sem öðrum fögum. Sphinx er skrifað í Python til þess að halda utanum hjálpina í Python-forritunarmálinu.

Kerfið getur útbúið hvort sem er html-síðu (eins og þessa), pdf-skrá (gegnum LaTeX, stae104g.pdf), epub rafbók eða glærur.

1.2. Markmið

1.2.1. Tilgangur

Megintilgangurinn er að setja fram námsefni í stórum námskeiðum (í stærðfræði) og geta notað gagnvirk smáforrit.

Markmiðið er að auka virkni nemenda í fyrirlestrum og hjálpa þeim við að ná tökum á erfiðum hugtökum sem þar koma fyrir. Með því að nota edbook kerfið og setja fram kennsluefni sem heimasíðu sem bæði er hægt að nota í fyrirlestrum og utan þeirra þá er ætlunin að auka aðkomu nemenda og stuðla þannig að virku námi (e. active learning).

1.2.2. Afhverju ekki glærur?

Hefðbundnum glærufyrirlestrum hættir til að stuðla að yfirborðslegri nálgun, þetta á sérstaklega við í stærðfræði þegar fjallað er um flókin hugtök sem þarfnast nákvæmrar umfjöllunar. Auk þess er galli við fyrirlestraformið að það veitir nemendum litla hlutdeild í umfjölluninni, þeir eru valdlausir og eiga hugsanlega erfitt með að tengja fyrirlestra við aðra hluta námskeiðsins sem krefjast meira framlags nemenda (t.d. heimadæmi o.þ.h.).

1.2.3. Bónus

Er hægt að rannsaka hegðun nemenda? Hvað lesa þeir og hvað ekki?